Morgunblaðið - 07.02.2002, Síða 6

Morgunblaðið - 07.02.2002, Síða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ TEKJUAUKNING ríkisins af álagn- ingu auðlindagjalds er nánast örugglega miklu minni en nemur upphæð auðlindagjalds. Álagning gjaldsins gæti jafnvel leitt til tekju- minnkunar, einkum þegar til lengri tíma er litið. Þetta er niðurstaða dr. Ragnars Árnasonar, prófessors í fiskihagfræði, en skýrsla um þetta mál var kynnt á blaðamannafundi sem Landssamband íslenskra út- vegsmanna boðaði til í gær. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann skýrslu um þetta mál haustið 2001 að beiðni LÍÚ. Í lok síðasta árs samþykkti Alþingi breytingar á lög- um um tekju- og eignaskatt og þess vegna var óskað eftir að stofnunin endurreiknaði niðurstöðu sína mið- að við nýsamþykkt skattalög. Í skýrslunni er skoðað hvaða áhrif álagning auðlindagjalds hefur á skatttekjur hins opinbera. Nið- urstaða skýrslunnar er sú að vegna neikvæðra áhrifa auðlindagjalds á skattskyldar tekjur muni tekju- aukning hins opinbera, svo kallaðir nettóskattar, verða umtalsvert minni en nemur upphæð auðlinda- gjaldsins. Ennfremur er vakin at- hygli á því að álagning auðlinda- gjalds muni afar líklega lækka eignavirði og sennilega einnig landsframleiðslu. Bæði eigna- og tekjuskattsstofnar muni því minnka sem því nemur og þar með einnig skatttekjur. Í skýrslunni segir að það sé jafnvel hugsanlegt að þessi afleidda lækkun skatttekna verði það mikil að heildarskatttekjur hins opinbera beinlínis dragist saman í kjölfar álagningar auðlindagjalds. Þá segir í skýrslunni að álagning auðlindagjalds dragi fé úr atvinnu- lífinu og sé því jafnframt líkleg til að draga úr heildarfjárfestingu í hag- kerfinu. Þar með muni hagvöxtur minnka og þar með skatttekjur hins opinbera þegar fram í sækir. Lægri tekjuskattur og eignaskattur Ragnar sagði að augljóst væri að álagning auðlindagjalds hefði þau áhrif að tekjur fyrirtækjanna yrðu minni og þar með greiddu þau minni tekjuskatt. Ekki væri kannski eins augljóst að auðlindagjaldið hefði beinlínis þau áhrif að lækka kvóta- virði og þar með allar afleiddar eignir eins og hlutabréfa. Þetta kæmi raunar fram í skýrslu auð- lindanefndar sem hefði reiknað út að auðlindagjald upp á 2,5 milljarða leiddi til þess að kvótavirði lækkaði um 36 milljarða. Þessi eignalækkun hefði aftur þau áhrif að fyrirtækin greiddu lægri eignaskatt. Ragnar sagði að álagning auð- lindagjalds kæmi til með að hafa neikvæð áhrif á landsframleiðslu. Ástæðan fyrir því væri sú að gjaldið myndi leiða til minni fjárfestinga þar sem ráðstöfunarfé fyrirtækja væri minna, hagnaður væri minni og arðsemi minni. Minni fjárfest- ingar myndu leiða til minni hag- vaxtar. Hann tók fram að þetta gerðist þó að auðlindagjaldinu yrði skilað til baka í formi lækkunar á sköttum heimilanna vegna þess að heimilin notuðu stærstan hluta tekna sinna í neyslu en ekki fjárfest- ingar. Ragnar sagði að athuganir bentu til þess að landsframleiðsla þyrfti að minnka tiltölulega lítið til að opinberar skatttekjur lækkuðu við álagningu auðlindagjalds. Ragnar sagði að þegar stjórnvöld ákváðu að lækka skatta á fyrirtæki hefði legið að baki hugmyndafræði um að lægri skatthlutfall hefði til- tölulega lítil neikvæð áhrif á tekjur ríkissjóðs og að þjóðartekjur myndu vaxa. Útreikningar í skýrslunni bentu til sömu niðurstöðu að því leyti að aukin skattlagning hefði neikvæð áhrif á skatttekjur rík- issjóðs. Ragnar tók fram að hann setti þann almenna fyrirvara við nið- urstöður skýrslunnar að viðfangs- efnið væri margslungið og því væru niðurstöðurnar ekki óyggjandi. Þetta væri hins vegar það sem hann teldi líklegast að gerðist við álagn- ingu auðlindagjalds. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, sagði að skýrsl- an staðfesti það sem LÍÚ hefði lengi haldið fram um afleiðingar álagn- ingar auðlindagjalds. Það væri hag- kvæmara að fjármunirnir væru áfram í fyrirtækjunum en að þeir rynnu til ríkisins. Hann sagðist von- ast eftir að þessar niðurstöður hefðu áhrif á ákvarðanir stjórnvalda um þessi mál. Mat Hagfræðistofnunar á áhrifum auðlindagjalds á skatttekjur ríkissjóðs Auðlindagjald gæti leitt til tekjulækkunar fyrir ríkið Morgunblaðið/Þorkell Ragnar Árnason kynnir niðurstöður sínar. ALLIR 64 leikir keppninnar 2002 verða sýndir í beinni útsendingu ým- ist á Stöð 2 eða Sýn. Opnunarleik- urinn, undanúrslitaleikirnir tveir og úrslitaleikurinn verða í opinni dag- skrá en hinir í læstri. Þá verða end- ursýningar frá leikjunum á Sýn að kvöldi til og auk þess munu stöðvarn- ar sýna margvíslega þætti sem tengj- ast keppninni. Þar má nefna 20 markaþætti, 40 viðtalsþætti milli leikja og 16 þætti sem fjalla um leið liðanna í úrslitakeppnina, en þeir þættir hefjast í mars. Fram til þessa hafa útsendingar frá HM verið í Ríkissjónvarpinu, en vegna bágrar fjárhagsstöðu RÚV treysti það sér ekki til að kaupa sýn- ingarréttinn. Á blaðamannafundi, sem Norðurljós efndi til í gær, þar sem greint var frá samningi fyrirtæk- isins við Kirch vildi Hreggviður Jóns- son, forstjóri Norðurljósa, ekki upp- lýsa verðmæti samningsins. ,,Þetta er mjög stór samningur og okkur var ekki kleift að gera hann nema með tilstuðlan bakhjarlanna,“ sagði Hreggviður á blaðamanna- fundinum, en bakhjarlarnir sem Hreggviður vísar til eru OLÍS, Bif- reiðar og landbúnaðarvélar, Master- card og KPMG. „Við erum með samningnum að brjóta blað í íslensku sjónvarpi, en aldrei áður hafa allir leikir keppn- innar verið sýndir í beinni útsend- ingu,“ sagði Hreggviður. Aðspurður hvort áskriftargjöld á Stöð 2 og Sýn yrðu hækkuð í kjölfar samningsins sagði hann að engin ákvörðun hefði verið tekin um það. Fundum fyrir miklum þrýstingi Hermann Hermannsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarpssviðs Norð- urljósa, sagði að forráðamenn fyrir- tækisins væru í sjöunda himni með þessi málalok. „Við hófum viðræður við aðila frá Kirch á viðskiptalegum nótum haust- ið 1998, en það má kannski segja að þegar umræðan í þjóðfélaginu fór af stað í vetur um hvort sýna ætti keppnina í sjónvarpi eða ekki, og sá mikli þrýstingur sem við fundum hjá áskrifendum okkar, hafi málið farið af stað. Það gerði svo útslagið að við fengum bindandi vilyrði frá fjórum kostunarðilum um að vera með okkur í þessu verkefni. Við vit- um vel að þetta kostar okkur ein- hverja tugi milljóna en auðvitað sjáum við sókn- arfæri. Áskrifendum mun fjölga og á meðan við erum með rjómann af evr- ópskri knattspyrnu í okkar dagskrá yfir vetrartímann finnst mér HM vera komið á þann stað sem það á heima,“ sagði Hermann í samtali við Morgunblaðið í gær. Flautað verður til leiks á HM föstudaginn 31. maí kl. 11.30, en opn- unarleikur mótsins er viðureign heimsmeistara Frakka og Senegala. Síðan rekur hver leikurinn annan og mótinu lýkur með úrslitaleik sunnu- daginn 30. júní kl. 11.00 Leikirnir á HM eru á mismunandi tímum fyrir hádegi, en flestir þeirra fara fram klukkan kl. 6.30, 9.00 og 11.30. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að fá útsendingarréttinn, en því miður gekk það ekki eftir. Við vildum að sjálfsögðu reyna að ná keppninni til Ríkisútvarpsins og teygðum okkur langt í því máli. Þarna var markaðsvara sem var ver- ið að bjóða til sölu. Tveir aðilar voru að reyna að ná henni og þetta endaði með því að ann- ar vann og hinn tapaði,“ sagði Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, þegar leitað var eftir viðbrögðum hans um sýningarréttinn af HM í knattspyrnu sem Norðurljós hafa gengið frá samingi um. Leituðu þið eftir kostunaraðilum líkt og Norðurljós gerðu? „Það voru aðilar sem lýstu yfir áhuga á að starfa í þessu með okkur og það er engin nýjung frá því sem við höfum verið að gera með íþrótta- viðburði, þar sem við höfum dregið kostendur að. Það hefur að vísu hing- að til verið eftirá, en í þessu tilfelli voru möguleikar kannaðir á kostun- araðilum fyrirfram. Með þeim aðilum sem voru tilbúnir að starfa með okk- ur hefði sú kostun ein og sér ekki dugað til. Ég hefði kosið að keppnin yrði í opinni dagskrá og það í Sjón- varpinu. Í ljósi þess var tilboðið í út- sendingarréttinn gert og jafnframt hefði Sjónvarpið getað gert fleirum kleift að fylgjast með keppninni. Al- þjóða knattspyrnusambandið vill að opnunarleikurinn, undanúrslitin og úrslitaleikurinn séu sýndir í opinni dagskrá, en við hefðum sýnt alla leik- ina í opinni dagskrá og þar af leiðandi hefðu fleiri fengið að njóta keppninn- ar.“ Sjónvarpið ritaði Norðurljósum bréf og óskaði eftir formlegum við- ræðum varðandi samstarf um út- sendingar. Hvað er verið að fara fram á í því? „Áður en það lá ljóst fyrir að Norð- urljós fengju keppnina til sín höfðum við átt óformlegar viðræður við stjórnendur Norðurljósa um sam- starf. Ég vildi með bréfinu sem ég sendi í dag (miðvikudag) hnykkja á því enda er Sjónvarpinu annt um það, að áhorfendur fái atburðinn í dag- skrána hjá sér. Ég vil kanna alla möguleika áður en ég gef það frá mér að vinna þetta að einhverju leyti sam- an. Ég vonast auðvitað eftir sam- starfi, en það er nokkuð sem Norður- ljós taka ákvörðun um,“ sagði Bjarni. Viðskiptalegt viðfangsefni „Ég hef ekkert meira um þetta segja en ég hef áður sagt. Ég hef litið á þetta sem viðskiptalegt viðfangs- efni eins og ég lýsti yfir á Alþingi á dögunum. Ég hvatti til þess að sjón- varpsstöðvarnar ynnu saman um þetta mál, en nú er búið að leysa það á viðskiptalegum forsendum. Það ánægjulegasta er að heimsmeistara- keppnin verður sýnd í íslensku sjón- varpi þannig að við höfum öll tæki- færi til að fylgjast með keppninni. Sjónvarpsstöðin Sýn hefur sérhæft sig sérstaklega í góðri þjónustu við knattspyrnuáhugamenn og stöðin er bara að sanna með þessu, að hún leggur mikið upp úr því að sinna þess- ari þjónustu vel. Ég hef sagt áður, að ég hef ekki verið að skipta mér af dagskrá RÚV og hef eingöngu litið á sýningarréttinn á HM sem við- skiptalegt úrlausnarefni,“ sagði Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra, við Morgunblaðið í gærkvöld. KSÍ fagnar niðurstöðunni Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, fagnar niðurstöðunni. „Við hjá KSÍ fögnum því að þetta mál er leyst enda er um að ræða einn af stærstu íþróttaviðburðum heims. Ég var nú alltaf vongóður um að farsæl lending myndi nást í þessu máli, en ég verð að játa það að ég veit um marga sem voru farnir að hafa verulegar áhyggj- ur vegna þeirrar óvissu sem var upp komin.“ Halldór sagði ennfremur að sala á sjónvarpsrétti frá keppninni var aðeins spurning um fjármagn og þeir aðilar sem gátu keppt um HM hér á landi hafi reynt allt sem þeir gátu. „Að mínu mati hafa forsvars- menn Norðurljósa gert vel með því að fá til liðs við sig fjóra sterka sam- starfsaðila, en það er augljóst að stærsti vinningur þeirra er keppnin árið 2006 í Þýskalandi, þar sem leik- irnir verða sýndir á hentugri tíma. Það er samt sem áður augljóst, að þeir aðilar sem geta sjónvarpað efni sínu á fleiri en einni rás standa betur að vígi í framtíðinni og það er um- hugsunarefni fyrir Ríkisútvarpið,“ sagði Halldór, en hann bjóst við að al- menningur stæði nú frammi fyrir því að ná samkomulagi við vinnuveitend- ur sína. „Leikirnir í sumar á HM verða sýndir snemma dags og fram yfir hádegi og ég veit að margir eru að reyna að finna lausnir sem henta hverjum einum svo enginn þurfi að missa af neinu,“ sagði Halldór. Norðurljós semja um sýningar frá heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu 2002 og 2006 Allir leikir sýndir á Sýn og Stöð 2 Norðurljós hafa samið við þýska fyrirtækið Kirch um sýningarrétt- inn frá heimsmeist- arakeppninni í knatt- spyrnu í Japan og S-Kóreu í sumar og HM í Þýskalandi 2006. FJÓRIR þingmenn sem til- heyra hinu nýja norðvesturkjör- dæmi hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á tolla- lögum þess efnis að Grundar- tangahöfn verði aðaltollhöfn. Magnús Stefánsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en skv. 1. gr. tollalaga eru aðal- tollhafnir skilgreindar sem stað- ir þar sem för í utanlandsferðum mega fá fyrstu og síðustu af- greiðslu hér á landi og hvers konar tollmeðferð vöru má fara fram. Í 28. gr. laganna eru tald- ar upp og skilgreindar hverjar eru aðaltollhafnir, en þær eru alls sautján, víða um land. Aðeins einn tollvörður „Grundartangahöfn er ein umsvifamesta vöruflutninga- höfn landsins og í höfninni ferma og afferma fyrst og fremst millilandaskip. Flutning- ar um höfnina tengjast Járn- blendiverksmiðjunni og Norð- uráli, en með uppbyggingu þessara fyrirtækja mörg undan- farin ár hafa umsvif aukist mjög. Fjöldi skipakoma í Grundar- tangahöfn hefur nær tvöfaldast frá árinu 1995 og var um 180 ár- ið 2001. Þrátt fyrir mikil umsvif í Grundartangahöfn hefur aðeins einn lögreglumaður tollaf- greiðslu með höndum, auk til- fallandi aðstoðar. Augljóst er að umsvif tollgæslu eru allt of lítil og býður það upp á hættu á ólög- legum innflutningi varnings. Mesta hættan í því sambandi er ólöglegur innflutningur eitur- lyfja,“ segir í greinargerðinni. Grund- artangi verði toll- höfn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.