Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 15 Mexíkósk ilmkerti sími 462 2900 FLUGLEIÐIR hafa keypt eignir Flugfélags Íslands á Akureyrarflug- velli og Reykjavíkurflugvelli. Jón Karl Ólafsson framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands sagði að á báðum þessum stöðum hefði félagið selt skrifstofuhúsnæði sitt sem og flugskýli. Eina eignin á Reykjavíkurflugvelli sem Flugfélag Íslands heldur eftir er flugstöðin. Þá hafa Flugleiðir einnig keypt þrjár litlar flugvélar, m.a. tvær Twin Otter-vélar á Akureyri, sem og Metró-vél, en þær höfðu verið af- skrifaðar í bókhaldi félagsins. Eignirnar voru seldar á tæplega 300 milljónir króna. Flugfélag Íslands hefur gert lang- tímaleigusamning við Flugleiðir um afnot af þessum eignum „Með þessum ráðstöfunum erum við að tryggja eiginfjárstöðu fyrir- tækisins,“ sagði Jón Karl. Morgunblaðið/Kristján Húseignir Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli sem Flugleiðir hafa keypt. Akureyrarflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur Flugleiðir kaupa eignir af Flugfélagi Íslands NORÐURLANDSDEILD SÁÁ hefur sent Ólafi Erni Haraldssyni, formanni fjárlaganefndar Al- þingis, erindi, þar sem þess er farið á leit við nefndina að framlag til reksturs göngudeildar á Akureyri verði fest í sessi í fjárlögum. Er þess óskað að framlagið nemi 10 milljónum króna og verði það nýtt til að standa straum af núverandi kostnaði við deildina, auk þess að efla hana enn frekar. Eins og fram hefur komið hefur formaður SÁÁ tilkynnt niðurskurð á starfsemi samtak- anna vegna fjárskorts. Áformað er að leggja göngudeild SÁÁ á Akureyri niður en um er að ræða einu föstu þjónustu SÁÁ á landsbyggð- inni. Forstöðumaður og eini starfsmaður deild- arinnar á Akureyri er Stefán Ingólfsson en hann hefur starfað við meðferðarþjónustu og ráðgjöf á sviði áfengis- og vímuefnavarna í rúm- lega 11 ár. Ennfremur kemur fram í bréfinu til fjár- laganefndar að rekstur göngudeildarinnar á Ak- ureyri hefur kostað 7–8 milljónir króna á ári og hefur deildin þjónað bæði Norður- og Austur- landi. Á þeim árum sem deildin hefur starfað á Akureyri hefur hún sannað gildi sitt. Árlega eru yfir 300 viðtalstímar við einstaklinga séstaklega skráðir hjá deildinni en að auki er um að ræða fjölda óskráðra heimsókna og mjög mikla síma- þjónustu. Starfsmaðurinn þjónustar einnig Fjóluna, áfangaheimili á Akureyri, fyrir ein- staklinga í eftirmeðferð. Þá er viðamikill hluti starfsins fólginn í eftirfylgni við meðferðir sem íbúar á svæðinu hafa lokið á vegum SÁÁ. Þá kemur fram að göngudeild SÁÁ á Ak- ureyri fór sérmerkt inn á fjárlög ríkisins í fyrra en af ókunnum ástæðum gerði hún það ekki í ár. Norðurlandsdeild SÁÁ leitar eftir stuðningi fjárlaganefndar Framlag til göngudeildar verði fest í sessi á fjárlögum HLJÓMSVETIN Mannakorn mun halda upp á 25 ára afmæli sitt með tónleikum og dansleik í Oddvitanum á Akureyri næstkomandi laug- ardagskvöld, 1. desember. Skemmt- unin hefst á miðnætti og stendur fram til klukkan þrjú. Skemmst er frá því að segja að uppselt varð á skömmum tíma á ferna tónleika sem haldnir voru í Salnum í Kópavogi í síðasta mánuði og þóttust takast sérlega glæsilega. Félagarnir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson flytja á tónleik- unum allar ástsælustu perlur Magn- úsar með dyggri aðstoð tveggja ungra og bráðefnilegra úrvals- hljóðfæraleikara, þeirra Davíðs Þórs Jónssonar píanó- og hljóm- borðsleikara frá Akranesi og Bene- dikts Brynleifssonar trommuleikara frá Akureyri. Ný plata með þessum frábæru upptökum frá Salnum er væntanleg innan skamms og mun það vera fyrsta hljómleikaplata hinna ástsælu Mannakorna. Edda miðlun og útgáfa mun sjá um dreifingu á disknum. Hljómsveitin Mannakorn skemmtir Akureyringum nk. laugardagskvöld. Miðnætur- tónleikar á Oddvitanum FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður heiðursgestur á árshátíð Menntaskólans á Akureyri sem haldin verður í Íþróttahöllinni í kvöld, 30. nóvember. Á áttunda hundrað manna, nem- endur og gestir þeirra, kennarar og starfsfólk skólans, sitja hátíðina. Undirbúningur árshátíðar hefur staðið í nokkrar vikur og eru marg- ar nefndir að störfum, enda er árshátíðin haldin í veglega skreyttri Íþróttahöllinni og allur umbúnaður er hinn glæsilegasti. Þar sitja gestir í hátíðarkvöldverði og hópur nemenda þjónar til borðs. Á hátíðinni er vegleg dagskrá, margvísleg tónlist verður flutt á meðan setið er að borðum, Kór MA syngur nokkur lög, Leikfélag MA flytur dagskrána Ek em maðr ís- lenskr, sem Stefán Þór Sæmunds- son kennari samdi og annar kenn- ari, Hrafnhildur Hafberg, leik- stýrir. Þá verða flutt minni kvenna og karla og fleiri ávörp verða á dagskrá. Að loknu borðhaldi og skemmti- atriðum verður stiginn dans. Í aðal- sal Íþróttahallarinnar leikur hljóm- sveitin Sóldögg en á efri hæð verða að vanda gömlu dansarnir við leik Þuríðar formanns og hásetanna. Nemendur hafa undanfarið sótt dansnámskeið til að búa sig undir þennan lið. Árshátíð MA er og hefur um ára- bil verið stærsta vímulausa hátíð ungs fólks á Íslandi. Það er helsta ástæða þess að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur þegið boð skólafélagsins Hugins um að vera gestur á árshátíðinni og heiðra skólann og nemendur hans með nærveru sinni. Árshátíð Mennta- skólans á Akureyri Forseti Ís- lands heið- ursgestur ZONTAKLÚBBURINN Þórunn hyrna stendur fyrir sölu á formum fyrir ísljósker á Glerártorgi í dag, föstudaginn 30. nóvember og á morgun, laugardaginn 1. desember. Ísljóskeraformin verða seld undir slagorðinu „Kveikjum ljós fyrir kon- ur í Afríku“. Þar er vísað til eins af langtímaverkefnum Zonta, en það er að leggja baráttunni gegn umskurði ungra stúlkna í Afríkuríkinu Burk- ina Faso lið fjárhagslega í samstarfi við UNICEF, barnahjálp Samein- uðu þjóðanna. Verkefnið er brýnt því að í Burkina Faso eru 66% 6–7 ára stúlkubarna umskorin þrátt fyrir að lög sem sett voru þar í landi árið 1996 banni umskurð. Allur ágóði Zontaklúbbsins Þór- unnar hyrnu rennur óskiptur til verkefnisins. Kveikjum ljós fyrir kon- ur í Afríku VINKONURNAR Karen og Birgitta Björk voru í óða önn að moka göng í gegnum snjó- skafl við Síðuskóla er ljósmyndari Morg- unblaðsins var þar á ferð í gær. Aðstæður til verksins voru nokkuð erfiðar, enda snjóskaflinn grjót- harður eftir frostakafla að undanförnu. Þær létu það ekkert á sig fá enda ætluðu þær svo að hittast á miðri leið í „göng- unum“. „Við erum að æfa okkur í að vinna áður en við förum að vinna í bakaríi þegar við verðum stórar,“ sagði Birgitta. Heldur hafði dregið úr frostinu í gær en þó var um 5 gráðu frost um miðjan daginn. Snjó- mokstur við erf- iðar að- stæður Morgunblaðið/Kristján SAMLAGIÐ list- hús opnar jóla- sýningu sína, sunnudaginn 2. des., kl. 14 í Sam- laginu listhúsi. Alls eru 11 lista- menn búsettir á Norðurlandi þátt- takendur í Sam- laginu. Þar er til sýnis og sölu fjöl- breytt úrval listmuna, s.s. leirmunir, vefnaður, mósaík, kóngakerti, mál- verk, grafík, vatnslitamyndir og fleira. Samsýning Samlagsfélaga stendur nú yfir í háskólabókasafninu á Akureyri en henni lýkur um mán- aðamótin. Samlagið verður opið fyrir jól alla daga nema mánudaga frá kl. 14–18 og laugardaga kl. 11–16. Jólasýning í Samlaginu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.