Morgunblaðið - 02.12.2001, Side 2
2 B SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
JÓLAPAKKAR og góður matur. Mikill mat-ur og margir pakkar. Og svo jólaskraut,bóklestur, leikir og leti. Jólasveinar ogþessi Jesús. Þannig mætti væntanlega í
stuttu máli lýsa jólahátíðinni í hugum
margra af yngri kynslóðinni.
Gleði, friður og ró. Tilhlökkun. Jólin í hugum
barna eru oftast gleðileg og skemmtileg, og jól í
barnabókum snúast yfirleitt um það sem er
skemmtilegt og gott. Fallegt.
Ýmsir höfundar bregða á leik; uppátæki per-
sóna þeirra eru margvísleg, gjarnan ákaflega
fyndin. Fyrir kemur að sorgin er í fyrirrúmi, en
sjaldnar.
Biðin
Jólaundirbúningurinn er líka oft skemmtileg-
ur, þegar krakkarnir hafa eitthvað sérstakt fyr-
ir stafni, en biðin eftir jólunum er líklega versta
bið sem hægt er að hugsa sér.
„Tíu mínútur eru stuttur tími, að minnsta
kosti á morgnana þegar maður þarf að flýta sér í
fötin.
Klukkutími er lengi að líða þegar maður bíður
eftir að mamma komi heim. En ef maður er að
leika sér þá er klukkutími allt of fljótur að líða.
Fullorðnum finnst tíminn alltaf fljótur að líða.
Er það ekki skrýtið?“ segir söguhetjan í finnsku
bókinni Karolína og litlu jólin, (Mál og menning,
1990) sem er ætluð yngstu krökkunum.
Karolína hafði nefnilega spurt móður sína að
því hvort jólin kæmu bráðum og svarið var: „Já,
eftir tvær vikur.“ Það fannst Karolínu hins veg-
ar langur tími. „Það eru sjö dagar í hverri viku.
Hvernig á hún að geta beðið svona lengi?“
Biðin er oft erfið, já, en sannað þykir að jólin
koma alltaf á réttum tíma. Þrátt fyrir allt.
Danski rithöfundurinn Ole Lund Kirkegaard
segir í bókinni Ég, afi og Jóla-stubbur (Iðunn,
1987):
„Váá maður!
Jólin eru í dag.
Jamm, segir afi. Svona fer þetta á hverju ári.
Það endar alltaf með því að jólin koma. Þannig
hefur það að minnsta kosti verið svo lengi sem
ég man.
Það er greniangan og ilmur af svínasteik og
steiktum eplum um allt húsið. Í eldhúsinu hans
afa er gnægð matar.“
Jólin koma þrátt fyrir allt, já. Meira að segja
þó þeim sé stolið!
Í vinsælli bók dr. Seuss frá 1957, Þegar Trölli
stal jólunum, (Örn og Örlygur, 1974), er nefni-
lega sýnt fram á að jólin snúast ekki um umbúð-
irnar; gjafir, tré, skreytingar, mat og þar fram
efir götunum. Trölli taldi sig sem sagt hafa stol-
ið jólunum en fólkið gladdist engu að síður.
„Svo það varð ekki komið
í veg fyrir jólin!
Þau voru þar ... rétt
eins og sólin!“
„Þau komu þá borðalaus!“
„Þau komu þá greinalaus!“
„Þau komu þá gjafa- og jólasveinalaus!“
„Þau fást þá víst ekki’ á
verzlunarborðum.
Þeim verður kannski’ ekki
lýst með orðum?“
Og viti menn! Ævintýrið endar með því að
þursinn Trölli heldur til byggða sem ungur
drengur, og sker sjálfur jólasteikina ofan í fólk-
ið. Hjarta hans hafði stækkað, en áður var það
talið tveimur númerum of lítið.
Hvenær hefst hátíðin?
Hver túlkar það gjarnan á sinn hátt hvenær
hátíðin hefst í raun og veru:
„Ég veit ekki hvenær jólin byrja annars stað-
ar, en hér koma jólin daginn sem við bökum pip-
arkökur. Þá er nærri því eins gaman og á sjálft
aðfangadagskvöldið. Lars, Bassi og ég fáum öll
stóran klump af piparkökudeigi, og svo getum
við bakað úr því hvað sem við viljum,“ segir
sögumaðurinn Lísa í bókinni Alltaf gaman í
Ólátagarði II (Bókaútgáfan Fróði, 1962) eftir
Astrid Lindgren.
Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness
verður að vísu seint talin til barnabóka, en þar
má lesa hvernig unga kynslóðin vissi hvenær
jólin gengu í garð í heiðinni. Nóbelsskáldið segir
í bókinni:
„Svo gánga jólin í garð.
Það kvöld þegar gamla konan hættir að
prjóna um miðaftansbil og segir við Ástu Sól-
lilju: Svona garmurinn, þér er óhætt að fara að
þvo þig, – þá eru jólin komin. Hún heldur nefni-
lega að Ásta Sóllilja þvoi sig aldrei nema þetta
kvöld, og að hún mundi heldur ekki þvo sig í
kvöld, væri henni ekki skipað það. Sjálf þvær
hún sér ekki leingur, hún er orðin of gömul, auk
þess er ekki haldið saman keytunni leingur,
hvorki til eins né neins. Eru þá þetta öll jólin?
Nei, gamla konan tekur einnig fram handlínuna
sína þetta kvöld. Hún leysir af sér gömlu slitnu
sjalduluna og vindur handlínunni yfir höfuð sér.
Það er svartur silkiklútur, hann er frá einok-
unartímunum, hann hefur geingið í arf frá
ömmu til ömmu, miðbikið í honum er ennþá
heilt, öldum saman hefur hann verið umleikinn
af sinaberum höndum, líkt og brotabrot af auð-
legð heimsins, eða þó að minsta kosti sönnun
þess að hún sé til. En þetta var ekki altogsumt.
Jólin eru hátíð allra gersema. Þegar gamla kon-
an er búin að setja upp handlínuna, tekur hún
eyrnaskefilinn fram. Eyrnaskefillinn, það er
heimsmenníng heiðarinnar, sömuleiðis mörg
hundruð ára gamalt erfðagóss, gerður úr dýru
silfri, rendur, ellisvartur í grópunum, skygndur
af sliti á íbjúgum ávalanum milli grópanna. Svo
byrjar hún að bora úr eyrunum á sér. Og þegar
hún er byrjuð að bora úr eyrunum, með því tauti
og grettum sem þessu er samfara, þó eru jólin
fullkomlega geingin í garð, þá er alheilagt.“
Lotta platar guð
Astrid Lindgren, þessi ástsæla sænska skáld-
kona sem áður var nefnd, hefur skapað margar
eftirminnilegar persónur. Ein þeirra er Lotta
litla, sem býr í Skarkalagötu ásamt systkinum
sínum tveimur, Míu og Jónasi, og foreldrum.
Lotta er aðeins rúmlega þriggja ára og finnst
vitaskuld gaman á jólunum eins og öðrum börn-
um.
„Um síðustu jól bað ég um skíði í jólagjöf,“
segir sögumaðurinn Mía í bókinni Börnin í
Skarkalagötu (Mál og menning, 1997) og heldur
áfram: „Þess vegna kveið ég svo fyrir því að það
yrði enginn snjór. Lotta vonaði líka að það yrði
snjór því hún bað um sleða.
Þegar við vorum háttaðar eitt kvöldið rétt
fyrir jól, sagði Lotta:
– Ég er búin að biðja pabba um sleða og nú
ætla ég að biðja guð um snjó því annars get ég
ekki rennt mér.
Svona bað hún:
– Elsku góði guð, láttu snjóinn koma strax.
Hugsaðu um aumingja blómin, þau liggja sof-
andi í moldinni og skjálfa úr kulda. Þau þurfa að
fá hlýja sæng ofan á sig.
Svo leit hún upp undan sænginni og sagði við
mig:
– Nú var ég sniðug. Ég sagði honum ekki að
snjórinn ætti að vera fyrir sleðann minn.
Og viti menn! Þegar við vöknuðum morgun-
inn eftir var farið að snjóa. Við Jónas og Lotta
stóðum lengi við gluggann á náttfötunum og
horfðum á snjókornin falla án afláts ofan í garð-
inn okkar og garðinn hennar frú Berg. Svo flýtt-
um við okkur í fötin og hlupum út og fórum í
snjókast og bjuggum til fínasta snjókarl og
pabbi setti á hann hattinn sinn þegar hann kom
heim.“
Bókin kom fyrst út í Svíþjóð 1958; það var á
þeim árum þegar börn þéruðu fullorðna.
Skammt var til jóla og frú Fransson kom til að
hjálpa móður systkinanna til að þrífa til í húsinu
fyrir hátíðina.
Mía segir svo frá: „Lottu þykir gaman að
masa við frú Fransson og þúar hana þó mamma
segir að við eigum að þéra hana og segja „frú
Fransson“. Frú Fransson þykir gaman að tala
við Lottu en mamma bað hana að svara Lottu
ekki ef hún þúaði hana.
Daginn sem við bjuggum snjókarlinn til sagði
Lotta við frú Fransson þegar við vorum inni að
borða morgunmat:
– Heyrðu, finndu bara hvað vettlingarnir
mínir eru blautir.
Frú Fransson svaraði engu. Þá sagði Lotta:
– Ertu búin að sjá snjókarlinn okkar?
En frú Fransson svaraði þessu ekki heldur.
Lotta þagði lengi en svo sagði hún:
– Því í fjandanum ertu svona fúl, frú Frans-
son?
Þá sagði manna:
Lotta, þú veist að þú mátt hvorki segja
„fjandinn“ né „þú“ við frú Fransson.
– Þá get ég ekkert talað við hana, sagði Lotta.
Frú Fransson sagðist endilega vilja að Lotta
talaði við sig og bað mömmu að leyfa henni að
þúa sig. Þá skellti mamma upp úr og sagði að
Lotta mætti segja „þú“.
– Og „fjandinn“ líka? spurði Lotta.“
Það vildi móðirin auðvitað ekki, en stúlkan
fann lausn á því. Ákvað að segja alltaf Fransson
þegar hún meinti fjandinn vegna þess að móðir
hennar væri svo ánægð þegar hún sagði Frans-
son.
„Mikið Fransson verður gaman þegar jólin
koma,“ sagði Lotta svo!
Systkinin fóru saman í bæinn að kaupa jóla-
gjafir hvert handa öðru skömmu áður en hátíðin
gekk í garð. Þegar Mía og Jónas komu út úr
búðinni þar sem þau höfðu keypt dúkku handa
Lottu birtist hún í dyrunum á kökuhúsinu.
Jónas spyr Lottu hvað hún hafi verið að gera,
og ekki stendur á svari:
– „Kaupa jólagjöf handa þér, sagði Lotta.
– Og hvað keyptirðu? spurði Jónas.
– Rjómaköku, sagði Lotta.
– Bjáni ertu, sagði Jónas. Hún geymist ekki
fram að jólum.
– Nei, mér datt það einmitt í hug, sagði Lotta,
svo ég borðaði hana.“
Aðfangadagur, skemmtilegasti dagur ársins
að mati Míu, rann svo upp og þá gerðu krakk-
arnir margt.
„Um leið og við vöknuðum hlupum við niður í
eldhús. Mamma var að hita kaffi og svo sett-
umst við öll fyrir framan arininn í stofunni og
drukkum kaffi þó við drekkum annars aldrei
kaffi.“
Eftir að hafa drukkið kaffi og smakkað kökur
skreyttu Jónas og Lotta jólatréð með pabba sín-
um en mamma var frammi í eldhúsi að búa til
síldarsalat.
„– Það er svo fínt hjá okkur að ég held þetta
sé fínasta húsið í bænum, sagði Jónas.
– Og með fínustu lyktina,“ sagði þá Lotta.
Um kvöldið kom jólasveinn í heimsókn.
„Gáðu að því að augun hrökki ekki út úr hausn-
um á þér, gæska,“ sagði hann við Lottu var gríð-
arlega spennt og starði á sveininn.
Eftir að Lotta fékk stóran pakka hreyfði hún
Reuters
Bandaríski leikarinn Jim Carrey í hlutverki Trölla, sem reynir á lævísan hátt að stela jólunum, í kvikmynd sem Universal Studios gerðu í fyrra.
Morgunblaðið/Golli
Guðrún Helgadóttir rithöfundur hefur sent frá
sér margar vinsælar barnabækur. Hér skoðar
hún eina þeirra, Ástarsögu úr fjöllunum, með
börnum í leikskólanum Sælukoti.
Teikning/Ilon Wikland
Lotta dregur jólatréð heim á sleðanum sínum.
Mynd úr bókinni Víst kann Lotta næstum allt.
SJÁ SÍÐU 4