Morgunblaðið - 02.12.2001, Qupperneq 10
10 B SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
AÐ LOKNU ferðalaginu kvaddi ég
kórfélaga mína úti á La Guardia-
flugvelli í New York og varð eftir þar
til þess að fara í leiklistarskóla. Ég
man að kórfélagarnir eftirlétu mér
allt klinkið sitt þarna á flugvellinum,
hreinsuðu vasa sína. Það voru þó-
nokkrir fjármunir sem nýttust mér
vel fyrstu dagana í stórborginni.
Ég hafði hringt í skólann af hót-
elherbergi í Dallas og beðið um inn-
göngu. Mér var sagt að ég yrði að
þreyta inntökupróf. Þau próf voru að
vísu afstaðin en mér var samt gefinn
kostur á að koma til viðtals þegar ég
kæmi til New York. Herbergisfélag-
ar mínir úr kórnum gerðu grín að
mér þegar ég sýndi þeim reikning-
inn fyrir símtalinu. Það var auðvitað
álíka dýrt að hringja til New York
alla leið frá Dallas eins og frá Íslandi.
Ég hafði séð auglýsingu frá þess-
um skóla í kvikmyndatímariti en af
þeim barst mikið til Íslands á þess-
um tíma. Þetta er þekktur skóli og sá
elsti þar vestra. Í þessari auglýsingu
var talinn upp fjöldinn allur af fræg-
um stjörnum sem útskrifast höfðu
þaðan eins og Rosalinde Russel,
Spencer Tracy og fleiri og fleiri. Ég
sá í hendi mér að þessa stofnun yrði
ég að gera að minni. Skólinn heitir
American Academy of Dramatic
Arts. Ég var alltaf ákveðinn í að fara
í amerískan skóla, ekki til Englands
eins og flestir sem stefndu á leiklist-
arnám gerðu á þessum tíma. Ég var
sá eini sem fór til Ameríku.
Skólinn var þá í sama húsi og tón-
listarhöllin fræga, Carnegie Hall, á
horninu á Broadway og 57. stræti.
Þegar ég kem þarna á staðinn er ég
boðaður upp á skrifstofu til yfirkenn-
arans. Þetta var fullorðinn maður og
hann tók mig eiginlega upp á sína
arma, elskulegur karl. Önnin átti
ekki að byrja fyrr en eftir áramót. Þó
að búið væri að velja nemendur fyrir
hana fékk ég að taka mitt próf þarna,
aleinn. Hann fékk mér texta, þessi
gamli kennari, eintöl, sem ég átti að
æfa mig á og koma með nokkrum
dögum seinna. Ég þekkti þessi verk
ekki neitt en flutti þau svo fyrir hann
uppi á skrifstofunni hans þegar þar
að kom. Hann hlustaði þolinmóður
en að því loknu tók hann af mér blöð-
in og sagði að ég yrði fjandakornið að
sýna meira. Svo flutti hann textann
sjálfur með þvílíkri tilfinningu að
tárin flutu niður kinnarnar. Ég
komst í slíka stemmningu við að
horfa á karlinn að mér tókst að flytja
atriðin á nógu sannfærandi hátt til
þess að fá inngöngu. Þetta var allt
prófið.
Á skólasetningunni hélt skóla-
stjórinn auðvitað tölu, bauð okkur
velkomin, gaf okkur góð ráð og sagði
þá meðal annars með áherslu: „List-
en, listen, listen!“ (hlustið, hlustið,
hlustið!) Sem sagt, þú ert ekki uppi á
sviði til þess að þylja einhvern texta
sem þú hefur lært eins og páfagauk-
ur heima hjá þér, heldur skaltu
hlusta á persónurnar sem standa
með þér á sviðinu og eiga við þig
samskipti. Þetta heilræði hefur æ
síðan setið í mér. Mér var ágætlega
tekið af skólafélögunum, ég var ekki
fyrr kominn á skólasetninguna en
fólk fór að spjalla við mig og spyrja
um allt mögulegt. Sumir héldu að ég
væri eskimói. Þetta voru dæmigerðir
Ameríkanar, opnir og elskulegir, töl-
uðu mikið og ekki síst um sig sjálfa.
Í fyrstu kennslustundinni var hver
látinn segja frá sjálfum sér. Ég lýsti
því hvernig ég hefði komið til lands-
ins sem kórsöngvari. Það þótti
merkilegt að ég skyldi koma frá Ís-
landi. Ég var eini nemandinn í þess-
um skóla sem ekki hafði ensku að
móðurmáli. Þetta var nokkuð fjöl-
menn stofnun með um 360 nemendur
í allt að mig minnir.
Ég talaði auðvitað með hreim, en
ég man ekki eftir neinum erfiðleik-
um varðandi tungumálið. Ég hafði
bara lært ensku hjá Hervaldi í ung-
lingaskólanum heima og svo þennan
eina vetur í gagnfræðaskólanum í
Reykjavík. En ég lærði talmálið af
bíóinu. Ég hygg að það hafi bjargað
því að ég var ekki sendur heim þarna
um hæl. Þessi samtöl sem ég spann
upp úr mér á ferðum mínum á hálf-
kassabílnum og öðrum farartækjum
um Borgarfjörðinn komu mér að
töluverðu gagni þegar til kom. Það
var aldrei meðvituð þjálfun, bara
leikaradellan í hnotskurn.
Þetta var mikil vinna, skólinn stóð
allan daginn, ekki bara tvo tíma síð-
degis eins og verið hafði í skólanum
hjá Lárusi Pálssyni. Kennslan var
alhliða; raddbeiting, leiktúlkun,
hreyfing, útvarpsleikur, allt mögu-
legt var tekið fyrir. Við fengum að
spreyta okkur á margs konar leik-
ritum, einkum amerískum náttúr-
lega, en líka til dæmis Shakespeare
og Ibsen og einnig höfundum eins og
Noël Coward, Oscar Wilde og fleiri
og fleiri. Ég var meira að segja
spurður hvort ég kannaðist við leik-
ritið „Eyvind of the Mountains“. Það
hafði þá verið leikið í New York.
Fólki þótti mjög fyndið að heyra ís-
lenska nafnið, „Fjalla-Eyvindur“.
Mér leið vel þarna, ég var kominn
þangað sem ég ætlaði mér.
Formaður og leikstjóri
Tíu árum síðar er Jón orðinn einn
af máttarstólpum Leikfélags Reykja-
víkur.
Ástæðan fyrir því að ég var kosinn
formaður Leikfélagsins var sjálfsagt
sú að ég var alltaf að gjamma á fund-
um og hafði mínar skoðanir á hlut-
unum.
Eitthvað af því sem ég var að
segja hefur talist trúverðugt. Ég var
kosinn formaður vorið 1956. Auk
þess var ég ráðinn framkvæmda-
stjóri félagsins á hálfum launum.
Einhver kann að segja að með því
hefði ég verið orðinn sá pótintáti að
geta ráðstafað sjálfum mér verkefn-
um. En upp úr þessu fór ég að leik-
stýra. Það átti upphaf sitt í því að ég
hafði verið að lesa gamanleik sem
mér fannst ofboðslega fyndinn. Við
fórum norður á Akureyri með „Syst-
ur Maríu“ þá um sumarið og ég hafði
með mér nokkur leikrit til þess að
lesa með tilliti til sýninga næsta vet-
ur.
Ég sat þarna uppi á herbergi á
Hótel KEA og las á daginn, meðal
annars þennan gamanleik eftir Phil-
ip King og Falkland Cary. Hann hét
á enskunni „Sailor beware“ (Varaðu
þig sjóliði). Ég veltist um af hlátri og
vissi að þarna var komið verkefni
fyrir næsta vetur. Ég segi svo stjórn
félagsins frá þessu verki og eins leik-
Karlinn í
miðasölunni
Ævi leikarans, óperusöngv-
arans og hrossabóndans
Jóns Sigurbjörnssonar þykir
að flestra mati litrík. Haust-
ið 1946 fór kappinn í fræga
söngferð til Ameríku ásamt
Karlakór Reykjavíkur. Jón
Hjartarson segir hér frá því
sem á daga hans dreif að
því loknu.
Ljósmynd/Oddur Ólafsson
Horfst í augu: „Húrra, krakki“ (Arnold og Bach) var ein af þeim sýn-
ingum sem settar voru upp í Austurbæjarbíói. Áróra Halldórsdóttir og
Jón sitja fyrir miðju. Aðrir eru f.v.: Guðrún Ásmundsdóttir, Pétur Ein-
arsson, Bessi Bjarnason, Helga Stephensen, Guðmundur Pálsson og
Margrét Helga Jóhannsdóttir.
Ljósmynd/Þórarinn Sigurðsson
Mackie hnífur faðmar brúði sína
(Sigríði Hagalín) í sýningu Leik-
félagsins á Túskildingsóperu
Brechts 1959. Á þessum árum
var Jón lausráðinn og lék jöfn-
um höndum í Iðnó og í Þjóðleik-
húsinu.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Silhouette
Ungbarnafatnaður
Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og
verðið. Allt fyrir mömmu.
Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.