Morgunblaðið - 24.03.2002, Side 17

Morgunblaðið - 24.03.2002, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 B 17 bílar aðlagar geislann samkvæmt því. Undir vélarhlífinni er fimm strokka, 2,4 lítra vél sem skilar 300 hestöflum og 400 Nm togi. Við hana er tengdur sex þrepa hálfsjálfskipt- ur gírkassi með skiptitökkum á stýrinu. Sett er í bakkgír með því að þrýsta á hnapp í miðjustokknum. Fjögur sjálfstæð sæti eru í bíln- um og hægt er að fella aftursæt- VOLVO sýndi á bílasýningunni í Genf nýja X90 jeppann sinn en að auki var þar frumsýndur nýr hug- myndabíll, ACC2, sem sýnir hvernig ný kynslóð V70 XC mun líta út. Von er á þeim bíl á markað á næsta ári. ACC2 er með stærri hjólaskálum og grjótvörn á fram- og afturstuðara. Hann er með sítengdu fjórhjóladrifi eins og núverandi bíll en er kominn á 18 tommu Michelin-nagladekk sem hægt er að keyra á þótt springi á þeim. Nýjung er framljósabúnað- urinn sem er tengdur GPS-hugbún- aði sem reiknar út hvort bílnum er ekið á vinstri eða hægri akrein og isbökin aftur og skapa mikið flutn- ingsrými. Í innréttingunni er blandað saman áli og burstuðu stáli ásamt hlýrri náttúrulegum efnum. Miðjustokkurinn tekur drjúgt rými inni í bílnum en hann þjónar þeim tilgangi m.a. að hýsa alls kyns tæknibúnað, eins og t.d. handhelda tölvu, stafræna myndavél og DVD- spilara. Ólíklegt er að framleiðslubíllinn verði í líkingu við hugmyndabílinn að innan. Volvo ACC2 sýnir hvernig næsta kynslóð V70 XC gæti litið út. Hugmynd að nýjum Volvo V70 XC SAMKVÆMT upplýsingum frá Skráningarstofunni virð- ist talsvert vera um að öku- tæki af tilteknum gerðum séu í notkun án þess að þau séu skráð. Einkum er um að ræða bifhjól, torfærutæki, t.d. vél- sleða, tjaldvagna, dráttarvél- ar og eftirvagna. Skráningar- stofan bendir á að það ber að hafa slík tæki skráð og tryggð í samræmi við gildandi lög. Eigandi ökutækis eða sá sem á vegum hans hefur um- ráð þess, t.d. innflytjandi eða framleiðandi, ber ábyrgð á því að ökutæki sé skráð. Samkvæmt umferðarlögum er gerð sú krafa að öll skráningarskyld vélknúin ökutæki séu tryggð ábyrgðartryggingu og að auki skal ökumaður tryggður sérstakri slysa- tryggingu ökumanns. Tjón af völd- um óvátryggðra ökutækja getur leitt til bótaábyrgðar eiganda og þess er veldur tjóni. Einnig kann tjónþoli sjálfur að missa rétt til bóta ef hann mátti vita að ökutæki var ekki vátryggt. Samkvæmt upplýs- ingum frá Alþjóðlegum bifreiða- tryggingum á Íslandi sf. er fordæmi fyrir því að endurkröfu vegna bóta- greiðslna hafi verið beint að innflytj- anda ökutækis sem afhenti ökutækið án skráningar. Um tryggingaábyrgð óvélknúinna ökutækja gildir að ábyrgðarmaður vélknúins ökutækis ber ábyrgð á tjóni sem verður af völdum annars ökutækis sem hið vélknúna ökutæki dregur. Vátrygging dráttarökutæk- isins tekur þannig einnig til aksturs með tengd ökutæki. Ef hið tengda ökutæki er skráningarskyldur eftir- vagn eða tengitæki, en skráningar- skyldu hefur ekki verið fullnægt, getur það leitt til endurkröfuréttar tryggingafélags dráttarökutækisins á hendur ábyrgðarmanni þess. Mörg óskráð og óvátryggð ökutæki í notkun Morgunblaðið/Kristján Vélsleðar eru skráningarskyld ökutæki. Vorum að taka upp nýjar vörur Freemans - Bæjarhrauni 14 - s: 565 3900 - www.freemans.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.