Morgunblaðið - 24.03.2002, Side 11

Morgunblaðið - 24.03.2002, Side 11
Páskatilboð Tilboðsverð 13.900 kr. Öflugar CB-talstöðvar AM/FM 40 rása. Citroën C5 Vel búinn bíllí millistærðar-flokki  SKODA Octavia er söluhæsti bíllinn á landinu eftir fyrstu 11 vikur ársins. Alls höfðu selst 65 Octavia en næstsöluhæsti bíllinn er Toyota Cor- olla með 62 bíla. Langt er síðan bíll af Toyota gerð hefur ekki verið söluhæstur. Engu að síður heldur Toyota yfirburðamarkaðsstöðu hér á landi. Af þeim 65 Octavia sem seldust á þess- um tíma voru 10 fjórhjóladrifsbílar seldir til bíla- leigunnar Höldurs. Að sögn Guðrúnar Birnu Jörgensen, markaðsstjóra Heklu, er Skoda sölu- hæsti bíll fyrirtækisins það sem af er árinu, en að auki selur Hekla, Volkswagen, Audi og Mitsu- bishi. Skoda Octavia söluhæst  CITROËN International notar lag íslensku hljóm- sveitarinnar Bang Gang í auglýsingu á flaggskipinu Citroën C5. Í nýjustu auglýsingu Citroën má heyra lagið Sleep sem kom fyrst út á Ís- landi árið 1997 í flutningi Bang Gang. Lagið, sem samið er af Barða Jóhannssyni, kom út hjá East/West Warner í Frakklandi árið 2000 og hefur diskurinn You með laginu selst í yfir 10 þús. eintökum þar í landi. Lögin So alone og Sacred things fengu góða spilun ytra, en lagið Sleep, sem ekki fékk jafnmikla athygli, er þarna að fá uppreisn æru. Auglýsingastofa Citroën í Frakklandi óskaði eftir því við East/West Warner að fá að nota lagið í auglýsinguna sem undirstrikar þá tækni og lúxus sem bíllinn Citroën C5 stendur fyrir. Jafnframt var gerður samningur um notkun á laginu á þeim bílasýningum þar sem bíllinn verður kynntur á árinu 2002. Íslensk tónlist í auglýsingu Citroën NÆSTA kynslóð Nissan Micra er þegar komin á markað í Japan undir heitinu March. Bíllinn er gjörbreyttur og óvenjulegur útlits. Það var líka núverandi gerð Micra þegar hún kom á markað í byrjun tíunda áratug- arins, svo mjög að margir óttuðust að útlitið myndi fæla frá kaupendur. Bíllinn varð á hinn bóginn geysivinsæll og var m.a. kjörinn bíll ársins í Evrópu árið 1993. Ólíkt því sem gerist með flesta nýja bíla sem stöðugt verða stærri, þá er ný Micra minni en núverandi gerð en er þó engu að síður rúmbetri. Meðal nýjunga er að bílnum fylgir snjallkort í stað lykils. Nissan hefur einnig afhjúpað sportgerð bílsins sem kallast S-Tune, og er þróaður af Nismo, akstursíþróttadeild Nissan. Þessi gerð bílsins verð- ur framleidd aðeins í takmörkuðu magni. Bíllinn er á 15 tommu álfelgum með lágbarðadekkjum og á stífari sportfjöðrun. Hann er hins vegar ein- ungis með 1,4 lítra vél sem þó er ögn aflmeiri en í hefðbundnu gerðinni. Ný Micra og líka í sportgerð Micra S-Tune er sportgerð bílsins. BÍLHEIMAR og Ingvar Helgason hf. hafa að undanförnu kannað tækifæri til útflutnings á notuðum bílum til Eystra- saltsríkjanna. Hannes Strange, sölu- stjóri hjá Bílheimum, segir að í þessum löndum sé markaður fyrir notaða bíla og Þjóðverjar hafi um árabil staðið að ábatasömum útflutningi þangað. Til þess að þetta verði raunhæfur kostur fyrir ís- lensk bílaumboð, sem mörg hver eiga mikinn fjölda notaðra bíla, þarf að koma til lagabreyting sem fæli í sér endur- greiðslu á virðisaukaskatti og aðflutn- ingsgjöldum. Virðisaukaskatturinn er í þessu tilfelli af söluverðinu til útlanda sem yrði nálægt því sem það er á mark- aði hér. „Við höfum áður skoðað þetta mál en ekki af sama þunga og núna. Við höfum verið í samskiptum við erlenda aðila um þetta mál og það er markaður fyrir not- aða bíla í austurblokkinni,“ segir Hann- es. Þeir bílar sem helst kæmi til greina að flytja út með þessum hætti eru bílaleigu- bílar sem jafnan skila sér aftur til bíla- umboðanna á haustin. „Bílaleigumarkað- urinn hér er stór. Þar af leiðandi er mikil sala í bílaleigubílum. Gallinn er hins veg- ar sá að bílarnir koma til baka til umboð- anna í stórum flota á haustmánuðum sem er ekki besti sölutíminn. Í stað þess að þurfa að fella verðið verulega til þess að örva söluna, sem truflar markaðinn og bílamerkið, viljum við finna leið til þess að koma þessum bílum á annan markað,“ segir Hannes. Sala til útlanda á notuðum bílum myndi örva endurnýjun flotans hér á landi, en hann hefur verið að eldast síð- ustu misserin. Hugsanlega yrðu áhrifin einnig þau að styrkja endursöluverð not- aðra bíla. Skoða útflutning á notuðum bílum Morgunblaðið/Árni Sæberg CITROËN er að setja á markað nýjan smábíl, C3, sem leysir af hólmi Saxo. Bíllinn keppir á sama markaði og Peugeot 206 og Toyota Yaris, svo dæmi séu tekin, og verð- ur komin í sölu hérlendis í maí. C3 var kynntur blaðamönnum í Frakklandi í síð- ustu viku þar sem reynsluakstur fór fram. Það sem vekur hvað mesta athygli við C3 er mikill fáanlegur búnaður og öflugar vélar. Samkvæmt upplýsingum frá Brimborg, umboðsaðila Citroën, verður bíllinn á sam- bærilegu verði og Peugeot 206 og Toyota Yaris. Þeir bílar sem hingað verða fluttir inn verða með 1,1 lítra, 61 hestafla og 1,4 lítra, 75 hestafla vélum. Nánar verður sagt frá bílnum síðar. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Citroën C3 kemur í maí. Hér er hann við gamla eyðikirkju við bæinn Chantilly í Frakk- landi. Citroën C3 kynntur í Frakklandi  JÜRGEN Hubbert, aðalframkvæmdastjóri Mercedes-Benz, hefur viðurkennt í samtali við þýska dagblaðið Handelsblatt, að tíðni gæða- vandamála í tengslum við bíla fyr- irtækisins hafi aukist á síðustu ár- um. Þetta tengist innkomu Mercedes-Benz á ódýrari markaði með A-bílnum. Einnig hafi banda- ríska framleiðslan á M-jeppanum verið gagnrýnd fyrir innréttingar bílsins. Í Hand- elsblatt var því haldið fram að einungis sex til 10 ára gamlir Mercedes-Benz bílar hafi komið vel út í gæðakönnun TÜV í Þýskalandi. SLK sportbíllinn kom best út úr könnuninni af bílum eins til þriggja ára en hafnaði þó einungis í tólfta sæti. Hubert kvaðst persónulega ætla að sjá til þess að bætt yrði úr þessu og að Mercedes-Benz fengi á ný óflekkaða ímynd gæðabíla. Hubbert viðurkennir gæðavandamál

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.