Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög FERÐASKRIFSTOFAN Fylkir – bílaleiga ehf. sem sérhæfir sig í Dan- merkurferðum hefur í samvinnu við gistiþjónustuaðila í Danmörku gefið út tvo bæklinga, annar þeirra er um gistingu hjá Íslendingum í Danmörku en hinn er um hótelgistingu í Kaup- mannahöfn. Fylkir Ágústsson sem rekur ferða- skrifstofuna Fylki segir að upphaf- lega hafi hann byrjað reksturinn með bílaleigunni fyrir níu árum. Smám saman hafi reksturinn undið upp á sig og nú sé hann farinn að útvega fólki gistingu, húsbíla, símakort og aðra þjónustu sem það vill fá í Danmörku. „Ég sérhæfi mig í þjónustu fyrir Danmerkurfara þótt ég sé að vísu far- inn að útvega fólki sumarhús í Nor- egi, Svíþjóð, Þýskalandi og víðar.“ Fylkir segir að Íslendingar spyrji mikið um gistingu hjá löndum sínum í Danmörku og því hefur hann nú í samstarfi við sex íslenska aðila sem bjóða gistingu t.d. í Kaupmannahöfn og Billund gefið út bækling um gist- ingu hjá Íslendingum í Danmörku. „Það eru fleiri en þessir sex ís- lensku aðilar sem bjóða gistingu í Danmörku en ég hef verið í samstarfi við þessa. Margir sem leigja sumar- hús eða bíl og jafnvel húsbíla hjá mér hafa nefnilega viljað gista hjá Íslend- ingum áður eða á eftir.“ Þá segir Fylkir það hafa færst í aukana að fólk sem er í viðskiptaer- indum vilji fá upplýsingar um hótel og því hafi hinn bæklingurinn verið útbúinn. „Þetta eru þriggja og fjög- urra stjörnu hótel sem við höfum val- ið í bæklinginn, m.a. átta hótel frá ARP-Hansen-hótelkeðjunni.“ Hann segir að þó að hann sé farinn að útvega fólki heimagistingu, íbúða- gistingu, hótelherbergi og bændagist- ingu séu sumarhúsin alltaf vinsæl en þau er hann búinn að vera með í sex ár. „Ég er með um 7.000 hús á vegum Dancenter og fólk fer bara beint inn á Netið og tekur þar frá hús sem því líst vel á. Við erum líka með í boði sum- arhúsahverfi frá Lalandia.“ Hann segir að úrvalið sé fjölbreytt en bend- ir fólki eindregið á að taka ekki ódýr- ustu húsin heldur hafa þau vandaðri, það margborgi sig. Þegar hann er spurður hvort marg- ir kjósi að leigja húsbíl í Danmörku segir hann það færast í aukana með hverju árinu sem líður. „Húsbílarnir hafa þann kost að það er hægt að ferðast um með gististað- inn með sér og fjögurra til fimm manna fjölskylda borgar frá 70.000– 90.000 fyrir vikuleigu. Þegar Fylkir er spurður um dönsku GSM-símakortin sem hann fór að selja fyrir nokkru segist hann hafa gert samkomulag við TeleDan- mark um að kynna kortin og nú kaup- ir hann sjálfur um þúsund kort á ári sem hann selur en hann segist þó gefa megnið af þeim. „Þegar fólk leigir sumarhús eða húsbíl í hálf- an mánuð fylgir símakort með. Það getur verið þægi- legt fyrir fólk að fá danskt símanúmer á meðan það er í Danmörku. Þá eru engir að hringja í fólk nema þeir sem vita danska númerið. Oft er það þannig að fólk er að hringja í símann til Dan- merkur frá Íslandi og ef svarað er í símann borgar sá sem er í Danmörku reikninginn. Fylkir hefur verið í samstarfi við danskar og þýskar bílaleigur í níu ár og segir að undanfarið hafi hann tekið eftir aukinni eftirspurn eftir bílum sem aka megi á til Austur-Evrópu. „Það vill svo til að húsbílafyrirtækið sem ég skipti við er einnig með bílaleigu og á þeim bílum má aka til Tékklands, Pól- lands og Ungverjalands svo dæmi séu tekin. Aukin eftirspurn eftir bílaleigubílum sem aka má á til Austur-Evrópu Morgunblaðið/Ómar Einnig er búið að gefa út bækling um hótel- gistingu í Kaupmannahöfn. Morgunblaðið/Golli Ferðaskrifstofan hefur látið útbúa bækling í samstarfi við sex Íslendinga sem bjóða gistingu í Danmörku. Gisting hjá Íslendingum í Danmörku Ferðaskrifstofan Fylkir – Bíla- leiga ehf. Fjarðarstræti 15 400 Ísafjörður sími 4563745 netfang: fylkirag@fylkir.is Veffang: www.fylkir.is UM páskana gera Ísfirðingar ráð fyrir að um 3.000 manns taki þátt í skíðavikunni á Ísafirði. Frá árinu 1979 hefur hún verið haldin árlega, þá eftir nokkurt hlé en fyrsta skíða- vikan var haldin þar 1935. Margir leggja leið sína vestur um páskana til að taka þátt í hátíðarhöldunum, ekki síst brottfluttir Vestfirðingar. Gunnar Þórðarson framkvæmda- stjóri skíðavikunnar segir að í ár- verði, eins og einu sinni tíðkaðist, sérstakt skíðaútvarp. „Við ætlum að halda uppi stemmn- ingu með útvarpssendingum sem snúast eingöngu um dagskrána og skíði og það verða valdir menn sem taka að sér útvarpsstjórnina.“ Á upphlut í 120 skrefa hlaupi Gunnar segir að í fyrra hafi verið byrjað á að bjóða gestum í 120 skrefa hlaup og rennsli með sneiðingum. „Þetta er aldagömul tvíkeppni sem var endurvakin í fyrra og þátt- takendur voru skikkaðir til að mæta í gamaldags fötum eins og upphlut- eða hnébuxum. Við búumst við mik- illi þátttöku og það passar ágætlega- að mæta í þessum múnderingum því það er furðufatadagur sama dag, föstudaginn langa, í Tungudal.“ Þegar hann er spurður hvað verði fleira um að vera í brekkunum nefnir hann garpamót en það er samhliða svig í útsláttarkeppni. „Það er alveg sérstakur blær yfir þessu móti og a.m.k. 60-70 manns sem taka þátt í því. Löngu áður en mótið hefst eru menn að reyna að múta dómurunum en viðkomandi einstaklingar hafa dæmt mótið frá upphafi. Menn liggja andvaka fyrir mótið og skirrast ekki við að nota misjöfn meðul til að ná árangri. Eitt kvöldið er svæðið lýst upp, tónlist spiluð frameftir og hægt að vera á brettum eða skíðum uns flug- eldasýning hefst. Páskaeggjamót og sælgætisregn Ýmislegt er gert fyrir krakka á páskavikunni, t.d. er sérstakt páskaeggjamót haldið fyrir þau og allir fá páskaegg í verðlaun. Þá rignir sælgæti yfir skíða- svæðið einn daginn og þá er mikið fjör hjá börnunum. Gunnar segir að í tvígang komi hljómsveitir á skíðasvæðið og gestir taki danspor. Það er ýmislegt um að vera í bæn- um sem iðar af menningu og fjöri en stemmningin, sem er aðals- merki Skíðavikunnar segir Gunnar að sé engu lík Veit- ingahúsin í bænum taka þátt í hátíð- arhöldunum, Hótel Ísafjörður býður upp á ostahlaðborð tvö kvöld með Bjarna Ara, Týrólakvöldið með hljómsveitinni Bland í poka verður á Eyrinni og djasskvöldin eru haldin í Krúsinni. Nágrannabæirnir eru með á skíðavikunni, t.d. er boðið upp á kar- aoke-keppni á Bolungarvík og síðan er fólk dregið á skíðum til Önund- arfjarðar og þar endar fólk á Vagn- inum eftir að hafa skellt sér í sund og gufu á Flateyri. Síðastliðinn föstudag vígðu Ísfirð- ingar nýjan skíðaskála í Tungudal. „Eftir snjóflóðið á Seljalandsdal 1994, þegar skíðasvæði Ísfirðinga þurrkaðist út á einni nóttu, var ráðist í með harðfylgni nokkurra einstak- linga, í góðri samvinnu við bæjaryf- irvöld, að byggja nýjan skíðaskála í Tungudal en þar er nýja skíðasvæð- ið. Skálinn tekur 120 manns í sæti, þar verður veitingasala, sjoppa og í framtíðinni skrifstofa og svefn- pokagisting. Gamli skálinn var færður upp á Seljalandsdal og er mikil búbót fyrir göngufólk, en þar er göngusvæði Ísfirð- inga. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Í Tungudal. Um páskana verður starfrækt skíðaútvarp á Ísafirði og haldið áfram með aldagamla tvíkeppni á skíðum sem var endurvakin í fyrra.  Nánari upplýsingar um skíða- vikuna er hægt að fá á slóðinni www.isafjordur.is/ski Sími 895-7121 Netfang: skidavika@snerpa.is Gististaðir á Ísafirði og í næsta nágrenni.  Gamla gistihúsið Mángötu 5 400 Ísafirði Sími: 456 4146 Fax: 456 5146 GSM: 897 4146 www.gistihus.is  Hótel Ísafjörður Silfurtorgi Ísafirði Sími: 456 4111 Fax: www.hotelisafjordur.is  Brynjukot Ránargötu Flateyri Símar: 456 7762 og 456 7751  Gistiheimili Auðar Ásbergs Mánagötu 6 Ísafjörður Símar: 456-4263 og 456- 5525 GSM:868-7699  Gistiheimilið Vera Hlíðargötu 22 Þingeyri Sími: 456-8232  Gistiheimili Áslaugar Hæstakaupstað Austurvegi 7 Ísafirði Sími: 456 3868 Fax: 456 4075. www.randburg.com/is/aslaug  Húsverk sf - gistiskáli Brimnesvegi 4b Flateyri Sími: 456 7621 GSM:899 0721  Kirkjuból Korpudal Önundarfirði Sími: 456 7808 GSM: 852 2030  VEG-gisting Aðalgötu 14 Suðureyri Sími: 456-6666 www.sudureyri.is/gistiheimili  Gistiheimilið Þingeyri Aðalstræti 26 Þingeyri Farsími: 893 1058 Skíðavikan á Ísafirði haldin um páskana Furðufígúrur á föstudaginn langa í Tungudal Á föstudag- inn langa klæðast gestir furðu- fötum og mæta þannig í brekkurnar. Lj ós m yn d/ E ir ík ur G ís la so n ÞEGAR ferðast er með flugvél er ekki laust við að smá og stundum veruleg ónotatilfinning sæki að þeim, sem eiga við „væga“ flug- hræðslu að stríða. Tilefnið þarf ekki að vera mikið. Lítilsháttar breyting á vélarhljóði nægir stund- um til þess að framkalla örari hjartslátt að ekki sé minnst á þeg- ar flugstjórinn án frekari skýringa biður eða jafnvel skipar farþegun- um að spenna beltin vegna óróleika í lofti. Þá er ekki laust við að hug- urinn leiti út um víðan völl og ímyndunaraflið taki flug. Um daginn brá svo við að á leið- inni til Parísar hljómaði róleg rödd flugstjórans, Guðrúnar Olsen, sem bað farþega um að spenna beltin því nú þyrfti að hækka flugið vegna óróleika framundan. Heyrst hefði frá flugstjórum annarra flug- véla á sömu slóðum, sem kvörtuðu yfir því sama. Hún tók fram að þetta tæki fljótt af og að ekkert væri að óttast. Og viti menn, öll spenna hvarf og hjartslátturinn hélt sínu striki. Það þurfti ekki meira til. Flugstjórinn tók fram að ekkert væri að óttast við óróann í lofti og þá hvarf spennan. Óróleiki í lofti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.