Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TALAÐ er um brandajól þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð. Ná- kvæm skilgreining á stóru og litlu brandajólum hefur lengi verið á reiki og var það þegar á 18. öld. Elsta heimild sem til er um brandajól er rituð af Árna Magn- ússyni um 1700: „Brandajól kalla gamlir menn á Íslandi þá jóladag ber á mánadag, áttadag á mánadag og þrettánda á laugardag. Segja þeir þá, eftir jóla- skrá, hætt við húsbruna, aðrir halda það so kallað af miklum ljósabrennslum. Aðrir segja brandajól heita ei nema þegar jóla- dagurinn var fyrra árið á laug- ardegi og stökkur vegna hlaupárs á mánadag.“ Samkvæmt öðrum heimildum var einnig stundum talað um brandajól þegar sunnudagur lenti á eftir jólahelginni, það er á þriðja í jólum. Jón frá Grunnavík (AM 433 fol.) kallar það brandajól hin minni en kallar það brandajól hin meiri þegar jóladagur lendir á mánudegi. Séra Jónas Jónasson frá Hrafna- gili ritaði snemma á síðustu öld að eftir að jólahelgin var stytt, árið 1770, hafi menn kallað það branda- jól þegar þríheilagt varð, það er þegar jóladag bar upp á mánudag eða föstudag, en hina fornu fjór- helgi hafi menn kallað brandajól hin stóru. En Jónas segir líka, að menn hafi stundum kallað það stóru brandajól þegar jóladag bar upp á þriðjudag en samkvæmt þeirri skilgreiningu eru jólin í ár stóru brandajól. Af framansögðu má sjá að menn hafa lagt mismunandi skilning í brandajól í gegnum aldirnar. Eftir að hætt var að halda þrettándann heilagan, 1771, hafa menn horft meira til þess hvaða dagamynstur gefur lengsta jólahelgi eða flesta frídaga. Merking forliðarins „branda“ í orðinu brandajól hefur líka valdið mönnum heilabrotum en ýmsir hafa túlkað hann svo að þar sé átt við eldibranda. Þetta er þó engan veginn talið víst og gæti allt eins verið alþýðuskýring. Árni Magnússon hefur það eftir gömlum mönnum að nafnið sé af því dregið að þá sé hætt við húsbruna, en „adrer hallda þad so kallad af mikl- um liosa brenslum,“ eins og Árni ritar á minnisblað líklega í byrjun 18. aldar. Nafngiftin hefur því valdið mönnum heilabrotum í að minnsta kosti þrjúhundruð ár og verður eflaust svo enn um hríð. Brandajól eður ei? Heimildir:Almanak Háskóla Íslands, Árni Björnsson (1993), Saga daganna, Reykjavík: Mál og menning. VERSLUNARMIÐSTÖÐIN, sem Ágúst og Flosi hafa verið að byggja í miðbæ Ísafjarðar, er risin af grunni. Flaggað var á vetrarsól- stöðum, en þá voru sperrur efstu hæðar komnar á sinn stað. Upphaflega ætluðu byggjendur að skila húsinu til notkunar fyrir jól, en tveggja mánaða seinkun á af- greiðslu stálbitanna í húsið frá framleiðendum í Bretlandi er helsta ástæða tafanna. Í verslunarmiðstöð- inni verða átta verslanir á jarðhæð og verða Samkaup þar með stærst- an hluta. Á annarri hæð verður Héraðsdómur Vestfjarða með að- stöðu ásamt fleirum, en þriðju hæð- inni sem er 300 fermetrar er enn óráðstafað. Að sögn Ágústar Gíslasonar framkvæmdastjóra hefur tíðarfarið í vetur létt mjög undir, því snjór hefur enn ekki orðið til trafala og veðurfar verið betra en elstu menn muna. Nú er stefnt að því að taka neðstu hæðina í notkun fyrir páska og aðra hæðina næsta sumar. Húsið er að mestu byggt á fyll- ingu sunnan Hafnarstrætis, en þar voru áður verslanir, vörugeymslur, rakarastofa og íbúðir, en við vest- urhornið óku Grumman-flugbátar upp í fjöru um miðja síðustu öld. Morgunblaðið/Úlfar Flaggað við vetrarsólhvörf Ísafirði. Morgunblaðið. Skötuát Íslendinga á Þorláksmessu Verkun og eld- un skötu er mjög auðveld SKÖTUÁT lands-manna fer vaxandiá Þorláksmessu og heita má að skötuský liggi yfir heilu hverfunum þar sem veitingastaðir taka á móti endalausri röð við- skiptavina frá morgni til kvölds, að ógleymdum öll- um þeim sem bjóða sam- býlisfólki birginn með því að elda skötuna í heima- húsum. Víða má sjá fólk í görðum og á svölum með prímusa, fólk sem hefur hrökklast út með krásirn- ar vegna fnyksins sem allt leggur undir sig og þykir ekki beinlínis góður. Skat- an er auk þess verulega sérkennilegur og dulúð- legur fiskur og víst að al- menningur veit lítið um þennan skrítna fisk sem virðist svífa um undirdjúpin fremur en að synda. Með fróðari mönnum um skötuna og sögu hennar á borðum Íslendinga er matreiðslu- meistarinn landskunni Úlfar Ey- steinsson. Morgunblaðið ræddi við hann í vikunni. Hvaðan er þessi siður eiginlega kominn, að borða kæsta illa lykt- andi skötu? „Skötuát í þessari mynd, þ.e. að borða hana kæsta, kemur frá Vestfjörðum. Þar þekktist það að höfðingjar og fyrirmenni fyrr á öldum gáfu vinnufólki skötuna dagana fyrir jól, þannig að allur matur var góður á jólum.“ Hvernig er verkunin og elda- mennskan? „Verkun skötu er mjög einföld. Á þriðja degi fer hún að kæsast og er geymd í fiskikari í um það bil 3–4 vikur eftir hitastigi. Á ár- um áður var skatan síðan söltuð og geymd þannig. Það má segja að þurrkun hafi verið algengari fyrir vestan. Nú í dag er skatan fryst eftir kæsingu. Eldun á skötu er mjög auðveld, suðan er látin koma upp og hún soðin mjög vægt í um það bil 10 til 15 mínútur eftir þykkt stykkjana. Afgang af skötu má hræra með hnoðmör og búa þannig til skötustöppu.“ Hvernig getur eitthvað sem lyktar jafnilla smakkast svona vel? „Skatan er með sömu verkun og hákarl, sumum finnst hann góður og öðrum finnst hann vond- ur. Það er eiginlega enginn milli- vegur. En hefðin er orðin sterk og sumir láta sig bara hafa það.“ Hvaða fiskur er þetta og hvar og hvenær veiðist hann? „Skötutegundir við landið eru 5–6 og má nota þær allar. Skata veiðist víða við landið og á öllum árstímum en aðallega þó á haust- in. Sjómenn á togurum og kaup- skipum borða saltfisk og skötu alla laugardaga, en það er seinni ára siður hjá almenningi að festa þetta við Þorláks- messu.“ Hvað er þetta mikið magn sem fer ofan í landsmenn á þessum eina degi? „Þetta er á bilinu 50 til 80 tonn.“ Er þetta einvörðungu siður miðaldra og eldra fólks? „Nei, aldur á gestum á mínum veitingastað er frá 17 til 90 ára. Þó er nú hlutfallið hærra í eldri flokknum.“ Er mikið um að heilu fjölskyld- urnar geri sér glaðan dag við skötuát? „Ég veit nokkur dæmi um að haldin eru allt að 50 manna skötu- partí í heimahúsum og þá hittist stórfjölskyldan öll og borðar skötu. Það kemur líka töluvert af fjölskyldum í veitingahúsin. En samt sem áður er allt of mikið um að fjölskyldur séu klofnar í af- stöðunni til skötunnar. Það er mjög mikið um að nokkrir karlar komi saman, nú eða öfugt og þá er fólk að fara á veitingahús til að borða skötuna af því að það er togstreita á heimilinu sem snýr að ólyktinni sem fylgir skötunni og menn nenna ekki að standa í því að vera úti í garði eða úti á svölum með prímus að sjóða skötuna sína. Það væri gaman ef það ríkti meiri eining um skötuátið.“ Lyktin er umtöluð, er ekkert ráð til gegn henni? „Já, þetta er mögnuð lykt, ekki verður annað sagt. Það er lyktin sem veldur því hvernig menn skiptast í tvo flokka gagnvart skötunni. Helsta ráðið er að setja sítrónu- eða edikvættan klút yfir pottinn. Það drepur talsvert niður lyktina.“ Geturðu nefnt mér dæmi um hvað skötuát hefur færst í aukana? „Ég get nefnt, að upp úr 1980 fóru veitingahús að bjóða skötuna á Þorlák. Þá mættu 20 til 30 manns í skötuna en í dag borða 100 til 500 manns skötuna á hverju veitingahúsi og alls staðar er mikil stemmning. Í mínu veitingahúsi eru aðeins 44 sæti, en frá klukkan 11 um morguninn og til miðnættis er ég með hátt í fimm hundruð manns bókaða. Það má eiginlega segja að skýið liggi yfir hverfinu og lyktina legg- ur um langan veg. Það er hægt að renna á lyktina, en fólk er orðið vant þessu og ég held að ég sé bú- inn að koma öllu hverfinu upp á að borða skötu á Þorlák.“ Úlfar Eysteinsson  Úlfar Eysteinsson er fæddur í Hafnarfirði 23. ágúst 1947. Hann útskrifaðist sem matreiðslu- meistari árið 1967. Úlfar hefur staðið yfir pottunum og pönn- unum hjá Leikhúskjallaranum, Hótel Holti, Hótel Loftleiðum, flugeldhúsi Flugleiða, Laugaási, Pottinum og pönnunni og Úlfari og ljóni. Síðustu árin hefur hann rekið veitingastaðinn Þrjá frakka hjá Úlfari. Maki Úlfars er Þuríður Jörgensen og eiga þau tvö börn, Stefán og Guðnýju Hrönn. ...eldun á skötu er mjög auðveld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.