Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. &   MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út föstudaginn 28. desem- ber. Um jólin verður frétta- þjónusta á Fréttavef Morgun- blaðsins, mbl.is. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is eða hringja í síma 8617970. Fréttavakt á mbl.is yfir jólin UM átján hundruð og fimmtíu Ís- lendingar eru á ferðalögum fjarri heimahögum yfir hátíðirnar. Átta hundruð Íslendingar verða á Kanaríeyjum á vegum Heimsferða yfir jól og áramót, segir Andri Már Ingólfsson, eigandi fyrirtækisins. Ferðalangarnir dvelja allt frá einni viku upp í fjórar, segir hann enn- fremur, flestir 2–3 vikur, auk þess sem margir skjótast yfir áramót í vikuferð. „Mér sýnist að við séum með heilli vél meira yfir háannatím- ann en í fyrra, eða 36% aukningu. Jólaferðirnar seldust hratt upp, enda hafa þær aldrei verið á jafn- hagstæðu verði. Einnig virðast fleiri vilja vera úti yfir hátíðirnar en áður,“ segir hann. Anna Kristín Hrólfsdóttir, sölu- fulltrúi hjá Plúsferðum, segir tvær ferðir á vegum fyrirtækisins til Kan- aríeyja yfir jólin með 90–100 manns, sem sé „svolítil aukning frá því í fyrra“. Páll Þór Ármann, markaðsstjóri Úrvals-Útsýnar, segir fjölda fólks á vegum skrifstofunnar erlendis yfir jólin. „Hluti þess er í skipulögðum ferðum en aðrir í fríi hjá ættingjum. Um 400 manns eru á okkar vegum á Kanaríeyjum og um 200 manns í skíðaferðum á Ítalíu og í Noregi. Um 150 manns eru á skíðum um jól og áramót með Flugleiðum, að sögn Guðjóns Arngrímssonar upp- lýsingafulltrúa. Einnig verða 200 manns í Flórída yfir jólin, en þar er ekki um hópferðir að ræða, heldur fólk sem tekur sig saman sjálft, segir hann. Um 1.850 manns á skíðum og í sól um jólin  Íslendingar/B26 TÖKUM á Fálkum, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, er að ljúka í Hamborg. Í aðalhlut- verkum eru bandaríski kvik- myndaleikarinn Keith Carradine, sem rifbeinsbrotnaði í slagsmála- atriði við tökurnar, og Margrét Vilhjálmsdóttir, sem sést hér með titilpersónuna, sjálfan fálkann, á öxlinni. Fálkinn er sestur  Carradine/B96 UM 100 íslenskir flugvirkjar sem ný- lokið hafa námi sínu hafa ekki fengið starf í faginu hérlendis. Þá eru tugir flugvirkja atvinnulausir í kjölfar uppsagna á árinu, meðal annars hjá Flugleiðum, Flugfélagi Íslands, Ís- landsflugi og Atlanta. Guðjón Valdi- marsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, sagði í samtali við Morgun- blaðið að atvinnuástand hjá flug- virkjum væri mjög ótryggt vegna samdráttar hjá flugfélögunum allt árið, ekki bara frá 11. september. Guðjón segir að nýlega hafi samist við Flugleiðir um að haldið verði áfram svonefndum A-skoðunum á flugflota fyrirtækisins í viðhalds- stöðinni í Keflavík. Þær fara fram á 250 flugstunda fresti og taka um 120 vinnustundir. Sagði hann að annars hefði um 30 flugvirkjum verið sagt upp við viðbótar við þá 38 sem fengu uppsagnarbréf í ársbyrjun. Guðjón segir framundan að ræða við Flug- leiðir um C-skoðanir sem fara fram einu sinni á ári og eru mun viðameiri. Geta þær tekið allt frá 11 dögum og upp í 21 dag eftir því hversu margir starfa við þær. Formaðurinn sagði níu íslenska flugvirkja hafa verið ráðna til Braathens í Noregi sl. haust. Sagði hann fyrirtækið hafa auglýst eftir flugvirkjum síðasta vor. Komu fulltrúar þess hingað til að kynna at- vinnumöguleika þar. Var 20 flug- virkjum boðið í heimsókn út og úr varð að 9 voru ráðnir. Hefur þeim ekki verið sagt upp þrátt fyrir breyt- ingar hjá fyrirtækinu nýverið. Guðjón segir þann galla hjá ís- lenskum flugvirkjum við að sækja um störf í Evrópulöndum að þeir teljast ekki fullgildir til að skrifa út flugvélar sem kallað er, að árita þær eftir skoðun. Verði þeir því að vinna undir ábyrgð annarra. Segir hann að krafist sé svonefndra JAR-66 skír- teina til að geta starfað erlendis. Eldri skírteini Alþjóða flugmála- stofnunarinnar geri Íslendinga ekki gjaldgenga í Evrópu þar sem flug- virkjar með JAR-skírteini gangi fyr- ir. Flugmálastjórn sé ekki ennþá í stakk búin til að gefa út slík skírteini. Kveðst hann vona að málið fái lausn fljótlega og segir stéttarfélagið hafa róið í flugmálastjóra, samgönguráð- herra og menntamálaráðherra. Yfir 100 flugvirkjar fá ekki störf í greininni SENN koma jólin og flestir krakkar farnir að iða í skinninu af til- hlökkun. Bjarki Fannar Snorrason, þriggja ára, var glæsilega til fara í gamla jólasveinabúningnum hans pabba síns þegar hann fór með ömmu sinni og afa í Garðheima í Mjódd til að hjálpa þeim að velja jólatré og sagðist jólasnáðinn hlakka mikið til að opna alla pakk- ana á aðfangadag. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Jólin koma JÓLAFAGNAÐUR Hjálpræð- ishersins og Verndar verður haldinn á morgun, aðfangadag, í Herkastalanum, Kirkjustræti 2 í Reykjavík og hefst með borðhaldi klukkan 18. Allir þeir sem ekki hafa tök á að dveljast hjá vinum og vanda- mönnum á aðfangadagskvöld eru hjartanlega velkomnir á jólafagnaðinn. Jólafagn- aður Vernd- ar og Hjálp- ræðishersins AÐ minnsta kosti þrjú íslensk skip verða væntanlega að veiðum um jól og áramót. Gert er ráð fyrir að Jón Vídalín ÁR, Breki VE og Hjalteyrin EA landi í Þýskalandi í ársbyrjun. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands, segir að lítið hafi verið um að skip væru úti á sjó um jól og áramót undanfarin ár, en öll önnur skip en þau sem séu að fiska fyrir erlendan markað eigi að vera í landi. Samkvæmt samningum skal skipverjum skipa á heimamið- um tryggt hafnarfrí frá kl. 12. á há- degi á Þorláksmessu til kl. 24 annan í jólum og frá kl. 16 á gamlársdag til kl. 24 á nýársdag. Samúel Hreinsson, framkvæmda- stjóri fiskmarkaðarins í Bremerhav- en í Þýskalandi, á von á Jóni Vídalín 2. janúar, Breka 7. og að Hjalteyrin landi í Cuxhaven 2. janúar. Fá skip úti um jól og áramót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.