Morgunblaðið - 02.12.2001, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 02.12.2001, Qupperneq 9
Hún var mjög alvörugefin og var hreinlega sú persóna sem hún bjó til hverju sinni. Ég spurði hana ein- hverju sinni hvernig hún byggi til persónurnar sem hún léki. Hún sagði: „Það er nú dálítið skrítið, fyrst verð ég að finna út hvernig persónan er á litinn. Þegar ég hef fundið rétta litatóninn þá fer ég að finna hreyfing- arnar. Stundum sé ég viðeigandi hreyfingar hjá fólki á götunni. Þannig byggi ég persónuna upp stig af stigi.“ Allir í fjölskyldunni vissu um samband langömmu og Sophie og það var talsverð „nostalgía“ í tengsl- um við það, sem allar konurnar tóku þátt í. Bréfasafnið komst í mínar hendur frá barnabörnum Sophie. Ég kynnt- ist þessu fólki árið 1933 þegar ég fór 18 ára út til náms í Danmörku. Þá átti Jóhannes, sonur Sophie, tvo syni, sá yngri Moster var þá á þriðja ári. Þeg- ar ég var boðin í mat daginn eftir að ég kom var Moster úti að ganga með barnfóstru. Svo kom hann hlaupandi inn voða broshýr en þegar hann sá okkur varð hann alvarlegur og fór svo að hágráta og hljóp út. Mamma hans fór fram að tala við hann og kom aftur hlæjandi. Hann hafði þá mis- skilið mömmu sína illilega þegar hún sagði honum daginn áður að „de tre islændere“ kæmu á morgun. Danir kalla íslenska hestinn „islænder“. Hann hafði tekið það svo að það kæmu íslenskir hestar og varð því að vonum fyrir miklum vonbrigðum að sjá gestina. Þessi strákur er nú orð- inn um sjötugt núna og er eins og aðrir afkomendur Sophie mjög spenntur fyrir hinum íslensku tengslum. Hann lét mig hafa bréfin frá ömmu sinni í sumar. Ég fékk bréfin til Sophie í hendur Ég hef stundum hugsað um af hverju langamma giftist ekki aftur eftir að hún missti manninn sinn sem var fimmtán árum eldri en hún. Hún varð svo ung ekkja, aðeins 27 ára gömul. Líklega hefur öll orka hennar farið í að berjast áfram með börn sín og barnabörn. Kannski hefur hún líka fremur verið vinur karla – í það minnsta var hún eina konan á Ísafirði sem var í spilaklúbbi með körlunum. Hún hefur sennilega hugsað á svip- uðum nótum og karlar gera. Líklega er nokkuð til í því sem Ágústa Thors dótturdóttir hennar segir um hana á einum stað: „Löng og sjálfstæð lífs- barátta hennar setti svip sinn á hana. Hún líktist meira nútíma konum en konum samtíðar sinnar.“ Amma var ekki tilfinningasöm en hún geislaði eigi að síður frá sér kær- leika.“ Ágústa Svendsen varð ung að fara að vinna fyrir sér. Faðir hennar, séra Snorri Sæmundsson prestur á Desjamýri, lést þegar hún var níu ára og hún flutti þá með móður sinni Kristínu Gunnarsdóttur til Reykja- víkur og fór að vinna þar strax og getan leyfði. Hún starfaði um tíma í Bernhöftsbakaríi og lærði jafnframt hannyrðir hjá Ólöfu dóttur Björns Gunnlaugssonar. Björn sonur Ólafar og Jens Sigurðssonar, bróður Jóns forseta, varð síðar tengdasonur Ágústu Svendsen. Hannyrða- kunnáttan fyrrgreinda átti eftir að verða í meira lagi drjúg í sambandi við verslunarstörf þessarar fyrstu kaupkonu Reykjavíkur og lagði í raun grunninn að afkomu barnanna sjö sem dóttir Ágústu og sonur Ólaf- ar eignuðust saman og miklar ættir eru komnar frá í samfélagi hins ís- lenska nútíma.“ Péturs elsta sonar míns og Völu Krist- jánsson tengdadóttur minnar og hún vélritaði nokkur þeirra upp og kom þeim fyrir í möppum. Teiknistofan var í Aðalstræti 12 Þegar ég var úti í Danmörku var auglýsingabransinn í fæðingu, þetta voru uppgangstímar. Ég lærði við Kunstværkerskolen í Kaupmanna- höfn. Þar var margt kennt, ég nýt góðs af því að hafa lært þar m.a. tauþrykk sem ég hef unnið talsvert við og fundið upp nýja aðferð við. Þegar ég kom heim frá námi setti ég upp teiknistofu í Aðalstræti 12, glugg- inn sneri út að herkastalanum. Halldór bróðir var með mér með teiknistofuna. Þetta var árið 1938. Þá var margt orð- ið breytt síðan ég var barn og unga fólkið var farið burt í nám og störf. Sigríður frænka mín rak þá verslun langömmu og hún var stórhuga, keypti m.a. tilbúin föt frá Harrod’s í London. Seinna var hún með silfurmuni og myndir Halldórs bróður – þetta var eins og gallerí. Andi langömmu sveif þarna lengi yfir. Hún var alltaf í huga dótturdætra sinna. Það er gott að eiga endurminningar frá þessu samfélagi kvenna í Aðalstrætinu. Björtu hliðarnar Ég hafði ekki langömmu sem beina fyrirmynd í mínu lífi en ég á þó líklega ýmislegt sameiginlegt með henni, ekki síst lífsviðhorfið. Hún sá björtu hlið- arnar og var vinmörg. Hún hafði gam- an af að tefla og spila l’hombre bæði við karla og konur. Eins og hún þá tek ég því sem að höndum ber með ró og bjartsýni. Oft er ekki hægt að ráða framvindu mála en maður ræður hvernig maður tekur því sem að hönd- um ber. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 B 9 á 10 ára afmælisárinu: 2002 17. maí - 7. júní og 17. sept. - 8. okt. Heildarverð kr. 350 þús. á mann ALLT innifalið Upplýsingar gefur Unnur Guðjónsdóttir sími 551 2596 Til Kína - og heim aftur með KÍNAKLÚBBI UNNARLille Gullokket Engel Eitt af bréfunum sem Ágústa Svendsen sendir Sophie dóttur sinni. Morgunblaðið/Ásdís september 1878 ávarpar hún Sophie með svofelld- um orðum: „Mitt Eget Elskede Barn“ og rifjar jafnframt upp aðskilnað þeirra er Sophie var nýfædd. „Jeg glæder mig til að see Dig behöver Jeg næppe að fortælle Dig min lille pige sem altid staaer for mine tanker som een lille Gullokket Engel, som det faldt mig saae hardt að skilles fra, Ja sidste nat vi var sammen kunde Jeg ekki lúkke mine Öine Jeg maatte see paae Dig saa længe Jeg kúnde, og til sidst maatte min Kjære Tante Soffíe tage Dig fra mine Arme og í det Öieblik troede Jeg mit Hjærte skuldi briste.“ En hjarta Ágústu Svendsen stóðst þessa raun og margar aðrar. Hún var sterk, kjarkmikil og dugleg kona sem vann brautryðjandastarf í verslunarrekstri kvenna. Auður Sveinsdóttir segir í grein um verslun Ágústu Svendsen í Hugur og hönd 1971: „Ég álít að við sem höfum áhuga á listiðnaði í hvaða formi sem er eigum Aaugustu Svendsen og þeim afkomendum henn- ar sem héldu á loft nafni hennar með óvenjulegu menningarstarfi í þjóðlegum anda þar í stofn- uninni meira að þakka en við gerum okkur grein fyrir.“ ÞAÐ var Ágústu Svendsen mikil og sár raun að þurfa að láta frá sér nýfædda dóttur sína og Hendriks H. Svendsen, eiginmannsins sem hún 27 ára gömul missti svo sviplega úr barnaveiki. En eignalaus stóð hún þá uppi í Kaupmannahöfn með tvö ung börn og hið þriðja ófætt. Hún gaf litlu dóttur sína Wilhjelms-hjónunum sem buðust til að taka hana að sér og ættleiða hana. Viggó sonur hennar fór í fóstur til frænda síns í Færeyjum en Ágústa fór með Louise eldri dóttur sína til Íslands til Lárusar bróður síns, sem var kaupmaður. Þegar Ágústa Svendsen var síðar búsett í Kaupmannahöfn frétti hún að Sophia litla Wil- hjelms ætti senn að fermast. Hún gat ekki stillt sig um að fara í kirkjuna til að sjá dóttur sína sem hún hafði lofað að reyna ekki að hafa sam- band við. Að fermingunni lokinni gat hún heldur ekki stillt sig um að kyssa dóttur sína og var í svo mikilli geðshræringu að barnið spurði kjörforeldra sína hver þessi kona eiginlega væri. Hún fékk að vita hið sanna og eftir það voru þær mæðgur í sambandi meðan báðar lifðu. Sophie dó talsvert á undan móður sinni en þær bæði hittust og skrif- uðust á, fyrst í Kaupmannahöfn og síðar milli Ís- lands og Danmerkur með þeim strjálu ferðum sem á milli landanna voru í þann tíma. Bréf Ágústu til Sophie eru einlæg og ástúðleg og jafnframt full af fréttum um hana sjálfa, börn hennar og verslunarrekstur. Fyrsta bréfið er skrifað frá Ísafirði 1874. Þar biður hún dóttur sína að senda sér „en lill lok af Dit Haar“, og kyssir hana í huganum. Hinn 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.