Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 B 5 ÍSLENSKIR draugar fluttu sigekki í ríkum mæli um set meðÍslendingum þegar þeir tókusig upp og fluttu vestur umhaf til Kanada. Nokkrir þeirra stigu hins vegar á skipsfjöl og komu sér fyrir í hinum nýju heim- kynnum og eru þar helst nefndir til sögunnar Leirárskotta, Ábæjar- skotta, Rauðafells- og Írafellsmóri sem og Þorgeirsboli. Fremur lítið fer fyrir draugum þessum nú á önd- verðri 21. öld þar vestra. Þetta kom fram í samtali við Kristínu M. Jóhannsdóttur, en hún flutti erindi um efnið á ráðstefnu um norðlæg lönd sem fram fór í Háskól- anum á Akureyri í gær. Kristín kennir íslensku við íslenskudeild Manitoba-háskóla í Winnipeg í Kan- ada en það hefur hún gert í tæp þrjú ár. Nemendur voru 5 fyrsta árið hennar þar en eru nú 12 talsins. Hún er málfræðingur að mennt en segir að draugar hafi alla tíð verið sér afar hugleiknir. „Þeir eru bara svo skemmtilegir að ég hef átt erfitt með að halda mig frá þeim,“ segir hún um þetta áhugamál sitt. Margt fólk en fáir draugar Fljótlega eftir að hún kom til Kan- ada fór hún að kanna hvort þar leyndust íslenskir draugar og komst að því að svo væri, en fannst þeir fremur fáir. Fimm vættir eru helst nefndar til sögunnar, Leirárskotta sem flestar sögur fara af, Ábæjar- skotta, Rauðafellsmóri, Írafellsmóti og þá heyrðust á stundum öskur um nætur sem eignuð voru Þorgeirs- bola. „Það voru í eina tíð til fullt af sögum af þessum draugum og fleir- um og þær endurspegluðu hið ís- lenska samfélag, en í tímans rás hafa þær aðlagast kanadísku samfélagi.“ Kristín segir það hafa vakið at- hygli sína í ljósi þess hversu margt fólk flutti frá Íslandi til Vesturheims hve fáir draugar fylgdu með. Fýsti hana að vita hvers vegna drauga- samfélagið flutti ekki með fólkinu, en flest það fólk sem var í þeim hópi er látið og því ekki til frásagnar. Kristín komst þó yfir bók þar sem búið var að safna saman sögum úr Vesturheimi sem voru mjög í stíl við þjóðsögurnar íslensku. Draugarnir þar vestra hafa þó oft tekið á sig aðra mynd en þeir íslensku. Voru meira í takt við hina ensku og amer- ísku drauga, sem svífa um milli runna hvítir og loftkenndir. Kristínu þótti þeir passa illa við íslensku draugana, sem gjarnan voru upp- vakningar, í líki manna og gengu um í mórauðum vaðmálsfötum. Forvitn- in rak hana áfram þannig að hún leitaði svara við því hvernig á þess- um breytingum stóð. Hraktir á brott af indíánadraugum? Hún nefnir þrjár skýringar sem þar geti verið á. Ein hugmyndanna sé sú að hinir innfæddu draugar sem fyrir voru í landinu hafi hrakið þá ís- lensku á brott. Íslendingar hafi vissulega haft lögin með sér þegar þeir settust að vestra og þar var þeim boðið land. Hins vegar séu til sagnir af því að innfæddir réðust að fólki sem tók sér búsetu á þeirra svæði og megi þar nefna frásagnir af viðureign Þorleifs Karlsefnis við innfædda, sem hann raunar kallaði „skrælingja“ í Vínlandi því til stað- festingar. Ein hugmynd Kristínar um hið fámenna íslenska drauga- samfélagi á Nýja-Íslandi er því sú að draugar af indíánaættum hafi hrakið þá íslensku burtu af sínu yfirráða- svæði. Önnur skýring geti einnig verið þar á, segir hún og vitnar til rann- sóknar Isajiw nokkurs sem fjallar um innflytjendamynstur í Kanada. Kenning hans er sú að fyrsta kyn- slóðin geri allt hvað hún getur til að endurskapa gamla landið sitt á nýj- um slóðum, tali móðurmál sitt og haldi í heiðri venjur og siði. Næsta kynslóð lagar sig meir að menningu þess samfélags sem hún býr í en þriðja kynslóðin upphefji svo menn- ingu forfeðra sinna að nýju. Þetta segir Kristín að sé að mörgu leyti til- fellið með fólk sem sé af íslensku bergi brotið. Þannig hafi draugasög- urnar fylgt fyrstu kynslóðinni, en sú næsta ekki haldið þeim á lofti. Tími drauganna liðinn Þriðja skýringin sem Kristín nefndir er sú að tími drauganna sé einfaldlega liðinn, enda séu þeir orðnir aldurhnignir. Sagan segir að dragar lifi ýmist í 120 ár eða þá þeir fylgi fólki í 9 kynslóðir. Flestir hafi þeir orðið til á 18. öld og þeirra tími því liðinn. Þannig hafi til að mynda verið um 100 draugar í Árnessýslu á sínum tíma en einungis séu nú fjórir eftir. Sú gamla list að vekja upp drauga sé nú horfin og því ekki ein- kennilegt að endurnýjun hafi ekki orðið í draugasamfélaginu. Kristín telur að allar þessar skýr- ingar geti passað. Til séu fjölmargar sagnir af draugum af indíánaættum í Kanada og ekki ólíklegt að þeir hafi hrakið þá íslensku á brott af yfir- ráðasvæði sínu. Hvað aðlögun að kanadísku samfélagi varðar nefnir hún að til sé þekktur dragur þar vestra er Duða nefnist, klárlega af íslenskum ættum en birtingarmynd hennar er að hætti enskra. Þá sé ekki vafamál að tími drauganna hvað líftíma varðar sé liðinn og gildi það sama þar um á Íslandi og Kanada. Hætta á að fólk mennti sig burt Fjölmörg erindi önnur voru flutt á ráðstefnunni sem Háskólinn á Ak- ureyri, Hólaskóli og Stofnun Vil- hjálms Stefánssonar stóðu að. Þannig fjallaði Ingi Rúnar Eð- varðsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, um mannauðgun dreif- býlis með háskóla- og fjarmenntun, en hann hefur ásamt fleirum unnið að rannsókn á þessu sviði. Framboð fjarkennslu hefur aukist mjög hin síðari ár en Ingi Rúnar segir að sér sýnist að óbreyttu muni fólk í dreifbýli sem sækir sér mennt- un með þeim hætti mennta sig í burtu af því svæði sem það býr á. Samhliða auknum möguleikum með fjarkennslu þurfi samhliða að verða breytingar á vinnu- markaði. Fólk sem ljúki námi þurfi jafn- framt að hafa tæki- færi á að fá störf við hæfi en á það skortir. Ef ekki verði breyt- ingar á vinnuumhverfi muni annað tveggja gerast, að fólkið njóti ekki menntunar sinn- ar í starfi eða það flytji burtu þar sem tækifæri til slíks gef- ist. Að þessu þurfi yf- irvöld og sveitar- stjórnir að huga. „Fjarkennslan er afar mikilvæg, en ekki má láta þar við sitja, hún má ekki verða fólki hvatning til að flytja burtu,“ sagði Ingi Rúnar en aðgangur að menntun með þessum hætti fyrir fólk í dreifbýli telur hann mjög mik- ilvægan. Hann nefnir að hvarvetna þar sem háskólar hafa risið í smærri sam- félögum hafi þeir gífurleg jákvæð áhrif á umhverfi sitt. Þannig sé lík- legt að háskólanemar setjist að í því byggðarlagi þar sem þeir stunda nám sitt. Draugar fylgdu vesturförum ekki í miklum mæli til Kanada Íslensku draugarnir hafa aðlagast kanadísku samfélagi Gestir hlýða á erindi á ráðstefnunni. Fyrir aftan þá situr Haraldur Bessason, einn fyrirlesara. Kristín M. Jóhannsdóttir Dr. Ingi Rúnar Eðvarðsson Þegar Íslendingar héldu til nýja heimsins á sínum tíma tóku þeir ýmislegt með sér úr gamla heiminum. Þar á meðal voru nokkrir draugar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.