Morgunblaðið - 07.02.2002, Page 37

Morgunblaðið - 07.02.2002, Page 37
laun á mánuði. Að vísu væru íslenskir garðyrkjufræðingar um 56 ár að vinna fyrir einni Lödu með slíkum launum í stað 6 mánaða miðað við ís- lensk launakjör. Kínversk laun myndu skila japönskum millistærðar- bíl eftir um 105 ára starf ef menn vilja vera stórhuga í vali sínu á bílum og gera ráð fyrir langri starfsævi. Svip- uðu máli gegnir um aðföng, nær væri að borga aðeins lítinn hluta áburðar- verðs í stað þess áburðar sem nú er notaður í íslenskum gróðurhúsum. Sá áburður er framleiddur af verkafólki sem fær, á kínverskan mælikvarða, ókjör fyrir vinnu sína. Eins er um gróðurhúsin, fáum þrælana aftur í byggingavinnuna eins og Egyptar gerðu með góðum árangri þegar þeir reistu pýramídana. Hver var að tala um sumarfrí, vinnutímalöggjöf og réttindi verkafólks yfirhöfuð? Hins vegar gætu Íslendingar sem hægast sest í kennarastólinn í lok kennslustundar. Við getum kennt Kínverjum hvernig smásöluverslunin getur aukið álagningu sína á græn- meti upp í allt að 150% á fáeinum ár- um meðan framleiðandinn, garð- yrkjubóndinn, hefur mætt aukningu framleiðslukostnaðar með aukinni framleiðni og tækni, m.a. með aðstoð vel menntaðra garðyrkjufræðinga. Skilaverð til framleiðanda hefur hins vegar yfirleitt verið óbreytt að krónu- tölu í mörg ár. Íslensk framleiðsla kostar sitt með- an sátt er um að greiða fólki laun fyrir vinnu sína. Grænmeti Það er t.d. misskiln- ingur að greiða mann- sæmandi laun, segir Sveinn Aðalsteinsson, nær væri að nota kín- verska staðalinn sem er um eitt til tvö þúsund krónur á mánuði. Höfundur er skólameistari Garð- yrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 37 EINAR Oddur Kristjánsson alþingis- maður og fyrrverandi útgerðarmaður á Flat- eyri virðist nota hvert tækifæri til þess að koma höggi á afla- markskerfið, nú síðast í Morgunblaðinu 29. janúar sl. Það er ekki einsdæmi að fyrrver- andi útgerðarmenn formæli stjórnkerfi fiskveiða og því miður eru það oft menn sem einhverra hluta vegna urðu að hverfa frá sín- um eigin atvinnu- rekstri og oft við lít- inn orðstír. Það er kannski skiljanlegt að menn vilji kenna aflamarkskerfinu um ófarir í eigin útgerð, en ekki er það trúverðugt. Var það ekki refurinn sem sagði um berin: „Þau eru súr“? Það er kunnara en frá þurfi að segja að það var útvegsmönnum ekkert ánægjuefni á sínum tíma að þurfa að sæta takmörkunum í veiðum með tilkomu aflamarks- kerfisins. Menn sættu sig hins vegar við það að hefta þyrfti ásókn í takmarkaða auðlind. Vonir manna stóðu til að með stjórnun veiðanna myndi takast að byggja upp fiskistofnana ef fylgt væri ráð- um vísindamanna, en á ýmsu hefur gengið við þær tilraunir. Það breytir samt ekki því að vísindin eru skásta aðferðin við að áætla stofnstærð, a.m.k. skynsamlegri aðferð en sú að fela stjórnmála- mönnum það hlutverk. Háttsemi fárra Þótt kvótastýrðar veiðar séu skásta aðferðin sem völ er á við stjórnun fiskveiða, þá fylgja þeirri aðferð ákveðin vandkvæði, eins og kerfið hefur verið útfært hér á landi. Megingallinn er sá að stærð fiskiskipaflotans er ekki takmörk- uð, hér geta allir koppar fengið veiðileyfi, hvort sem þeir hafa yfir aflaheimildum að ráða eða ekki. Til þess að geta róið þurfa menn hins vegar kvóta og hann geta menn keypt á mark- aði; þökk sé frjálsu framsali veiðiheim- ilda. Nú er það svo að hægt er að kaupa tvennskonar veiði- heimildir. Annars vegar aflamark, þ.e. kvóta innan fiskveiði- ársins, hins vegar aflahlutdeild, sem eru varanlegar veiðiheim- ildir. Grundvöllurinn undir rekstri fjölda kvótalítilla og kvóta- lausra báta er kaup á aflamarki, þ.e. veiði- heimildum innan árs- ins, en margsinnis hefur verið sýnt fram á það að nær ómögulegt er að reka slíka útgerð með því að fara að lögum. Vandamál er varða brottkast afla, þátttöku sjómanna í kvóta- kaupum og löndun framhjá vigt hafa verið viðvarandi. Það ástand hefur bitnað mjög á samskiptum útvegsmanna og sjómanna og hafa útvegsmenn í heild þar goldið fyrir háttsemi fárra. Ekki atlaga Þær tillögur sem sjómenn og út- vegsmenn hafa sameinast um að leggja fyrir stjórnvöld og Einar Oddur rekur hornin í, miða að því að draga mjög úr brottkasti afla og því að kjarasamningar séu brotnir á sjómönnum, með því að láta þá taka þátt í kaupum á afla- marki. Það er mér óskiljanlegt að Einar Oddur skuli líta framhjá þessum megintilgangi tillagnanna, en leggjast gegn þeim á grundvelli viðskiptafrelsis. Nú er það svo að aðeins er lagt til að takmarka framsal aflamarks og jafnframt að möguleikar til kaupa á því séu skertir, en ekki er lagt til að frelsi til viðskipta með aflahlutdeild sé skert. Ekki er heldur lagst gegn heimild til að skipta á aflamarki. Tillögurnar eru því ekki atlaga að frjálsum við- skiptum, eins og Einar Oddur heldur fram. Það er hins vegar flestum ljóst að útgerðarrekstur verður aldrei byggður á því til lengdar að leigja til sín aflaheim- ildir vegna þeirrar óvissu sem fylgir því að stóla á leigumark- aðinn. Ömurlegt hlutskipti Það er von okkar, sem að þess- um tillögum stöndum, að með þessum hætti sé hægt að bregðast við vandamálum sem of stór fiski- skipafloti hefur skapað. Það er líka von okkar að með tillögunum náist meiri sátt um sjávarútveginn en verið hefur. Þess vegna eru það mikil von- brigði að menn, eins og Einar Oddur, sem á að vita betur, skuli gera örvæntingarfullar tilraunir til að skaða þá atvinnugrein sem hann sjálfur starfaði í. Það er reyndar ömurlegt hlutskipti. Það vekur líka furðu að Einar Oddur, sem er einn af höfundum „Þjóð- arsáttarinnar“ svonefndu, skuli ekki meta það meir en raun ber vitni, að nú hillir undir betri tíð í samskiptum sjómanna og útvegs- manna. Hann ætti að skilja flest- um betur nauðsyn þess að sátt ríki innan sjávarútvegsins. Örvænting fyrrver- andi útgerðarmanns Magnús Kristinsson Kvótinn Það er von okkar, segir Magnús Kristinsson, að með tillögunum náist meiri sátt um sjávar- útveginn. Höfundur er útgerðarmaður og formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja. Kynning á nýju förðunum frá Kanebo í Hagkaup Kringlunni fimmtudag, föstudag og laugardag. Húðgreiningartölvan og fagleg ráðgjöf. Nýr betrumbættur púðurfarði. FARÐINN SEM FULLKOMNAR HINA SÖNNU FEGURÐ! debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 67 13 02 /2 00 2 Gæddu húð þína ofurkrafti með hinu nýja Re-Nutriv Ultimate Lifting Creme. Þetta einstaka krem viðheldur æskuljóma húðarinnar með frábærri nútíma efnaþekkingu. Í því eru einstök, sérvalin hráefni, sem veita húðinni kraft til að kljást við sýnileg einkenni öldrunar. Upplífgun á augabragði. Ferskur ljómi. Mikil rakagjöf. Með tímanum hjálpar kremið eðlilegri prótínframleiðslu húðarinnar að styrkja innri lög hennar. Það inniheldur einstakt andoxunarefni og eflir einnig ytri varnir húðarinnar. Hefurðu efni á að vera án þess? www.esteelauder.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.