Morgunblaðið - 24.03.2002, Page 2

Morgunblaðið - 24.03.2002, Page 2
2 B SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞORSTEINN Gylfason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, var leiðbeinandi þeirra Árna og Ragnars þegar þeir unnu ritgerðina haustið 2001. Hann var spurður hvaða þýð- ingu rannsókn þeirra hefði fyrir um- ræðuna um kvótakerfið og hvort ein- hverjar nýjungar fælust í sýn þeirra á efnið. Þorsteinn segir að þeir Árni og Ragnar hafi tekið upp umræðu sem var lögð til hliðar á sínum tíma. „Þegar kvótakerfinu var fyrst komið á létu sumir hvarfla að sér að fleiri ættu að sitja að kvótanum en útgerðin ein, til dæmis sjómenn eða fiskvinnslan í landi. Ég veit ekki til að þessi kostur hafi nokkurn tíma verið gaumgæfður í einstökum atriðum. Hann var lagður til hlið- ar á sínum tíma af því að fólk kom ekki, fljótt á litið, auga á neinar leiðir til að gera hann að veruleika,“ segir Þorsteinn. Hann bendir á að rannsókn þeirra félaga varpi ljósi á umræðu- efnið sem sé þar af leiðandi skýrara en áð- ur: „Þeir Árni og Ragn- ar Þór hafa hugað, í einstökum atriðum, að þessum kosti á út- hlutun kvóta, eða gjafakvóta. Við höfum fyrir vikið miklu skýrari mynd af hon- um en áður. Þeir hyggja ekki sízt að honum í ljósi sanngirni, það er réttlætis. Ýms- um hefur virzt, og virð- ist enn, að það sé aug- ljóslega ósanngjarnt að til dæmis sjómenn eigi enga hlutdeild í kvót- anum. Árni og Ragnar færa ítarleg rök að þeirri skoðun,“ segir Þorsteinn. Þegar hann er spurður hvernig þeim félögum hafi tiltekist varðandi umfjöllunar- efnið, svarar hann ein- faldlega: „afar vel“. Skýrari mynd af gjafakvótanum Þorsteinn Gylfason VAR úthlutun veiðiheim-ilda árið 1984 og stað-festing hennar árið1990 réttlát eða rang-lát? Ef hún var rang- lát, í hverju fólst þá ranglætið? Hverjir hefðu átt að fá úthlutað kvóta og hvers vegna? Þessum spurningum og fleirum varpa þeir Árni Guðmundsson og Ragnar Þór Pétursson fram í BA-ritgerð sinni í heimspeki sem kallast Fiskur og verðleikar. Ritgerðina skrifuðu þeir undir leiðsögn Þorsteins Gylfasonar, prófessors við heim- spekideild. Umræða um kvótakerfið hefur verið fyrirferðarmikil undanfarin misseri. Þeir Árni og Ragnar segja að margir hafi tekið til máls um réttlæti eða ranglæti úthlutunar- innar en því miður hafi talsvert skort upp á að sú umfjöllun væri nægilega vönduð og ítarleg, enda afar erfitt og flókið mál á ferðinni eins og jafnan þegar rætt er um réttlæti og ranglæti. Þess vegna lögðust þeir félagar í rannsókn- arvinnu og pælingar um kvótaút- hlutunina. Til þess að nálgast við- fangsefnið byrja þeir félagar á að rekja sögu fiskveiðistjórnunar við Ísland, auk þess að gera skil hag- fræðilegum undirstöðum kvóta- kerfisins. Þeir fara síðan yfir þá heimspekilegu umræðu sem verið hefur um úthlutun aflaheimildanna og fjalla þar einna helst um gagn- rýni Vilhjálms Árnasonar og Þor- steins Gylfasonar annars vegar og viðhorf Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar og Atla Harðarsonar hinsvegar. Hvernig gæti réttlát úthlutun litið út? Þeir félagar spyrja sig hvort út- hlutun kvótans árið 1984 hafi verið réttlát eða ranglát. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að úthlutunin hefði verið ranglát og útskýrum af hverju. Við skoðum jafnframt hvernig réttlát úthlutun gæti hafa litið út og hvaða breytingar þyrfti að gera á kvótakerfinu í dag til að bæta fyrir upphaflega ranglætið,“ segir Ragnar. „Niðurstaða okkar um að úthlut- unin 1984 hafi verið ranglát, ræðst fyrst og fremst af tvennu: því hvers konar gæðum var verið að úthluta og þeirri viðmiðunarreglu sem stuðst var við. Í sem stystu máli sagt er það skoðun okkar að kvótinn hafi ekki verið einhvers konar lottóvinningur sem sann- gjarnt hefði verið að úthluta til hvers sem er. Við teljum þvert á móti að verðmæti kvótans hafi fyrst og fremst verið tilkomið vegna starfs fjölmargra aðila að ís- lenskum sjávarútvegi í gegnum tíðina og að rétt hefði verið að taka ríkt tillit til þeirra,“ segir Árni. „Þegar úthluta á verðmætum er rétt að athuga hvaða verðleika fólk á að hafa til að bera til að hljóta þau. Í fjarveru annarra gildra ástæðna er rétt að úthluta til þeirra sem drýgstan þátt áttu í að skapa þau verðmæti sem úthlutað er,“ segir Ragnar. „Því má segja að í tilfelli kvótans hafi stór hópur fólks klárlega átt tilkall til gæðanna í krafti starfs síns við að gera kvótann verðmætan en ekki einungis útgerðarmenn á afmörk- uðu tímabili. Þótt vissulega hefði verið rétt að taka sérstakt tillit til þeirra þar sem líklegt er að þeir hafi haft mestra hagsmuna að gæta þegar úthlutunin átti sér stað, höfðu t.d. fjárfest í dýrum tækjum og búnaði,“ bætir Árni við. „Einn stærsti gallinn á úthlutun kvótans 1984 og síðan staðfestingu þeirrar úthlutunar árið 1990 er sá, að nær eingöngu virðist hafa verið miðað við þessa hagsmuni og þarf- ir tiltölulega fámenns hóps. Þess konar hagsmunir og þarfir geta aldrei réttlætt úthlutun nema til skemmri tíma, en kvótanum var úthlutað til langs tíma, jafnvel ótímabundið,“ útskýrir Ragnar. Fjórir hópar greini- lega hlunnfarnir En hvernig hefði verið hægt að úthluta kvótanum á réttlátan hátt? Árni og Ragnar árétta að allt tal um réttlæti og ranglæti sé afar viðkvæmt og flókið mál og öruggt að aldrei koma öll kurl til grafar í þessum efnum. „Það er ljóst að jafnvel þótt mælikvarði á úthlutun finnist fer því fjarri að þar með sé úthlutunin ráðin í stórum sem smáum atriðum. Ýmis vafamál hljóta að koma upp og einhverjir fá alltaf meira eða minna en þeir verðskulda. En þetta er hvers- dagslegur raunveruleiki sem við verðum að glíma við í þessu máli sem öðrum og þótt svo fari að e.t.v. verðskuldi menn ekki það sem þeir fá úthlutað „botnlaust“ er brýnt að úthlutunin sé eins sann- gjörn og kostur er og að þeir, sem úthlutað er til, standi málinu nær en aðrir,“ segir Ragnar. Heimspekilegar vangaveltur um réttlæti kvótakerfisins RAGNA SARA JÓNSDÓTTIR rsj@mbl.is Fjórir hópar greinilega hlunnfarnir við úthlutun VIRK VÍSINDI NAFN: Árni Guðmundsson, f. 1975. FORELDRAR: Helga J. Stefánsdóttir, f. 1946, og Guðmundur A. Hólmgeirs- son, f. 1939. MENNTUN: Grunnskólapróf frá Grunn- skólanum á Húsavík, stúdent frá Framhaldsskólanum á Húsavík 1995, BA í heimspeki frá HÍ 2001. Vinnur nú að blönduðum verkefnum, meðal ann- ars í Kópavogsskóla og HÍ. NAFN: Ragnar Þór Pétursson, f. 1976. FORELDRAR: Arndís Antonsdóttir, f. 1956, og Ólafur Ragnar Hilmarsson, f. 1962. MENNTUN: Grunnskólapróf frá Grunn- skóla Njarðvíkur, stúdent frá MA 1996 og BA í heimspeki 2001 frá HÍ. Starfar nú við kennslu í Reykjavík auk þess að vinna á sambýli fyrir fatlaða. Fræðimennirnir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.