Morgunblaðið - 24.03.2002, Page 7

Morgunblaðið - 24.03.2002, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 B 7 ÍSLENSK MATREIÐSLUBÓK Á HEIMSMÆLIKVARÐA Primavera er bók á heimsmælikvarða um mat, vín og eldamennsku. Veitingastaðurinn La Primavera opnar dyr sínar fyrir gestum og gangandi og býður upp á hina fullkomnu máltíð að ítölskum hætti. • Frábært úrval uppskrifta • Afar gagnlegur kafli um ítölsk vín • Réttu handtökin kennd • Sögur af lífinu á La Primavera Allt sem þarf fyrir góða máltíð og svo miklu, miklu meira. A B X / S ÍA VÍN vikunnar að þessu sinni eru blanda af hvítu, rauðu og freyðandi víni. Öll eiga það sameiginlegt að hafa hafið reynslusölu á síð- ustu vikum. Fyrsta vínið er spænskt freyðivín, Cava frá Pénedes-héraðinu suður af Barcelona. Segura Viudas Brut Reserva Cava (990 kr.) er þurrt og þroskað í nefi. Þetta er ekki flókið vín en hefur þroska í ilm, er bragð- gott og vel útfært af Cava að vera. Góð freyðivínskaup, fyrir þá sem leggja ekki í al- vöru kampavín. Vínið J.P. Branco Vinho Regional Terras do Sado (890 kr.) er hvítvín frá Portúgal. Ilmur sætur og djúpur, appelsínumarmelaði í nefinu en lítill ávöxtur í munni, þurrt, beiskt og svolítið kemíst. Kemur á óvart hversu þurrt það er í munni eftir sætan og ágengan ilminn. Þetta er vín sem kallar tví- mælalaust á mat, gæti verið svolítið stíft eitt og sér. Mætti reyna með saltfiski. Í ilmi hins kaliforníska Meridan Zinfandel 1999 (1.170 kr.) má greina blóm, sætan rauðan ávöxt, ekki síst plómur. Það er mjúkt í munni, sætt og feitt, ekki ósvipað rjómasúkkulaði. Kryddað og milt vín sem ætti að henta með kjúklingaréttum eða léttu pasta. Við sem unnum Bordeaux-vínum erum stöðugt að leita að góðum kaupum, ekki síst á þessum síðustu og verstu tímum þegar verð bestu vína héraðsins virðist ekki vera ákveðið með jarðarbúa í huga. Chateau Cadillac-Branda 1997 Bordeaux Superieur (1.290 kr.) er ágætis eintak. Rauð ber, plóm- ur og nokkur sýra. Greinilegt að Merlot er hér í ríkjandi hlutverki. Vel uppbyggt vín, ferskt og þægilegt. Steingrímur Sigurgeirsson Vín vikunnar Veggklukka aðeins 2.000 kr. NETVERSLUN Á mbl.is Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.