Morgunblaðið - 02.12.2001, Side 8

Morgunblaðið - 02.12.2001, Side 8
8 B SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁGÚSTA Snæland, semnýlega hefur gefiðKvennasögusafninu bréflangömmu sinnar Aug-ustu Svendsen, er ekki síður í brautryðjendastétt kvenna en nafna hennar Svendsen, sem varð fyrst kvenna til að hefja versl- unarrekstur í Reykjavík. Ágústa Snæland er nefnilega fyrsta konan sem lauk námi í auglýsingateiknun. Hún menntaði sig í Danmörku á fjórða áratugnum. Hún fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1915 á áttræð- isafmæli langömmu sinnar Ágústu Svendsen. „Langamma mín lifði til 89 ára ald- urs og ég man vel eftir henni. Ég kom oft í Aðalstræti 12, þar var mitt annað heimili,“ segir Ágústa Snæland. „Við bjuggum á Túngötu 38 og um leið og ég fór að geta farið ein niður í bæ þá lá leiðin í Aðalstrætið til langömmu og frændfólks míns – meðal þess var Anna Classen frænka mín og besta vinkona til dauðadags. Ég man að okkur Birni bróður mínum fannst svo gaman að sækja langömmu ef hún var boðin í mat á Túngötuna. Hún var svo lítil og það passaði nákvæmlega fyrir okkur að leiða hana undir hendi. Ég man að dótturdætur hennar sögðu frá því að ef hún sat á venjulegum borðstofustól þá náði hún ekki niður á gólf með fæt- urna. En hún var kná þótt hún væri smá. Móðir mín Ólöf Björnsdóttir var elst af börnum Louise og Björns Jenssonar. Hún var alnafna ömmu sinnar Ólafar sem var kona Björns Gunnlaugssonar stærðfræðings. Kvennasetur Í Aðalstræti var mikið kvennasetur. Konurnar þar virtu hver aðra mikils, stundum þótti manni nóg um hvað dæturnar dáðu mikið móður sína og ömmu. En þegar ég les bréfin frá þeim, sem nú eru komin í Kvenna- sögusafnið, þá sé ég að þær hafa báðar verið þess- arar aðdáunar verðugar. Louise eignaðist öll börnin sín í húsnæði Menntaskólans í Reykjavík, sem varla hefur ver- ið heppilegt sem fjölskylduíbúð. Þau höfðu stofu niðri en upp undir súð voru svefnherbergi. Langamma svaf með ein þrjú börn hjá sér, þar á meðal Ágústu nöfnu sína sem síðar giftist Kjartani Thors. Miðbærinn var minn vettvangur Faðir minn Pétur Halldórsson var bóksali, keypti bókaverslunina af Sig- fúsi Eymundssyni. Miðbærinn var því minn vettvangur. Við fluttum á Túngötu 38 þegar ég var þriggja ára gömul og þá var það fyrir utan bæinn – þrjú hús voru við Unnarstíg og svo tún. Við systkinin vorum fjögur, Björn sem tók við versluninni og dó sextug- ur, Halldór, sem var teiknari og dó á sama aldri, og Kristjana sem gift var Lúðvík Hjálmtýssyni. Ég var á milli Halldórs og Kristjönu. Mamma hafði mikið og náið sam- band við fjölskyldu sína og fjölskyldu pabba. Afi var Halldór Jónsson bankagjaldkeri og hann byggði græna timburhúsið Suðurgötu 4, sem er á móti Hjálpræðishernum á horni Suðurgötu og Túngötu. Eftir að mamma var dáin fann ég í hennar pappírum teikningar og reikninga fyrir byggingu þessa húss, það kostaði 15 þúsund krónur og ég gaf Reykjavíkurborg teikningarnar. Pabbi var meðal þeirra sem stofnaði kvartettinn Fóstbræður, hann og systkini hans og mamma og hennar systkini voru öll vinir og félagar. Þeir sungu mikið saman og þær spiluðu all- ar á hljóðfæri. Amma mín, Henrietta Louise, hefur vafalaust lært á hljóðfæri, hún var dáin þegar ég fæddist og ég man því ekkert eftir henni. Ég man hins vegar sem fyrr sagði vel eftir langömmu, hún kallaði okkur alltaf lambið sitt, þess vegna kölluðum við hana lambalamb. Ég sé hana fyrir mér uppi á lofti í Aðalstræti. Hún er að baka flatkökur. Við kölluðum þetta kökurnar lambalamb. Ég man eftir höndunum á henni, þær voru búttaðar og hringurinn sem hún var alltaf með skarst inn í fingurinn. Langamma sat gjarnan frammi í teikniherbergi Arndísar móðursystur minnar og saumaði. Hún var þá hætt að afgreiða, henni fannst að fólki þætti orðið óþægilegt að láta svo fullorðna konu vera að snúast við sig. Hún sat því frammi hjá Öddu og var að sauma slifsi. Þegar hún var þreytt setti hún skúfinn á húfunni yfir augun og fékk sér blund. Móðursystur mínar, Sigríð- ur og Arndís, tóku við rekstri búð- arinnar af langömmu en Arndís var líka þekkt og vinsæl leikkona. Þær systur giftust ekki. Rétti tónninn Arndís var að leika frá því hún var lítil stelpa, sögðu systur hennar mér. Hún líktist meira nútímakonum ... Standandi eru f.v. Ólöf Björnsdóttir og Þórdís Claessen. Sitjandi f.v. Ágústa Svendsen með Ágústu Pétursdóttur Snæland, Björn Pétursson og Louise Svendsen situr með Önnu Claessen. KVENNASÖGUSAFNIÐmóttók fyrir skömmubréfabunka sem ÁgústaSnæland hafði fengið fráættingjum sínum í Dan- mörku og innihélt fjölmörg bréf sem amma hennar Augusta Svendsen kaupkona hafði skrifað Sophie dóttur sinni frá árinu 1874 og meðan báðar lifðu. Augusta eða Ágústa varð ung ekkja. Hún átti tvö börn fyrir og neyddist til þess að gefa þessa dóttur sína nýfædda til ættleiðingar en tók upp samband við hana þegar hún var á fermingaraldri. Auður Styrkársdóttir, forstöðu- maður Kvennasögusafns, hefur flokkað þessi bréf og hyggst sækja um styrk til þess að gefa þau út. „Ágústa Svendsen er fyrsta kaup- konan í Reykjavík, samkvæmt bestu heimildum,“ segir Auður. „Hún rak verslun í Reykjavík frá árinu 1887. Hún hafði ári áður komið til Íslands frá Kaupmannahöfn ásamt Henri- ettu Louise dóttur sinni sem þá ný- lega hafði giftst Birni Jenssyni sem var kennari við Reykjavíkurskóla. Ágústa hóf að versla í smáum stíl í þakherbergi við Bankastræti en árið 1903 keypti hún Aðalstræti 12 og í því reisulega húsi, sem var kjallari og tvær hæðir, hafði hún verslun á fyrstu hæð en í rúmgóðri íbúð bjuggu dóttir hennar og maður hennar með sjö börn sín. Verslun Ágústu hét Refill og þar seldi hún efni í íslenska búninginn. Eldri konur hér í bæ muna vel eftir þessari verslun því dóttir Ágústu og síðar dótturdóttir ráku hana áfram allt til fram undir 1950. Í bréfum Ágústu til Sophie eru ekki bara fréttir af fjölskyldunni og systkinum Sophie heldur líka lífi hennar sem kaupkonu í Reykjavík. Hún biður í bréfunum Sophie að kaupa hitt og þetta fyrir sig í Dan- mörku sem hún átti erfitt með að ná í og sendir henni peninga fyrir vörun- um. Til dæmis er eitt stórskemmtilegt bréf þar sem allt snýst um hatt sem Ágústa þarf að fá fyrir kaupanda í Reykjavík. Hún gefur dóttur sinni ráð um hvernig hún eigi að finna hattinn og ná í hann. Ágústa varð ekkja aðeins 27 ára gömul. Maður hennar Hendrik Henckel Svendsen var íslenskur í föðurætt en átti danska móður. Hann rak verslun á Djúpavogi í félagi við danskan mann og var ekkjumaður er hann kvæntist Ágústu. Hann dó 1862 úr barnaveiki og var þá verslunin gjaldþrota að sögn hins danska fé- laga hans. Ágústa var í Kaupmanna- höfn með börnin þegar maður henn- ar lést, en þau höfðu þá öll dvalið þar í nokkur misseri. Hin nýfædda Soph- ie var ættleidd, sonurinn Viggó fór í fóstur til föðurbróður síns og Ágústa fór með eldri dótturina Louise til Ísa- fjarðar til Lárusar Snorrasonar bróður síns, sem var kaupmaður þar. Þar kenndi Ágústa hannyrðir sem hún hafði ung lært. Hún stofnaði skóla fyrir stúlkur ásamt Sigríði konu Ásgeirs Ásgeirssonar, kaup- manns á Ísafirði. Ágústa fór eftir mörg ár með Lárusi bróður sínum til Kaupmannahafnar þar sem hann gifti sig danskri konu. Þá setti Ágústa á stofn matsölu þar í borg. Eftir að Louise dóttir Ágústu gifti sig sem fyrr greindi og flutti til Ís- lands áttu þær mæðgur og eigin- maður Louise fyrst heimili í húsnæði Menntaskólans í Reykjavík og Ágústa fór að reka verslun sem fljót- lega gekk mjög vel. Líklega hafa það helst verið ógift- ar konur sem voru við verslunar- rekstur á þessum tíma í Reykjavík. Tengdasonur Ágústu lést 1904 og voru barnabörn hennar þá á aldrin- um þriggja til sextán ára. Við lát Björns tók Ágústa að sér að sjá um heimilið þótt hún væri þá orðin um sjötugt. „Hún greiddi allar skuldir búsins og klæddi okkur öll,“ segir dótturdóttir hennar Ágústa Thors í frásögn sem hún skrifaði um ömmu sína og móður. Verslun Ágústu virðist hafa gengið vel. Hún keypti vörur inn frá útlönd- um, hún seldi mest efni en saumaði líka sjálf og hafði konur til að sauma fyrir sig svuntur, slifsi og fleira. Efn- in keypti hún frá Þýskalandi og Frakklandi og keypti bara gæðaefni. Hún stóð alltaf í skilum og fékk því mjög góða þjónustu. Þess má geta að Ágústa Svendsen og dóttir hennar Louise bjuggu um tíma í Austur- stræti þar sem var Ísafoldarprent- smiðja. Mér finnst þessi bréf Ágústu Svendsen afar spennandi heimildir sem athyglisvert er að raða saman og sjá hvernig líf hennar hefur verið. Það kemur vel fram í bréfunum að Ágústa hefur verið mjög atorkusöm, áhugasöm og hefur lítið þurft að sofa. Meðal bréfa Ágústu eru líka mörg bréf frá Louise sem hún skrifar Sophie systur sinni. Ég hef sem fyrr sagði mikinn áhuga á að þessi bréf verði gefin út. Þau eru á mjög skiljanlegu máli og það er ekki erfitt að lesa þau þótt þau séu öll skrifuð á dönsku. Ágústa skrifaði bréfin sín héðan á vorin og haustin enda voru þá helst skipaferð- ir til Danmerkur. Bréfasafn Augustu Svendsen Augusta, eða Ágústa, Svendsen var frum- kvöðull kvenna í verslunarrekstri í Reykjavík. Ágústa Snæland segir hér Guðrúnu Guðlaugs- dóttur frá minningum sínum um þessa lang- ömmu sína, en hún afhenti Kvennasögusafninu bréfasafn Ágústu Svendsen fyrir skömmu. Morgunblaðið/Ásdís F.h. Ágústa Snæland og Auður Styrkársdóttir, forstöðumaður Kvennasögusafns, með bréf úr safni Ágústu Svendsen, ömmu Ágústu Snæland.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.