Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ bíó J AFNVEL sigurvegararnir gleymast furðu fljótt, veldur hver á heldur. Hvað sem því líður, virðingin fylgir tilnefn- ingunni ævilangt og afhendingarhá- tíð Óskarsverðlaunanna er engu öðru lík. Óumdeilanlegur hápunktur kvik- myndaársins. Þau verðlaun eru ekki enn komin fram á sjónarasviðið sem eru annað en hjóm við hliðina á hin- um roðagyllta, eftirsótta og öfundaða Óskari. Fjas úrtölumanna þar að lút- andi léttvægt fundið. Baráttan um Óskarinn í ár er tví- sýn að venju. Framundir síðasta dag ársins voru verðugir keppendur að líta dagsins ljós, enda telja framleið- endur sigurstranglegra að spila fram trompunum því styttra sem er í loka- slaginn. Það verður því svipaður blindingsleikur og endranær að spá í hverjir sitja uppi með hnossið í hönd- unum í ár. Eitt verður sá sem ætlar sér þá dul að hafa hugfast öðru frem- ur: Að láta tilfinningarnar ekki hlaupa með sig í ógöngur, heldur meta stöðuna ískalt og raunsætt. Reyna að láta skynsemina ráða, blik- urnar sem hafa dregist uppá kvik- myndahimininn á undanförnum vik- um, vísa veginn. Ég á t.d. enga ósk heitari en Tom Wilkinson hljóti þau fyrir bestan leik í aðalhlutverki (In the Bedroom), frekar en hinn mun sigurstranglegri Denzel Washington (Training Day), að ekki sé minnst á Russell Crowe (A Beautiful Mind). Tel þó nokkuð víst að annarhvor hinna síðarnefndu standi uppi sem sigurvegari. Það rifjast líka upp, að árið 1968 veðjaði ég á Cliff Robert- son, sem þá stóð í svipuðum sporum og Wilkinson í dag. En hvað gerðist? Minn maður vann verðskuldað, þvert ofaní allar spár, fyrir ógleymanlega túlkun á hinum þroskahefta Charly. Það verður að gefa hugboðinu sín tækifæri, oft hafa þau reynst vel. En þetta er nú einu sinni leikur og hvar væru þeir án áhættunnar? Það er gott að vera vitur eftirá. Flest af því fólki og verkum sem til- nefnt er í ár er eftirtektarverkt og á gott skilið. En það eru ekki alltaf verðleikarnir sem ráða úrslitum er meðlimir Bandarísku kvikmynda- akademíunnar ganga til atkvæða í hinum mörgu verðlaunaflokkum. Þá staðreynd er hollt að hafa í huga þeg- ar maður tippar á verðlaunahafana, og svo síðar, þegar sannleikurinn berar sig frammi fyrir nefinu á manni. Árlega eyða kvikmyndaverin ógrynni fjár í auglýsingaherferðir, en þar er eitt, Miramax, nokkuð sér á báti. Uppskera þessa litla, vel rekna fyrirtækis, hefur verið eftir því: Sögulegt met, því 11 myndir þess hafa hlotið tilnefningu sem besta mynd ársins á síðustu 10 árum Ann- ars hefur borið mikið á auglýsingum frá Universal, til handa A Beautiful Mind og dvergrisinn New Line Cin- ema hefur einnig ausið fé í kynningu á The Lord of the Rings: The Fell- owship of the Ring – Hringadrótt- inssögu, snilldarverki, framvegis skammstöfuðu LOTR. Miramax hef- ur að sjálfsögðu einnig haldið In the Bedroom, sínum frambærilega keppinaut, óspart frammi. Líkt og allir vita sem einhvern snefil hafa af kvikmyndaáhuga, var það ævintýramyndin LOTR, sem sópaði til sín flestum tilnefningunum í ár og er vel að þeim öllum 13 komin. Sömuleiðis stórvirkið Moulin Rouge, sem hlaut næstflestar tilnefningar, ásamt A Beautiful Mind, eða 8. Þá kom Gosford Park með 7 og In the Bedroom hlaut 5. Aðrar færri. Tilnefningarnar í ár koma ekkert sérstaklega á óvart. Vissulega sakn- ar maður nokkurra frábærra mynda og listamanna sem gengið er framhjá í ár, og hneykslast á tilvist annarra. Það er gömul saga og ný og menn hættir að láta slíkt fara um of fyrir brjóstið á sér. Þó getur sá sem þessar línur skrifar aldrei sætt sig við að leikstjóri myndar sem hlotið hefur heiðurinn af að komast í hóp fimm til- nefndra, sé sniðgenginn. Sú undar- lega niðurstaða á við í ár, rétt eina ferðina. Hvað með það, vegir Aka- demíunnar eru óútreiknanlegir, nú sem endranær. Það á eftir að sýna sig hér á eftir Besta mynd ársins Hér stendur slagurinn fyrst og fremst á milli þriggja mynda; LOTR, Moulin Rouge og A Beautiful Mind. Líkt og fram hefur komið nýtur LOTR nokkurrar sérstöðu hvað snertir fjölda tilnefninga, ber höfuð og herðar yfir keppinautana. Dæmin sanna að fjöldinn hefur ekkert að segja um uppskeruna. Þá má einnig benda á að magnaðar ævintýra- myndir, hliðstæðar LOTR, líkt og Star Wars, hafa ekki hlotið Óskars- verðlaun sem besta myndin. Báðar eru þær einstök tímamótaverk og lágu margir Akademíunni á hálsi að hún heiðraði ekki fyrstu Stjörnu- stríðsmyndina einsog hún átti skilið. Greip heldur ekki tækifærið þegar röðin kom að mynd nr. 2, The Emp- ire Strikes Back – besta verkinu í bálknum. Uns ég sá LOTR var ég þess fullviss að Moulin Rouge hlyti Óskarinn í ár, slíka yfirburði sem hún hafði lengst af. A Beautiful Mind breytti þeirri skoðun ekki hið minnsta. Staðreyndin er hinsvegar sú að LOTR er stórkostleg, yfir- þyrmandi kvikmynd í alla staði, kem- ur einsog þruma úr heiðskíru lofti úr nánast óþekktum höndum Ný-Sjá- lendingsins Peters Jackson. Áður hafði verið gerð tilraun að fanga æv- intýraheim Tolkiens í best gleymdri teiknimynd. Menn almennt sammála að tilraun afkjálkamannsins væri fyr- irfram dæmd til að mistakast. Öðru nær, Jackson slær hvergi feilnótu. Tökustaðir, texti, framvinda, búning- ar, leikmunir, leikaraval, allt nálgast fullkomnun. LOTR verður mjög lík- lega hinn umtalsverði sigurvegari kvöldsins. Litlu breytir að Samtök kvik- myndaframleiðenda (The Producers Guild), kaus á dögunum Moulin Rouge bestu mynd ársins. Á þeim 12 árum sem liðin eru síðan þau hófu þessa verðlaunaveitingu, hefur sam- tökunum aðeins skjöplast þrisvar. Vissulega er Moulin Rouge, eftir ástralska snillinginn Baz Luhrmann, verðugur keppinautur. Hrífandi samfella hreyfingar, tóna, söngva og dansa, sorgar og gleði. Stórvirki sem kveikti líf að nýju með dans- og söngvamyndinni, sem nánast er búin að vera úti í kuldanum í áraraðir. Hún fékk reyndar einnig hin lítil- sigldu Golden Globe verðlaun, en þau telja ekki neitt á kvöldi Óskarsverð- launanna. Þá vinnur það gegn mynd- inni að Moulin Rouge var frumsýnd miklu fyrr á árinu en keppinautar hennar. Sömu Golden Globe verðlaun – sem drama – hlaut A Beautiful Mind, hin ofur-samúðarfulla glans- ópera ársins. Segir „sanna“ sögu nóbelsverðlaunahafans Johns Nash (Russell Crowe), sem barðist við geð- klofa og hafði betur. Reyndar hafa höfundarnir staðið í ströngu að verja sig þungri gagnrýni fyrir að hafa hvítþvegið Nash, sem margir telja flest annað en „fagra sál“. En það er vitaskuld allt önnur saga. Ron How- ard leikstýrir, maður kunnur fyrir góða fagmennsku, en síður listrænt handbragð. Þá er ógetið myndanna sem hljóta að eiga minni möguleika. In the Bedroom hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir úrvalsvinnu á öllum sviðum, sem er enn meira afrek þar sem myndin er gerð af félitlum, óháð- um framleiðanda (Miramax kom miklu seinna til sögunnar sem dreif- ingaraðili). Hún tekur ekki silki- hönskum Howards á viðkvæmu efni; átakanlegum atburði í lífi fjölskyldu í Maine og ennfrekar eftirhreytum hans. Þá er aðeins Gosford Park ógetið, sem hér virðist þjóna þeim til- gangi einum að vera fimmta ástæðan til að heiðra Robert Altman með til- nefningu og á engan hátt nógu veiga- mikil í slíka samkeppni sem hún fær hér. Karl má una glaður við sín ágætu BAFTA verðlaun á dögunum. Þeim sem ég tel sigurstrangleg- astan eða sigurstranglegasta í hverj- um flokki stilli ég efst – síðan koll af kolli: Hringadróttinssaga I. – The Lord of the Ring: Fellowship of the Ring Moulin Rouge A Beautiful Mind In the Bedroom Gosford Park Besti leikstjóri ársins Í upphafi skal þess getið að enn hef ég ekki fengið tækifæri til að sjá Mul- holland Drive, verkið sem skipar gæðaleikstjórann Lynch á þennann glæsilega lista. Eins tel ég það mestu mistök Akademíunnar í ár að ganga framhjá meistara Baz Luhrmann; Moulin Rouge er framar öllu leik- stjórnarlegt afrek, ógleymanleg veisla fyrir augu og eyra. Því set ég hiklaust Peter Jackson efstan á lista en geri mér fyllilega grein fyrir að þar gæti Ron Howard reynst honum skeinuhættur. Þó Jackson sé ber- sýnilega snilldarhæfileikum gæddur og hafi tekist hið ómögulega í nánast sinni fyrstu alvörutilraun, en How- ard „aðeins“ góður fagmaður, þá á sá síðarnefndi hug og hjörtu Holly- woodelítunnar. Borinn og barnfædd- ur í skemmtanaiðnaðinn, ef svo mætti segja. Barnastjarna í kvik- myndum, stórstjarna á unglingsár- um í sjónvarpi. Gerðist síðan vamm- laus leikstjóri frá upphafi þess ferils og á urmul fyrsta flokks afþreying- armynda að baki. Þetta verður tví- sýnn slagur. Ridley Scott fékk þau í fyrra og má vel við það una. Hann sit- ur hér á kostnað Luhrmanns og á ekki minnstu möguleika frekar en Altman, sem er ekki að gera mikið betri hluti en Agötu Christie myndir Sir Lew Grade á sínum tíma. Altman ætti að vera búinn að fá Óskarsverð- laun fyrir margt löngu en á lítið er- indi í ár. Peter Jackson, LOTR David Lynch, Mulholland Drive Ron Howard, A Beautiful Mind Ridley Scott, Black Hawk Down Robert Altman, Gosford Park Besti karlleikari í aðalhlutverki Akademían skildi Denzel Wash- ington eftir, fyrir örfáum árum, þeg- ar Kevin Spacey var tekinn framfyrir þennan magnaða leikara sem gerði Ruben „Hurricane“ Carter ógleym- anleg skil í góðri mynd. Ástæðan var skiljanleg; Spacey var betri. Það sama verður ekki sagt um frammi- stöðu Russells Crowe í ár. Reyndar kom mjög á óvart að „buff“- leikur hans í Gladiator nægði til Óskars- verðlauna. Crowe er fær fagmaður, búinn að birgja sig upp af nettum kækjum til að fást við geðklofann Nash í A Beautiful Mind og skilar sínu vel. Hann getur verið magnaður leikari, það sýndi hann í The Insider, en lá þá óbættur hjá garði. Wash- ington er hrikalegt fól, illmenni af verstu gerð, háll og varasamur, sem tekur nýliðann í nefið í Training Day. A Beautiful Mind er sannarlega merkilegri mynd en Washington sýnir miklum mun magnaðri leik en helsti keppinautur hans. Þá þætti það ekki setja slæman svip á hátíð- ina, þar sem heiðursóskarshafi ársins er sjálf svarta goðsögnin Sidney Poitier. Hollywood gæti þess vegna átt það til að leggjast í eitt allsherjar afróamerískt lofsöngvafyllerí – og kippt Halle Berry með í glauminn. Eins látið Poitier gamla nægja. Mað- ur rekur sig sí og æ á hina sígildu speki Goldmans um Hollywood; „No- body knows anything“. Þó svo að flestir hallist á að aðal- baráttan verði á milli Washington og Crowe má ekki gleyma Will Smith, sem gerir allt rétt í Ali, óvenju yf- irborðskenndri mynd af hálfu Mich- aels Mann um boxarann Cassius Clay/Mohammad Ali. Að mínu áliti hefur Smith ekki átt jafn góðan dag síðan í The Seven Degrees of Sep- aration, við upphaf kvikmyndaferils síns. Í upphafi minntist ég stormandi fágaðrar, fjögurra stjörnu túlkunar Toms Wilkinson í In the Bedroom. Mín von er sú að hann hirði Óskar- inn, tel þennan breska stórleikara best að honum kominn í ár – en lík- urnar hverfandi. Þá er ógetið Seans Penn, þess leikara sem ég hef ekki hvað minnstar mætur á í þessum hópi. Hann á góðan dag í hlutverki Sams, þroskahefts, einstæðs föður sem á í forræðisdeilu vegna sjö ára dóttur sinnar. Ákaflega falleg og vel smurð þriggja klúta mynd þar sem allt fer svo vel að mér hefði ekki brugðið hið minnsta þó þau hefðu gift sig í lokin, Sam og karríerkonan, lög- fræðingurinn hans, jafnvel þó hún sé leikin af Michelle Pfeiffer. Efnislega á plani meðalþáttar af Grenjað á gresjunni (sem maður hálfskammað- ist sín fyrir, en skældi jafnan yfir þegar allt var yfirstaðið); mynd sem maður má alls ekki velta fyrir sér en Penn nýtur þess að hlutverkið er einkar Óskarsvænt (líkt og Charly á sínum tíma), sjálfsagt á hann mögu- leika. Denzel Washington, Training Day Russell Crowe, A Beautiful Mind Tom Wilkinson, In the Bedroom Óskarsnóttin Hringadróttins Enn erum við stödd á þröskuldi frægðar og gleymsku. Þeir tilnefndu eiga nokkurra vikna dýrðartíma með hanastélum, atvinnutilboðum og sviðsljósaböðum. Honum lýkur hastarlega í nótt og við tekur hversdags- hjakkið að nýju, skrifar Sæbjörn Valdimarsson. Hringadróttinssaga: Besta myndin? Getum leitt að sigurvegurum 74. Óskarsverðlaunaafhendingarinnar í kvöld Denzel Washington og Jennifer Connelly: Bestu leikarar í aðal- og aukahlutverkum? Tom Wilkinson og Sissy Spacek í In the Bedroom: Bestu leikarar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.