Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 B 3 „Þegar við höfum komist að því að kvótinn hafi verið verðmæti af því tagi að rétt hafi verið að út- hluta honum til þeirra sem komu að sköpun verðmætis hans, þá er næsta skref eðlilega að afmarka þessa hópa fólks,“ segir Árni. „Við teljum að það blasi við að hér spili stærsta rullu hópar sjómanna, út- gerðarmanna, fiskvinnslufólks og fisksala. En auk þess má ekki gleyma þætti ríkisins sem tryggt hefur verðmæti kvótans með fisk- veiðistjórnunaraðgerðum og al- þjóðasamningum,“ bætir hann við. „Auðvitað eru einhver jaðartilvik sem falla utan þeirra hópa sem nefndir hafa verið og rétt er að taka tillit til þeirra. Slíkt yrði að skoða vandlega og meta hvert til- felli út af fyrir sig, en þó höldum við að upptalningin sé nú nokkuð tæmandi,“ segir Ragnar. Jöfn skipting skynsamlegust Þeir félagar telja að hugsanlega megi færa rök fyrir einhvers konar náttúruþætti, þ.e. verðmæti fiskjar í sjónum sem slíks. Það mætti hugsa sér að honum yrði úthlutað til ríkisins, sem gæti t.d. haldið happdrætti eða uppboð á þeim kvóta. En það er látið liggja á milli hluta í ritgerðinni. „Nú þegar við höfum afmarkað þá hópa sem rík- ast áttu tilkall til kvótans 1984 tek- ur við nýtt verkefni. Að ákveða skiptingu á milli hópanna annars vegar og milli einstaklinganna inn- an hópanna hinsvegar,“ segir Ragnar. „Um þetta má endalaust karpa og við treystum okkur ekki til að gera upp á milli hópanna en reikn- um ekki með að neinum hópi myndi reynast auðvelt að sanna mikilvægi sitt umfram hinna. Við ímynduðum okkur því samninga- borð þar sem þessi staða væri upp komin og töldum að jöfn skipting væri nokkuð skynsamleg niður- staða. Ríkið fengi þá 20% kvótans, sjómenn 20%, útgerðarmenn 20%, fiskvinnslufólk 20% og fisksalar 20%,“ útskýrir Árni. „Um nánari úthlutun á hluta rík- isins segjum við ekkert en ljóst er að skipta þarf t.d. kvóta sjómanna einhvernveginn á milli þeirra. Til að það væri gert með sem sann- gjörnustum hætti teljum við að hjálplegt gæti verið að styðjast við hugmyndir um staðbundið réttlæti. Staðbundið réttlæti þýðir hér að hver hópur fyrir sig kemur sér saman um úthlutunarreglur og framkvæmd úthlutunar, t.d. í gegnum lýðræðisleg samtök þess- ara hópa. Reglurnar myndu draga dám af því fólki sem setur þær, fólkinu sem nýtur gæðanna,“ segir Ragnar. Staðan í dag gjörbreytt Staðan í dag er hinsvegar gjör- breytt frá því sem var 1984 að sögn Árna og Ragnars. Fjölmargt hefur gerst á tímabilinu sem hlýtur að hafa áhrif á niðurstöðuna um hvað gert skuli nú. „En áður en við hófumst handa við að athuga hvað gera ætti í dag vildum við kanna sérstaklega tvennt, sem oft og iðu- lega hefur verið haft til marks um ranglæti kvótakerfisins. Þar er verið að tala um þjóðareign á nytjastofnum sjávar annarsvegar og um framsalið hinsvegar,“ segir Árni. „Í fljótu bragði má segja að við höfnum öllum röksemdum í þá veru að framsalið eða þjóðareignin geri kvótakerfið ranglátt. Fram- salið er þvert á móti afar eðlilegt og andúð á því hefur varla skyn- samlega undirstöðu aðra en þá að vera framlengd andúð á úthlutun- inni. Um þjóðareign hefur margt verið rætt og ritað, og flest afar vont,“ segir Ragnar. „Ákvæði fyrstu greinar laga númer 38 frá 1990 um að nytja- stofnar sjávar á Íslandsmiðum skuli vera í sameign þjóðarinnar er margvíslega gallað. Það er óskýrt og jafnvel spurning um hvort það standist alþjóðasamninga sem Ís- lendingar eru aðilar að. Auðlinda- nefnd bað Sigurð Líndal og Þor- geir Örlygsson að útskýra í hverju þjóðareignin fælist en lítill akkur er í svörum þeirra,“ bætir Ragnar við, og segir ennfremur: „Í raun bendir ekkert til þess að þjóðar- eignarákvæðið stangist á við nú- verandi kerfi enda er það ekki nógu skýrt til að hafa veruleg áhrif á stjórnun fiskveiða. Af því má að- eins leiða óljósar hugmyndir um hámörkun hagsældar fyrir þjóðar- heildina og þær nota hörðustu frjálshyggjumenn, sem vilja gera kvótann að algjörri eign handhaf- anna, ekki síður sem rök fyrir sín- um málstað en hinir. Satt að segja virðist eðlilegast að álykta að þjóð- areignarákvæðið sé í fullu sam- ræmi við núverandi kerfi. Það er a.m.k. ekki ranglátt vegna þess.“ Gjald á núverandi kvótaeigendur „Við stingum upp á ákveðnum breytingum á núverandi kerfi. Breytingarnar ættu að stuðla að því að bæta fyrir ranglætið sem stórir hópar fólks urðu fyrir árið 1984 og 1990 auk þess að skýra til- kall handhafa kvótans til hans. Það er niðurstaða okkar að þetta yrði best gert með þeim hætti að leggja gjald á núverandi handhafa kvót- ans. Heildargjaldið gæti t.d. numið framreiknuðu andvirði þeirra afla- heimilda sem útgerðarmenn fengu óverðskuldað 1984. Þetta gjald rynni í vasa þeirra hópa sem við höfum áður nefnt og með því móti yrði þeim bættur skaðinn að svo miklu leyti sem hægt er. En lyk- ilatriði er að þetta gjald væri tak- markað og þegar það hefði verið greitt að fullu félli það niður,“ seg- ir Árni. „Einhverjir gætu bent á að hér væri ekki nóg að gert. Rétt væri að innkalla allan kvótann nú og út- hluta upp á nýtt. Helsti gallinn við slíkan málflutning er sá að þá er ekki tekið tillit til þeirra skilaboða sem alla tíð hafa fylgt kvótakerf- inu. Eitt af lykilatriðum þess er sem mestur varanleiki aflaheim- ilda. Það hefur alltaf frá því að kerfinu var komið á legg verið gef- ið til kynna að heimildirnar væru varanlegar. Í ljósi þessa hafa margir keypt kvóta og langstærst- ur hluti hans hefur skipt um hend- ur síðan úthlutað var. Vissulega eru ákvæði í lögum um að kvótinn myndi handhöfum sínum ekki var- anlega eign en hinu er ekki að neita að kvótakerfið sem slíkt hefði átt mun erfiðar með að ná fram markmiðum sínum, svo sem um hagræðingu í íslenskum sjávarút- vegi, ef ekki væri litið á kvótann sem ansi varanlega „eign“ hand- hafanna. Það er aukinheldur álit lögfróðra manna að erfitt væri að innkalla kvótann í dag án þess að greiða núverandi handhöfum bæt- ur,“ segir Ragnar. „Þegar sanngirni, stöðugleiki og forsaga málsins er höfð í huga telj- um við að sú leið sem við stingum upp á sé augljóslega betri en inn- köllunarleiðin,“ bætir Árni við. Loks benda þeir félagar á að í ljósi mikilvægis sjávarútvegs fyrir þjóðarheildina þá megi vel hugsa sér að sérstakra aðgerða væri þörf ef farið væri að vilja sumra hag- fræðinga um að gera kvótann að algjörri eign handhafanna. „Ef réttur handhafa kvótans yrði auk- inn verulega er það skoðun okkar að eðlilegt geti verið að fyrir komi eins konar árgjald til að tryggja hag komandi kynslóða. Eigendur kvótans myndu þar með gjalda fyr- ir hið aukna frelsi sitt, en til dæmis má hugsa sér að útlendingar eign- uðust mikið af kvótanum, og hagur komandi kynslóða Íslendinga væri tryggður eins og kostur er,“ segja Árni og Ragnar að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.