Morgunblaðið - 02.12.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.12.2001, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 B 27 bíó Jóhannes Kári Kristinsson hefur opnað augnlæknastofu sína í Spönginni 39, 112 Reykjavík. Tímapantanir alla virka daga frá kl. 8.30 - 16.30 Sérgrein: Almennar augnlækningar, hornhimnu- og sjónlagslækningar með laser við nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju. www.lasik.is www.sjonlag.is Skráning skuldabréfa á Verðbréfaþingi Íslands Útgefandi: Lyfjaverslun Íslands hf, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, kt. 630269-4029. Lýsing á flokknum: Heiti flokksins er 1. flokkur 2001. Bréfin eru til 5 ára, bundin vísitölu neysluverðs og bera 8,1% ársvexti. Nafnverð útgáfu: Heildarfjárhæð útgáfunnar er allt að 1.000.000.000 kr. að nafnverði og eru 520.000.000 kr. að nafnverði þegar seldar Gjalddagar: Útgefandi greiðir verðbættan höfuðstól skuldarinnar í einu lagi þann 1. apríl 2006. Skuldabréfin hafa vaxtagjalddaga 1. apríl ár hvert. Fyrsti gjalddagi vaxta er 1. apríl 2002, og sá síðasti þann 1. apríl 2006.. Skráningardagur á VÞÍ: Þegar útgefin og seld bréf að upphæð 520.000.000 kr. að nafnverði verða skráð á VÞÍ þann 7. desember 2001. Skráningarlýsing og aðrar upplýsingar varðandi ofangreind skuldabréf liggja frammi hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum. MEISTARAR þöglumyndanna, á borð viðChaplin, Harold Lloyd,The Keystone Cops og Buster Keaton, hófu gamanmyndina til vegs og virðingar strax við upphaf kvikmyndaaldarinnar. Ærsluðust einsog þeir ættu lífið að leysa, enda fengu bíógestir aldrei nóg af fettum, brettum, bakföllum, fáránlegri hegðun sem oftar en ekki átti að ein- kennast af yfirþyrmandi gáfna- skorti. Margir frumkvöðlanna hófu ferilinn í kabarett- og fjölleikahúss- ýningum, þar sem ærsla- og lát- bragðsleikur var aldagömul list- grein. Þeir fullkomnuðu hana síðan með tækninni sem kvikmyndin bauð uppá. Chaplin, Keaton og Lloyd voru hvað fremstir í hópnum sem beitti ærslaleiknum til að kryfja þjóð- félagsástandið, ekki síst baráttu smælingjans við að halda áttum í ört hraðskreiðari tímans rás og síbreyti- legum og tæknivæddari heimi. Aðrir gamanleikarar, einsog Abbott og Costello, Laurel og Hardy og ekki síst The Three Stooges, byggðu sína gamansemi frekar á ófullkomleika mannsins; heimsku og fáfræði. Tengdu ærslaganginn á engan hátt þjóðfélagsumræðunni, hvorki gagn- rýnir né sposkir, frekar stjórnlausir, látbragðið hömlulaust. Börðu höfð- inu í steininn. Þróunin hélt áfram og tók sífelld- um breytingum í höndum nýrra ær- ingja, einsog Marx-bræðra, sem voru gjörsamlega óforskammaðir og var ekkert heilagt. Víkkuðu formið útá ystu nöf geggjunarinnar. Enda sjálfir léttruglaðir. Fræg er sagan af því er Louis B. Mayer, æðsta yfir- valdið hjá hinu volduga MGM-kvik- myndaveri, lét þá bræður bíða eftir sér, fulllengi, að þeim fannst. Skyndilega fann hann reykjarlykt berast af biðstofunni. Höfðu óláta- seggirnir kveikt bál á miðju gólfi þar sem innbúið logaði glatt, svo við lá eldsvoða. Er talið kom til sögunnar um 1930, vék látbragðs- og ærslaleikur fyrir uppákomugamanmyndinni (screwball) og fágaðra gríni, þar sem æ meiri áhersla var lögð á að hið tal- aða mál héldi uppi fjörinu í stað lík- amlegrar tjáningar. Samræðulistin tók miklum stökkbreytingum fram á við á fjórða áratugnum, þróaðist og slípaðist í höndum fjölda frábærra handritshöfunda og leikstjóra. Eftir seinni heimsstyrjöldina fór ærslaleikur aftur að láta á sér kræla að einhverju gagni. Frakkar stóðu framarlega í að hefja formið aftur til vegs og virðingar, með Tati í far- arbroddi. Bretar áttu Carry On- myndirnar; Peter Sellers og In- spector Clouseau og Norman Wis- dom. Bandaríkjamenn sprellikarla á borð við Jerry Lewis. Fáráðlingarnir mæta til leiks Aulamyndin fór smám saman að fá á sig svip, en naut ekki umtals- verðrar virðingar né vinsælda fyrr en háðfuglar á borð við leikstjórann, handritshöfundinn og leikarann Mel Brooks komu fram á sjónarsviðið á sjöunda og áttunda áratungum. Ásamt fríðum flokki óhefðbundinna gamanleikara sem ekkert víluðu fyr- ir sér. Chevy Chase, Dan Aykroyd, Bill Murray, Steve Martin og John Belushi komu með ferskan og hress- an gust inní gamanmyndina. Myndir einsog Caddyshack, Meatballs, The Jerk og The Blues Brothers voru undanfarar grínmynda sem byggð- ust nánast eingöngu á fávísi aðalper- sónanna. Strákhvolpur sá gjörsam- lega við aulunum, illmennunum í hinum feikivinsælu gamanmyndum kenndum við Aleinn heima – Home Alone. Joe Pesci og ennfrekar Dan- iel Stern voru einkar trúverðugir ratar sem höfðu ekki roð við vits- munum 8 ára stráks. Home Alone (’80) hleypti af stað fjölmörgum eft- irlíkingum og var ein lykilmynda aulagrínsins. Á níunda áratugnum komu fram á sjónarsviðið myndirnar um Bill og Ted og bjálfagrín kennt við skopritið National Lampoon, oftast með Chevy Chase í aðalhlutverki og Randy Quaid eða John Candy óborganlega í bakgrunninum. Jim Varney lék í fjölmörgum myndum um Ernest P. Worrell, vitgrannan klaufabárð. Skásti aulamyndabálk- urinn var kenndur við Lögregluskól- ann – Police Academy. Fór ágætlega í gang 1984, lognaðist útaf á 10. ára- tugnum, örþunnur eftir einar 10 hrakandi endurtekningar. Aulinn fær rétta andlitið Um 1990 kemur Jim Carrey fram á sjónarsviðið og aulinn fær rétta andlitið. Að ógleymdum Chris Farl- ey, Adam Sandler, Jon Lovitz, og þeim félögum öllum. Carrey setti allt á annan endann með Ace Vent- ura: Pet Detective (’92), kvikmynda- heimurinn hefur ekki jafnað sig síðan. Carrey er meistari látbragðs- leiksins og andlitið einsog gríma sem hægt er að móta nánast á alla vegu. Myndirnar um gæludýraspæjarann Ace Ventura urðu tvær, þá gerðist viðburður í aulamyndasögunni: Farrelly-bræður hittu Jim Carrey. Útkoman varð bylgja bjálfamynda sem stendur enn og ekkert útlit á að henni linni í bráð. Heimskur, heimskari – Dumb & Dumber, var nánast tímamótamynd. Carrey leikur torgefinn ökuþór, Jeff Daniels fer með hlutverk jafnvel enn vitgrennri hundasnyrtis. Íðilfögur kona og skjalataska full af peningum rugla gjörsamlega takmarkaða heilastarfsemi félaganna, sem fara á flakk um Bandaríkin þver og endi- löng til hjálpar ungfrúnni. Carrey lék einnig aðalhlutverkið í mynd bræðranna, Me, Myself and Irene (’00). Fór á kostum sem geðklofi; önnur helftin ljúf sem lamb, hin hrokafull mótorhjólalögga. Báðar elskuðu Irene… Árið 1994 reyndi Nicolas Cage fyrir sér á bjálfamarkaðnum, en gekk illa og gerðist hasarmynda- hetja. Tilraunin hans var reyndar jólamynd, sem nefnist Trapped in Paradise. Cage leikur einn þriggja bræðra (hinir eru Jon Lovitz og Dana Carvey; jafngóðir aulaleikarar og Cage er slakur), sem ræna bank- ann í bænum Paradise en sjá að sér er þeir kynnast hjartahlýju íbúanna. Mislukkuð blanda Capra- og aula- myndar. Farley og Sandler Nýr kafli hefst er Chris Farley kemur fram, ásamt Carvey og Mike Myers í Wayne’s World 2. Farley (1964–97) er einn konunga greinar- innar, en féll frá um það leyti sem hann var orðinn stórstjarna. Farley fékk að spreyta sig fyrst í aðalhlut- verki í Tommy Boy (‘95) og fór á kostum sem fávísi erfinginn sem öllu bjargar er ættarauðurinn er í húfi. David Spade, annar einkar liðtækur bjálfaleikari, fer með hlutverk þess sem allt á að vita en ekkert getur. Í Black Sheep fer Farley enn á ný með hlutverk svarta sauðsins. Hann er svo vitlaus að bróðir hans (Tim Matheson), sem berst fyrir endur- kjöri sem ríkisstjóri, ræður aðstoð- armann sinn (David Spade) til að gæta sauðsins á meðan kosningabar- áttan stendur yfir. Hver skyldi svo bjarga málunum? Næstsíðasta og besta mynd Farleys er Beverly Hills Ninja (’97), þar sem hinn ofvaxni leikari fer á kostum sem uppeldis- sonur ninja-stríðsmanna. Af ber- sýnilegum ástæðum fellur Naru, einsog hann er kallaður, aldrei inní hópinn, en nær að sanna sig að lok- um. Maður kemur í manns stað, ein stærsta aulagrínstjarna samtímans er Adam Sandler, sem sló í gegn með Happy Gilmore (’96); þar var hann í býsna skemmtilegu formi sem kjáni sem reynist með ótrúlegan höggkraft sem nýtist gjörsamlega á golfvellinum. The Waterboy (’98) er framlenging; Sandler leikur sauð- heimskan kúsk ruðningsliðs, o.s.frv. Í Little Nicky (’00) fer Sandler á kostum sem svarti sauðurinn í fjöl- skyldu Skrattans og á að taka við í Helvíti. Sem gengur brösuglega. Tvær feikivinsælar myndir hafa ver- ið gerðar um Austin Powers, þar sem Mike Myers lætur öllum illum látum sem spæjari á sjöunda ára- tugnum í „Swinging London“. Í Dude, Where Is My Car? (’00) vakna tveir hasshausar upp við vondan draum, finna ekki bílgarm- inn sinn. Á leiðinni hitta þeir sam- safn af furðufuglum, sumir langt að komnir. Freddy Got Fingered (’01) nýtur þeirrar vafasömu sérstöðu að þykja svo yfirmáta vitlaus og ósmekkleg að hún verður líklega ekki sýnd utan Bandaríkjanna! Evil Woman (’01) hefði gjarnan mátt lenda í þeim hópi, ásamt Corky Romano. Aular til framtíðar Lítið lát verður á aulum í náinni framtíð. Næst sjáum við hinn feiki- góða Jack Black, sem fer með aðal- hlutverkið í Shallow Hal (’01), nýj- ustu Farrelly-myndinni, sem var frumsýnd vestra í mánuðinum. Þá er von á Not Another Teen Movie (’01), sem virðist, af sýnishorninu að dæma, með endemum vitlaus. Á næsta ári kemur m.a. nýjasta Austin Powers-myndin, kennd við Gold- member, og Adam Sandler verður á sínum stað með Deeds. Markaður- inn virðist ekkert á því að stíga í vit- ið. Heimskur, heimskari… Gamanmyndin er jafngömul kvikmyndasögunni og greindist snemma í fjölmarga flokka; svartar, dramatískar, tragískar, kaldhæðnislegar, ærslaleik (slapstick) o.s.frv. Sæbjörn Valdimarsson kynnti sér tískufyrirbrigðið aulamyndina. Adam Sandler: Einn helsti aulaleikari samtímans. Fáviskan ekki lengur aukabúgrein í Hollywood Nýjasta aulastjarnan: Jack Black ásamt Gwyneth Paltrow í Shallow Hal. Laurel og Hardy: Aular í öndverðu. Chris Farley: Efnisauli lést fyrir aldur fram. Jim Carrey: Aulinn fann sitt rétta andlit.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.