Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 B 9 ferðalög PÉTUR Ólafur Matthíasson og Anna Hansson gengu þannig frá hlut- unum að hann vissi ekkert um brúðarkjólinn og hún ekkert um brúðkaupsferðina þegar þau undirbjuggu brúðkaupið. Skipulagning brúðkaupsferðarinnar átti að vera alfarið í hans höndum. Pétur valdi að fara með brúðina til Færeyja. Hvernig leist Önnu á að fara til Færeyja? „Mér tókst alveg að halda því leyndu hvert við værum að fara þangað til út á flugvöll var komið. Það kom svipur á hana fyrst en áður en við lentum á Vogum var hún orðin mjög spennt fyrir eyj- unum. Ég vissi að hún vildi fara á rólegan stað þar sem við gætum verið útaf fyrir okkur og rölt á kaffihús en ég vissi jafnframt að hún kærði sig ekkert um að fara á sólarströnd og Færeyjar pössuðu vel inn í myndina þegar ég fór að skoða málið. Hún varð yfir sig hrifin af Þórshöfn og sagði að þetta væri ein- mitt staður eins og hún hefði viljað fara á.“ Hvernig var að eyða hveitibrauðsdögunum í Þórshöfn? „Brúðkaupsferðin var rómantísk, við röltum um Þórshöfn enda fengum við rosalega gott veður.“ Pétur segir að þau hafi verið ein- staklega ánægð með hótelið sem heitir Hafnia og er miðsvæðis í Þórshöfn. Pétur og Anna voru gefin saman á aðventunni og því voru þau í Þórshöfn rétt fyrir jólin. Þau borðuðu úti á kvöldin og fóru m.a. á jólahlaðborð á hótelinu sem þau segja að hafi verið mjög flott. Einn daginn tóku þau bílaleigubíl og óku út fyrir bæinn, um eyjarnar. Frá- bær ferð í alla staði fullyrðir Pétur og segir að ef fólk vilji fara á ró- legan stað og rómantískan þá séu Færeyjar staðurinn. „Að auki er þetta þægilegt flug og stutt að fara beint frá Reykja- víkurflugvelli.“ Einhverjir staðir í Þórshöfn sem þið mælið með að fólk sjái? „Þórshöfn er gamall bær og það er gaman að labba um hann því mörg húsanna eru í fallegum litum og með torfþaki. Norðurlanda- húsið er þess virði að skoða, hönnunin á því er snilld. Síðan er gaman að velta tungumálinu fyrir sér, Anna skildi Fær- eyingana merkilegt nokk betur en ég, en hún er frá Svíþjóð. En ég brosti meira að færeysku stafsetningunni, en Færeyingar gera það víst líka þegar þeir lesa íslenskuna.“ Pétur Ólafur Matthíasson, starfsmaður hjá áhættu- og fjár- stýringu Íslands- banka, skipu- lagði brúðkaups- ferðina sína og Önnu Hansson til Færeyja. Mörg húsanna eru í skrautlegum litum og með torfþaki. Brúðkaupsferð til Færeyja Pétur Ólafur Matthíasson og Anna Hansson segja að ef fólk vilji fara á rólegan og róman- tískan stað þá séu Færeyjar rétti staðurinn.  Hotel Hafnia Áarvegur 4-10, Postbox 107 FO-110 Tórshavn, Færeyjar S. +298-313233, Fax +298-315250 www.hafnia.fo Eftirminnileg ferð Ísland Ágönguskíðum í Landmannalaugar Ferðafélag Íslands efnir til skíða- gönguferðar í Landmannalaugar um bænadagana, eða frá 28.–30. mars. Brottför er frá BSÍ klukkan átta árdegis og farið verður með sérútbúnum fjallabílum. Ekið er að Hrauneyjum þar sem áð verður. Síðan tekur fólk fram skíðin og leggur af stað í Landmannalaugar en áætlað er að gangan taki 5–6 klukkustundir. Bílar fylgja hópnum og flytja farangur og göngufólk ef það þreytist. Á föstudaginn langa verður farið í 5–7 klukkustunda langa göngu og stefnt er að því að fara í Suðurnámur og víðar. Á laugardagsmorgni er gengið á skíðum út í Hrauneyjar og bílar flytja farangur. Frá Hrauneyjum er ekið til Reykjavíkur með fólk og farangur. Fararstjóri er Finnur Fróðason, en verð er 15.900 kr. fyrir félagsmenn og 17.900 kr. fyr- ir aðra. Páskar í Mývatnssveit Á föstudaginn langa verður farið í píslargöngu umhverfis Mývatn. Þetta er 36 kílómetra ganga og gengur hver á sínum hraða enda markmiðið ekki að verða fyrstur heldur að klára vegalengdina. Bíll fylgir með til að geyma aukabúnað og nesti og svo er hægt að fá sér far einstaka leggi ef þreytan sækir að. Auk þess eru skíðagöngur alla daga og skipulagðar vélsleðaferðir um nágrenni Mývatns með reynd- um leiðsögumönnum. Hægt er að leigja skíðabúnað og vélsleða. Menningardagskráin Músík í Mý- vatnssveit verður á sínum stað, en Laufey Sigurðardóttir, fiðluleikari, hefur undanfarna 4 páska komið til Mývatnssveitar með valinn hóp listamanna. Haldnir verða tón- leikar í Reykjahlíðarkirkju að kvöldi föstudagsins langa og svo í Skjólbrekku daginn eftir. Á þess- um tvennum tónleikum er sitt hvor dagskráin enda tilefnin mis- jöfn, verkefnaskráin á föstudaginn langa tekur mið af þeim sorg- ardegi en laugardagstónleikarnir verða með léttari verkum.  Allar nánari upplýsingar er að fá í Hótel Reynihlíð síma 464 4170 og svo er hægt að senda fyrirspurnir og bókanir á bookings@reynihlid. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í Landmannalaugum. FÓLK með lítil börn sem hyggst leigja sumarbústað í Danmörku kann lík- lega að meta nýjan pöntunarlista sem búið er að gefa út þar í landi. Þar er getið á fimmta hundrað sum- arbústaða þar sem lagt er upp úr því að þjónusta fjölskyldur með lítil börn. Boðið er upp á barnarúm, barnabað- kar, leikföng, leiktæki, þvottavél og svo framvegis. Það er fyrirtækið Feriepartner Danmark sem hefur gefið út listann og skoðað með tilliti til smábarna öll þau hús sem í honum eru. Bústað- irnir, sem eru vítt og breitt um Dan- mörku, eru allt frá því að vera litlir og henta þremur til fjórum upp í hús fyr- ir stórfjölskyldur eða nokkrar fjöl- skyldur sem ferðast saman. Barnvænir sumarbústaðir í Danmörku  Listinn yfir sumarbústaði er 115 síður. Hann er hægt að panta með því að fara inn á slóðina: www.feriepartner.dk Ísland frá kr. 3.700,- á dag Danmörk frá kr. 3.500,- á dag Þýskaland frá kr. 2.500,- á dag Bretland frá kr. 2.700,- á dag Bandaríkin frá kr. 3.400,- á dag Ítalía frá kr. 3.800,- á dag Spánn frá kr. 2.200,- á dag Nánari uppl. í síma 591 4000 Verð miðast við flokk A eða sambærilegan Lágmarksleiga 7 dagar Gildir til 31/03/02 Verð miðast við flokk A Lágmarksleiga 7 dagar Innifalið: Ótakmarkaður akstur, trygging og vsk. Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík Avis býður betur ... um allan heim Traustur alþjóðlegur þjónustuaðili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.