Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 21
vera í sjöunda himni. Skilaboð henn- ar eru skýr: Njótið lífsins! „Fyrir því lofaði ég gleðina, því ekkert betra er til fyrir manninn undir sólinni en að eta, drekka og vera glaður,“ skrifaði Predikarinn. Hún rekur samviskubitið á dyr og lyftir fólki upp yfir áhyggjur dags- ins. Sérhver maður hefur það á valdi sínu að gleðja aðra og enginn ætti að láta tækifærið, sem jólin gefa, sér úr greipum sleppa. Að gleðja aðra er að gefa af sjálfum sér. GJÖFIN Gjöfin er mikilsverður þáttur jólanna. Jólapakkinn er kraftbirting gjafarinnar, en sjálf er hún hugar- farið sem liggur að baki og hugurinn sem þiggur hana. En hvernig sem gjöfin er gefin þá er hún góð í eðli sínu. Hugtakið gjöf rúmar ekki ill- kvittni, því gjöf er gefin af góðsemi og hefur gæfu að geyma. Lögmál hennar er einfalt og tákn- að svona: „Sá sem gefur öðrum að drekka mun sjálfur drykk hljóta.“ Páll postuli skrifaði um gjöfina: „Gjafir bera ríkulega ávexti fyrir þá sem gefa, sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða nauðung.“ Gjöfin er fjársjóður sem hvorki mölur né ryð eyða og þjófar brjótast ekki inn og stela. Til eru þrenns konar gjafir: Gjafir sem lúta frumþörfum og öryggi, ást- ar og vinargjafir og loks gjafir virð- ingar og viðurkenningar. Jólin eru gjöf ástarinnar og vináttunnar. FRIÐUR Friður er líka boðskapur jólanna. Hann er fínlegur og mjúkur, skýr og léttur á fæti. Hann er barnslega einfaldur og andstæða hans er stríð haturs, öfundar og græðgi. Stríð er voldugt, friðurinn viðkvæmur – stundum aðeins skilgreindur sem vopnahlé. Hann er fagur en ekki hetja eða garpur. Hann sprettur upp þegar ábyrgðarkenndin vaknar í brjóstum mannanna – og slekkur hefndar- þorstann. Tákn hans er blóm eða dúfa. Það eru ekki uggvænleg fyr- irbæri. Hann er sjaldan skrásettur í sögunni, en á hinn bóginn fylla stríð- in margar bækur – og þær seljast vel! Hann er hægur og þolinmóður, skapar ró í hjarta og andlit hans er blíðlegt. Hann er bjartsýnn og legg- ur ást á lífið, náungann, góð lög og réttlæti. Boðskapur hans er: Gerið út um deilur ykkar. „Friður sé með yður,“ sagði Jesús – og hver nema friðurinn hleypir föngunum út þegar stríðinu er lokið? Friðurinn nærist á kærleikanum. VONIN Vonin tilheyrir jólunum. Augu kærleikans eru vonaraugu. Vonin stílar á framtíðina: Hækkandi sól. Hún er tilgáta hugans um betri tíð. „En nú varir trú, von og kærleik- ur,“sagði postulinn, og líka: „Von, er sést, er ekki von, því hver vonar það sem hann sér?“ Von er ósk, þrá og bæn, hún er grunur. Von er bjartsýni og hug- hreysti, en sá sem missir vonina kemst á vonarvöl. Von er bæn hjart- ans, þrá sálarinnar og ósk hugans sem getur ræst. Spurningin er að- eins, hvert beinist vonin? Þekki manneskja innstu von sína, þekkir hún sjálfa sig. Vonin hefur undra- mátt. Hún er frumkraftur, driffjöð- ur, en lætur samt lítið á sér bera. Þannig mætti lengi segja eitthvað um siðfræði jólanna – og fylla marg- ar bækur. En jólin geta verið von- arstjarnan og ljósið í hjartanu. Aug- un vænta himnastjörnunnar og eyrun hörpunnar þegar bjartur strengur ómar og nóttin titrar. er óháð trú Morgunblaðið/Þorkell JÓLASVEINNINN – Siðfræði jólanna birtist í litum jólasveinsins: Rautt er kærleikur og hvítt er hreinleiki, sakleysi og gleði. Litlu jólin í Öskjuhlíðarskóla. Morgunblaðið/Kristinn SAMVERA – Friðurinn er fagur en ekki hetja eða garpur. Hann sprettur upp þegar ábyrgðarkenndin vaknar í brjóstum mannanna. Jólaball flugvirkja. Morgunblaðið/Ásdís SAMTAKA - Það er sama hvaða trúarbrögð, hægt er að sameinast um hvaða dygðir skuli rækta. Leiksólinn Seljaborg. Morgunblaðið/Ásdís GJAFIR – Jólapakkinn er kraftbirting gjafarinnar. Jólin sjálf eru gjöf kærleikans og vináttunnar. Gjafir geta leynt á sér og falið leyndardóma. Á leikskólanum Seljaborg. Morgunblaðið/Ásdís SIÐFRÆÐI – Á jólaböllunum má lesa siðfræði jólanna, þar ríkir gleði, gestir haldast í hendur, og gefa jafnvel litlar gjafir. Litlu jólin í Melaskóla 2001. guhe@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.