Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ JÓSEF Vissaríonovic Dzhúg-ashvílí er þekkt nafn í löndun-um sem áður tilheyrðu Sovét-ríkjunum – hið raunverulega nafn eins mesta harðstjóra tutt- ugustu aldarinnar: Stalíns. Nú er annar Jósef Vissaríonovic Dzhúgashvílí kominn í heiminn. Sá er sex ára gamall og hann má finna hoppandi um í sólríkum garði í litlu þorpi í Georgíu, föðurlandi Stalíns, að þefa af risastórri gulri rós og dreifa gullnum rósablöðum í kringum sig. Þetta er sonarsonarsonarsonur sov- éska einvaldsins og fyrsti afkomand- inn til að bera fullt nafn hans. Það gleður afa drengsins og son- arson Stalíns, Jevgení Dzhúgashvílí, meira en orð fá lýst að litli dreng- urinn skuli bera nafn hins kunna langalangafa síns. Enda lítur Jevgení á afa sinn sem hálfguð og hefur stofn- að stalínískan kommúnistaflokk í Georgíu til að halda arfleifð hans á lofti. Annar sonarsonur Stalíns, Alex- ander Burdonsky, gefur hins vegar lítið fyrir nafn ættföður síns. Hann var skýrður Alexander Stalín, en eft- ir að hann fékk að heyra sannleikann um afa sinn og valdatíma hans breytti hann ættarnafni sínu til að losna und- an tengslum þess við grimmd og harðstjórn. Í ljósi ólíkrar söguskoðunar þeirra frændanna kemur vart á óvart að Jevgení og Alexander sé mjög í nöp hvor við annan. En afstaða þeirra endurspeglar víðtækari samfélags- legan klofning í þeim löndum sem áð- ur tilheyrðu Sovétríkjunum og hafa fæst gert upp við blóðuga sögu sína undir stjórn kommúnista. Hafa forðast uppgjör við Stalínstímann Enn þann dag í dag, þegar nær hálf öld er liðin frá dauða Jósefs Stal- íns árið 1953, eru skoðanir mjög skiptar um arfleifð hans meðal íbúa í Georgíu, Rússlandi og öðrum fyrr- verandi Sovétlýðveldum. Eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991 gerðu aðeins Eistar, Lettar og Litháar markvissar tilraunir til að kveða niður drauga Sovéttímans og rekja úr sögufölsun- um kommúnista. Þar eru sérstakar nefndir enn starfandi að því að rann- saka söguleg gögn og vekja almenn- ing til vitundar, en þær hafa gjarnan fundið fyrir samstarfsörðugleikum af hálfu aðila í Rússlandi, þar sem flest skjalasöfnin eru ennþá varðveitt. Í öðrum heimshlutum hafa mörg ríki sem nýlega hafa tekið upp lýð- ræðislega stjórnarhætti hafið skipu- legar aðgerðir til að draga menn til ábyrgðar fyrir glæpi fortíðarinnar. Í Suður-Afríku og ýmsum ríkjum Suð- ur-Ameríku hefur verið komið á fót svokölluðum sannleiksnefndum og í sumum ríkjum Austur-Evrópu hefur frammámönnum frá stjórnartíð kommúnista verið bannað að gegna opinberum embættum. Rökstuðning- urinn fyrir slíkri viðleitni er á þá leið að þjóðir sem afneita fortíð sinni eða hunsa merkingu hennar eigi á hættu að endurtaka fyrri mistök. En Rússar hafa einfaldlega snúið baki við Stalínstímanum án þess að ráðast í uppgjör við hann. Margir kommúnistar hafa gamla harðstjór- ann enn í hávegum og bera jafnvel myndir af honum á útifundum. Hætta á að sagan endurtaki sig Í Gori í Georgíu, fæðingarbæ Jós- efs Stalíns, jaðrar afneitunin á grimmdarverkum hans nánast við fá- ránleika. Á Stalínssafninu er til dæm- is hvergi minnst á þær milljónir manna sem urðu fórnarlömb stjórnar hans. Sú endurskoðun sögunnar, sem þó hefur átt sér stað í fyrrum Sov- étlýðveldum, virðist ekki hafa haft áhrif inn fyrir veggi safnsins. „Sagnfræðingar hafa alltaf logið. Þeir lugu fyrir tíð Stalíns, þeir lugu á meðan hann var við völd og þeir ljúga í dag,“ segir sonarsonurinn Burd- onsky, sem er leikhússtjóri í Moskvu. „Það er afar erfitt að henda reiður á sannleikanum.“ Það eru orð að sönnu. Enn er til dæmis ekki vitað hve margir létu lífið af völdum ógnarstjórnar Stalíns. Sérfræðingar rússneskra mann- réttindasamtaka er kenna sig við Minnisvarða telja að fórnarlömbin hafi verið milli níu og tólf milljónir og þá eru taldir með þeir sem létust af völdum hungursneyðanna 1932–33 og 1946–47. Samtökin segja að 25 milljónum manna hafi verið varpað í fangabúðir Stalíns, Gúlagið, eða gerðar útlægar. Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Robert Conquest telur hins vegar að um 20 milljónir manna hafi týnt lífi og aðrir hafa nefnt ennþá hærri tölur. Aðdáendur Stalíns hafa notfært sér þessa óvissu til að bera brigður á ásakanir á hendur honum. Jevgení Dzhúgashvílí fullyrðir til að mynda að sögur um fjöldamorð í tengslum við hreinsanirnar miklu árið 1937 hafi verið skáldaðar upp að undirlagi eft- irmanns afa hans á valdastóli, Níkíta Krúshtsjofs. Hefur sonarsonurinn meira að segja nýlokið við að rita eig- in útgáfu af sögu Sovétríkjanna, í því skyni að hefja Stalín til vegs og virð- ingar á ný. Sergei Sigachev, forstöðumaður Minnisvarða-samtakanna, bendir á að þeir fyrrverandi embættismenn kommúnista sem komust til valda í flestum Sovétlýðveldanna eftir hrun Sovétríkjanna hafi ekki haft neinn áhuga á að afhjúpa glæpi fortíðarinn- ar og draga hina seku fyrir dóm. Til þess hefði þurft gífurlegan þrýsting af hálfu almennings, sem ekki hafi verið til staðar. „Fólk var ekki tilbúið. Búðarhill- urnar voru tómar og allt sparifé þess var tapað. Það hafði um annað að hugsa en að rétta misgjörðir fortíð- arinnar. Ég skil vel að fólk hafi hugs- að á þessa leið: „Af hverju þurfum við að rifja upp allar þessar aftökur og dauðasveitir? Þetta gerðist, en reyn- um bara að gleyma því.“ En ef við gleymum hryllingnum er mikil hætta á því að sagan endurtaki sig,“ segir Sigachev. Stoðar ekki að hengja englavængi á Stalín Það er erfitt fyrir samfélagið í heild að takast á við fortíðina og þess þá heldur fyrir afkomendur Stalíns. Stalín hafði lítið að segja af eigin börnum, hvað þá barnabörnum sín- um. Jevgení Dzhúgashvílí, sem nú er 65 ára, er sonur Jakovs, sonar Stalíns af fyrsta hjónabandi. Jakov var for- ingi í sovéska hernum og lést í fanga- búðum Þjóðverja í síðari heimsstyrj- öldinni eftir að faðir hans hafði neitað boði um að skipta á honum og þýsk- um herforingja sem var í haldi Sov- étmanna. Dzhúgashvílí hitti aldrei afa sinn. „Ég fékk aldrei tækifæri til að kalla hann afa,“ segir hann af tilfinn- ingaþunga. „Fyrir mér var Stalín leiðtogi, stórkostleg persóna. Honum tókst að sameina ríkið og gera það að stórveldi. Slíkar manneskjur fæðast aðeins einu sinni á hverju árþúsundi.“ Alexander Burdonsky, sem er 59 ára, er sonur Vasilýs, sonar Stalíns af öðru hjónabandi. Hann sá afa sinn að- eins tilsýndar þar sem hann fylgdist með hersýningum af þaki grafhýsis Leníns á Rauða torginu. Burdonsky álítur vörn Dzhúgashvílís fyrir afa sinn kjánalega og fánýta. „Stalín var harðstjóri, afar grimm- ur maður, með ólíkindum hastur og strangur, líkt og hinir gömlu keisarar Rússlands. Það stoðar ekkert að reyna að hengja englavængi á hann, þeir tolla ekki fastir,“ segir Burd- onsky. Rétt eins og Dzhúgashvílí ólst Burdonsky upp við þá sannfæringu að Stalín væri nokkurs konar hálf- guð. Við útför afa síns sá hann þús- undir manna gráta leiðtogann, en hann gat ekki fellt tár yfir manni sem hann þekkti ekki og skammaðist sín fyrir það. Þegar hann síðar afsalaði sér Stalíns-ættarnafninu fann hann fyrir létti. Ættarnafnið þungur baggi að bera Ættarnafnið íþyngdi einnig Jevg- ení Dzhúgashvílí. Hann kvartar und- an því að ættartengslin hafi komið í veg fyrir að hann næði frama innan hersins og að vinir hafi snúið við hon- um baki í kjölfar endurskoðunar á sögunni og vaxandi gagnrýni á Stalín. Síðar hafi hann óttast að missa vinnunna í hergagnaverksmiðju af sömu sökum. „Nafnið vann gegn mér vegna þess að stjórnvöld höfðu háð heiftarlega herferð gegn Stalín. Eng- inn af yfirmönnunum í hernum hafði kjark til að hækka sonarson Stalíns í tign,“ segir Dzhúgashvílí. Þrátt fyrir það var hann ætíð ákveðinn í að hans eigin sonarsonur skyldi verða alnafni langalangafans fræga. En yngri sonur Dzhúgashvílís, Jakov, segir að ekki líði sá dagur sem hann þurfi ekki að líða fyrir ættar- nafnið. Hinn 29 ára gamli Jakov er listamaður og rekur einnig netfyrir- tæki í Tbilisi, höfuðborg Georgíu. Hann segir suma hreyta í sig ónotum er þeir heyra Dzhúgashvílí-nafnið, á meðan aðrir vilji reka honum remb- ingskoss. „Fólk spyr mig iðulega bjánalegra spurninga eins og hvað mér finnist um [Stalín]. Þegar ég var yngri reyndi ég að svara. En með tímanum áttaði ég mig á því að það er ekki til neitt svar við þessari spurningu,“ segir Jakov. „Ég trúi því sem mér var kennt“ Sem fyrr segir er minningu Stalíns haldið hátt á lofti í fæðingarbænum Gori. Ekki eru þó allir bæjarbúar jafnhrifnir af harðstjóranum gamla. Vazha Kiknadze, sem kennir sögu Sovéttímans við háskólann í Gori, kveðst gera sitt besta til að vekja ungu kynslóðina til vitundar um það hver Stalín var í raun og segir það valda taugatitringi meðal nemenda sinna er hann segir þeim frá þekktum georgískum rithöfundum og lista- mönnum sem myrtir voru á valda- tíma hans. „Það er enginn áróður gegn Stalín í gangi hér,“ segir Kikn- adze með mæðu í röddinni. „Í sann- leika sagt verður maður þvert á móti var við áróður til stuðnings honum. Það er verið að hefja hann aftur til vegs og virðingar.“ Nato Makashvili, 13 ára stúlka sem blaðamaður Los Angeles Times tók tali, segir að sögukennarar hennar hafi kennt sér að Stalín hafi verið góður. Hann hafi kúgað eða myrt 20 milljónir manna og að hann hafi verið mikill leiðtogi. Aðspurð hvernig mað- ur sem hafi svo mörg mannslíf á sam- viskunni geti verið góður svarar hún einfaldlega að þetta sé það sem kenn- ararnir hafi sagt. Mariko Babilua, 24 ára, kveðst ekki hafa heyrt mikið um Gúlagið, fyrir utan að þangað hafi eiturlyfja- sjúklingar verið sendir. „Ég trúi því sem mér var kennt og ég trúi því að [Stalín] hafi verið góður,“ segir hún. En Leyla Elikauri, sem er 35 ára, á átta ára gamlan son, Shotik, og hún er staðráðin í að hann fái að vita sann- leikann um fórnarlömb Stalíns. „Í mínum augum var Stalín ekkert betri en Mussolini eða Hitler. Fólk þarf að heyra sannleikann um söguna. Ég vil ekki að það sem gerðist verði nokk- urn tíma endurtekið.“ Manneskjan það mikilvægasta Margir, þar á meðal Sergei Sigach- ev, hafa áhyggjur af því að stjórn- völdum í Rússlandi sé umhugað um að áfram verði þagað um skugga for- tíðarinnar. Sigachev staðhæfir að ein ástæða þess að forsetinn Vladímír Pútín, sem er fyrrverandi njósnari leyniþjónustunnar KGB, og félagar hans hafi komist til valda sé að Rúss- ar hafi aldrei gert upp við söguna. „Það hefur ekki átt sér stað nein endurskoðun á sögunni vegna þess að tengsl einstaklingsins og ríkisins hafa ekki verið endurskoðuð. Ríkið hefur alltaf verið í fyrirrúmi,“ segir Sigach- ev. „Fram á þennan dag hafa stjórn- völd og almenningur ekki áttað sig á því að það mikilvægasta í hverju sam- félagi er manneskjan.“ Fjölskylduerjur endurspegla óeiningu um arfleifð Stalíns Dusheti í Georgíu. Los Angeles Times. Skemmtigarður, sem helgaður er Stalín, er til marks um persónudýrkunina sem enn viðgengst í heimalandi hans, Georgíu. Jósef Vissaríonovic Dzhúgashvílí, sem er sex ára gamall, er fyrsti af- komandi Stalíns til að bera fullt nafn hans. Jevgení Dzhúgashvílí, sonarsonur Stalíns, hefur stofnað stalínískan kommúnistaflokk til að halda arfleifð afa síns á lofti. SKOÐANAKANNANIR benda til þess að enn séu skoðanir mjög skiptar á meðal Rússa um arfleifð Jósefs Stal- íns. Þriðjungur rússnesku þjóðarinnar telur að Stalín hafi látið fleira gott af sér leiða en slæmt. Fjórðungur er á öndverðum meiði og annar fjórð- ungur telur að hann hafi gert jafn- mikið gott og slæmt, samkvæmt nið- urstöðum könnunar sem gerð var í september á meðal 1.500 Rússa. Eftirmaður Stalíns á valdastóli, Ník- íta Khrústsjof, fordæmdi hann árið 1956 fyrir grimmdaræði og vald- níðslu. Í leyniræðunni svonefndu svipti hann hulunni af fjölda- handtökum, þjóðflutningum og aftök- um milljóna saklausra manna undir stjórn Stalíns. Á glasnost-tímabilinu, er Mikhaíl Gorbatsjof var við völd, og eftir hrun Sovétríkjanna voru frekari gögn um Stalínstímann gerð opinber og ljósi varpað á grimmdarverk hans. Margir Rússar fóru þá að líta á Stalín sem ill- an en áhrifamikinn leiðtoga. Enn þann dag í dag hafa þó margir Rússar, eink- um af eldri kynslóðinni, hann í háveg- um og eigna honum heiðurinn af að hafa sigrast á Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni og iðnvætt landið. Akaki Chalvatrishvílí, sem er sextug- ur að aldri, lét húðflúra myndir af Stalín og Lenín á brjóst sér er hann sat í fangelsi árið 1961. Skiptar skoðanir meðal Rússa ’ Ég trúi því semmér var kennt og ég trúi því að Stalín hafi verið góður ‘ Los Angeles Times/Yuri Kozyrev
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.