Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 49
Þegar Skúli John-
sen var jarðsunginn
var ég erlendis og gat
því ekki minnst hans
en úr þessu er nú
bætt.
Ég hitti Skúla fyrst er ég var
tryggingayfirlæknir og starfandi
læknir í Reykjavík á sjöunda ára-
tugnum. Hann var þá formaður í
Félagi læknanema og ég kom á
fund í félaginu til þess að halda er-
indi.
Síðan höfðum við lítið saman að
sælda fyrr en hann varð borgar-
læknir á árinu 1974. Ég vissi að
hann hafði lokið læknaprófi, starf-
að sem héraðslæknir á Vopnafirði,
verið aðstoðarborgarlæknir og lok-
ið meistaragráðu í Skotlandi í heil-
brigðisfræði og félagslækningum.
Fljótlega eftir að hann varð
borgarlæknir urðu samskipti okkar
meiri. Hann var skipaður í hluta-
starf héraðslæknis í Reykjavík til
SKÚLI G.
JOHNSEN
✝ Skúli Guðmund-ur Johnsen fædd-
ist í Ögri í Ögur-
hreppi í N-Ísafjarð-
arsýslu 30. septem-
ber 1941. Hann lést
8. september síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Lang-
holtskirkju 14. sept-
ember.
viðbótar borgarlækn-
isstarfinu og ráðu-
neytið hélt þá reglu-
lega fundi með
héraðslæknum tvisvar
á ári. Þar gerðu hér-
aðslæknar grein fyrir
gangi heilbrigðismála
hver í sínu héraði og
starfsmenn ráðuneytis
og landlæknis gerðu
grein fyrir hvað
stjórnsýslan aðhefðist
og hygðist gera.
Skúli tók einnig
beint þátt í fjölda
mála með og fyrir
ráðuneytið og skal hér nokkurra
getið:
Árið 1978 var boðað til norrænn-
ar ráðstefnu um menntun heil-
brigðisstétta. Við vorum fimm sem
fluttum þarna erindi frá Íslandi. Í
hlut Skúla kom að lýsa almennt
menntun íslenskra heilbrigðis-
stétta og jafnframt að skýra skipt-
ingu Reykjavíkurhéraðs í heilsu-
gæsluumdæmi og hvaða áhrif það
hefði á starfsmannaþörf. Erindin
sem þarna voru flutt voru gefin út
sem rit ráðuneytisins nr. 2/1978 –
The Expansion of Primary Health
Care in Iceland and the Impacts on
Manpower and Education.
Á miðju ári 1981 var skipuð
nefnd sem fékk það hlutverk að
fjalla um heilsugæslu í Reykjavík.
Skúli var ekki í nefndinni en starf-
aði með henni að hluta. Þessi nefnd
gerði ráð fyrir að allir heimilis-
læknar í Reykjavík gengju inn í
heilsugæslukerfið. Þessum tillög-
um var ekki framfylgt.
Fyrsta tillaga að íslenskri heil-
brigðisáætlun var lögð fram vorið
1987. Ráðherra ákvað að halda
heilbrigðisþing í ársbyrjun 1988
um þessa áætlun. Sjö nefndir voru
skipaðar til að ræða og undirbúa
hina ýmsu þætti áætlunarinnar og
störfuðu þær frá hausti 1987 og
fram yfir áramót. Skúli var skip-
aður formaður í nefnd sem fékk
það hlutverk að fjalla um stefnu í
heilbrigðismálum eða liði 1-4 og 33
í áætluninni. Formenn nefnda
lögðu tillögur nefnda sinna fram á
heilbrigðisþinginu og þannig varð
til sú gerð áætlunar sem síðar var
samþykkt af Alþingi 1991.
Haustið 1988 var skipuð nefnd
sem fékk það hlutverk að endur-
skoða farsóttarlög frá 1958 og sótt-
varnarlög frá 1954 ásamt ýmsum
fleiri lögum sem um sóttvarnir
fjalla. Skúli sat í þessari nefnd þar
sem ég var formaður. Þessi nefnd
vann mikið starf og samdi frum-
varp til sóttvarnalaga. Í greinar-
gerð var tekið saman ýtarlegt yf-
irlit sem ekki var til áður um þróun
íslenskrar löggjafar á málasviðinu.
Þetta frumvarp átti sér einkenni-
lega sögu. Það var fyrst lagt fram
1990 og margoft næstu ár en dag-
aði ávallt uppi. Loks var það af-
greitt og tók gildi í ársbyrjun 1998
lítið breytt frá upphaflegu frum-
varpi.
Vorið 1992 skipaði ráðherra
nefnd sem fékk það hlutverk að
skoða störf sjúkrahúsanna á lands-
byggðinni Aðstoðarmaður ráð-
herra var formaður en Skúli meðal
nefndarmanna. Þessi nefnd vann
miklar upplýsingar um störf
sjúkrahúsanna og hve stórt hlutfall
landsbyggðarfólksins nýtti sér
þjónustu þeirra.
Þetta litla yfirlit sýnir að ráðu-
neytið treysti Skúla vel og notfærði
sér dugnað hans og þekkingu.
Skúli hafði mikinn áhuga á al-
þjóðaheilbrigðismálum og ráðu-
neytið notfærði sér það. Hann sótti
mörg þing Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unar í Genf og haustþing Evrópu-
svæðisins á ýmsum stöðum.
Ég minnist vel ársins 1978. Sov-
étríkin buðu til alþjóðaþings í Alma
Ata í Kasakstan í byrjun septem-
ber um heilsugæslumál. Við fórum
þrír saman þessa ferð og með mér
voru Skúli og Örn Bjarnason ásamt
konum okkar.
Þetta var mjög fróðleg ferð þar
sem annars vegar var gerð sam-
þykkt um heilbrigðismál – Alma
Ata samþykktin – og hins vegar
var þátttakendum gefinn kostur á
að kynnast bæði heilsugæslukerfi
landsins og spítalarekstri. Konur
okkar fengu hins vegar að kynnast
félagsmálakerfi, skólum, leikskól-
um og ýmsu þvílíku. Í þessari ferð
kynntumst við hjónin Stefaníu
konu Skúla og fundum strax að þar
fór mikil kjarnakona.
Á heimleiðinni frá þessum fundi
var farið til London þar sem haust-
fundur Evrópusvæðis Alþjóðaheil-
brigðisstofnunar var haldinn og við
þrír tókum þátt í þeim fundi. Leit-
að var eftir því að fulltrúi frá Ís-
landi yrði fundarritari. Við gerðum
tillögu um Skúla í þetta starf og
hann var kosinn og stóð sig mæta-
vel sem vænta mátti.
Þegar ég hafði unnið hjá skrif-
stofunni í Höfn að undirbúningi
CINDI-verkefnisins bað ég Skúla
að vinna upplýsingarit á ensku um
ástand heilbrigðismála hér á landi
ef við mundum taka þátt í CINDI-
starfinu. Þessa skýrslu vann Skúli
vorið 1982 með starfsliði sínu og
það vor fór hann ferðir til Hafnar
með mér til þess að undirbúa málið
frekar.
Af því sem hér hefur verið talið
sést að Skúli vann mikið með ráðu-
neytinu á löngu tímabili.
Veikindi Skúla ollu því að þessi
samvinna dróst saman og lagðist
niður síðustu ár mín í ráðuneytinu.
Þegar ég hætti störfum kom
Skúli til kveðjusamkomunnar því
þá var hann enn í starfi þótt hann
væri í veikindaleyfi. Hann tók þar
til máls og sagðist snemma hafa
fengið mikinn áhuga á „public
health“ og þar hefði hann haft þrjá
nestora, Pál Sigurðsson, Jón Sig-
urðsson og Baldur Johnsen, og af
þessum mat hann Baldur mest.
Hann þakkaði mér einnig að ég
hefði haft áhrif á að hann var kos-
inn borgarlæknir þegar um það
embætti var barist.
Nú að leiðarlokum þakka ég
Skúla fyrir áratuga samstarf og oft
ljúfa samvinnu.
Ég flyt Stefaníu og börnum
þeirra þrem innilegar samúðar-
kveðjur.
Páll Sigurðsson.
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Starfskraftur
óskast
Virkt félagsheimili vantar starfskraft við
ræstingu. Vinnutími frá kl. 8.00—12.30.
Upplýsingar í síma 562 1050 eða 891 7087.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Góðir
Kópavogsbúar
Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi heldur almennan fund með Kópa-
vogsbúum laugardaginn 1. desember nk. í Reiðhöll Gusts við Álalind
kl. 13.00.
Á fundinum verður gerð grein fyrir fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar
fyrir árið 2002. Framkvæmdir við íþróttasvæði í Sölum og Knatthús
í Kópavogsdal verða kynntar.
Allir aðal- og varabæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals
á staðnum.
Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi.
NAUÐUNGARSALA
Nauðungarsölur
Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 1,
Sauðárkróki, fimmtudaginn 6. nóvember 2001, kl. 14.00,
á eftirtaldri eign:
Kringlumýri, Akrahreppi, þingl. eig. Sigurður Hansen. Gerðarbeiðend-
ur eru Lánasjóður landbúnaðarins og Íbúðalánasjóður.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
28. nóvember 2001.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hnjúkabyggð
33, Blönduósi, þriðjudaginn 4. desember 2001 kl. 11.00 á
eftirfarandi eignum:
Bankastræti 14, Skagaströnd, þingl. eig. Signý Magnúsdóttir og
Eðvarð Ingvason, gerðarbeiðandi Höfðahreppur.
Hrossafell 3, Skagaströnd, eignarhluti gerðarþola, þingl. eig. Eðvarð
Ingvason, gerðarbeiðandi Höfðahreppur.
Snæringsstaðir. Svínavatnshreppi, eignarhluti gerðarþola, þingl. eig.
Benedikt Steingrímsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi.
Sýslumaðurinn á Blönduósi.
Blönduósi, 28. nóvember 2001.
TIL SÖLU
Vinnulyftur til sölu
2 stk. Skyjack 6832, árg. 1995. Verð 1.350 þús.
2 stk. Skyjack 6832, árg. 1996. Verð 1.450 þús.
JLG vp 20, árg. 1997. Verð 750 þús.
Upright SL20, árg. 1997. V. 1,1 millj.
Ath. að allt verð er án vsk.
Fjármögnun möguleg á lyftunum.
Allar upplýsingar í símum 421 6293/863 0211
og www.toppurinn.is
Toppurinn,
Grófinni 8, 230 Reykjanesbæ.
TILKYNNINGAR
Handverksfólk athugið!
Handverksmarkaður verður á Garða-
torgi laugardaginn 1. desember.
Vinsamlega staðfestið básapantanir
í síma 692 6673 eða 861 4950.
UPPBOÐ
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu
embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, sem hér segir:
Stokksey ÁR-040, skipaskrárnúmer 1037, þingl. eig. Brotsjór ehf.,
Sveitarfélaginu Hornafirði, gerðarbeiðendur Kaupás hf., Lífeyrissjóð-
ur sjómanna, Olíufélagið hf., Sparisjóður vélstjóra, Sveitarfélagið
Hornafjörður og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 6. des-
ember 2001 kl. 11.45.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
28. nóvember 2001.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Alifuglabú í landi Ásgautsstaða, Stokkseyri, þingl. eig. Móar ehf.,
fuglabú, gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Árborg, fimmtudaginn
6. desember 2001 kl. 10.00.
Breiðamörk 25, Hveragerði, íbúð á 2. hæð yfir kaffihúsi í na—hl.
ásamt anddyri, séreign 137,2 fm, þingl. eig. Sigríður Helga Sveins-
dóttir, gerðarbeiðendur Hveragerðisbær, Íbúðalánasjóður og SP
Fjármögnun hf., fimmtudaginn 6. desember 2001 kl. 10.45.
Laufskógar 32, Hveragerði, fastanr. 221-0700, þingl. eig. Jón Baldurs-
son, gerðarbeiðendur Hveragerðisbær, Íbúðalánasjóður og sýslu-
maðurinn á Selfossi, fimmtudaginn 6. desember 2001 kl. 11.15.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
28. nóvember 2001.
ÝMISLEGT
Lagerútsala
Útsala til 2. desember - enn lægra verð!
Hrím, umboðs- og heildverslun, verður með
lagersölu í húsnæði sínu á Smiðjuvegi 5.
Ýmsar vörur, s.s. haglabyssur, rifflar, skot,
veiðifatnaður, aukahlutir, golfsett, handverk-
færi, loftpressur, háþrýstidælur, kítti, festi-
frauð, rekskrúfur, múrboltar, múrtappar,
rafmagnsverkfæri o.m.fl.
Opið virka daga frá kl. 9.00—17.30,
Upplýsingar í síma 544 2020.
SMÁAUGLÝSINGAR
TILKYNNINGAR
Sálarrannsóknarfélag Íslands
Sálarrannsókn-
arfélagið Sáló
1918—2000,
Garðastræti 8,
Reykjavík
Skyggnilýsingafundur
Þórunn Maggý
Guðmundsd.
miðill verður
með opinn fund í
Garðastræti 8,
sunnudaginn
2. des. kl. 14.
Aðgangseyrir
kr. 1.5000 fyrir félagsmenn og
kr. 2.000 fyrir aðra.
Húsið opnað kl. 13.30.
Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
Skrifstofusími og símsvari:
551 8130 (561 8130).
Netfang: srfi@simnet.is.
SRFÍ.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 1 18211308 Et.2 Dd.
I.O.O.F. 12 18211308½
Et.2/Bi.
Í kvöld kl. 21 heldur Kristinn
Ágúst Friðfinnsson erindi „Jóla-
guðspjallið út frá táknfræði
Jung“ í húsi félagsins, Ingólfs-
stræti 22.
Á laugardag kl. 15—17 er opið
hús með fræðslu og umræðum,
kl. 15.30 í umsjón Jóns Ellerts
Benediktssonar sem fjallar um
„Listina að deyja“.
Á sunnudögum kl. 17—18 er
hugleiðingarstund með leiðbein-
ingum fyrir almenning.
Á fimmtudögum kl. 16.30—
18.30 er bókaþjónustan opin
með miklu úrvali andlegra bók-
mennta.
Guðspekifélagið er 122 ára
alþjóðlegt félag um andleg mál,
hið fyrsta sem byggði á hug-
myndinni um algert frelsi, jafn-
rétti og bræðralagi meðal
mannkyns.
www.gudspekifelagid.is
ATVINNA
mbl.is