Morgunblaðið - 07.02.2002, Page 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ZAKARIA Erzinclioglu er að því
er kemur fram á kápuflipa með
merkustu fræðimönnum á sviði rétt-
arrannsókna og hefur sjálfur stýrt
rannsóknum vegna 500 morða. Hann
hefur áður skrifað um réttarrann-
sóknir, bókina Maggots, Murder and
Men: Memories and Reflections of a
Forensic Entomologist, sem segir,
eins og nafnið ber með sér, frá því
hvernig flugnalirfur í líki geta sagt
mikla sögu af því hvenær viðkom-
andi var myrtur og hvar, aukinheld-
ur sem í þeim sé oft að finna merki
þess ef eitur hafi verið notað við ill-
virkið, svo dæmi séu tekin. Bókin
sem hér er tekin til kosta fer nokkuð
rækilega yfir réttarrannsóknir, segir
frá fræðigreininni og helstu verk-
færum hennar, hvernig menn fari að
því að meta aðstæður, dánartíma og
-orsök, hvernig bera má kennsl á
hinn látna, jafnvel þótt lítið sé eftir af
viðkomandi, og svo má telja.
Erzinclioglu fer býsna vel í sauma
á nokkrum málum sem honum þykja
forvitnileg til að varpa ljósi á fræðin,
þar á meðal tvö gömul mál úr rúss-
neskri sögu, morðið á Raspútín og
síðan þegar bolsévikkar myrtu keis-
arann og fjölskyldu hans, einnig velt-
ir hann fyrir sér morðinu á Kennedy
og þeim rökum sem benda til þess að
fleiri en einn hafi verið að verki, fer
yfir söguna af Kobba kviðristi og
meira að segja tínir hann til svonefnt
líkklæði Krists sem varðveitt er í
Tórínó, enda hafa menn beitt rétt-
arrannsóknafræðum til að kanna
uppruna þess.
Bók Erzinclioglu minnir óneitan-
lega á kennslubók í mörgum þáttum,
því hann fer nákvæmlega í hluti eins
og eiturgerðir og verkan þeirra, ólík-
ar gerðir stungusára, hvernig byssu-
kúla brýtur gler með reikniformúl-
um og skýringarmyndum, farið er í
saumana á rithandarrannsóknum,
sagt frá rannsóknaraðferðum á upp-
tökum bruna og svo má telja. Víða er
því hugsanlega fullmikinn fróðleik að
finna fyrir leikmann, en Erzinclioglu
kryddar frásögnina með morðmálum
sem hann hefur átt þátt í að upplýsa
og einnig frægum málum fyrri tíma
sem skýra eitt eða annað í því sem
hann er að segja frá. Stundum er frá-
sögnin ógeðfelld eða réttara sagt
umfjöllunarefnið er ógeðfellt, en
Erzinclioglu er svo þurr á manninn
og málefnalegur að lesandinn gleym-
ir ógeðinu. Erzinclioglu liggur slæmt
orð til lögregluyfirvalda sem honum
finnst nýta réttarrannsóknir oft til
að skjóta stoðum undir ótraustan
málabúnað og rekur hvernig menn
hafa ekki vílað fyrir sér að snúa nið-
urstöðum upp á það sem þeim hentar
hverju sinni í stað þes að gæta vís-
indalegrar nákvæmi og leyfa sak-
borningi að njóta vafans eins og rétt
sé að gera. Hann er mjög smámuna-
samur sem er líkastil einn helsti
kostur fræðimanns á þessu sviði.
Forvitnilegar bækur
Lirfur segja
sögu
Árni Matthíasson
Every Contact Leaves a Trace eftir
Zakaria Erzinclioglu. Carlton gef-
ur út 2000. 256 síður innbundin.
Kostar 3.795 kr. í Máli
og menningu.
PATRICIA Cornwell er með
þekktustu glæpasagnahöfunum vest-
an hafs fyrir bækur sínar um rétt-
arlækninn Kay Scarpetta sem selst
hafa í milljónaupplagi. Eins og vill
vera með sakamálasagnaröð á við
Scarpetta-bækurnar kemur að því að
höfuðpersónan verður þreytandi fyr-
irsjáanleg, glæpirnir verða alltaf æv-
intýralegri og fjarstæðukenndari, og
stílbrögð höfundar klunnalegri. Þá
grípa höfundar oftar en ekki til þess
að finna upp nýjar persónur og jafn-
vel að taka um leið beygju í aðra átt í
inntaki og andrúmslofti. Fyrir nokkr-
um árum kom þannig út bók eftir
Cornwell, Hornet’s Nest, sem sagði
frá lögreglukonunni Judy Hammer
og -manninum Andy Brazil. Yfir-
bragð á þeirri bók var léttara en á
Scarpetta-bókunum, atburðarásin
kímileg og þótt fjörið hafi verið nóg í
bókinni, morð og álíka, var það mat-
reitt sem skemmtiefni.
Fyrir stuttu kom út á bók einskon-
ar framhald Hornet’s Nest sem kall-
ast Isle of Dogs. Enn eru þau í aðal-
hlutverkum Judy Hammer og Andy
Brazil, en hún er nú orðin yfirmaður
ríkislögreglunnar í Virginíu og Brazil
einskonar leynilögregla sem heldur
meðal annars úti vefsetri þar sem
hann flettir ofan af spillingu og svik-
um, á milli þess sem hann fabúlerar
um sögu fylkisins og heimsins al-
mennt. Ríkisstjórinn er mesta gæða-
blóð, en ekki að sama skapi vel gefinn
og þegar við bætist að ritari hans
byrlar honum reglulega hægðalyf er
ekki nema von að allt sé á öðrum end-
anum. Inn í þetta blandast síðan
ófríðar ástsjúkar dætur ríkisstjórans,
íbúar sjóræningjaeyju sem tileinkað
hafa sér sérstakt málfar, morðótt
þjófagengi, óður tannlæknir, geðbil-
að morðkvendi og svo má telja.
Öll sagan er með miklum ólíkind-
um og reyndar ekkert sérlega fyndin,
en það eru í henni sprettir, til að
mynda þegar sagt er frá eyjarskeggj-
um á Hundaeyjunni, sem virðast
reyndar flestir ekki stíga í vitið, og
merkilegri mállýsku þeirra. Einnig
er það býsna skondið þegar ríkis-
stjórinn fær sér blindradverghest,
því hann vill ekki blindrahund, það
eru þegar tveir hundar fyrir á heim-
ilinu. (Þess má geta að slíkir dverg-
hestar eru til vestan hafs, 60–70
sentimetrar á hæð og þjálfaðir til að
leiða blinda.) Annað vekur minni kát-
ínu, til að mynda rugl í kringum
kappakstur, hundur lögreglustjór-
ans, sem virðist hafa mannlega
greind, fjöldi brandara sem snerta
meltingarstarfsemi ríkisstjórans og
svo má telja. Pistlar Brazil sem hann
birtir á Netinu undir nafninu Troop-
er Truth eru aftur á móti sumir býsna
skemmtilegir.
Forvitnilegar bækur
Cornwell
slær á létta
strengi
Árni Matthíasson
Isle of Dogs eftir Patricia Corn-
well. Little, Brown & Company
gefur út 2001. 421 síða innbundin
og kostar 2.995 í Máli og menn-
ingu.
EDWARD Bunker þekkja vísast
flestir sem Mr. Blue í Reservoir Dogs
Tarantinos, en einhverjir þekkja þó
til rithöfundarins sem skrifað hefur
nokkrar einkar harðsoðnar glæpa-
sögur. Færri vita þó vísast að frá því
Edward Bunker var tólf ára gamall
var hann meira og minna á upptöku-
heimilum, unglingafangelsum og loks
alræmdustu fangelsum Bandaríkj-
anna, enda var hann á sinni tíð talinn
einn forhertasti glæpamaður Banda-
ríkjanna. Það var ekki fyrr en í kjöl-
far þess að fyrsta skáldsaga hans, No
Beast So Fierce, kom út 1975 að
Bunker komst af ógæfubrautinni,
losnaði úr fangelsi og hefur síðan
skrifað nokkrar bækur til og kvik-
myndahandrit, en einnig hefur hann
leikið í kvikmyndum eins og getið er.
Alvarlegur athyglisbrestur
Education of a Felon er sjálfs-
ævisaga Bunkers þar sem hann rek-
ur ævi sína fram til þess að hann
losnaði úr fangelsi í síðasta sinn. Eins
og hann rekur söguna var hann með
alvarlegan athyglisbrest sem barn
sem ágerðist svo að tólf ára var hann
orðinn að segja siðblindur. Hann lýs-
ir því mjög vel hvernig allar heit-
strengingar og öll loforð urðu að
engu við dögun nýs dags; allt
gleymdist sem gerst hafði daginn áð-
ur, nýr dagur var tími nýrra æv-
intýra og engin hugdetta svo fjar-
stæðukennd að hún væri ekki
framkvæmd undireins.
Tólf ára gamall var Bunker orðinn
góðkunningi lögreglunnar og endaði
með því að hann var sendur á upp-
tökuheimili og síðan í unglingafang-
elsi þótt hann hefði ekki til aldur, en
þar sem ekki var hægt að tjónka við
drenginn var talið réttast að koma
honum á bak við lás og slá. Lýsingar
Bunkers á meðferðinni á honum eru
hrottalegar, enda víluðu menn ekki
fyrir sér að berja hann til óbóta hvað
eftir annað fyrir það að neita að játa
sig sigraðan. Þrjóskan dreif hann
áfram og kom honum í gegnum með-
ferð sem nægt hefði til að æra óstöð-
ugan og honum lærðist snemma að
eina leiðin til að komast af í fangels-
unum þar sem hann eyddi næstu
fimmtán árum var að vera harðari en
aðrir, að vinna sér það orð að hann
væri nánast óður, en ekki mátti
ganga svo langt að menn hefðu af
honum ótta.
Seldi blóð til að borga
undir handritin
Þrjóskan beindist aðallega að yf-
irvaldinu, hann neitaði að játa sig
sigraðan, og oftar en ekki lá við að óð-
ir verðir eða yfirmenn í fangelsum
gengju af honum dauðum. Í síðustu
fangelsisvistinni, sem var á McNeil-
eyju í Washington-ríki, neitaði hann
að vera í tíu manna klefa og var fyrir
vikið fluttur í fangelsið í Marion í Ill-
inois sem var arftaki Alcatraz og ætl-
að verstu og hættulegustu glæpa-
mönnum Bandaríkjanna; sex
hundruð verðir til að gæta þrjú
hundruð fanga.
Eitt af því sérkennilegasta sem
dreif á daga Bunkers var að á milli
dómsúttekta kynntist hann Louise
Wallis, eiginkonu kvikmyndafröm-
uðarins Hals Wallis, og hún gerði
hvað hún gat til að efla með honum
trú á sjálfum sér.
Með henni kynntist hann lífi auð-
menna og dvaldi með henni meðal
annars í San Simeon, ævintýrahöll
Williams Randolphs Hearsts. Wallis
útvegaði Bunker vinnu og studdi
hann með ráðum og dáð þegar hann
var innan rimlanna, sendi honum
meðal annars ritvél og reyndi að
koma verkum hans á framfæri. Upp
úr þeim vinskap slitnaði vegna geð-
truflana Louise Wallis en henni hafði
þó tekist að efla með Bunker sjálfs-
traust og trú á að hann gæti orðið rit-
höfundur.
Hann hélt líka áfram að skrifa og
var búinn að skrifa sex skáldsögur og
óteljandi smásögur og blaðagreinar.
Til að koma bókunum til útgefanda
eða umboðsmanns síns, eftir að hann
varð sér úti um einn slíkan, smyglaði
hann handritunum út með kunn-
ingjum eða gestum annarra fanga, en
stundum gat hann sent þau í pósti og
seldi þá blóð úr sér til að geta borgað
undir pakkana.
Gerði sér upp geðveiki
Bunker var alltaf með það efst í
huga að sleppa úr fangelsi og framan
af, þegar hann var í fangelsum með
lágmarksgæslu, var ekki hlaupið að
því að halda honum innan rimlanna,
en þegar hann var kominn í fangelsi
eins og San Quentin var meira en að
segja það að brjóta sér leið út. Meðal
þeirra bragða sem hann greip til til
að losna úr fangelsi var að leika sig
geðveikan sem bar þann árangur að
hann var úrskurðaður ósakhæfur, en
þegar hann komst að því að vistin á
geðveikrahælinu var enn verri en í
fangelsinu og meðferðin enn hrotta-
legri „batnaði“ honum snimmhendis.
Fangelsin eru spegill þjóðfélagsins
og þótt þar séu allir menn jafnir að
því leyti að þeir eru allir jafn illa sett-
ir, þá er forvitnileg lýsing Bunkers á
því hvernig kynþáttafordómar og
-hatur myndast smám saman í fang-
elsunum í takt við það hvernig bar-
átta blökkumanna fyrir réttindum
harðnar utan múranna. Bunker
kennir ekki síst sofandahætti fang-
elsisyfirvalda um, þau hefðu löngu átt
að vera búin að grípa í tauma áður en
fyrstu mannskæðu óeirðirnar urðu í
fangelsum vestan hafs, en tugir
manna áttu eftir að falla í slíkum
átökum. Undir það síðasta segir hann
að hatrið hafi verið það mikið að
menn af ólíkum kynþáttum yrtu ekki
hver á annan, innan fangelsanna
mynduðust klíkur eftir húðlit og eins
gott að vera var um sig ef einhver af
öðrum lit var nálægt.
Education of a Felon eftir Edward
Bunker. St. Martin’s Griffin gefur út
2000. 299 síðna kilja í stóru broti sem
kostar 2.925 kr. í Máli og menningu.
Harðsoðin ævisaga
Ekki fer alltaf saman gæfa og gjörvileiki, en ef viljinn er fyrir hendi má ná
býsna langt. Árni Matthíasson las ævisögu ævintýramannsins og tugthúss-
limsins Edwards Bunkers sem margir þekkja sem Mr. Blue.
Bunker lék herra Bláan í Reservoir Dogs Tarantinos.