Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 13
Vínrækt og franskir klettar Kirkjugarðarnir voru grafnir upp og beinin flutt nið- ur í klettinn til að rýma fyrir húsum  FRÉTTABRÉF Lonely Planet, Scoop, greinir frá því að borgaryfirvöld í Los Angeles hafi nýverið lagt bann við reykingum á afmörkuðu svæði í 400 görðum og útivist- arsvæðum í borginni. Lögin taka gildi um ára- mótin og er þeim ætlað að vernda börn fyrir tóbaksreyk og vindlingastubb- um meðan þau leika sér. Fleiri samfélög innan vé- banda Kaliforníuríkis styðjast við samskonar reglur. Hermt er að sumir borgarráðsmanna í Los Angeles vilji ganga lengra og leggja algert bann við reyk- ingum hvarvetna í öllum skemmtigörðum. Reyk- lausu svæðin sem búið er að segja fyrir um eru einkum í grennd við leik- og körfuboltasvæði. Langt er síðan bann var sett við reykingum á veit- ingastöðum, börum og opinberum byggingum í Los Angeles og segja þeir sem andvígir eru reyk- ingabanni utan dyra áhyggjur yfirvalda af tóbaks- reyk í andrúmslofti skjóta skökku við í borg sem hulin sé mengunarskýi að staðaldri. Ekki er langt síðan indversk stjórnvöld lögðu blátt bann við reyk- ingum á opinberum stöðum. Bannað að reykja í 400 görðum og útivistarsvæðum LA  SACHER-tertur eru sendar frá Austurríki í þúsundavís á aðventunni, segir fréttabréf ferðamálaráðs Vínar. Sacher- tertan er einn frægasti æti minjagripur borgarinnar og ferðast landa og landshorna á milli í sínum hefðbundna litlum trékassa fyrir jólin. Tertan var fyrst gerð árið 1832 af Franz Sacher (1816-1907) sem var 16 ára lærling- ur hjá Metternich fjölskyldunni. Fékk drengurinn það verkefni að galdra fram gómsætan eftirrétt handa matargestum kvöldsins þar sem yfirkokk- urinn var rúmfastur. Var hann ekki lengi að hnoða saman létta súkkulaðitertu með apríkósusultu und- ir kreminu sem þakti kökuna. Uppskriftin gekk síð- an áfram til Játvarðar, sonar Franz Sacher, sem annaðist rekstur fágaðs veitingastaðar við Kärntn- er Strasse. Hann lét síðar byggja Sacher-hótelið sem fagnar 125 ára afmæli um þessar mundir. Ekki þarf mikið að brjóta heilann um afmælistertuna, sem auðvitað var Sacher-tertan góða en hótelið lætur baka um 370.000 slíkar á hverju ári og ber fram með þeyttum rjóma eða sendir heimshorna á milli. Uppskriftin er enn leyndarmál. Þeir sem vilja senda Sacher tertu til fjölskyldu eða vinar geta farið inn á heimasíðuna www.sach- er.com og lagt fram pöntun hjá Café Sacher í Vín. Byrjunarverð er rúmar 2.200 krónur án póstburð- argjalds. Sætar jólakveðjur frá Vín í trékassa frá Sacher  ANTOR Travelguide greinir frá því að heimsins stærsta vél- knúna jólasýning verði haldin í höfuðstað Jótlands, Árósum, í desember. Mismunandi atriði verða sett upp með 400 hreyf- anlegum jólasveinum í 1.200 fermetra tjaldi fyrir framan tón- listarhús borgarinnar. Framan við jólasveinatjaldið verður svo jólamarkaður með fjölbreytilegum sölutjöldum og skautabraut. Stærsta vélknúna jólasveinasýn- ing heims sett upp á Jótlandi HRYLLINGSBÚÐIN Igor’s var opnuð í Singapore í október en fyrir er sams konar staður með sama nafni í Hong Kong. Igor’s er veitingastaður með skelfingarblæ, sem alla jafna gefur að líta í hryllingsmyndum af besta tagi. Í kynningu á heimasíðu staðarins segir að Igor’s sé ekki bara upplifun fyrir bragðlaukana heldur sjón, heyrn, snerti- og lyktarskyn. Igor’s í Singapore er tvisvar sinnum stærri en sams konar staður í Hong Kong og helmingi hryllilegri að sögn. Innviðirnir líkjast gömlum kastala og þar gefur að líta veggbrúnir í haus- kúpulíki, beinagrindarljósa- krónur, leðurblökuskreytingar og annað af draugalegu tagi. Þeir sem heimsækja staðinn eru ekki gestir í hefðbundnum skiln- ingi, heldur fórnarlömb sem leidd eru gegnum hverja hryll- ingsaðstöðuna á fætur annarri þar til sest er að borðum. Máls- verðurinn er þriggja rétta og með alþjóðlegu sniði og meðan hans er neytt flytja persónurnar Igor, Blóðsugan og Riff Raff leikþætti fyrir gesti. Að því búnu leika The Rolling Bones fyrir dansi. Fréttabréfið Singapore Tour- ism Business fjallar um Igor’s í nýjasta tölublaði og greinir frá því að fórnarlömb geti keypt sér hárkollur og fleiri aukahluti á staðnum og þeir sem kjósa geta látið farða sig á viðeigandi hátt. Matsölustaður í hryllings- dúr fyrir soltin fórnarlömb Fórnarlömb Igor’s sækjast eftir skelfingu.  Frekari upplýsingar: www.igors.com Upplýsingar um ferðaþjón- ustu í Singapore: www.stb.sg og www.- newasia-singapore.com FJÓRIR íslenskir veitingastaðir eru í árlegri bók um bestu veit- ingastaði Evrópu, The Florman Guide to Europe’s Best Restaur- ants. Þrír þeirra fá stjörnu í bók- inni, það er Hótel Holt, Hótel Saga/Grillið og Humarhúsið, en fjórði íslenski veitingastaðurinn, sem getið er, er Sommelier. Krist- ján Þorsteinsson hjá Humarhúsinu segir niður- stöðuna hafa „gífur- lega þýð- ingu fyrir íslensk veitingahús að vera getið í einni af bestu veitinga- húsabókum augnabliks- ins. Flor- man Guide er áþekk Michelin en á bara við veitinga- staði í Evrópu,“ segir hann. Framkvæmdin er þannig að fulltrúi frá Florman heimsækir veitingastaðinn án þess að gera boð á undan sér eða láta vita af sér, segir Kristján. Síðan fær við- komandi sent bréf þar sem greint er frá niðurstöðunni og leyfis óskað að mega birta nafn staðarins í bók- inni. Lagt er mat á 325 veitingastaði í 18 Evrópulöndum í bókinni, auk þess sem birtur er listi yfir bestu veitingahús Bandaríkjanna og Austur-Evrópu. Segir Kristján þessa niðurstöðu „æðislegri en orð fá lýst“ og nefnir að meðlimir vild- arklúbbs SAS fái bókina gefins frá flugfélaginu. Florman gefur 0–3 stjörnur og merkir engin eða ein stjarna „gæða- og hágæðamatseld“. Ein og hálf stjarna táknar „næstum því framúrskarandi“, tvær „framúr- skarandi matseld og þjónustu“, tvær og hálf „nánast yfirburðamat- seld“ og þrjár „yfirburða mat- reiðslu og þjónustu“. Íslensk veit- ingahús með bestu matsölu- stöðum Evrópu Á EINNI helstu heimasíðu á Netinu um dægradvöl í Lund- únum er að finna margvíslegar ábendingar um jólalega afþrey- ingu í stuttri borgarferð. Jólasöngvar Fallegustu jólatónleikarnir verða í Dómkirkju heilags Páls hinn 18. desember frá klukkan 18.30 og aðgangur er ókeypis. Jólaskautar Hægt er að skauta í til- komumiklu umhverfi við Somer- set House þar sem svellið er upp- lýst með logandi kyndlum eftir að skyggja tekur og stirnir á til- komumikið 13 metra jólatré í hallargarðinum. Skautasvellið rúmar um 2.000 manns í einu en einnig má sitja á kaffihúsi við ísj- aðarinn og njóta útsýnisins. Tímapantanir: 020 7413 3399. Jólagjafir Mælt er með „hátíðlegri smásölumeðferð“ í versl- unarhúsum Harrods, Selfridges eða Hamleys, svo dæmi séu nefnd. Falli það ekki í kramið er bent á glænýjan vodkabar á 4. hæð Selfridges. Jólahnetur Þeir sem þræða götur borgarinnar ættu að gefa sér tíma til þess að njóta ilmsins og bragðsins af steiktum kast- aníuhnetum og ylja sér. Hnetu- vagnar standa í röðum eftir að- alverslunargötu Lundúna, Oxford-stræti. Jólaljós Jólin eru hátíð ljóss og friðar og jólaljósin skína skært við Reg- ent-, Oxford- og Bond-stræti. Jólasveinninn Jólasveinar eru önnum kafnir á þessum árstíma og láta sjá sig í fjölda verslana. Vinsælustu jóla- sveinabúðirnar er að finna í Harrods og Selfridges. Jólatré Norðmenn gefa fleirum en Ís- lendingum jólatré og eitt slíkt stendur prýtt hvítum ljósum við Trafalgar-torg frá klukkan 18.30, 6. desember. Sungnir eru jóla- sálmar við tréð milli 17 og 21 tiltekin kvöld vikunnar. Jólaskraut Sérfræðingar sýna áhorfendum réttu handtökin við jólaskrautsgerð víðs vegar um borgina, til dæmis á Samgöngusafni Lundúna 20. og 21. desember, eða Lundúnasafni 2.–16. desember. Jólaleikrit Töfrar leikhússins laða um jóla- leytið sem aldrei fyrr. Jólaævintýri Dickens verður leikið á fjölum Bloomsbury-leikhússins, svo dæmi sé tekið. Nánari upplýsingar um Lund- únajól: www.londontown.com Rómantísk skauta- ferð eða hátíðleg smásölumeðferð Reuters Jólaösin á Oxford-stræti Lund- úna stendur svo sannarlega undir nafni. GLÆSILEGIR GRIPIR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.845 á viku. Innifalið í verði: ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Allt nema bensín og afgr.gjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. GSM- símakort með dönsku símanúmeri. Nú einnig bílaleigubílar frá Kaupmannahöfn og Hamborg sem má aka um Austur-Evrópu. Heimasíðan, www.fylkir.is fjölbreyttar upplýsingar. Fylkir Ágústsson Fylkir — Bílaleiga ehf. Sími 456 3745 Netfang fylkirag@snerpa.is . Heimasíða www.fylkir.is .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.