Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ ótt múrar falli og hefð- bundin samfélög líði undir lok og gangist fjölhyggjunni á hönd, breytast mannlegar til- finningar ekki svo glatt. Þótt dæmigerð jól verði úrelt, helst innhald þeirra stöðugt. Það er sama hvaða trúar- brögð einstaklingar aðhyllast, eða aðhyllast ekki, þeir ættu að geta sameinast um dýpstu merkingu jólanna. Jólaböllin eru fastur siður hér á landi. Börn og fullorðnir sameinast í dans og söng í kringum jólatréð, og jólasveinar eða önnur furður koma í heimsókn. Á jólaböllunum ríkir gleði, gestir haldast í hendur, og gefa jafnvel litlar gjafir. En hvað merkir jólatréð í raun? Svarið er í fyrstu Mósebók, þriðja kafla, 22. versi, eftir að maðurinn hafði etið af skilningstrénu, sagði Drottinn Guð: „Sjá, maðurinn er orð- inn sem einn af oss, þar sem hann veit skyn góðs og ills. Aðeins að hann rétti nú ekki út hönd sína og taki einnig af lífsins tré og eti, og lifi eilíf- lega!“ og svo gerði hann manninn brottrækan úr aldingarðinum. Maðurinn hefur ekki enn fundið tré lífsins, en ekki heldur misst von- ina. Jólatréð er tákn yfir þetta lífsins tré sem nefnt er í Mósebók. Sígræna jólatrésins merkir ódauðleikann og grænan er litur vonarinnar sem ekki deyr. Af þessu og öðrum litum jólanna má geta í helstu hugtök þeirra. Rauður er annar táknlitur jólanna. Hann merkir kærleikann og andann. Þriðji liturinn er hvítur og táknar hreinleika, sakleysi og gleði. Af þessu er hægt að lesa siðfræði jólanna: Siðfræði jólanna er kærleik- ur (rauður), gleði (hvítur) og von (grænn). Önnur hugtök sem tengjast siðfræði jólanna eru gjöfin (pakkar) og friðurinn (hátíð ljóss og friðar). Öll veröldin mundi ekki rúma þær bækur, sem hægt væri að rita um þessi hugtök. Hér fást því aðeins ljósbrot af þeim. KÆRLEIKURINN Kærleikurinn er að elska aðra eins og sjálfan sig. Hann er náungakær- leikur og beinist einnig að guði. Hann er takmarkalaus og forsenda Guðsríkis. Hann gerir ekki greinar- mun og er eina ráðið til að bera sig- urorð af óvinum sínum. „En ég segi yður,“ mælti Jesús: „Elskið óvini yð- ar, og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður.“ Kærleikur er víðara hugtak en ást (þótt ástin sé nógu flókin). Hann felst í því að koma fram við aðra eins og fólk vill að aðrir komi fram við það. Hann merkir að líta náunga sinn geðmjúkum augum. Andstæða hans er öfund og að leggja fæð á aðra. Boð hans er að gera náunga sínum gott en ekki illt. GLEÐIN Gleðin er einnig hluti af siðfræði jólanna. Gleðin klingir í eyrum þegar klukkurnar slá sex en þá gengur nýr dagur í garð samkvæmt venju gyð- inga. „Öll veröldin fagni fyrir Drottni! Þjónið Drottni með gleði, komið fyrir auglit hans með fagnað- arsöng !“ stendur í sálmi nr. 100. Gleðin gerir limina létta og sagt er að guð búi í glöðu hjarta. Það er gott að geta glaðst og enn betra að geta glatt aðra. Guð elskar nefnilega glað- an gjafara. Hún er jafn heilsubætandi fyrir andann og líkamann, og það er hún sem vekur hláturinn, sem svo lengir lífið. Kraftur gleðinnar lætur fólk Siðfræði jólanna Morgunblaðið/Ásdís SAMKENND – Friður er fínlegur og mjúkur, skýr og léttur á fæti. Hann er barnslega einfaldur, og skapar samkennd. Myndin er tekin á Árbæjarsafni. Morgunblaðið/Þorkell VINÁTTA – „Öll veröldin fagni fyrir Drottni! Þjónið Drottni með gleði, komið fyrir auglit hans með fagnaðarsöng!“ Stendur í sálmi nr. 100. Í Öskjuhlíðarskóla. Morgunblaðið/Kristinn TRÚIN – Það er sama hvaða trúarbrögð einstaklingar aðhyllast, þeir geta sameinast um dýpstu merkingu jólanna. Helgileikur á leikskólanum Fífuborg. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns KÆRLEIKURINN – Hann merkir að líta náunga sinn geð- mjúkum augum. Hurðaskellir með Lísbet Óla frá Þingeyri. Morgunblaðið/Ásdís VONIN – Von er bæn hjartans, þrá sálarinnar og ósk hugans sem getur ræst. Jólaball Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Ásdís JÓLATRÉÐ – Sígræna jólatrésins merkir ódauðleikann og grænn er litur vonarinnar. Jólaball í Melaskóla. Það er sama hvaða guð og það er sama hvaða trúar- brögð, siðfræði jólanna er ævinlega um gildi sem ekki þarf að deila um; kærleika, gleði, von, frið og gjafir. Gunnar Hersveinn rýndi í höfuðhugtök jólanna út frá sígrænu jólatrénu og tákn- máli litanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.