Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 31 Kt.: 530276-0239 – Skeifunni 17 Tilkynning um skráningu hlutafjár á Verðbréfaþingi Íslands hf. Skráning hlutafjár Hlutabréf AcoTæknivals hf. að nafnverði 245.609.144 kr. eru skráð á Aðallista Verðbréfaþings Íslands hf. undir auðkenninu TAEK. Verðbréfaþing Íslands hf. hefur samþykkt að taka nýtt hlutafé AcoTæknivals hf. að nafnverði allt að 200.000.000 kr. til skráningar á Aðallista Verðbréfaþingsins. Vænst er skráningar hlutafjár að nafnverði 105.200.000 þann 27. desember 2001, og er þá hlutafé að nafnverði 350.809.144 kr. í AcoTæknivali hf. skráð, eða allt þegar útgefið hlutafé. Vænst er skráningar á 87.700.000 kr. að nafnverði innan 10 mánaða, þegar samsvarandi skuldabréfi hefur verið breytt í hlutafé. Óvíst er með skráningu hlutafjár að nafnverði 7.100.000 kr. sem ekki hefur verið gengið frá sölu á. Upplýsingar um skráningardagsetningar verða birtar í fréttakerfi Verðbréfaþings Íslands hf. Skráningardagur Nýtt hlutafé AcoTæknivals hf. að nafnverði 105.200.000 kr. verður tekið til skráningar á Verðbréfaþingi Íslands hf. fimmtudaginn, 27. desember 2001. Skráningarlýsing Skráningarlýsingu má nálgast hjá Búnaðarbankanum Verðbréf, Hafnarstræti 5, Reykjavík, s. 525-6060, vefsvæði www.bi.is og hjá AcoTæknivali hf. Skeifunni 17, Reykjavík, s. 550-4000, vefsvæði www.acotaeknival.is Umsjón með skráningu Umsjón með skráningu hefur Búnaðarbankinn Verðbréf, kt. 490169-1219, Hafnarstræti 5, 3. hæð, 155 Reykjavík, sími 525 6060, fax 525 6099. LJÓST er að höfundur og bók eru ekki alltaf afurðir kyrrlátra tíma,“ sagði franski rithöfundurinn Georges Bataille (1897–1962) um Sade markgreifa (1740–1814) og bókina sem hann týndi og grét alla ævi en fannst löngu síðar og var gef- in út undir nafninu Les Cent Vingt Journées de Sodome (Hundrað og tuttugu dagar í Sódómu). Þessi sömu orð mætti hafa um Sögu aug- ans eftir Bataille sem kom fyrst út árið 1928 en hefur nú verið þýdd á íslensku af Birni Þorsteinssyni heimspekingi. Sade skrifaði bók sína í Bastill- unni þar sem hann var fangelsaður fyrir óhóflegt lostalífi en hún týndist er Bastillan var jöfnuð við jörðu í upphafi frönsku byltingarinnar. Bókin var honum eins konar með- ferðarúrræði í leiðindum og ein- angrun dýflissunnar og um leið út- rás fyrir knýjandi lostann. Líkt og Bataille gefur í skyn í nokkurs kon- ar eftirmála að Sögu augans er hún samin úr afbökuðum æskuminning- um sem klæðast búningi hins klám- fengna á leið sinni um ranghala af- myndunarinnar. Hugsanlega er hún líka nokkurs konar meðferðarúr- ræði en Bataille, sem var plagaður af erfiðum minningum úr æsku, hafði leitað til sálgreinanda er ráð- lagði honum að létta á hjarta sínu með skriftum. Báðar eru bækurnar sprottnar úr óróleika síns tíma, bók Sades úr andrúmslofti byltingarinnar og bók Batailles úr hugarfarsupplausn millistríðsáranna. Og báðir vildu höfundarnir ná utan um órólegar hugsanir síns tíma, þeir voru ekki aðeins óforbetranlegir nautnaseggir ofurseldir lostanum heldur einnig menn með fræðilegt markmið, eins og Susan Sontag bendir á í grein sinni „The Pornographic Imagina- tion“, þeir leituðust með öðrum orð- um við að rannsaka víddir brotsins („transgression“). Saga augans segir frá tveimur unglingum milli tektar og tvítugs sem uppgötva og kanna innstu leyndardóma lostans. Sögumaður og Simone alast upp í strandbænum X hjá fólki sem er til fyrirmyndar í alla staði og hefur „óslökkvandi andúð á hverskyns hneykslanlegu athæfi“, eins og segir í sögunni. En nautna- lífið dregur þau inn í innstu myrkur brjálæðislegra kennda og athafna, inn í „rúmfræðilegt hvítglóandi ástand (eins og þegar dauði, vera og neind renna saman) sem nístir og ljómar í einstakri fullkomnun“. Þau draga unga stúlku á tálar í trylltum leik sem leiðir til dauða og neyðast til að flýja úr bænum. Þau fara til Spánar og hverfa inn í auga óreiðu- kenndrar nautnafíknar sem virðist engin takmörk hafa og brýtur öll bönn. Það sem gerist í þessari bók er varla hægt að orða neitt frekar í rit- dómi í Morgunblaðinu. Það var heldur ekki hægt að orða innihald hennar á opinberum stöðum er hún kom fyrst út í Frakklandi seint á þriðja áratug síðustu aldar. Eins og fram kemur í fróðlegum eftirmála Björns Þorsteinssonar að þýðing- unni vakti bókin litla athygli enda gefin út á laun og seld í aðeins 134 eintökum. Hún var endurútgefin þrívegis meðan höfundurinn var enn á lífi en alltaf undir dulnefni. Fjórða útgáfan kom fimm árum eftir dauða Batailles árið 1967 og þá loks undir réttu nafni höfundar. Þýðing Björns er unnin eftir þessum síðari út- gáfum verksins en þar er það eilítið stytt. Bókin var vitanlega gróf ögrun við borgaraleg gildi á sínum tíma en ögranir hafa lengi verið gildur þátt- ur í franskri menningarorðræðu og hafa miðað að því að rjúfa mæri trúarlegra, siðferðilegra og sam- félagslegra tabúa. Í ögruninni felst kjarni brotsins sem, samkvæmt skil- greiningu Batailles, „afneitar ekki tabúinu heldur yfirstígur („trans- cends“) það og fullkomnar“ (sbr. Erotism, Death and Sensuality). Í brotinu fer maðurinn innar en augu sjá og dýpra en skilningur nemur, hann er „handan góðs og ills“ eins og þýski skáldheimspekingurinn Nietzsche orðaði það en hann var einn af mestu áhrifavöldum Batail- les. Í brotinu má því öðlast reynslu sem þekkingarkerfi skynseminnar ná ekki utan um. Af þessum sökum var annars þrautgott og skynsam- legt hugtakakerfi þýska heimspek- ingsins Hegels takmarkað í huga Batailles – reynsla mannsins verður ekki kortlögð í einu altæku kerfi. Hann leitaðist því við að smíða eins konar andkenningu við díalektík Hegels sem gæti gert grein fyrir „blindum bletti“ hennar en andóf – eða kannski öllu heldur reiknings- skil – við Hegel og byltingarsinn- aðan sporgöngumann hans, Karl Marx, átti reyndar eftir að verða meginviðfangsefni franskra hugsuða það sem eftir var aldarinnar. Bataille gerði atlögu að þessu verkefni í frægri grein sinni, „Um eyðslu“, þar sem hann hélt því fram að nytsemdarsjónarmið einkenndu vestræn samfélög nútímans. Fyrir vikið sæju menn tvö meginmarkmið með lífinu: annars vegar að fram- leiða vörur og halda þeim til haga og hins vegar að viðhalda mannkyninu og varðveita það. Neyslan verður að vera hófleg en ekki hóflaus ef þetta á að ganga eftir. En maðurinn á það hins vegar til að neyta óhóflega og eyða og spenna í vitleysu, eins og allir vita. Dæmi um þessa „óarð- sömu eyðslu“, eins og Bataille kallar hana, eru hvers konar „munaður, sorgartími, stríð, tilbeiðsla, bygging fjárfrekra minnismerkja, leikir, skrautsýningar, listir [og] ástundun siðlauss kynlífs“. Bataille heldur því fram að allt séu þetta „tilgangslaus- ar athafnir“ sem snúist eingöngu um sig sjálfar í þeim hegelíska eða díalektíska skilningi að þær gefa ekkert af sér, eru ekki merkingar- bært eða arðbært framlag til stöð- ugrar framþróunar samfélagsins. Óhófið eða öllu heldur löngunin til að lifa lífinu til hins ýtrasta hlýtur því að leiða til stöðnunar og dauða. Lífsþráin verður að dauðaþrá, að mati Bataille, lífsnautnin rennur saman við dauðabeyginn. Og í þess- um samruna lífs og dauða taldi Bataille að finna mætti merkingu sem rökleg lögmál díalektíkurinnar næðu ekki utan um, upprunalega og goðsögulega merkingu, jafnvel hið heilaga sem getur til dæmis opin- berast mönnum í „litla dauða“ eins og Frakkar kalla fullnægju samfar- anna. Bataille rannsakar þennan sam- runa (nautna)lífs og dauða í Sögu augans en trú hans var sú að í þess- um blinda bletti skynseminnar væri að finna lausn á ófullnægju manns- ins í markaðskeyrðu neysluþjóð- félaginu, eðli og þörf mannsins væri í raun ekki að „eignast“ heldur að „missa“ og „tortíma“, í raun að losa sig við lífsorkuna til þess að finna lostann. Nautn missisins finna ung- ar sögupersónur Batailles í hömlu- lausu kynlífi þar sem þau daðra stöðugt við dauðann. Sagan lýsir ferð þeirra út að mörkum hins hömlulausa frelsis þar sem hugtök á borð við bannhelgi, siðferði og sjálfsvirðingu virðast leysast upp – eins og þau sjálf gera að endingu undir stingandi augnaráði dauðans. Það að ekki skuli vera hægt að orða atburði þessarar sögu hér frek- ar en gert hefur verið er sennilega til merkis um að hún eigi erindi við íslenskan samtíma: hún býður upp á lestrarreynslu sem felur enn í sér brot og bannhelgi. Og sennilega má til sanns vegar færa að sú hugsun sem Bataille boðaði og er afsprengi skörunar og samruna andstæðna (eins konar mærahugsun) hefur aldrei náð að nema land hér svo heitið geti þótt Hegel hafi verið í öllu eins og víðast. Það má svo einn- ig til sanns vegar færa að þýðingin sé sprottin úr órólegum tíma rétt eins og bók Sades og frumtexti Batailles, tíma pólitískrar og hug- myndafræðilegrar óvissu, kynusla og klámvæðingar, tíma hnattvæð- ingar og menningarlegrar og trúar- legrar skörunar. Hugsanlega hefur hin öfuga eða öfugsnúna („per- verse“) heimssýn brotsins aldrei átt betur við. Sporgöngumenn Batailles halda raunar merki hans enn á lofti. Margt í þverstæðukenndri heims- sýn franska menningarrýnisins Jean Baudrillards á rætur að rekja til kenninga og aðferða Batailles. Baudrillard er sá franskra höfunda sem hefur beytt ögruninni hvað markvissast í gagnrýnni umræðu um samtímann en frægustu dæmin eru yfirlýsingar hans um að veru- leikinn sé ekki lengur til staðar og að Flóastríðið hafi ekki átt sér stað. Franski heimspekingurinn Jacques Derrida byggir sömuleiðis á Bataille og það gerði landi þeirra Michel Fo- ucault einnig. Foucault las Bataille af miklu innsæi og benti á hvernig verk hans gældu við hið forboðna en (menningarsögulega og merkingar- lega) hlaðið tungumálið hafi meinað honum að rjúfa mörkin. Mikið má þakka þeim þýðendum sem vinna að því að koma heims- bókmenntum á íslenska tungu. Með því er unnið gegn einangruninni, sem nístir íslenska menningu í gegn, og sömuleiðis einhæfni tungu okkar og hugsunar. Rétt er að gera miklar kröfur til þessara þýðenda. Ekki eru tök á því hér að bera nákvæmlega saman þýðingu Björns og frumtexta en þýðingin er skýr og læsileg en skortir ef til vill bókmenntalega vídd, ef svo hátíðlega mætti taka til orða. Þetta er ekki sagt til þess að draga úr Birni, þvert á móti verður vonandi framhald á þýðingum hans. Brot og bannhelgar BÆKUR Þýdd skáldsaga Eftir George Bataille. Björn Þorsteinsson þýddi og ritaði eftirmála. Forlagið 2001. 123 bls. Leiðb. verð: 3.290. SAGA AUGANS Þröstur Helgason BÓKAÚTGÁFAN Björk hefur hafið útgáfu á nýjum bókum sem nefnast smásögur fyrir smáfólk. Þessar bækur eru í sama einfalda umbrotinu og Skemmtilegu smá- barnabækurnar sem löngu eru margar hverjar orðnar klassískar meðal íslenskra unglesenda og selj- ast enn. Þessi nýja bókaröð á að hafa boðskap og eitthvað nýtt að læra sem birtist í lítilli vísu í lokin. Fyrstu tvær bækurnar eru eftir vísnaskáld- ið Kristján Hreinsson sem sækir sögusvið og efni í íslenska dýraríkið. Krummi litli segir frá þegar lítill hrafn lendir í vandræðum við að leita hælis undan vindi. Það gengur erf- iðlega þar til hann biður annan hrafn að hjálpa sér og báðir njóta góðs af því að hjálpast að við að opna hey- hlöðuna. Við lærum að betra er og ánægjulegra að hjálpast að í lífsins erfiðleikum. Þjófótta músin fjallar um mús sem fer á bóndabæ á veturna til að ná sér í fæði. Hún fær sér brauðmola til að byrja með, en endar síðan á því að taka svo miklar kræsingar með sér í holuna sína að hún verður spikfeit og festist inni í holunni sinni. Við lærum að græðgin borgar sig ekki. Þetta eru einfaldar og stuttar sög- ur, eiginlega svolítið gamaldags eins- og í eldri bókaröðinni. Það er gott að hafa boðskapinn skýran og greini- legan í lokin. Þessar vísur eru vel kveðnar og auðvelt fyrir börn að læra þær. En ekki er slæmt að halda þessari þjóðaríþrótt að þeim. Teikningar Sigurðar Óla eru mjög skemmtilegar. Dýrin eru krúttleg og sérstaklega eru myndirnar í bókinni um músina skemmtilegar, enda býð- ur sú saga upp á meira. Krummasag- an gerist öll í vondu veðri, en mér finnst að Ólafur hefði mátt reyna að birta aðeins yfir myndunum á ein- hvern hátt. Þær eru dálítið grá- móskulegar. Það er synd að þessar skemmtilegu teikningar skuli heldur ekki fá betri tölvuupplausn. Þessar tvær sögur eru ágætis byrjun á þessum nýja bókaflokki. Góðar og gam- aldags BÆKUR Barnabækur Eftir Kristján Hreinsson. Teikningar eftir Sigurð Óla Pálmason. Björk 2001. 22 bls. KRUMMI LITLI og ÞJÓFÓTTA MÚSIN Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.