Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ J OSÉ bauð okkur Brynjari Dend-Magnússyni, fyrverandi togarasjómanni frá Íslandi sem hér býr, með sér í sjóferð. Var afráðið að hittast að morgni veiðidagsins við kaffihúsið þar sem við höfðum kynnst að kvöldlagi. Þegar við mættum, rétt fyrir hálf átta, var kafteininn mættur og við gengum til skips um vaknandi íbúð- arhverfi innfæddra. Einstaka kaffi- hús var orðið fullt af talandi og reykj- andi heimamönnum að fá sér morgunsopann og nýjustu fréttir. Óvenjulegur búnaður Báturinn Joao e Pedro (hann heit- ir í höfuðið á sonum hans tveim), er nýlegur sjö metra plastbátur. Hann þætti mjór og borðlágur á Íslandi, rúmlega metra breiður og innan við metra djúpur. Búnaður bátsins kom okkur nokkuð á óvart. Vélin var 50 hestafla utanborðsmótor, en annar búnaður var tvær léttar krökur, ein ár, hjólbörur, malarskófla og spúlfat- an. Þar sem við gerðum ráð fyrir að veiðarfærin væru í sjó, létum við þetta okkur litlu skipta og var lagt í hann. Þarna háttar þannig til að gríðarlega stórt sjávarlón er fyrir landi, lokað af sandrifi, en innar liggja minni rif og lágar eyjar, marg- ar byggðar. Við sigldum um hálftíma í vestur meðfram einu rifinu, þar sem virtist vera þó nokkur byggð. Þegar kom fyrir það tók við sigling með öðru rifi og lægra í austur um sinn, þar til skipstjórinn sló af og sigldi bátnum upp í fjöru. Þar tók hann upp spúlföt- una, en í henni leyndist kíttisspaði, og sagði að nú færum við í land að veiða. Aflað með kíttisspaða Rifið, svo gríðarstórt sem það er, er flæðiengi, skipt í fjöldamarga reiti og eru flestir í einkaeign. Þó er þar stórt svæði ætlað almenningi. Veiðin felst svo í því að velta við um það bil tveggja sentimetra djúpri skán af sandinum með kíttisspaðanum. Þar úr eru tíndar smáskeljar, sem Jose segir að heiti ameyoas og eru afar verðmætar, enda fluttar til dýrustu veitingastaða í Portúgal á Spáni og í Frakklandi. Skipstjórinn erfði þennan skika eftir afa sinn, en þeir vor miklir fé- lagar og vinir. Afinn var ungur á út- hafsveiðum, en kom í land þegar halla fór á ævina og byrjaði í skelinni. José var með afa sínum alla daga frá því að hann fór að geta hjálpað til. Þar sem hann var eini afkomandi gamla mannsins, sem vildi vera sjó- maður, gaf afi hans honum skikann. Hús gamla mannsins, sem José sýndi okkur þarna úti á einni eyj- unni, keypti hann af erfingjunum og dvelur nú þar á sumrum með fjöl- skyldu sinni. Eftir að José lauk skóla 18 ára hóf hann að starfa við skelja- tínsluna í fullu starfi og hefur verið við hana síðan. Af þessu fást góð laun fyrir duglega menn. Núna yfir vet- urinn tínir hann bara á öðru fallinu og er afrakstur dagsins, eftir um þriggja tíma stöðugt bogur, fötufylli af skel sem hann fær um 10 þúsund krónur fyrir. Að sumrinu, þegar dag- ur er lengri og meiri vöxtur í skel- inni, tekur hann bæði föllin, þegar birtan leyfir og hefur þá um tvöfald- ar tekjur. Það er með hann eins og duglega íslenska trillukarla, að hann er orðinn vel efnaður, á tvo báta og tvö skeljasvæði, góða íbúð og tvö önnur hús og ekur um á Audi glæsi- kerru. José var í æsku talinn frábær fót- boltaleikari og falaðist Benfica í Barcelona eftir honum. En hann var trúr uppruna sínum og vildi heldur feta í fótspor afa síns og lifa ham- ingjusömu fjölskyldulífi á eigin nót- um. Þótt hann vinni mikið og slaki ekki á meðan unnið er fer enginn góður boltaleikur í sjónvarpinu fram hjá honum og vinum hans. Þeir hitt- ast allir á sama kaffihúsinu yfir bjór- glasi og njóta lífsins. Sandflutningar á sjó Þegar fatan var full og við komnir um borð, héldum við að sjóferðinni væri að ljúka, en annað kom í ljós. Nú var stefnt til hafs. Við þrönga innsiglingu inn í lónið bera öldur Atl- antshafsins ferskan og næringar- mikinn sand inn á grunnslóðina, svo að rif myndast. Skelin gengur á súr- efnið og næringuna í sandinum, svo hann verður kolsvartur, því þarf að bæta sandinn. José lagði bátnum ut- an í sandrifið og byrjaði að moka sandi um borð. Líklega hefur hann mokað um borð um tveim tonnum af sandi. Aðfallið var svo skart að þegar hann hafði fyllt bátinn þá flaut hann í fjöruborðinu. Síðan var siglt til baka og þar sem flæðiengið var nú komið um einn metra undir sjó, var siglt inn á það og sandinum mokað út aftur. Næst þegar tími vinnst til fer hann svo með hjólbörurnar og ekur nýja sandinum um svæðið. Kóngar í ríki sínu Kannski finnst þér lesandi góður þetta ekki mikil sjómennska. En það er staðreynd að José og kollegar hans líta á sig sem fiskimenn og eru hreyknir af því. Hugarfarið og hugs- unargangurinn er afar svipaður og hjá íslenskum trillukörlum. Þeir er kóngar í sínu ríki, taka ekki ofan fyr- ir neinum, bölva andskotans kvótan- um og stjórnmálamönnunum og segja að allt væri betra ef þeir fengju bara að vera í friði. Á leiðinni í land sigldum við fram á svipaðan bát, sem var að draga gildr- ur. Ég bað José að fara svo nálægt að ég gæti tekið mynd. Hann bannaði mér það, sagði að kallarnir hefðu engan kvóta og væru að stelast til að veiða á meðan sjólögreglan, sem æð- ir um á hraðbátum, er í sinni síestu. Því geta portúgölsku sjómennirnir ennþá treyst að opinberir embætt- ismenn láta ekki hafa af sér hádeg- ismatinn og miðdegislúrinn og á meðan er hægt að svindla aðeins á kvótanum. José „að veiðum“. Eins og sjá má er flæðiengið stórt og fjöldi manna við vinnu. Hver skiki er afmarkaður með smásteinum eða öðru braki, en mannorðsmorð liggur við að fara yfir landamerki og í annars land og segir skipstjórinn að slíkt gerist ekki. Völlurinn er þakinn dauðri skel og hefur José miklar áhyggjur af því. Segir að þegar hann byrjaði var dauð skel sjaldgæf sjón, en vaxandi mengun virðist vera að segja til sín og stefnir mikilvægum atvinnuvegi í hættu. Ljósmynd/Úlfar Ágústsson Okkur var ekki ljóst til hvers trillukarl notar hjólbörur og malarskóflu. Með skipstjóranum er Brynjar Dend Magnússon, fyrrverandi togarasjómaður frá Íslandi, en nú öryrki eftir slys og búsettur í Olháo. Með hjól- börur og skóflu til fiskveiða Þegar kunningjar eiga leið hjá er stansað og rabbað. Eins og sjá má þarf ekki dýran sjófatnað. Vinur Josés var berfættur og vettlingar eru óþekktur lúxus. Í Suður-Portúgal, eins og víðast annarstaðar í heiminum, þar sem byggð liggur að sjó, er lífleg útgerð smáfiskibáta. Úlfar Ágústsson var í Olháo í Algarve-héraði og hitti þar José Manuel Paixao Léqimho, skipstjóra og útgerðarmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.