Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 63
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 63 FYRIR nokkrum vikum fjallaði grein- arhöfundur lítillega um málefni Ríkisút- varpsins (RÚV) í pistli á Skjá 1 og lagði fram alvarlegar ásak- anir um lögbrot stofn- unarinnar. Að óreyndu hefði maður ímyndað sér að slíkar ásakanir myndu vekja einhver viðbrögð, en þau hafa látið á sér standa. Raunar óskaði Fréttablaðið svara frá Ríkisútvarpinu um einn þátt ásakananna, en þaðan kom afar aumt nafnlaust svar um að menn teldu þarna ekki um mjög alvarlegt brot að ræða og um stranga lagatúlkun að ræða ef rétt reyndist. Áður en lengra er haldið er rétt að tíunda ásakanir mínar, sem snerust um þríþætt lögbrot RÚV, og gera nánar grein fyrir þeim: 1. Innheimtudeild not- ar þjóðskrá í bága við Persónu- verndarlög. 2. Starfsmenn RÚV eru und- anþegnir skylduáskrift án laga- heimildar. 3. RÚV misfer með opinbert fé með starfsemi, sem ekki er heim- ild fyrir í Útvarpslögum. Innheimtudeild RÚV sendi frá sér bréf, þar sem í stóð: „Við sam- anburð á þjóðskrá og skrá yfir greiðendur afnotagjalda Ríkisút- varpsins virðist sem þú sért ekki greiðandi afnotagjalda.“ Þarna segir innheimtudeildin hreint út að þar á bæ beri menn saman við- skiptamannaskrá sína og þjóðskrá til þess að leita sér nýrra við- skiptavina, en slík hnýsni er vita- skuld skýlaust brot á lögum um persónuvernd (nr. 77 frá 2000). Í öðru lagi fer deildin fram á að ótíndur almúginn sendi henni greinargerð um sambýlinga sína ef einhver þeirra skyldi nú standa í skilum við stofnunina. Í þriðja lagi kemur fram í bréfinu að RÚV haldi skrá yfir öll tæki, svo manni er næsta óskiljanlegt til hvers samanburðurinn við þjóðskrá var gerður. Eftir þessa upptalningu segir svo að viðtakandi megi „bú- ast við frekari fyrirspurnum ef bréfinu verður ekki svarað“. Rík- isútvarpið á ekkert erindi við það fólk sem ekki er skráð fyrir sjón- varpstæki. Hreint ekkert erindi. Og enn síður getur það leyft sér að krefja fólk skýringa á sakleysi sínu, hvað þá með illa duldum hót- unum eins og innheimtudeildin gerir. Þessi sama innheimtudeild og sér sérstaka ástæðu til þess að væna þá, sem afþakka þjónustu RÚV, um lögbrot, hikar hins vegar ekki við að brjóta sjálf sömu lög, því hún rukkar ekki starfs- menn RÚV um af- notagjöld. Fyrir þessu er engin lagaheimild, á þetta hefur margoft verið minnt, en samt hafa þessi lögbrot rík- isstofnunarinnar þrif- ist um árabil. Inn- heimtudeildin skýlir sér raunar bak við ráðherrabréf frá 1977, þar sem þessi undanskot eru leyfð, en þó undirritaður sé ekki löglærður maður veit hann samt að ráðherra- bréf og reglugerðir verða að eiga sér stoð í lögum. Þegar í þokkabót er búið að setja ný lög um RÚV margsinnis síðan, þar sem hvergi er á þetta minnst, má öllum ljóst vera að ráðherrabréfið hefur ekk- ert gildi. Í lögum um Ríkisútvarpið (nr. 122 frá 2000, 12. grein) segir skýrt að allir eigendur viðtækja skuli gjalda afnotagjald, en þó er veitt heimild til reglugerðarsetn- ingar um undanþágu gamalmenna og öryrkja. Annarra ekki. Svo væri auðvitað fróðlegt að vita hvort þessi ólöglegu hlunnindi séu gefin upp til skatts. Alvarlegasta lögbrot RÚV felst þó vafalaust í því að stofnunin fer langt fram úr heimildum um starf- semi sína. Í lögum um Ríkisút- varpið (10. grein) segir ótvírætt: „Ríkisútvarpið hefur sjálfstæðan fjárhag. Tekjum þess má eingöngu verja í þágu útvarpsstarfsemi.“ RÚV leyfist því ekki að verja fjármun- um sínum til neins annars en út- varpsrekstrar. Það má því ekki starfrækja textavarp, fréttasíma eða vefmiðil frekar en það má setja á stofn dagblað, hár- greiðslustofu eða rækjuvinnslu. En samt viðgengst þetta allt og forsvarsmenn RÚV leyfa sér að gráta undan erfiðum rekstri! Nú gæti einhver haldið að hér hefðu starfsmenn RÚV einfaldlega hlaupið á sig í eðlislægri köllun ríkisstarfsmanna til þess að þenja báknið út. Að hér væri í raun at- hugunarleysi á ferðinni. Gott ef satt væri. En í ársskýrslu RÚV frá 1999, kemur fram að RÚV-menn vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Þar er greint frá því eins og ekkert sé eðlilegra, að stofn- unin hafi stórvíkkað starfsemi sína og því sé brýnt að endurskoða lög- in! Þetta er öldungis stórmerkileg afstaða hjá opinberri stofnun til landslaga. Hins vegar verður að hryggja forráðamenn RÚV með því að þingmenn urðu ekki við þessari áskorun þegar lögin um stofnunina voru endurskoðuð í fyrra. Fyrrnefnd lögskýring starfsmanns RÚV í viðtali við Fréttablaðið er enn sérkennilegri fyrir vikið. Ríkið gerir þá kröfu til borg- aranna að þeir haldi lögin og setur þá í steininn annars. Ef venjulegir borgarar greiða ekki afnotagjaldið er sjónvarpið hirt af þeim. Og ef þeim er treyst fyrir peningum, sem þeir verja í annað, eru þeir dæmdir fyrir misferli. Borgararnir hljóta að geta gert þá kröfu til rík- isins, stofnana þess og starfs- manna að þeir fari að lögum eða sæti annars ábyrgð. Það er ekkert um það í stjórnarskránni að út- varpsstjóri og undirsátar hans séu þar undanskildir. Lögleysunni verður að linna. Afbrotamenn í Efstaleiti Andrés Magnússon Ríkisútvarpið Borgararnir hljóta að geta gert þá kröfu til ríkisins, stofnana þess og starfsmanna að þeir fari að lögum, segir Andrés Magnússon, eða sæti annars ábyrgð. Höfundur er blaðamaður. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.