Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 44
DAGBÓK
44 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Bald-
ur og Selfoss koma í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Selfoss kemur á morg-
un.
Fréttir
Bókatíðindi 2001.
Númer desem-
bermánaðar eru þessi.
1. des. 84.965 2. des.
14.148 3. des. 25.274 4.
des. 6.293
5. des. 21.231 6. des.
57.649 7. des. 2.372 8.
des. 37.092 9. des.
89.660
10. des. 29.126 11. des.
36.431 12. des. 96.256
13. des. 14.270 14. des.
87.776 15. des. 65.725
16. des. 7.402 17. des.
101.018 18. des. 19.285
19. des. 101.079 20. des.
8.920 21. des. 76.163
22. des. 36.241 23. des.
80.732 24. des. 95.759
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, opinn þriðjudaga og
fimmtudaga kl. 14–17.
Mannamót
Aflagrandi 40.
Fimmtudaginn 27. des.
kl. 10 vinnustofa og
boccia, kl. 13 bað,
vinnustofa og mynd-
mennt.
Árskógar 4. Fimmtu-
daginn 27. des. kl. 9–12
baðþjónusta, opin
handavinnustofan, bók-
band og öskjugerð, kl.
9.45–10 helgistund, kl.
10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13–16.30 opin
smíðastofan. Allar upp-
lýsingar í s. 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43.
Fimmtudaginn 27. des.
kl. 8–16 hárgreiðsla, kl.
8.30–14.30 böðun, kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–12
myndlist, kl. 9–16
handavinna, kl. 10–17
fótaaðgerðir, kl. 14
dans.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum verður
lokað til 8. janúar. Ósk-
um öllum gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20.
Fimmtudaginn 27. des.
kl. 9–12 aðstoð við böð-
un, kl. 9–16.45 hár-
greiðslustofan opin, kl.
9–13 handavinnustofan
opin, kl. 9.30 dans-
kennsla, kl. 14.30 söng-
stund.
Félagsstarf aldraðra
Lönguhlíð 3. Fimmtu-
daginn 27. des. kl. 8
böðun, kl. 9 fótaaðgerð-
ir, kl. 10 hársnyrting,
kl. 11 leikfimi, kl. 13
föndur og handavinna.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Áramótadansleikurinn
verður laugardaginn 29.
des. kl. 20:30.
Caprí Tríó leikur fyrir
dansi. Ásadans og
happdrætti. Dagskrá í
Hraunseli hefst aftur af
fullum krafti mánudag-
inn 7. jan.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofa fé-
lagsins verður lokuð
milli jóla og nýárs. Opn-
að aftur 2. janúar.
Félagsstarfið fellur nið-
ur milli jóla og nýárs.
Hefst aftur með dans-
leik 6. janúar. Skrif-
stofa félagsins verður
lokuð milli jóla og ný-
árs.
FEB óskar öllum eldri
borgum gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Fimmtudag-
inn 27. des. kl. 9–16.30
glerskurður, kl. 9–13
hárgreiðsla, kl. 9–16
böðun, kl. 10 leikfimi,
kl. 15.15 dans. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–
16, blöðin og kaffi.
Gerðuberg, félagsstarf.
Opið milli jóla og nýárs
27. og 28. des. Fimmtu-
daginn 3. janúar verður
áramótaguðsþjónusta í
Bústaðakirkju kl. 14 á
vegum Ellimálaráðs
Reykjavíkurprófasts-
dæma og Bústaðasókn-
ar, mæting í Gerðu-
bergi kl. 13.15, að
messu lokinni verður
ekið um borgina ljósum
prýdda, skráning hafin.
Upplýsingar um starf-
semina á staðnum og í
síma 575 7720. Óskum
öllum gleðilegra jóla og
farsældar á nýju ári.
Gjábakki, Fannborg 8.
Lokað verður í Gjá-
bakka frá 22.–26. des.
að báðum dögum með-
töldum. Gjábakki verð-
ur opinn eins og venju-
lega 27. og 28. des.
Lokað verður frá 29.
des.–1. janúar að báðum
dögum meðtöldum.
Starfsmenn Gjábakka
óska gestum sínum
gleðilegrar hátíðar og
gæfu og gleði á nýju
ári. Fimmtudaginn 27.
des. verður handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum, kl.
9.30 taumálun.
Hraunbær 105.
Fimmtudaginn 27. des.
kl. 9 opin vinnustofa,
bútasaumur, kortagerð
og perlusaumur, kl. 9.45
boccia, kl. 14 félagsvist.
Hvassaleiti 56–58.
Fimmtudaginn 27. des.
kl. 9 böðun og búta-
saumur, kl. 10 boccia,
kl. 13 handavinna. Hár-
snyrting og fótsnyrting.
Félagsvistin fellur niður
í dag, næst verður spil-
uð félagsvist á nýju ári
fimmtudaginn 3. janúar.
Norðurbrún 1.
Fimmtudaginn 27. des.
kl. 9 tréskurður og opin
vinnustofa, kl. 10–11
ganga, kl. 10–15 leir-
munanámskeið.
Vesturgata 7. Fimmtu-
daginn 27. des. kl. 9
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15–12 að-
stoð við böðun, kl. 9.15–
15.30 handavinna, kl. 10
boccia, kl. 13–14 leik-
fimi, kl. 13–16 kóræfing,
kl. 17–20 leirmótun.
Nýtt námskeið í leir-
mótun hefst eftir ára-
mót. Leiðbeinandi Haf-
dís Benediktsdóttir.
Kennt verður á fimmtu-
dögum frá kl. 17–20.
Ath. Takmarkaður
fjöldi, skráning í s.
562 7077.
Vitatorg. Fimmtudag-
inn 27. des. kl. 9 smíði
og hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og boccia, kl. 13
handmennt og frjálst
spil, kl. 14 leikfimi.
Kirkjustarf aldraðra
Digraneskirkju. Jóla-
gleðin er föstudaginn
28. des. kl. 14 í kirkj-
unni.
Háteigskirkja, eldri
borgarar, óskum eldri
borgurum í fé-
lagsstarfinu gleðilegra
jóla og farsæls nýs árs,
og þökkum fyrir sam-
veruna á árinu.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids í
Gullsmára 13 mánudaga
og fimmtudaga. Skrán-
ing kl. 12.45. Spil hefst
kl. 13.
Kristniboðssambandið
þiggur með þökkum alls
konar notuð frímerki,
innlend og útlend, ný og
gömul, klippt af með
spássíu í kring eða um-
slagið í heilu lagi (best
þannig). Útlend smá-
mynt kemur einnig að
notum. Móttaka í húsi
KFUM&K, Holtavegi
28, Rvík og hjá Jóni
Oddgeiri Guðmunds-
syni, Glerárgötu 1, Ak-
ureyri.
Minningarkort
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs hjónanna
Sigríðar Jakobsdóttur
og Jóns Jónssonar á
Giljum í Mýrdal við
Byggðasafnið í Skógum
fást á eftirtöldum stöð-
um: Í Byggðasafninu
hjá Þórði Tómassyni, s.
487 8842, í Mýrdal hjá
Eyþóri Ólafssyni,
Skeiðflöt, s. 487 1299, í
Reykjavík hjá Frí-
merkjahúsinu, Laufás-
vegi 2, s. 551 1814 og
hjá Jóni Aðalsteini
Jónssyni, Geitastekk 9,
s. 557 4977.
Minningarkort Félags
eldri borgara Selfossi
eru afgreidd á skrifstof-
unni, Grænumörk 5,
miðvikudaga kl. 13–15.
Einnig hjá Guðmundi
Geir í Grænumörk 5,
sími 482 1134 og í versl-
uninni Íris í Miðgarði.
Slysavarnafélagið
Landsbjörg, Stangarhyl
1, 110 Reykjavík. S.
570 5900. Fax: 570 5901.
Netfang: slysavarna-
felagid@landsbjorg.is
Minningarkort Rauða
kross Íslands eru seld í
sölubúðum Kvenna-
deildar RRKÍ á sjúkra-
húsum og á skrifstofu
Reykjavíkurdeildar,
Fákafeni 11, s.
568 8188.
Minningarkort Hvíta-
bandsins fást í Kirkju-
húsinu, Laugavegi 31, s.
562 1581 og hjá Krist-
ínu Gísladóttur, s.
551 7193 og Elínu
Snorradóttur, s.
561 5622.
Í dag er sunnudagur 23. desember,
357. dagur ársins 2001. Þorláks-
messa. Orð dagsins: Vona á
Drottin, ver öruggur og hug-
rakkur, já, vona á Drottin.
(Sálm. 27, 14.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 kringumstæður, 4
gagnlegs, 7 kona, 8
kyrrðar, 9 illdeila, 11
bókar, 13 vaxa, 14 hefur í
hyggju, 15 lemur, 17 áfj-
áð, 20 tíndi, 22 svæfill, 23
kapítuli, 24 verða súr, 25
heimilis.
LÓÐRÉTT:
1 karldýr, 2 steinn, 3 tala,
4 erfið, 5 skjögrar, 6 púði,
10 svera, 12 haf, 13 ill-
gjörn, 15 poka, 16 gubb-
aðir, 18 áleggið, 19 ærsla-
hlátur, 20 kvista, 21
bjartur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 hjónaband, 8 sýpur, 9 leyna, 10 ull, 11 afann,
13 asann, 15 borðs, 18 ógæfa, 21 kák, 22 lasna, 23 áttin,
24 miðaftann.
Lóðrétt: 2 japla, 3 nýrun, 4 bulla, 5 neyða, 6 assa, 7
bann, 12 níð, 14 sæg, 15 boli, 16 rusli, 17 skata, 18 ókátt,
19 æstan, 20 asni.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Víkverji skrifar...
FYRR má nú rota en dauðrota,varð vini Víkverja að orði þegar
hann lenti í því að fá stöðumælasekt í
miðbæ Reykjavíkur í vikunni. Hann
mundi eftir því á síðustu stundu að
hann átti tíma hjá tannlækni og þar
sem hann er einn af þessum plast-
peningamönnum, þ.e.a.s. gengur yf-
irleitt ekki með lausa peninga heldur
einungis kort, borgaði hann ekki þar
til gerðum málmrukkara uppsett
gjald. Lagði samt í grennd við hús-
næði tannlæknisins, hljóp frá og
nældi sér í smámynt og hugðist síðan
gjalda keisaranum það sem honum
ber, en var of seinn. Sektarmiði var
kominn undir rúðuþurrkuna – bíleig-
andanum gert að greiða hvorki
meira né minna en 1.500 krónur.
Miðað við hvert gjaldið til bíla-
stæðasjóðs er þykir Víkverja þetta
heldur gróf álagning.
x x x
DÝRT er drottins orðið, víðar enhjá bílastæðasjóði. Vinur Vík-
verja fór með tvo unga syni sína að
sjá kvikmyndina um Harry Potter
og komst að því að þegar kvik-
myndahús eru annars vegar telst
fólk fullorðið þegar það er orðið
fimm ára! Fyrir fimm ára og eldri
verður því að greiða heilar 850 krón-
ur fyrir miða á Potter í bíó.
x x x
VÍKVERJA hefur borist eftirfar-andi bréf frá Magnúsi E.
Finnssyni rekstrarstjóra hjá Póst-
og fjarskiptastofnun:
„Að gefnu því tilefni að þann 15.
des. sl. var fjallað í pisli þínum í
Morgunblaðinu um þau óþægindi
sem hin almenni símnotandi verður
oft fyrir vegna símhringinga frá alls-
kyns sölufólki, viljum við benda á eft-
irfarandi.
Í lögum um fjarskipti nr. 107 frá
árinu 1999 er ákvæði í 34. grein lag-
anna sem hljóðar svo. „Símnotendur
sem nota almenna talsímaþjónustu
sem lið í markaðssetningu skulu
virða merkingu í símaskrá sem gefur
til kynna að viðkomandi áskrifandi
vilji ekki slíkar hringingar í síma-
númer sitt.“
Eins og að ofan er getið voru lögin
sett 1999, nánar tiltekið 29. desem-
ber.
Póst og fjarskiptastofnun fór þess
á leit við Landssíma Íslands hf. að
þetta ákvæði væri virt við prentun
símaskrár fyrir árið 2001 en Lands-
síminn taldi að ekki hefði unnist tími
til þess þar sem fyrirvari væri of
stuttur.
Landssíminn lýkur jafnan undir-
búningi og skráningu í símaskrá í
janúar mánuði ár hvert. Hinsvegar
er ljóst að þessi réttur símnotenda er
skýr í lögunum og væri gott ef Vík-
verji vekti athygli á því.
Með þakklæti,
Magnús E. Finnsson rekstrar-
stjóri.“
x x x
EKKI verður á allt kosið. Vík-verja finnst ætíð notalegra á
hvítum jólum en rauðum, en nú virð-
ist sem snjókorn muni ekki falla á
suðvesturhorninu áður en jólahátíð-
in gengur í garð. En auðvitað skiptir
það ekki höfuðmáli; ef gleði er í
hjarta og friður, ef fólk hefur tæki-
færi til að fagna fæðingu Frelsarans,
hamingjusamt í faðmi sinna nánustu,
ætti öllum að geta liðið vel.
Að svo mætlu óskar Víkverji les-
endum sínum gleðilegra jóla.
Maður ársins
MIG langar að koma á
framfæri að framganga
og barátta Ólafs Magn-
ússonar í stjórnmálum
og úrsögn hans úr Sjálf-
stæðisflokknum gefur
almenningi trú á að póli-
tíkusar með kjark og
drengskap séu ef til vill
til á Íslandi. Sá sem hef-
ur þor og einurð til þess
að fórna pólitískum
frama fyrir skoðanir
sínar og hugsjónir og
lætur ekki úldin flokks-
bönd tjóðra sína sann-
færingu hann á heiður
skilið og er vonandi að
þjóðin skilji hversu mik-
ilvægt fordæmi er hér á
ferð. Ef pólitíkusar á Ís-
landi eru ekki eintómt
samsafn af strengja-
brúðum og eiginhags-
munaseggjum trúi ég að
þessi framganga Ólafs
muni gefa öðrum kjark
og þor til að fylgja sinni
sannfæringu en svíkja
hana ekki. Ég legg til að
hann verði kjörinn mað-
ur ársins 2001.
100754-3559.
Gullhringur týndist
GULLHRINGUR með
grænum steini týndist
líklega á Hlemmi eða í
leið 140 sl. miðvikudag
19. des. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
552 3546.
Kontaktlinsur
týndust
KONTAKTLINSUR í
litlum kössum í hvítum
plastpoka týndust 10.
desember. Skilvís finn-
andi hafi samband við
Jóhönnu í síma 565 0082
eða 823 3353.
Eyrnalokkur týndist
EYRNALOKKUR úr
silfri með svörtum onyx-
steini týndist fimmtud.
20. des. í miðbænum.
Skilvís finnandi vinsam-
lega hringi í s. 863 8070.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Velvakandi
óskar lands-
mönnum gleði-
legra jóla.
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6.
Be2 Be7 7. O-O Rc6 8. Be3
Bd7 9. Rdb5 Db8 10. a4 O-O
11. Dd2 a6 12. Ra3 Re5 13.
f4 Reg4 14. Bb6 Bc6 15.
Kh1 Rd7 16. Rc4 Rgf6 17.
Bf3 Rxb6 18. Rxb6 Ha7 19.
a5 Rd7 20. f5 Re5 21. fxe6
fxe6 22. Be2 Hxf1+ 23.
Hxf1 Bd8 24. Rc4 Rxc4 25.
Bxc4 Bxa5 26. Bxe6+ Kh8
27. Df4 Ha8 28. Rd5 Dd8 29.
Df7 De8 30. Df5 Hb8 31.
Hf3 Bxd5 32.
exd5 De7 33.
Hh3 h6 34. Hf3
Bd2 35. g3 Dg5
36. Df7 Ba5 37.
h4 De5 38. h5
Bd2
Staðan kom
upp á heims-
meistaramóti
FIDE. Ilya
Smirin (2702)
hafði hvítt
gegn Jaan
Ehlvest (2627).
39. Df8+! Hxf8
40. Hxf8+ Kh7
41. Bg8+ Kh8
42. Bf7+ og
svartur gafst upp enda
verður hann mát eftir 42...
Kh7 43. Bg6#. Þrátt fyrir
þennan ósigur lét Jaan, sem
oft hefur teflt á Íslandi, það
ekki á sig fá og sigraði að
lokum í einvíginu. Evgeny
Bareev sló hann hins vegar
úr leik í næstu umferð.
Gleðileg jól!
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Ýttu nú,
Kalli. Ann-
ars verðum
við of sein í
afmælið
hennar
mömmu.