Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Álfheiður Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir ALLUR desembermánuður ein- kennist af hamagangi vegna ná- lægðar jólanna. Þótt jólagjafakaup- in magnist ár frá ári og fólk yfirstressist allan mánuðinn vegna komu friðarins hátíðar virðist samt sem enn fleiri reyni eftir bestu getu að njóta aðventunnar í róleg- heitum. Veitingahúsin gera sitt til að skapa notalega jólastemmningu t.d. með girnilegum jólahlaðborðum, en því ekki að slá einnig upp litlum hádegisveislum heima um helgar á aðventunni. Fyrirbærið dögurður, sem á ensku heitir brunch, er til- valið form, en það er máltíð seint að morgni dags, í senn morgunmat- ur og hádegismatur, af því kemur enska heitið br(eakfast) og (l)unch. Dögurður með beygluþema er einföld hugmynd sem allir ættu að ráða við og útkoman gómsæt. Það róar hugann að byrja daginn á að matbúa eitthvað girnilegt í róleg- heitum, en það lyftir andanum í enn hærri hæðir ef hlustað er á fal- lega tónlist samtímis og sama á við er sest er að borðum. Hugmyndir að hlustun í desember sem mót- vægi við útþynnta síbylju ýmissa miðla ljósvakans eru t.d.: Jólaóra- tóría J.S. Bachs, La Bohème eftir Giacomo Puccini, Sálmar lífsins með Gunnari Gunnarssyni og Sig- urði Flosasyni, Magnificat eftir J.S. Bach og ljúfir djassstandardar sungnir e.t.v. með flauelsrödd Ellu Fitzgerald. Fyrir þá sem eru að fara yfir um af jólastressi er mælt sérstaklega með diskinum Alina eftir Arvo Pärt. Beygludögurðurinn er miðaður við fjóra. BEYGLUR MEÐ… …REYKTUM LAXI OG KAPERSSÓSU 4 beyglur, hvítar eða grófar 100 g hreinn rjómaostur 200 g reyktur lax í sneiðum 2 vorlaukar, fínt saxaðir 2 tómatar, fínt saxaðir og kjarnar fjarlægðir 2 msk. kapers 2 msk. ferskt dill, fínt saxað 2 msk. sítrónusafi 1 msk. ólífuolía Kljúfið beyglurnar í sundur eftir endilöngu og ristið eða hitið í ofni í nokkrar mínútur. Smyrjið helm- ingnum af ostinum á neðri hluta beyglanna. Raðið laxasneiðum ofan á. Hrærið eftirfarandi saman í skál: vorlauk, tómötum, kapers, dilli, sítrónusafa og ólífuolíu. Hellið blöndunni yfir beygluhelmingana, smyrjið hinum helmingi ostsins á efri beygluhelmingana og klemmið saman. Berið fram. …ÍTÖLSKUM BLÆ 2 fínar beyglur 4 klasatómatar, frekar litlir (eða bara venjulegir tómatar) 1 hvítlauksgeiri, skorinn í tvennt 1 msk. ólífuolía sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar ¼ bolli fersk basilíka nokkrar parmesanflygsur (búnar til með kartöfluflysjara) 8 sneiðar parmaskinka eða fínt sneitt, hrátt eða soðið hangikjöt 1 búnt rucolakál 1 avókadó ólífuolía til að smakka til með balsamikedik Hitið ofninn í 200°C. Raðið tóm- ötum og hvítlauk á eldfastan disk og hellið ólífuolíunni yfir. Saltið, piprið og bakið í 40 mínútur eða þar til tómatarnir eru orðnir pínu krumpaðir og uppþornaðir. Bætið basilíkulaufum út á disk og bakið í 5 mínútur til viðbótar, eða þar til basilíkan er orðin stökk. Takið úr ofni. Ristið beygluhelmingana (ekki samt og mikið) og núið svo bök- uðum hvítlauknum inn í sléttu hlið þeirra. Raðið kjötsneiðum, káli, tómötum avókadósneiðum og basil- íku ofan á. Dreifið parmesanflygs- um yfir og vökvið með ólífuolíu og balsamikediki. Berið fram undir eins. …BEIKONI, BRIEOSTI OG HUNANGI 2 sundurskornar beyglur, óristaðar 8 beikonsneiðar, skornar í bita nokkrar sneiðar af brieosti, fínt sneiddar 2 msk. ólífuolía 1–2 tsk. fljótandi hunang Steikið beikonbitana í olíunni og raðið síðan á beygluhelmingana og þar ofan á briesneiðum. Dreypið hunanginu yfir og bakið í 180°C heitum ofni þar til osturinn er bráðinn. …VANILLUKREMI OG FERSKUM ÁVÖXTUM 4 ristaðir beygluhelmingar, fínir 1 askja jarðarber (eða 1 klasi vínber eða aðrir ávextir) 3 dl mjólk ¼–½ vanillustöng eða 2–3 tsk. vanillusykur 2 eggjarauður 2–3 msk. sykur 4 msk. hveiti Látið suðu koma upp á mjólk og vanillustöng, ef vanillusykur er notaður er hann settur út í í lokin þegar kremið er tilbúið. Takið af hellu og hvílið stundarkorn. Þeytið vel saman sykri við eggjarauður þar til úr verður létt frauð. Bætið hveitinu út í. Hellið mjólkinni sam- an við og hrærið kröftuglega í á meðan. Sjóðið kremið þar til það þykknar og hrærið vel í allan tím- ann. Kælið kremblönduna og smyrjið henni því næst á beyglu- helmingana og raðið t.d. jarðar- berjum eða vínberjum (skornum í tvennt) ofan á. Myljið piparkökurnar og blandið saman við bráðið smjörið. Setjið í smurt tertuform og látið svo standa í ísskápnum meðan fyllingin er búin til. Bleytið matarlímsblöðin upp í köldu vatni í u.þ.b. 10 mín., veiðið þau svo upp úr og bræðið í lítilli skál í vatnsbaði. Þeytið saman ostinum, jógúrti, perum og hun- angi. Hellið uppleystu matarlíminu hægt saman við og hrærið stöðugt í á meðan. Hellið fyllingunni yfir kexbotninn í tertuforminu og látið standa í ísskápnum þar til fyllingin er stífnuð. Skreytið með valhnetu- helmingum og e.t.v. perusneiðum. Enginn dögurður án drykkja Ýmsir drykkir koma til greina. Nokkrar hugmyndir eru: banani og mangó maukaðir í matvinnsluvél ásamt slettu af sojajógúrt með van- illubragði og ögn af hunangi; vodka, tómatsafi, tabasco, worcest- ershiresósa, salt og sellerístöngull sem skraut og meðlæti; kampavín með fljótandi jarðarberjum og brómberjum; espressokaffi með ögn af kanil út í og kanilstöngum til skrauts; púns samansettur úr engiferöli, ferskum an- anassafa skreyttum með rifnum ferskum engifer, jarðarberjasneiðum og myntulaufum. Beajolais nouveau, franska jólavínið unga er nú nýkomið í áfengis- verslanir og ekki úr vegi að bjóða upp á glas af þeim eðla drykk með að- ventukrásunum. Með eft- irréttunum mætti gjarn- an hita það eða annað rauðvín sem er ögn kraft- meira ásamt sykri, nokkrum negulnöglum og kanilstöngum. Vínið er þá soðið í nokkrar mín- útur og borið fram heitt. Jólateblöndur eru einnig mjög viðeigandi svo og möndlu- eða vanillute. Háskaleg morgunbolla Ýmsir útlendingar hafa ritað ferðabækur um Ís- land í gegnum tíðina, meðal annars Tékkinn Daniel Vetter sem dvald- ist hér á landi 1612 eða 1613. Hann gerir það að umtalsefni (eins og fyr- irrennarar hans þeir Gö- ries Peerse og Ditmar Blefkens) að Íslendingar drekki allt jafnharðan, látið ölið aldrei súrna í kauptíðinni heldur ljúki því fljótt en snúi svo aft- ur til hverdagslegri lífs- hátta. Þó við viljum gera vel við gesti okkar svo snemma dags og jafnvel bjóða upp á áfenga drykki í hófi sem ekki þykir óeðlilegt víða um lönd, ber að varast að detta ekki í sömu gryfju og eftirfarandi gestgjaf- ar. Daniel Vetter lýsir m.a. veislu hjá Oddi biskupi Ein- arssyni í Skálholti. Hann vildi gera sérlega vel við gesti sína morg- uninn sem þeir voru á förum, þann- ig að um nokkurs konar dögurð hefur verið að ræða. Drykkjusið- irnir í þessari geistlegu morgun- bollu komu nokkuð flatt upp á Vet- ter og félaga: „Hann lét elda góðan morgun- verð og snæddi hann með okkur ásamt sinni ektakvinnu, börnum og öðrum vinum, sem þar voru í heim- sókn, og til að heiðra okkur að lok- um lét hann bera fram vín í einu íláti, í öðru bjór, sem hann átti bestan, mjöð í því þriðja, í hinu fjórða brennivín og mjólk í hinu fimmta; öllu þessu blönduðu þau og helltu saman í eina könnu og drukku okkur til; en þegar þau sáu og komust að því, að þessi drykkur var okkur ekki skapfelldur, drukku þau af honum ein, við fengum að- eins bjór og vín sitt í hvoru lagi, og féllumst á það með miklum fögn- uði.“ Álfheiður Hanna Friðriksdóttir Aðventudögurður Sem eftirrétt ásamt ávaxtabeygl- unum má vel hugsa sér þessa sér- stöku ostaköku. OSTAKAKA MEÐ PERUM OG GORGONZOLA Botn 225 g piparkökur 50 g bráðið smjör Fylling 300 g gorgonzola eða gráðostur 300 g rjómaostur 3 matarlímsblöð ½–1 dl hrein jógúrt 2–3 maukaðar perur (fer eftir stærð) 1 msk. fljótandi hunang ahf@mbl.is ÞAÐ er ánægjulegt að sjá að arg- entínskt vín er farið að rata í reynslusölu. Það á svo sannarlega skilið að því sé gefinn gaumur. Um þessar mundir er tvenns konar argentínskt vín frá fram- leiðandanum Michel Torino í reynslusölu. Michel Torino Chard- onnay 1999 (1.350 krónur) er frá Cafayete-dalnum í Salta í norður- hluta landsins, mjög athyglisverðu víngerðarsvæði, sem er í 1.700 metra hæð yfir sjávarmáli. Torino er einn af helstu framleiðendum þessa svæðis og einn sá athygl- isverðasti. Þetta er gullið vín, ilmríkt og ávaxtamikið. Eikin er mjög áber- andi og er ekki einungis sæt held- ur krydduð, ávöxturinn djúpur og þroskaður. Ferskt og gott vín, til- valið með forréttum á borð við lax og humar. Hið rauða Michel Torino Malbec 2000 (1.390 krónur) er úr arg- entínsku „þjóðarþrúgunni“. Í víninu er mikill dökkur og þykk- ur ávöxtur, krydd og lakkrís af- gerandi í bragði. Vínið er þurrt og þykkt og hentar kjötréttum fullkomlega, ekki síst nautakjöti og lambakjöti. Hin fræga Hermitage-ekra í Rhone-dalnum er þekktust fyrir rauðu þrúgurnar sem vaxa í hlíð- um Hermitage er gnæfa yfir bæ- inn Tain l’Hermitage. Inn á milli er hins vegar einnig að finna hvítar þrúgur og hvítt Hermit- age-vín getur verið spennandi til- breyting. Það er aftur á móti sjald- séð, eftirsótt og því fremur dýrt. Í reynslusölu er vínið Chapout- ier Chante Alouette 1998 (2.490 krónur), hvítt Hermitage-vín unn- ið úr Marsanne-þrúgunni. Skikinn Chante-Alouette nær niður suð- urhlíð Hermitage og þriðjungur vínsins er látinn gerjast í eikar- tunnum en tveir þriðju í stáltönk- um. Vínið er gullið og dökkt á lit- inn og í ilmi eru hnetur, möndlur og þurrkaðir ávextir, auk hun- angs. Í munni er það þurrt með ágæta endingu. Steingrímur Sigurgeirsson Vín í reynslusölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.