Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 37 Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna hefur notið mikilla vinsælda frá því farið var að framleiða hann. Færst hefur í vöxt að íslenskir karlmenn óski að klæðast búningnum á tyllidögum, svo sem við útskriftir, giftingar, á 17. júní, við opinberar athafnir hérlendis og erlendis og við öll önnur hátíðleg tækifæri. Hátíðarföt með vesti úr 100% ull kr. 22.900 Stærðir 46— 64 98—110 25— 28 Herradeild Laugavegi, sími 511 1718. Herradeild Kringlunni, sími 568 9017. P ó st se n d u m Munið Visa tilboð 5.000 kr. afsláttur sé greitt með Visa kreditkorti. Pantanir óskast sóttar Allir stærðir til HARRY Potter (Daniel Radcliffe), hefur komist uppá lagið með að um- bera Vernon (Richard Griffiths), ráðríkan frænda sinn, líkt og Pet- uniu (Fiona Shaw), hina harðbrjósta frænku sína. Þessi tíu ára polli hef- ur jafnvel vanist kompunni sinni undir stiganum. Á sama hátt hafa ættingjar Harrys sætt sig við til- veru hans, sem minnir Petuniu sí og æ á hina „vegvilltu“ systur sína, hennar undarlegu tilveru, furðuleg- an mág og dularfullan, ótímabæran dauðdaga þeirra beggja. Ellefti afmælisdagurinn nálgast, þó er Harry ekkert spenntur, enda á hann ekki von á tilbreytingu, leikjum, gjöfum, né nokkru þess háttar. Í ár á þetta allt eftir að breytast. Þessi smái en knái munaðarleysingi kemst að því á afmælisdaginn, að foreldrar hans voru miklir og víð- frægir galdramenn og hann hefur sjálfur stórkostlega hæfileika á þessu sviði. Hæfileika sem þarf að rækta og temja. Harry fær boð frá Hogwarts, besta galdrakarlaskóla í víðri ver- öld. Innritast, og jafnskjótt upp- hefst bæði mesta ævintýri hans á lífsleiðinni jafnframt því sem Harry finnur þá ást, umhyggju, heimili og fjölskyldu, sem hann hefur alla tíð þráð að eignast. Það mannsbarn finnst varla, a.m.k. ekki á Vesturlöndum, sem kannast ekki við hinar geysivinsælu ævintýra- og metsölubækur skáld- konunnar J.K. Rawling, um Harry Potter, drenginn með töframanns- hæfileikana. Þær hafa allar selst í milljónum eintaka, komist efst á vinsældalistann, hér sem annars staðar. Kvikmyndagaldrakarlinn sjálfur, Steven Spielberg, keypti kvik- myndaréttinn, en fól leikstjóranum Chris Columbus að stjórna mynd- inni. Columbus á m.a. að baki Aleinn heima-myndirnar. Óhemju leit hófst að ungleikurunum, og nú er myndin tilbúin. Ekkert hefur verið til sparað svo ævintýrið fái notið sín sem best á tjaldinu. Auk hinna lítt þekktu, ungu leikara, koma nokkrir valinkunnar og sjóað- ir gamanleikarar við sögu. Leikarar: Daniel Radcliffe (David Copp- erfield, The Tailor of Panama), Rupert Grant (frumraun), Emma Watson (frumraun). Robbie Coltrane (Nuns on the Run, Goldeneye, The World is Not Enough). John Cleese (Monty Python- myndirnar, A Fish Called Wanda, Time Bandits); Richard Harris (This Sport- ing Life, Unforgiven, Gladiator). Leik- stjóri: Chris Columbus (Home Alone I og II, Only the Lonely, Mrs. Doubtfire). Hókus, pókus, Harry Potter! Sambíóin í Reykjavík, Keflavík og á Ak- ureyri ásamt Háskólabíói frumsýna Harry Potter and the Philosopher’s Stone – Harry Potter og lausnarsteinn- inn, með Daniel Radcliffe, Rupert Grint, Emmu Watson, Robbie Coltrane, John Cleese. Harry Potter (Daniel Radcliffe) og snjóuglan og sendiboðinn Hedwig. STÓRVIRKI breska skáldjöfurs- ins Williams Shakespeare eru ein- hver jafnvinsælustu viðfangsefni kvikmyndagerðarmanna, bæði í upprunalegri útgáfu og nútíma- búningi. Ekki alls fyrir löngu sáum við Hamlet sem erfingja risavaxins tölvu- og fjölmiðlaveldis á Manhattan nútímans. Í bandarísku myndinni O er við- fangsefnið Óþelló – eða Márinn frá Feneyjum, eitt frægasta verk snillingsins. Á þennan hátt er reynt að ná til ungs fólks í dag og kynna það fyrir heillandi sagna- heimi og persónum Shakespeares. Sögusviðið er hátt skrifaður einka- skóli í Suðurríkjunum miðjum. Odhin James (Mekhi Phifer) er eini þeldökki nemandinn, afburða körfuboltaleikari sem á sér þann draum heitastan að komast í lið í NBA-deildinni. Odhin er vænsti piltur og gíf- urlega vinsæll meðal skólafélag- anna, ekki síst vegna körfubolta- hæfileikanna. Hann hefur unnið hjarta Desi (Julia Stiles), hinnar glæsilegu dóttur skólameistarans (John Heard). Þau hafa fundið það sem flesta skortir: sanna ást. Besti vinur Odhins og bekkj- arbróðir er Hugo (Josh Hartnett). Hann er sjálfur körfuboltaleik- maður og sonur þjálfarans (Martin Sheen). Hugo öfundar Odhin innst inni af hæfileikunum, vinsældun- um og velgengninni. Annar bekkj- arbróðir og herbergisfélagi Odhins er hinn auðugi Roger Rodriguez, sem verður ein af aðalpersónunum í niðurrifi Odhins, ásamt Casio, sem Hugo segir að sé í ástarsam- bandi við Desi. Harmleikur er í uppsiglingu. Hugmyndin að flytja Óþelló yfir á körfuboltavöll í menntaskóla í samtímanum er komin frá rithöf- undinum Brad Kaaya. Odhin er eini þeldökki nemandinn í alhvít- um nemandahópi og minnir að mörgu leyti á Márann, hina trag- ísku persónu Shakespeares. Odhin er bardagamaður inni á vellinum, og sá besti. Í skólabænum og skól- anum, þar sem körfubolti er dýrk- aður ofar öllu öðru, er Odhin kon- ungur. Fjölda annarra vísana er að finna í leikritið. Myndin þykir að auki hafa breidd til að viðra nú- tímaleg, félasgsleg vandamál í samskiptum kynþáttanna. Leikarar: Odhin James (The Imposter, Girl 6, Soul Food); Josh Hartnett (Armageddon, Pearl Harbor); Julia Stiles (State & Main, Hamlet). Leik- stjóri: Tim Blake Nelson (frumraun). Óþelló í nútím- anum Regnboginn frumsýnir O, með Mekhi Phifer, Martin Sheen, Josh Hartnett og Juliu Stiles. Josh Hartnett, Julia Stiles og Andrew Keegan í myndinni O. RYAN Turner (Charlie Sheen) er huggulegur og ósvífinn verðbréfasali á Wall Street. Á ómælda peninga, býr í glæsilegri lúxusíbúð og vefur fegurðardísum um fingur sér. Á meðal þeirra er Veronique (Lisa Rinna), hin unga og íðilfagra eigin- kona fjölmiðlakóngsins Donalds Simpson (Barry Newman). Turner er um það bil að ganga frá risasamn- ingum við Simpson á sama tíma. Karlinn grunar eitthvað misjafnt og hann hættir við kaupin. Turner miss- ir vinnuna og trúnaðartraustið fer sömu leið og vinkonurnar og íbúðin. Cindy (Denise Richards), kærastan hans, hleypur meira að segja frá honum, og það með brasílískum fola. Þegar fokið er í flest skjól hringir síminn með þeim afleiðingum að Turner ákveður að hlaupa í skarðið sem dálkahöfundur á dagblaði, þar sem skríbentinn sjálfur, Cindy, situr sem fastast í fangbrögðum við Brassann í Ríó. Ryan hugnast nýja starfið vel – að gefa konum hinar margvíslegustu ráðleggingar – á meðan Cindy nýtur sín syðra. Charlie hafði gaman af að fara með hlutverkið. „Ég vissi að það mundi ögra mér, hvetja mig til átaka við eitthvað nýtt, um leið og ég nyti þess að fást við rómantíkina og gera eitthvað gott og gamaldags.“ Denise er á sama máli: „Handritið lokkaði. Um leið og ég fór að lesa það yfir stóð ég mig að því að hlæja og hlæja upphátt, fram á síðustu blaðsíðu.“ Leikstjóri Good Advice er Steve Rash, sem byrjaði ferilinn með The Buddy Holly Story (’79), leikna heimildarmynd um söngvarann vin- sæla og svipleg örlög hans. Leikarar: Charlie Sheen (Wall Street, Platoon), Denise Richards (The World is Not Enough), Jon Lovitz (City Slickers II). Leikstjóri: Steve Rash (The Buddy Holly Story, Queen’s Logic). Að ráðleggja kvenfólkinu Laugarásbíó frumsýnir Good Advice með Charlie Sheen, Rósönnu Arquette, Jon Lovitz, Barry Newman og Denise Richards. Charlie Sheen og Denise Richards í Good Advice. SÁLFRÆÐI einka- lífsins er eftir sál- fræðingana Álf- heiði Stein- þórsdóttur og Guðfinnu Eydal. Í bókinni er fjallað um hvað mótar persónu- leika okkar og hvernig við getum tekist á við þann vanda og þau tækifæri sem mæta okkur í einkalífi og starfi. Hér er að finna svör við fjölmörgum spurningum sem skjóta upp kollinum á lífsleið- inni: Hvað er mikilvægt í lífinu? Hvern- ig persóna er ég? Hvernig er heilbrigð fjölskylda? Hvað einkennir gott sam- band? Hvernig myndast ágreiningur í samböndum? Er til „góður“ skiln- aður? Hverjir halda framhjá? Hverjir eru kostir þess að búa einn? Í bókinni er vísað í rannsóknir fjölda fræðimanna hérlendis og erlendis. Höfundar bókarinnar, Álfheiður Stein- þórsdóttir og Guðfinna Eydal, hafa áratuga reynslu sem sálfræðingar. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er 300 bls., prentuð í Odda hf. Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu. Verð: 4.490 kr. Sálfræði LJÓSIÐ að handan – Saga Valgarðs Einarssonar miðils. Birgitta H. Hall- dórsdóttir skráði. Í kynningu segir: „Valgarður segir hispurslaust frá þroskagöngu sinni, þar sem lífið var ekki alltaf dans á rós- um, hann segir frá öfund og óheið- arleika sem hafa truflað hann í starfi og einkalífi, hann segir frá því hvernig hann vinnur stöðugt að eigin þroska með hjálp bænar og ljóss. Hann segir frá lífinu handan landamæra lífs og dauða, leiðbeinir fólki í erfiðleikum og krefst aukinnar aðstoðar frá stjórn- völdum til þeirra sem hafa orðið undir í lífsbaráttunni.“ Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 188 bls., prentuð í Lettlandi. Verð: 3.980 kr. Ævisaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.