Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 51 ✝ Þóra Sæmunds-dóttir fæddist í Stóru-Mörk, Vestur- Eyjafjallahreppi 25. maí 1925. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 22. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sæ- mundur Einarsson, bóndi og hreppstjóri í Stóru-Mörk, f. 19.6. 1872, d. 16.8. 1951, og Guðbjörg María Jónsdóttir hús- freyja, f. 30.12. 1889, d. 30.6. 1961. Þóra var þriðja yngst fjórtán systkina og eru að- eins fimm eftir á lífi. Eftirlifandi eiginmaður Þóru er Árni A. Eiríksson skrúðgarð- yrkjumeistari frá Vatnshlíð í Austur-Húnavatnssýslu, f. 7.2. 1923. Foreldrar hans voru hjónin Eiríkur Sigurgeirsson bóndi, f. 24.9. 1891, d. 13.5. 1974, og Kristín Vermundsdóttir, f. 20.7. 1898, d. 11.11. 1973. Þóra og Árni eignuðust eina dótt- ur, Guðbjörgu tann- tækni, f. 26.1. 1952, maður hennar er Sigfús Jóhannesson bifvélavirki og eru börn þeirra Árni Þór, f. 25.11. 1983, og Sonja Dögg, f. 21.3. 1984. Þóra flutti ung að aldri til Reykjavík- ur og þar kynntist hún manns- efni sínu. Hún vann við ýmis störf en aðallega fiskvinnslu- störf. Þóra og Árni bjuggu á Móabarði 4b í Hafnarfirði mest- allan sinn búskap, en síðustu árin á Hjallabraut 33. Útför Þóru fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 29. nóvember. Elsku mamma mín, þá er þinni stuttu þrautagöngu lokið og þér líður vel núna. Það er ótrúlegt að þú hafir verið með okkur að bjástra í sumarbú- staðnum fyrir þrem mánuðum, en þú hefur verið sárlasin og kvart- aðir aldrei. Söknuðurinn er mikill og tóma- rúmið í hjarta mínu mikið. Ýmislegt kemur upp í huga minn og margs á ég eftir að sakna. Jólin voru þér ofarlega í huga síð- ustu ævidagana, við sem ákváðum að þú kæmir heim fyrir jól og ég lofaði þér að kaupa ekki meira jólaskraut því þér fannst ég eiga svo mikið og fallegt skraut. Alltaf varst þú tilbúin að aðstoða mig og sagðir aldrei nei, ekki við að gæta barnanna eða hverju sem var. Garðurinn á Móabarðinu var þinn unaðsreitur enda var hann fallegur og morgunfrúin sem þú ræktaðir sjálf við erfiða aðstöðu samt alltaf svo blómleg. Sérstak- lega var hún falleg í sumar er þú plantaðir við sumarbústaðinn okk- ar, Álfabarð, en þar áttum við margar góðar stundir saman. Þar var oft glatt á hjalla og minning- arnar margar en skarðið stækkar í Álfabarðshópnum er hvorki Jó- hannes Sigfússon né þú eruð með- al okkar. Barnabörnum þínum varst þú yndisleg amma „ekta amma“ eins og þau sögðu stund- um. Tengdasonurinn var þér afar kær og við söknum þín öll svo mik- ið. Við gætum pabba fyrir þig sem á nú erfiða daga. Ég veit að þér líður vel núna og þið Guðmundur bróðir þinn eruð samferða til guðs og himnaríkis. Hvíl í friði, elsku mamma mín, þín Guðbjörg. Elsku amma mín, nú ertu farin frá mér og ég mun sakna þín mjög mikið. En ég veit að þér líður bet- ur núna. Það eru svo margar minningar sem koma upp í huga minn eins og þegar við Árni vorum í pössun hjá ykkur afa, þá gátum við alltaf fundið eitthvað skemmtilegt að gera. Gönguferðirnar upp á Ásfjall eru mjög minnisstæðar og eins að þú nenntir alltaf að fara með okk- ur í berjamó, enda varst þú alltaf að gefa okkur eitthvert smáræði en af stóru hjarta. Alltaf varst þú jafn ánægð er ég kom með vinkon- ur mínar í heimsókn, þú gafst okk- ur að borða og spilaðir svo við okkur á eftir. Þú varst svo mikil amma í þér og þótt barnabörnin þín væru aðeins tvö þá varst þú líka amma í augum vinkvenna minna. Við áttum skemmtilegar stundir í sumarbústaðnum okkar, alltaf varst þú tilbúin að sinna mér þeg- ar enginn annar nennti því eins og að fara með mér að leita að hreiðr- um eða í gönguferðir. Þessa alls á ég eftir að sakna og ef ég héldi áfram að telja upp það góða við þig, þá yrði það efni í heila bók. Elsku amma mín, megi Guð geyma þig og hvíl í friði í faðmi hans. Þín Sonja Dögg Sigfúsdóttir. ÞÓRA SÆMUNDSDÓTTIR Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þessi hugljúfu orð eiga vel við, þegar við fylgjum Maríu til hinstu hvílu í dag. Þegar hún er kvödd og minningarnar eru einar eftir skerp- ist mynd hinnar horfnu. Hún var með allra óeigingjörnustu mannver- um sem hægt er að fyrirhitta á lífs- leiðinni. Hún hafði svo mikið að gefa, gefa af sjálfri sér til þess að gleðja aðra. Hún var að eðlisfari skapgóð kona, en átti til að geta orðið orð- hvöss, ef henni var misboðið, og ekki gátu allir tekið því, átti það eftir að MARÍA ANTONSDÓTTIR ✝ María Antons-dóttir fæddist 21. júní 1929. Hún lést á Landspítalanum 22. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Anton Guð- mundsson og kona hans, María Frið- riksdóttir. María átti einn bróður, Guð- mund Antonsson (f. 1931). Þau misstu móður sína ung og var María tekin í fóstur af Páli Sig- urðssyni, trygginga- yfirlækni, og konu hans, Maríu. Uppeldissystir hennar, Soffía Pét- ursdóttir, dó ung og lét eftir sig eina dóttur, Helenu Soffíu, sem María lét sér mjög annt um. Árið 1963 giftist María Frí- manni Frímannssyni (f. 1919, d. 1987) og eignuðust þau einn son, Pál Anton. Útför Maríu fór fram frá Krists- kirkju í Landakoti 29. nóvember. koma fram síðar á hennar starfsferli og varð ekki öllum til góðs. María var greind og listræn kona. Hún var víðlesin og mikill bóka- hestur. Einnig var tón- listin henni kær og hafði hún unun af að spila klassíska músík á píanóið. Hún lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík. Fór seinna til Þýska- lands í nám þar, og reyndist síðar í einu og öllu mikil málamann- eskja. Við María unnum saman í um átta ár sem læknaritarar á Landa- koti, eða þar til ég hætti störfum þar, og ég vona að ég móðgi enga okkar, sem með henni störfuðum, er ég segi að málakunnátta hennar var okkur öllum fremri að undanskilinni Mar- gréti, hennar góðu vinkonu í gegnum árin, og María kunni svo sannarlega að þakka allt það, sem Margrét reyndist henni, bæði sem vinkona og eins, er María átti í erfiðleikum. María átti sína góðu og vondu daga, en henni tókst tókst þó alltaf að vinna fram úr þeim erfiðleikum. Einhvern veginn finnst mér alltaf að hún hafi á vissan hátt verið misskilin og hæfileikar hennar ekki notið sín sem skyldi. Hún átti stundum til að verða þunglynd og birtist það í ýmissi mynd. Ég mun aldrei gleyma hversu kát og fjörug hún var, er við síðast hitt- umst á Landspítalanum. Hún hafði þá hresst mikið og átti von á að fara heim næstu daga, en undir niðri vissi ég að María bjóst ekki við að henni væri ætlaður lengri tími í þessari jarðvist. Ég vil kveðja þig, kæra María, með erindi úr sálmi skáldsins okkar: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kæri Páll Anton og Sossa, þið haf- ið misst góða móður og stjúpmóður, sérstaklega þar sem veikindi henn- arkomu fremur óvænt, en minningin um góða móður, stjúpu og ömmu fylgi ykkur áfram og gefi ykkur þann styrk, sem hún ávallt sýndi. Geirlaug.  !    !    ;4 9-4     23 !0  1##  )   0%  )  )         + -- !4 -,#3.  **     "-,#3.   !"#""  "#5"-,#3.   * 2 "."-,#3.  !"2!*    ' &  .  -,3  *    !"#"&        !$ 1!      ( *  (#.  "A- 12"6  )   2%) ) 3   %)         + -- !#"*    "+12   "#*    **   +2 :#.   B  *    &          != 1 .$ '  !    !  %   :-4  $ ( 44  !!%6"6CD        *      . !  "   #      ) (   4    - ,- "#6""$.   &$*$"#2   (*'    :#.8   !% #"*$"#6"   "+2  ""!"& "#6" $ 5 # !   -  444 -1!"6     $  ) 6           + -- 7    178  9 --             +$ :  &    # &     /  $ $    / #    #    ( #      ($' . #3 !EE  1.23.$ 7   &       ! ; (     "#"!-$   ' !"#  1,     "#,!"#  ."!:#!    !$ '           -: * 'B :2# E?     . !  "12    !"2!!     "   * 2 !  $ <           ( ;(   ..F  ."7 #   )/ $/  =        9 !  % $#      (!).    ! !$
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.