Morgunblaðið - 07.02.2002, Síða 51

Morgunblaðið - 07.02.2002, Síða 51
Opinn fundur Starfs- menntaráðs OPINN fundur Starfsmenntaráðs verður haldinn í dag, fimmtudaginn 7. febrúar, kl. 12–13.30 á Kornhlöðu- loftinu, Bankastræti 2. Dagskrá fundarins: Stefnumótun Starfsmenntaráðs og áherslur ráðs- ins við úthlutanir úr starfsmennta- sjóði 2002. Starfsmenntaráð starfar samkvæmt lögum nr. 19/1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu. Það úthlutar styrkjum til starfsmenntun- ar og er stjórnvöldum til ráðuneytis um stefnumótun og aðgerðir á sviði starfsmenntunar, segir í fréttatil- kynningu. Ungt fólk hittist með börn sín UM þessar mundir er starfræktur klúbbur í Hinu húsinu, nánar tiltekið á Kakóbar, sem ber heitið: Ungt fólk með ungana sína. Aðaláherslan er lögð á að fá ungt fólk, 16–25 ára, til að koma saman með börnin sín og eiga notalegar stundir með öðru ungu fólki. Einnig munu fyrirlestrar og ýmis ráðgjöf vera á döfinni, þannig að það verður nóg um að vera. Í dag, fimmtudaginn 7. febrúar, kl. 11 verður fluttur fyrirlestur um slysavarnir og börn á Kakóbar. Fyr- irlesari er Herdís Storgaard. Allar helstu upplýsingar um starf- semi Ungs fólks með ungana sína má finna á slóðinni: www.msnusers.com/ krakkarnirokkar, segir í fréttatil- kynningu. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 51 Fundur VG í Reykjavík FÉLAGSFUNDI þeim er hófst sl. laugardag verður fram haldið í Rúg- brauðsgerðinni, Borgartúni 6, í dag, fimmtudaginn 7. febrúar, kl. 20. Þeg- ar fundinum sl. laugardag var frest- að átti eftir að ákveða aðferð við röð- un á Reykjavíkurlistann, kjósa fulltrúa í tvær uppstillingarnefndir og kjörstjórn og verður það gert nú. Ennfremur verður rædd stofnun borgarmálaráðs Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, segir í frétt frá stjórn VG í Reykjavík. Félagsfundur áhugafólks um Downs- heilkenni FÉLAG áhugafólks um Downs-heil- kenni boðar til félagsfundar fimmtu- daginn 7. febrúar kl. 20.30 í húsi Landssamtaka Þroskahjálpar á Suð- urlandsbraut 22, 2. hæð. Fjallað verður um hlutverk og framtíð félagsins varðandi kynningu á hugmynda- og kennslufræði pró- fessor Iréne Johansson. Allir eru velkomnir. Meistaramót í backgammon MEISTARAMÓT Grandrokk í backgammon verður haldið laugar- daginn 9. febrúar kl. 13 á Grandrokk, Smiðjustíg 6, efri hæð. Öllum er heimil þátttaka. Skráning um þátttöku á mótið fer fram í síma og á netfanginu jever- @simnet.is fyrir klukkan 20 á föstu- dagskvöld. Verðlaun verða veitt, segir í fréttatilkynningu. Tourette- samtökin með opið hús TOURETTE-samtökin á Íslandi hafa opið hús fyrir foreldra barna með Tourette-heilkenni í dag, fimmtudag 7. febrúar, kl. 20.30 í Há- túni 10b, 9. hæð. Þessi opnu hús eru mánaðarlega, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar, segir í fréttatilkynningu. Örnefni jökla NAFNFRÆÐIFÉLAGIÐ gengst fyrir fræðslufundi í sal Norræna hússins laugardaginn 9. febrúar kl. 14. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur á Orkustofnun flytur fyrirlestur sem hann nefnir: Örnefni jökla. Jöklar eru gjarnan kenndir við á þá sem frá þeim rennur eða landið sem að þeim liggur. Örfáir jöklar eru kenndir við útlit sitt. Flest jöklanöfn enda á „–jökull“ en það er þó ekki al- gilt, segir í fréttatilkynningu. Útsala Útsala Pipar & salt, Klapparstíg 44 Kulnun í starfi Málþing í Norræna húsinu, föstudaginn 8. febrúar kl. 13.00–17.00. Fundarstjóri: Ásta Möller, alþingismaður. Dagskrá: 13:00. Setning: Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. 13.10-14.00. Aðalfyrirlestur: Kulnun - alvara eða ímyndun? Wilmar Schaufeli, prófessor í félags- og skipulagssálfræði við háskólann í Utrecht í Hollandi. 14.00-15.00. Kulnar eldur nema kynntur sé? Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, félagsfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Er mér farið að kólna? Hugleiðingar heimilislæknis Bjarni Jónasson, heilsugæslulæknir, Garðabæ. Viðvörunarmerkin – aðgát skal höfð í nærveru sálar Guðlaug Teitsdóttir, skólastjóri Einholtsskóla. 15.00-15.30 Kaffi 15.30-16.30. Kulnun og viðbrögð í nokkrum starfsstéttum. Þórður Óskarsson, framkvæmdastjóri INTELLECTA. Starfa því nóttin nálgast. Yrsa Þórðardóttir, framkvæmdastjóri ÆSKR. Kulnun - félagslegt fyrirbæri eða sjúkdómur? Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins. 16.30-17.00 Umræður. 17.00. Málþingi slitið. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Model 6333DWBE 14.4 v Rafhlöðuborvél Aukarafhlaða / taska REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070 Model 6834 Gifsskrúfvél 470 W O = 4 x 57 mm Tilboðsdagar árið 2002 Málningarstyrkur HÖRPU SJAFNAR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skilafrestur er til 3. apríl nk. Harpa Sjöfn hf. veitir á næstunni styrki í formi málningar til góðra verkefna á vegum líknar- félaga, sjálfboðaliða, þjónustufélaga, menningar- samtaka og annarra sem vilja hafa forystu um að fegra og prýða umhverfi sitt. Síðustu fjögur ár hafa verið veittir samtals 60 til 70 málningarstyrkir, 2500 lítrar af málningu að verðmæti um ein milljón króna á ári. Mikill fjöldi umsókna hefur borist og voru undirtektir svo góðar að ákveðið hefur verið að veita málningar- styrki að nýju vorið 2002, enda hefur óspart verið hvatt til þess. Víða um land starfa margs konar félög og félaga- samtök sem jafnan leita verðugra verkefna til að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið, t.d. með því að mála og fegra mannvirki. Verkefnin geta falist í endurbótum á sögufrægum húsum, kirkjum, byggðasöfnum, sæluhúsum, björgunarskýlum, íþróttamannvirkjum, elliheimilum og barna- heimilum, svo eitthvað sé nefnt. Harpa Sjöfn hf. ver að þessu sinni einni milljón króna til málningarstyrkja sem verða á bilinu 50 til 300 þúsund krónur hver, eftir verkefnum. Þeir sem hyggjast leita eftir styrkjum eru beðnir um að skila umsóknum eigi síðar en 3. apríl nk. til Hörpu Sjafnar hf., Austursíðu 2, 601 Akureyri eða Stórhöfða 44, 110 Reykjavík. Gera þarf grein fyrir verkefnum, senda mynd af því mannvirki sem ætlunin er að mála og gefa upp áætlað magn Hörpu Sjafnar málningar vegna verksins. Dómnefnd velur úr umsóknum. Í dómnefndinni eru: Formaður, Baldur Guðnason, stjórnar- formaður Hörpu Sjafnar hf., Vigfús Gíslason sölustjóri, Kristinn Sigurharðarson sölustjóri og Helgi Magnússon framkvæmdastjóri. Móttakendur styrksins sjá alfarið um kostnað við framkvæmd verkefna. Tilkynnt verður um niðurstöður í maí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.