Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KÚTTERINN HannahBrown vaggar tryggilegabundinn í smábátahöfn-inni á Ísafirði. Reiðinn ernakinn, búið að taka nið- ur seglin og koma þeim í hús. Við leit- um að áhöfninni en það er enginn um borð. Hafnarverðirnir segja að skip- verjar hafi tekið sér hús á leigu uppi í bæ, því þeir ætli að hafa vetursetu á Ísafirði. Tvö í áhöfn Við bönkuðum upp á í bárujárns- klæddu húsi nálægt höfninni þar sem þau Holly Huges og George Mac- Leod hafa komið sér fyrir. Þau hafa búið um borð í bátnum í fjögur ár og ekki sofið í landi fyrr en nú á Ísafirði frá því siglingin hófst. Holly Huges er listamaður og nam myndlist og ljósmyndun áður en hún lærði vélaverkfræði. Því námi lauk hún 1983 og flutti þá til Socorro í Nýju-Mexíkó þar sem hún hitti George MacLeod. Holly hefur unnið að list sinni víða um heim, eins og sjá má á heimasíðu þeirra. Hún er búin að koma sér upp vinnustofu á Ísafirði og opnaði einkasýningu á Ísafirði 16. desember í Edinborgarhúsi. George MacLeod stundaði við- skipti í aldarfjórðung áður en hann lagðist í ferðalög. Meðal annars var hann veitingamaður, rak flutninga- fyrirtæki, seldi og gerði við raftæki og vann sem sérfræðingur á sviði færanlegra fjarskiptatækja. Hann hefur stundað útivist og fjallgöngur frá unga aldri og var aðgerðastjóri hjá Leitar- og björgunarsveit Nýju Mexíkó, sem hann stofnaði 1971. Hjólreiðaferðalög Það urðu óvænt tímamót í lífi Georges 1992 þegar tvær stúlkur, önnur ensk og hin áströlsk, renndu á reiðhjólum í gegnum heimabæ hans, Socorro. Þær voru komnar norðan úr Alaska og ætluðu til Eldlands, Terra del Fuego, á syðsta odda Ameríku. George slóst í för með þeim og fékk vægast sagt mikinn áhuga á að ferðast um á reiðhjóli. Eftir að leiðir hans og stúlknanna skildu á Yucatan- skaga í Mexíkó eftir sex vikna ferða- lag hjólaði hann einn síns liðs í gegn- um skóga Mexíkó og Mið-Ameríku um þriggja mánaða skeið. Holly kom til Georges í Guatemala þar sem þau settust á skólabekk að læra spænsku. Eftir það varð ekki aftur snúið og hófst fjögurra ára ferðalag á reiðhjólum. Þau eiga að baki meira en 56 þúsund kílómetra á reiðhjólum og hafa hjólað um Bret- landseyjar, Bandaríkin og Mið- og Suður-Ameríku. George segir að það sé ólíkt skemmtilegra að ferðast hjólandi eða siglandi en á bíl. Þegar ferðamaður komi akandi inn í bæjarfélag eða borg láti allir hann afskiptalausan. Komi hann hins vegar á hjóli, eða báti, séu alltaf einhverjir sem gefa sig á tal við hann. Siglingaáhuginn vaknar George var að hjóla við Chesa- peake-flóa í Maryland og komst ekki hjá því að sjá skútur og báta hvert sem litið var. Fram að því hafði hann verið sannkallaður landkrabbi og ekki leitt hugann að hafinu og lífinu á því. Þarna komst hann að því að fólk bjó um borð í mörgum bátanna, fór þangað sem það langaði og veður og vindar leyfðu. George fór að lesa sér til um sigl- ingar og síðan á siglinganámskeið. Það varð ekki aftur snúið. Hann lit- aðist um eftir heppilegu fari að kaupa og fann loks 33 feta (10 metra) ein- mastra kútter sem heitir Hannah Brown eftir velskri stúlku sem kom til Bandaríkjanna á 18. öld. Báturinn er smíðaður til Atlantshafssiglinga, skrokkurinn úr áli og styrktur til sigl- ingar í ís. Skútan er vel búin tækjum og með 44 hestafla díselvél. Seglin eru þrjú og seglabúnaðurinn með kútterlagi. Undir seglum gengur bát- urinn sex og hálfan hnút á klukku- stund en fimm og hálfan undir vél- arafli. Um borð er svefnpláss fyrir sex, þótt nokkrar tilfæringar þurfi til að koma þeim fyrir. Þar er salerni og baðklefi, eldunaraðstaða og annað sem þarf til úthafssiglinga. Í káetunni er öllu haganlega fyrir komið. Bátinn smíðaði verkfræðingur í bakgarði sínum. Þegar báturinn var fullbúinn kom í ljós að verkfræðingurinn hafði meira gaman af bátasmíði en sigling- um og vildi selja bátinn til að geta hafið smíði þess næsta. Fljót að læra að sigla Þau héldu sig nálægt landi á meðan þau voru að ná tökum á siglinga- tækninni og kynnast fleyinu. George segir að þau Holly hafi reynst vera ágætlega undirbúin fyrir sjómennsk- una. „Það er þrennt sem maður þarf að kunna til að geta siglt um hafið og við vorum svo heppin að kunna tvennt af því. Eitt er siglingafræði og við Holly höfðum lengi fengist við leitar- og björgunarstörf í Klettafjöll- um Nýju-Mexíkó. Við kunnum bæði á áttavita og kort – allt líf okkar snerist um það á tímabili. Í fjöllunum eru þrjár víddir en á hafinu skiptir hæðin ekki máli. Að ferðast á hjólum og gista í tjaldi í fjögur ár kenndi okkur að búa þröngt, fara sparlega með vatn og að lifa einföldu lífi. Það eina sem við þurftum að læra var að sigla, sem í aðalatriðum bygg- ist á heilbrigðri almennri skynsemi þegar maður áttar sig á því hvernig vindurinn blæs í seglin. Við þurftum að læra að haga seglum og sigling- arreglur. Það lærðum við í Chesa- peake-flóa þar sem við keyptum bát- inn. Við sigldum fram og aftur um flóann í fimm mánuði þetta fyrsta sumar.“ Heimur á hreyfingu Holly vill bæta því við að á sjónum þurfi maður að læra að hugsa ekki línulega. „Á landi ferðu frá einum stað til annars. Það er auðvelt að áætla tímann. Því er ekki eins farið á sjónum. Þar er vindurinn og vatnið sem hvort tveggja fer yfirleitt í hringi. Á sjónum verður alltaf að taka tillti til þess. Ef þú hellir úr vatnsglasi í landi, þá rennur vatnið beint niður. Á sjónum getur það runnið á ská. Það sem ekki er fest niður veltur eitt- hvert. Heimurinn er einhvern veginn sveigður á sjónum, en línulegur á landi. Á sjó hugsar maður í dögum, í stað mínútna og klukkustunda á landi. Það verður að haga ferðinni með tilliti til veðurs og strauma, flóðs og fjöru þegar nær dregur landi. Það eru engin tvö augnablik eins.“ George segir að það sé ekki nein afslöppun að stunda langsiglingar. „Maður er upptekinn allan sólar- hringinn. Það er sífellt verið að spá í veðrið og sjólagið. Hver hundraðasta alda er tvöfalt stærri en hinar og hver Frjáls eins og fuglar hafsins Morgunblaðið/RAX Holly Huges og George MacLeod um borð í báti sínum Hannah Brown. Í haust bundu þau Holly Huges og George MacLeod frá Bandaríkjunum bát sinn í Ísafjarðarhöfn og hafa þar vetursetu. Undanfarin ár hafa þau ferðast víða um heim, fyrst á reiðhjólum og svo skútunni Hannah Brown. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson hittu þessa víðförulu ferðalanga og forvitnuðust um ferða- lagið, listina og lífið. Hlaupagaukurinn er gerður úr sólum af hlaupaskóm, sem klipptir eru í fjaðralíki. Leggirnir eru úr rafmagnsrörum og augun úr plasttappa og jólaljósi. Hvalurinn er m.a. gerður úr mörgum notuðum bláum kertum. Þau eru táknræn fyrir að hvallýsi var lengi notað sem ljósmeti. Bakgrunnur hvalsins eru gamlar gallabuxur og augað gert úr buxnavasa. Ljósmynd/Holly Huges Ljósmynd/Holly Huges Skúlptúrinn Hnötturinn er um fimm metrar í þvermál og snýst á fæti sínum. Meira en 2.000 sjálfboðaliðar hjálpuðu Holly Huges við gerð verksins. Gerð skúlptúrsins var liður í Earth Works, tilraunaverkefni á sviði kennslu í Kansas City. Það tók meira en níu mánuði að gera hnöttinn og efniviðurinn var alls kon- ar notað efni og dót sem átti að henda. SJÁ SÍÐU 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.