Morgunblaðið - 07.02.2002, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.02.2002, Qupperneq 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar ég var lítil óskaði ég mér þess að verða prinsessa. Áköf las ég ævintýri um venju- legar stúlkur sem giftust kóngssonum eftir að hafa sannað göfuglyndi sitt og horfði draumkenndum augum upp til fegurðardrottninga sem skörtuðu glitrandi kórónum og tign- arlegum veldissprotum. Á laun bað ég himnaföðurinn um að gera mig að prinsessu á einhvern hátt, alveg þangað til amma heyrði til mín og sagði mér að leggja ekki nafn Drottins við hégóma. Hégóma? Ekki gat ég skilið hvernig ömmu gat fundist prins- essur vera hégómi. Svo sannarlega hlutu þær að vera göf- ugustu ver- ur á jörð- inni, að maður tal- aði nú ekki um alla hamingjuna sem fylgdi lífi þeirra. Í dag veit ég að þetta var mesti misskilningur og að amma hafði rétt fyrir sér. Í dag veit ég að kóngalífið getur verið afskaplega erfitt. Eftir harmkvæli hins auð- mýkta eiginmanns Margrétar Danadrottningar, prins Henriks, hljóta allir að hafa sannfærst – þetta vesalings kóngafólk er ekki öfundsvert hið minnsta. Í tilfinningaþrungnu blaða- viðtali lýsti prinsinn því yfir að nú væri langlundargeð hans á þrotum. Hann hafi staðið óhagg- aður við hlið spúsu sinnar í ein 35 ár og sætt sig við að þurfa að ganga tveimur skrefum á eftir henni við opinberar athafnir. Já, þetta hefur hann fellt sig við og bara brosað á milli samanbitinna tannanna. Hingað til hefur hann þó getað treyst á stöðu sína sem númer tvö á eftir Stórreykinga-Möggu en á nýafstöðnum nýársfagnaði dönsku hirðarinnar kvað skyndi- lega við annan tón. Í fjarveru drottningar var það sonur þeirra, Friðrik krónprins, sem var gest- gjafi og í umfjöllun danskra fjöl- miðla eftir veisluna var engu lík- ara en Henrik hefði gufað upp og alls ekkert verið með í partíinu. Þar með þótti prinsinum ljóst að hann hefði verið lækkaður í tign og dottið úr öðru sæti niður í það þriðja á eftir Möggu og syni hennar. Kominn með brons í stað silfurs. Það skyldi ekki koma neinum á óvart að þetta varð hreinlega til þess að buga Henrik drottning- armann. Í viðtalinu lýsir hann þessu á átakanlegan hátt: „Mér finnst ég hafa verið niðurlægður, auðmýktur og settur til hliðar.“ Að þeim orðum sögðum sá prins- inn sig knúinn til að drífa sig á franskar heimaslóðir til að íhuga líf sitt og tilveruna almennt. Þar með var hremmingum þessa vanmetna prins þó ekki lokið því fyrst eftir að viðtalið komst á prent hófst darraðar- dansinn fyrir alvöru. Kónga- spekúlantar norrænna fjölmiðla hafa keppst við hvern annan að rýna í orð hans og fundið það út að grafalvarleg kreppa steðji nú að hinni dönsku hirð og að ekki sé allt sem sýnist innan veggja hall- arinnar í kóngsins Köben. Einn sérfræðingurinn komst meira að segja að þeirri niðurstöðu að nú væri einungis þrennt í stöðunni svo að prinsinn losni undan eymd sinni: að þau hjónin fari í hjóna- bandsráðgjöf, að þau skilji eða að drottningin fari frá völdum! Aðr- ir hallarrýnar taka minna mark á Henrik hinum raunamædda og segja hann bara væluskjóðu. Nei, það er greinilega ekkert grín að láta glepjast af kóngalíf- inu og giftast inn í svoleiðis slekt. Reyndar hafa óeðalbornar stúlkur, hvaðanæva í heiminum verið að gera það gott að und- anförnu sem prinsessur. Er skemmst að minnast hinnar arg- entísku Öskubusku sem eftir að hafa gengið að eiga hollenska krónprinsinn Willem-Alexander um síðustu helgi, var endurskírð og er kölluð því laggóða nafni hennar konunglega hátign prins- essa Maxima af Hollandi, prins- essa af Oranien-Nassau, frú Van Amsberg. Áður var hún bara kölluð Maxima. Sömuleiðis hefur ung og ein- stæð móðir í Noregi fengið nafn- lengingu eftir að hafa gefið sig á vald norska krónprinsinum. Nú hefur hún nóg að gera við að leiða hjá sér óskammfeilna bóka- og blaðaútgefendur sem vita ekkert sælla en að velta sér upp úr ógæfusamri fortíð hennar. Og á meðan sigrar hún hug og hjarta norsku þjóðarinnar. Talandi um Öskubuskur! Þá má ekki gleyma hinni stór- glæsilegu, japanskættuðu Alex- öndru sem varð prinsessa við að giftast Jóakim danaprinsi og er nú orðin einn vinsælasti með- limur dönsku konungsfjölskyld- unnar. (Aumingjans Henrik!) Á meðan borgarastéttin gefur af sér vel heppnaðar prinsessur í stríðum straumum eiga hinar eð- albornu í mesta basli við að fóta sig í lífinu. Nýlega hrökklaðist Magðalena Svíaprinsessa frá námi sínu í London þar sem hún gat ekki um hadd sinn strokið vegna uppáþrengjandi ljósmynd- ara sem ráku myndavélar framan í trýnið á henni þegar minnst varði. Systir Magðalenu, Viktoría krónprinsessa, lenti sem kunnugt er á tímabili í óskaplegum hremmingum með línurnar og vissi ekki hvað og hvort hún ætti í sig að láta eður ei. En nú hefur norska prins- essan, Marta Lovísa, fundið lausnina á þessu öllu saman. Á dögunum bað hún nefnilega pápa sinn um að lækka sig í tign og leysa sig undan skyldum kon- ungshallarinnar. Varð kóngsi vel við þeirri ósk. Ætlar Marta að hætta að þiggja aura frá norska ríkinu og fara að sjá um eigin rass, reyndar ekki sem sjúkra- þjálfi, sem hún hefur þó menntun til, heldur hefur hún sett á stofn menningarfyrirtæki. Í kaupbæti hefur hún fengið nafnstyttingu og er ekki lengur titluð „Hennar konunglega hátign.“ Hún situr þó uppi með prinsessunafnbótina um sinn. Aumingj- ans Henrik „Hingað til hefur hann þó getað treyst á stöðu sína sem númer tvö á eftir Stór- reykinga-Möggu en á nýafstöðnum ný- ársfagnaði dönsku hirðarinnar kvað skyndilega við annan tón.“ VIÐHORF Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is UMRÆÐA um aðild Íslands að Evrópusam- bandinu (ESB) hefur færst nokkuð í aukana á síðustu misserum og er það vel. Samfylking- in lét gera ítarlega út- tekt á áhrifum hugsan- legrar aðildar að ESB og birti í bókinni Ísland í Evrópu en jafnframt ákvað flokkurinn á landsfundi sínum í nóv- ember sl. að efna til póstkosningar á meðal félagsmanna sinna fyr- ir árslok 2002, þar sem tekin yrði afstaða til framtíðar Evrópusam- starfsins. Samfylkingin gengur út frá því í sinni skoðun á málinu, að EES-samningurinn sé ótryggur og ekki sé fullvíst að hann tryggi hags- muni okkar gagnvart Evrópu í fram- tíðinni, á sama hátt og hann hefur þjónað okkur sl. tíu ár eða svo. Ís- lendingar þurfa að minnsta kosti að vera búnir undir það ef hann héldi ekki lengur, í stað þess að fljóta sof- andi að feigðarósi og neita því að hann sé að veikjast. Framsóknar- menn hafa viljað skoða málin á sama grunni og hefur utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, margsinnis gefið til kynna að ástæða sé til að ótt- ast um framtíð Evrópusamstarfsins undir hatti EES-samningsins. Svo virðist sem endurskoðun á samn- ingnum til hagsbóta fyrir EES-lönd- in sé fjarlægur möguleiki og það er því ábyrgðarhluti af stjórnmála- flokkum að láta sem allt sé í góðu lagi. Stjórnmálaflokkarnir yst á hægri og vinstri kanti íslenskra stjórnmála hafa ekki viljað ljá máls á umræðu um aðild að ESB, m.a. á þeirri forsendu að EES-samningur- inn haldi. Þeir segja gjarnan að við sem erum að skoða aðild að ESB með jákvæðum formerkjum eigum nánast sönnunarbyrðina fyrir því af hverju við ættum að sækja um, hér sé allt í fínu lagi. Auðvitað er þetta ekki svona, umræðan þarf að fara fram og aðild að ESB myndi hafa bæði jákvæð og neikvæð áhrif fyrir Íslendinga, spurningin er hvort veg- ur þyngra. Það er fróðlegt að skoða þróun Evrópuumræðunnar í nágranna- löndunum. Ekki síst er mikilvægt fyrir okkur að fylgjast vel með þróun mála í Noregi, en aðild Norðmanna að ESB myndi skipta sköpum fyrir framtíð EES-samstarfsins. Norðmenn jákvæðari Ef marka má nýlegar skoðana- kannanir í Noregi sækja stuðnings- menn ESB-aðildar þar í landi í sig veðrið. Samkvæmt skoðanakönnun sem blaðið Nationen gerði jókst fylgi við aðild um 5,7% í janúarmánuði og andstæðingar aðildar misstu svipað fylgi eða 5,6%. Álíka þróun mátti sjá í tveimur öðr- um norskum skoðana- könnunum um ESB- aðild frá áramótum, þróunin er jákvæð fyrir fylgjendur aðildar þótt ekki séu þær samhljóða að öllu leyti. Sam- kvæmt könnun sem Aftenposten lét gera í janúar eru fylgjendur aðildar í meiri- hluta eða um 53% en 47% eru á móti aðild. Dagbladet og norska ríkisút- varpið létu á svipuðum tíma gera könnun þar sem 43% voru á móti að- ild en 34% fylgjandi, en hlutfall óákveðinna var hátt í þeirri könnun eða um 23%. Margir telja að ástæður þess að aðild að ESB hefur fengið aukið fylgi í Noregi sé tilkoma evr- unnar og að Norðmenn kunni að ótt- ast áhrif þess að standa utan mynt- bandalagsins. Forystumenn andstæðinga ESB-aðildar í Noregi gera lítið úr fylgissveiflunni og benda á að aðeins ein þessara kann- ana sýni meirihlutafylgi við aðild, en stuðningsmenn aðildar vekja athygli á því að allar sýni þær umtalsverða fylgisaukningu við inngöngu í ESB. Norðmenn séu almennt jákvæðari í garð ESB og að sömu þróun megi sjá í Svíþjóð og Danmörku. Sögulegt uppgjör Danir eru eins og kunnugt er að- ilar að ESB en þeir hafa löngum haft fyrirvara við aðild sína. Tíu árum eft- ir hina sögulegu þjóðaratkvæða- greiðslu um Maastricht-sáttmálann, sem leiddi af sér ferns konar fyrir- vara Dana við sáttmálann, hefur vinstri armur andstæðinga ESB á danska þinginu ákveðið að fara í sögulegt uppgjör við stefnu sína gagnvart ESB með mun jákvæðari formerkjum í garð sambandsins en áður. Leiðtogar sósíalíska vinstri- flokksins (SF) og Einingarlistans, Enhedslisten, íhuga báðir að leggja tillögur fyrir flokksþing á vordögum um að stefnubreyting verði gagnvart fyrirvörum Dana, þeim sem lúta að þátttöku í varnarsamstarfinu og yf- irþjóðlegri samvinnu um ýmiss kon- ar félagsleg réttindi. Í viðtali við Berlingske Tidende nýlega lýsir talsmaður Enhedslisten í Evrópu- málum, Keld Albrechtsen, því þann- ig að ef andstaða við ESB-aðild byggist á andstöðu við yfirþjóðlega samvinnu þá verði flokkur hans ekki í andstöðu lengur, ef tillögur foryst- unnar verði samþykktar á flokks- þinginu í apríl. Haft er eftir Holger K. Nielsen, formanni SF, í blaðinu að margir vinstrimenn séu að breyta um afstöðu gagnvart Evrópusam- starfinu og að í fyrsta skipti sjáist nú í Danmörku sama mynstur og í öðr- um Evrópulöndum, þar sem vinstri kantur stjórnmálanna sé jákvæður í garð Evrópu en borgaralegir stjórn- málaflokkar neikvæðir. Það er eflaust margt sem veldur þessum sinnaskiptum danskra vinstriflokka gagnvart ESB en lík- lega má leita skýringa í uppgangi hægriaflanna þar í landi sem hefur hvatt menn til endurskoðunar á stefnu sinni. Í Danmörku hefur átt sér stað mikil umræða um málefni og réttarstöðu innflytjenda sem hefur verið nefnt til sögunnar sem ein ástæða þess að vinstrimenn vilja endurskoða afstöðuna til ESB, en sambandið hefur talað fyrir mun mannúðlegri stefnu í málefnum þeirra en núverandi ríkisstjórn Dana. Hver sem ástæðan er hefur um- ræðan lyfst á annað plan í Danmörku og hleypt nýju blóði í hinar hefð- bundnu já-nei-línur í afstöðunni til ESB. Það verður fróðlegt að fylgjast með umræðum á flokksþingum dönsku vinstriflokkanna um málið, en margt bendir til að þeir séu nú til- búnir að endurskoða hugmynda- fræði sína í ljósi þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað í Evrópu. Umræð- an um stöðu Evrópulandanna í Evr- ópusamstarfinu þarf að vera í stöð- ugri endurskoðun, því þróunin heldur áfram. Stjórnmálamenn hafa einfaldlega þá ábyrgð að skoða gaumgæfilega stöðuna innan Evr- ópusamstarfsins á hverjum tíma og halda úti umræðu um hana. Sam- fylkingin hefur nú þegar lagt mikla vinnu í undirbúning slíkrar umræðu með útgáfu greinasafns um kosti og galla ESB-aðildar fyrir hin ýmsu svið þjóðlífs en hyggst ekki láta stað- ar numið þar. Við munum halda um- ræðunni áfram innan flokksins og ut- an, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir Íslendinga. Evrópuum- ræða í þróun Bryndís Hlöðversdóttir ESB Við munum, segir Bryn- dís Hlöðversdóttir, halda umræðunni áfram innan flokksins og utan. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Á TEXTAVARPI RÚV 4. feb. sl. gat að líta eftirfarandi frétt: „Utan- ríkisviðskipta- og efnahagsráðherra Kína blöskraði verðlag í íslenskum stórmarkaði sem hann heimsótti í gær. Hann sagði að Kínverjar gætu komið Íslendingum til hjálpar við að lækka verðlag á grænmeti.“ Það er ástæða til að fagna þessari aðstoð Kínverja í fræðslumálum og öll hjálp er vel þegin. Góð kennsla þarfnast þó undirbúnings. Nokkrar staðreyndir gætu hjálpað. Fyrir það fyrsta er ekkert sérstak- lega mikið um íslenskt grænmeti í verslunum hérlendis þessa dagana. Það eru helst gúrkur sem eru rækt- aðar undir ljósi Landsvirkjunar sem telja má íslenskar. Ekki þarf að upp- lýsa íslenska neytendur um að hið dauflega úrval grænmetis, sem nú er á boðstólum, er nær eingöngu af er- lendu bergi brotið. Kín- verjar ættu því að hefja kennsluna í Hollandi, Spáni, Marokkó, Banda- ríkjunum og Chile. Kín- verjar gætu sleppt eit- urefnaumfjöllun í þeirri kennslu þar sem fram- leiðendur í þessum lönd- um eru þegar fullnuma í þeirri grein. Í öðru lagi nær Kína yfir töluvert fleiri breiddargráður en Ís- land, þar á meðal fjöl- margar heitar. Þetta er auðvitað spurning um kennslu og upplýsingu. Við skulum leggja Kín- verjum lið í að upplýsa landakortið um að það hafi rangt fyrir sér um staðsetningu Íslands. Tornæm landa- kort hafa alltaf verið til vandræða. Þangað til landakortið lætur sér segjast borga garð- yrkjubændur íslensk- um raforkuframleið- endum sitt. Í þriðja lagi vilja Kín- verjar sjálfsagt kenna Íslendingum að selja vinnu sína á kínversk- an, táknrænan hátt en ekki á sanngjörnu verði. Það er náttúru- lega tómur misskiln- ingur að greiða íslensk- um garðyrkjufræðingum mannsæmandi laun fyrir garðyrkjustörf. Nær væri að nota kínverska staðalinn sem er um eitt til tvö þúsund íslenskar krónur í Af kennslu í kín- verskum launagreiðslum Sveinn Aðalsteinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.