Morgunblaðið - 07.02.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.02.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ EES-samningurinn og sveitarfélögin Hefur margvís- leg áhrif RÁÐSTEFNA umáhrif EES-samn-ingsins á íslensk sveitarfélög verður haldin á vegum utanríkisráðu- neytisins og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, Hamraborg 6, nk. föstudag og stendur frá klukkan 12.45 til 17. Anna G. Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunarsviðs Sambands- ins, svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins í vikunni. – Hverjum er þessi ráð- stefna ætluð? „Ráðstefnan er haldin á vegum utanríkisráðuneyt- isins og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Hún er opin öllum, en markhóp- urinn er fyrst og fremst sveitar- stjórnarmenn og stjórnendur í sveitarfélögum. Markmið ráð- stefnunnar er að auka þekkingu þessara hópa á EES-málum og áhrifum þeirra á sveitarfélög.“ – Hver eru þessi tengsl milli EES og sveitarfélaganna sem nú á að kryfja? „Hagsmunir sveitarfélaga gagn- vart EES-samningnum hafa hing- að til ekki fengið mikið vægi í um- ræðunni um EES-mál. Stað- reyndin er hins vegar sú að EES-samningurinn hefur marg- vísleg áhrif á sveitarfélög og mun meiri áhrif en margir gera sér grein fyrir. Samningurinn hefur m.a. bein áhrif á sveitarfélög í gegnum lagasetningu ESB sem er innleidd í íslenskan rétt á grund- velli EES-samningsins. ESB-lög- gjöfin hefur áhrif á sveitarfélög sem vinnuveitendur, sem kaup- endur vöru og þjónustu og sem eigendur fyrirtækja, t.d. veitufyr- irtækja. Hún hefur líka áhrif á þró- un atvinnulífs í sveitarfélögum og áhrif á umhverfismál þeirra. En EES-samningurinn opnar einnig möguleika fyrir sveitarfélög til þátttöku í ýmsum samstarfsáætl- unum ESB.“ – Viltu nefna dæmi um þau mál- efni sem verða efni fyrirlestra á ráðstefnunni? „Utanríkisráðherra mun setja ráðstefnuna og flytja inngangser- indi og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, formaður stjórnar sambands- ins, mun flytja ávarp og stýra ráðstefnunni. Við höfum fengið tvo erlenda fyrirlesara til liðs við okk- ur, annars vegar fulltrúa frá ESB- landi, þ.e.a.s. Svíþjóð, og hins veg- ar fulltrúa frá EES-landi, þ.e. Noregi, til að fjalla um reynslu sveitarfélaga í sínum löndum af ESB-samstarfi. Norski fyrirlesar- inn hefur stýrt skrifstofu norska sveitarfélagasambandsins í Bruss- el síðan hún var sett á laggirnar 1993. Sænski fyrirlesarinn stjórn- aði einnig Brussel-skrifstofu sænska sveitarfélagasambandsins um tíma, en starfar nú á alþjóða- deild sambandsins í Stokkhólmi. Hann er meðhöfundur að athygl- isverðri skýrslu sem gefin var út á síðasta ári um reynslu sænskra sveitarfélaga og héraða eftir 6 ára aðild að ESB. Fulltrúar þeirra ráðu- neyta sem bera ábyrgð á EES- málaflokknum sem snerta sveitar- félögin mest, munu fjalla um áhrif samningsins á þessa málaflokka sveitarfélaga. Þau EES-mál sem mest snerta sveitarfélögin eru vinnumál á sviði félagsmálaráðu- neytisins og umhverfismál á sviði umhverfisráðuneytisins og munu fulltrúar þessara ráðuneyta fjalla um þau mál. Fulltrúar iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins og mennta- málaráðuneytisins munu síðan fjalla um aðgang sveitarfélaga að samstarfsáætlun ESB, annars vegar á sviði vísinda, mennta og menningar og hins vegar á sviði byggðamála. Fulltrúi utanríkis- ráðuneytisins mun fjalla almennt um áhrif EES-samningsins á ís- lensk sveitarfélög og ég mun fjalla um hagsmunagæslu sambands ís- lenskra sveitarfélaga vegna samn- ingsins. Sambandið hefur gert átak í því að efla hagsmunagæslu fyrir sveitarfélög gagnvart samn- ingnum. Nýtt svið, þróunarsvið, tók til starfa 1. október sl. en með- al verkefna þess er að hafa umsjón með EES-málum innan sam- bandsins. Enn fremur var nú í jan- úar skipuð föst EES-nefnd sem er undirnefnd stjórnar sambandsins. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, mun flytja lokaerindi ráð- stefnunnar undir yfirskriftinni: Evrópusamvinna: Tækifæri og/ eða ógnun fyrir íslensk sveitar- félög.“ – Hvað er helst í spilunum í þessu samkrulli EES og sveitarfé- laganna þegar litið er til nánustu framtíðar? „Hagsmunagæslan fyrir sveit- arfélög gagnvart samningnum beinist annars vegar að því að fulltrúar sveitarfélaga fái svo fljótt sem auðið er upplýsingar um lög- gjöf sem er í uppsiglingu hjá EES og kemur til með að hafa áhrif á málefni sveitarfélaga og tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri nægjanlega tímanlega til að unnt sé að taka tillit til þeirra. Hins vegar beinist hagsmunagæsl- an að því að miðla upplýsingum til sveitarfélaga um nýmæli á EES- svæðinu sem snerta sveitarfélög og upplýsingum um möguleika þeirra á að taka þátt í samstarfs- áætlunum EES.“ – Hvað um niðurstöður ráð- stefnunnar? „Utanríkisráðuneytið hyggst gefa öll erindin út.“ Anna G. Björnsdóttir  Anna G. Björnsdóttir er fædd 1956. Tók embættispróf í lög- fræði í HÍ 1982. Starfaði í Trygg- ingastofnun ríkisins og á lög- mannsstofu 1982–85, í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1986–93. Í félagsmálaráðuneytinu 1993– 96. Bæjarritari og forstöðumað- ur fjármála- og stjórnsýslusviðs Mosfellsbæjar frá 1996 og þar til hún tók við starfi sviðsstjóra þró- unarsviðs sambandsins í október 2001. Eiginmaður hennar er Halldór Gíslason, arkitekt og forseti hönnunardeildar Listahá- skóla Íslands, og eiga þau Björn, f. 1983, og Valgerði, f. 1985. …höfum feng- ið tvo erlenda fyrirlesara ÞRÍR piltar í 10. bekk Engjaskóla hafa játað að hafa staðið að spreng- ingu í kennslustofu í skólanum á mánudagsmorgun. Hildur Hafstað, skólastjóri Engjaskóla, segir að svo virðist sem verknaðurinn hafa verið afar vel undirbúinn en jafnvel er talið að fleiri nemendur í 10. bekk hafi vitað hvað til stóð. Virðist sem piltarnir hafi tekið öflugan flugeld sem inni- hélt tvær tívolíbombur og átt við hann þannig að hann varð kraft- meiri en ella. Við hann bundu þeir langan kveikiþráð og gerðu þeir ráð fyrir að hann brynni á um þremur mínútum. Einn piltanna sá til þess að gluggi væri opinn á stofunni og skreið síðar inn, annar stóð vörð frammi á gangi og sá þriðji stóð vörð við gluggann. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær var flugeldinum kom- ið fyrir í skúffu kennaraborðsins í upphafi löngu frímínútnanna kl. 9.30. Við sprenginguna sviptist borðplatan af kennaraborðinu en síðan barst flugeldurinn í bókaskáp og kveikti þar í bókum. Af þessu varð mikill reykur og féll skólahald niður af þeim sökum það sem eftir lifði dags. Tilræði við nemendur, kennara og skólastarfið Piltarnir hafa ekki gefið neinar skýringar á framferði sínu en Hild- ur segir málið grafalvarlegt. Verkn- aðurinn hafi í raun verið tilræði við kennara og nemendur og við skóla- starfið í heild sinni. Kennarinn hefði getað snúið aftur til stofunnar eða nemendur fengið að fara þar inn til að nálgast eigur sínar. Þá hefði vel getað farið svo að kveiki- þráðurinn hefði brugðist og glóð leynst í kennaraborðinu og sprengj- an því ekki sprungið fyrr en eftir að kennarar og nemendur hefðu verið komnir aftur í stofuna. Sprengingin var greinilega mjög öflug og aug- ljóst hljóti að teljast að hefði ein- hver verið inni í stofunni þegar hún reið af hefði honum verið mikil hætta búin. „Fyrir utan það að þeir hefðu getað stórskaddað sig sjálf- ir,“ segir Hildur. Hún segir að vekja verði foreldra til umhugsunar um að það sé ekk- ert gamanmál þegar ungmenni geti búið til heimagerðar sprengjur sem eru miklu öflugri en venjulegir flugeldar. Það gangi ekki að börn undir lögaldri hafi aðgang að hrá- efni í slíkar sprengjur. Einar Ásbjörnsson, aðalvarð- stjóri lögreglunnar í Grafarvogi, sagði að málið hefði verið leyst í góðu samstarfi við Engjaskóla og teldist það upplýst. Búið að upplýsa sprengjumálið í Engjaskóla Piltar í 10. bekk stóðu að sprengingunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.