Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ annars í þorpum í kring um Dudinka, þorpum eins og Levinski Peski. Þar búa 260 manns, flestir hjarðmenn sem hafa lífsviðurværi sitt af hrein- dýrarækt. Sú atvinnugrein er í hættu núna, meðal annars vegna þess að niðurgreiðslur og aðstoð við bólusetningu hreindýranna sem fékkst á Sovéttímanum er ekki leng- ur fyrir hendi. Nú herja sjúkdómar á dýrin og ógna tilverugrundvelli fólksins. Við aðstæður sem einungis þeir hörðustu þola er ömurlegt hlutskipti að vera veikur, fatlaður eða búa á annan hátt við miklar þrengingar. Mikhail Sidenainov er með maga- krabbamein. Hann og kona hans Elizaveta draga fram lífið á 2.500 krónum á mánuði. „Nágrannar okk- ar gefa okkur fisk og hjálpa okkur við að bera vatn og kol,“ segir Eliza- veta. „Lífið er hræðilegt hér og við gætum þetta ekki án nágranna okk- ar,“ bætir hún við. Hluti vandans er að á Sovéttím- anum voru eignir infæddra íbúa Taymir-héraðs gerðar upptækar og þeir neyddir til að taka upp fasta bú- setu í þorpum eins og Levinski Peski. Sumir ættbálkarnir telja ekki nema rúmlega 200 manns og þeir eru að tapa tungumáli sínu – og sjálfs- virðingu. Fyrir fall Sovétríkjanna var þeim séð fyrir aðföngum en nú eru aðrir tímar. Ludmila Baikaleva er fimmtug. Hún býr í einu herbergi með sex uppvöxnum börnum og einu barna- barni. „Lítið á þetta,“ segir hún við gesti sem heimsækja hana. „Það er ekkert rennandi vatn, þakið er að falla saman, við höfum ekkert salerni og sex okkar sofa í þessu eina rúmi. Það er ekki nema von að við séum reið, uppstökk og árásargjörn.“ Ýmis Rauða kross félög, þar á meðal Rauði kross Íslands, hafa stutt starf rússneska Rauða krossins í Taymir. Þótt aðstæður til hjálp- arstarfs séu með þeim harðneskju- legustu sem um getur, þá er reynt að koma matvælum og öðrum nauð- synjavörum til þeirra sem búa við bágust kjör. „Lífsbaráttan er ótrúlega erfið á þessum slóðum,“ segir Sigrún Árna- dóttir framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, sem heimsótti Taymir fyrir nokkru. „Það er verulegur skortur á mat þarna, sérstaklega í dreifðari byggðum. Það er ákaflega erfitt að komast á milli og það gerir hjálparstarf örðugra. En formaður Rauða kross deildarinnar á staðnum, kona sem heitir Olga, er öflug dugn- aðarkona sem fær fólk í lið með sér og hefur meðal annars fengið stjórn- endur koparnámunnar í Norilsk til að styðja hjálparstarfið. Rauði kross- inn er með súpueldhús, sem er að- allega fyrir aldrað fólk, og eins er reynt að hjálpa þeim sem minna mega sín á ýmsan máta. Saga Olgu er dæmigerð fyrir fólk sem þarna býr, því foreldrar hennar fluttu til Taymir á Sovéttímanum, en þá var fólki boðið upp á margvísleg fríðindi til að fá það til að flytja út á frerann. Nú er auðvitað engin slík aðstoð fyr- ir hendi.“ Vetur ríkir frá september og fram í júní. Í júlí verður allt að drullusvaði og moskítóflugur herja á íbúana. Þá fara margir að verða langeygir eftir vetri á ný til að losna undan flug- unum. Morgunblaðið/Þorkell Koparvinnslustöðin í Norilsk er risastór lífæð þessa gaddfreðna hluta Síberíu. Verksmiðjan fór að skila hagnaði fyrir nokkrum árum og nú stendur hún undir mestöllu lífi á staðnum. Kuldinn er oft svo gífurlegur að kalsár myndast á beru hörundi á andartaki. Hitaveita Dudnika er miðstýrð, hiti hækkar og lækkar í öllum bænum samtímis. Lenín gnæfir enn yfir miðbæ Dudnika, en í Síberíu gerast breytingar hægt. Snjóbílar eru mikið þarfaþing en samgöngur geta legið niðri mánuðum saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.