Morgunblaðið - 24.03.2002, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.03.2002, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 B 15 bílar NORSKA fyrirtækið Moxy trucks framleiðir liðstýrða trukka eða jarð- vegsflutningabíla eða búkollur eins og þeir hafa stundum verið kallaðir. Þetta eru burðarjálkar, taka 26 til 40 tonna hlöss og fara létt með. Fyr- irtækið hefur undanfarin misseri endurnýjað framleiðslu sína og er um þessar mundir að kynna enn nýj- ar gerðir með fjölmörgum endurbót- um. Sex megingerðir Moxy-trukka eru nú fáanlegar og eru fimm þeirra nýj- ar eða nýlegar. Þær eru allar lið- stýrðar, með drifi á öllum þremur hásingunum, vélar eru frá Scania og skiptingar frá Komatsu. Sérfræðing- ar Moxy eru síðan á bak við alla tæknifræði og verkfræði sem hönn- un og smíði trukkanna krefst. Starfsmenn eru um 220 auk 30 sem starfa í sölufyrirtæki Moxy í Banda- ríkjunum. Um 80 söluumboð eru í 30 löndum víðs vegar um heiminn. Ár- lega seljast um 400 Moxy-trukkar en framleiðslugetan er um 700 bílar. Jafnt átak og þyngdardreifing á framhjól Moxy-liðtrukkarnir eru einkum frábrugðnir keppinautunum í einu atriði sem er staðsetning snúnings- legunnar. Hún er framan við hjöru- liðinn á drifskaftinu sem hefur í för með sér að drifátakið verður alltaf jafnt á framhjólin burtséð frá því hvernig þau velta og snúa í beygju. Þar sem jöfn þyngdardreifing er á framhjólin með þessu fyrirkomulagi er nægilegt að hafa á þeim 45% læs- ingu. Segja talsmenn Moxy að trukkurinn sé mun liprari í öllum meðförum en trukkar keppinaut- anna sem verði að hafa 100% læs- ingu. Með henni verði trukkurinn stirðari í beygju og það þýði líka meira dekkjaslit. Grindin undir palli Moxy hallast nokkuð fram á við. Gefur það jafnari þyngd á alla öxla og þyngdarpunkt- urinn verður líka lægri fyrir vikið sem þýðir meiri stöðugleika. Enda eru ekki dæmi um að mönnum hafi tekist að velta þessum trukkum. Bílstjórahúsin eru ámóta á öllum gerðunum. Bílstjórinn situr hátt, í um tveggja metra hæð yfir jörðu, og hefur góða yfirsýn. Með hliðarspegl- unum sést vel aftur með pallinum og litlir speglar eru sérstaklega stilltir á afturöxlana. Hægt er að stilla bæði sæti og stýri á alla kanta. Gírstöng er hægra megin við ökumannssætið og á hægri helmingi mælaborðsins eru stillingar fyrir miðstöð og loftkæl- ingu. Beint fram af ökumanni eru ljós sem sýna hvaðeina um líðan bíls- ins auk hraða- og snúningshraða- mæla. Þar sést einnig í litlum glugga í hvaða gír bíllinn er. Moxy er ýmist með sjálfskiptingu eða valskiptingu. Valið er milli sjálf- skiptingar og handskiptingar með rofa og síðan skipt upp og niður með því að ýta stönginni til hliðar. Einfaldir í meðförum Ekki var flókið að aka þessum fer- líkjum á sléttri malarnámu og jafn- vel heldur ekki flókið að bakka í þrengsli með aðstoð góðra spegla. Það sem er óvenjulegt er að hægt er að beygja framhlutanum í kyrrstöðu þar sem honum er ýtt til hliðar með vökvadælum. Þessi beygjuhreyfing er örlítið misjöfn eftir stærð Moxy- trukkanna og eins finnst nokkur munur á meðhöndlun þeirra og létt- leika eftir stærð. Morgunblaðið/jt Moxy-trukkarnir geta borið allt frá 26 og uppí 40 tonna hlass. Nýir burðarjálkar frá Moxy Morgunblaðið/jt Liðstýrðu trukkarnir eru liprir í meðförum. KRAFTVÉLAR hafa frá árinu 1995 flutt inn vélar frá Moxy, í fyrstunni notaðar en 1998 var fyrsti nýi trukk- urinn seldur. Í dag eru 30 Moxy liðstýrðir trukkar í umferð hérlendis. Tvær aðr- ar gerðir eru í umferð hér, 19 af gerðinni Caterpillar og tveir frá Terex. Árni J. Sig- urðsson, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar Kraftvéla, segir að aðeins fáeinir slíkir bílar frá öðrum framleið- endum séu í notkun, Moxy sé ráðandi á þessum mark- aði. En hvaða möguleikar eru í frekari innflutningi? – Þeir eru kannski helstir í tengslum við fyr- irhuguð jarðgöng og virkjun á Aust- urlandi ef við horfum til stórverkefna sem þessi tæki myndu helst nýtast í, segir Árni. – Það er auðvitað allt í óvissu með þessi verkefni ennþá og hvaða verktakar muni fá þau. Þar hljóta einnig erlendir verktakar að koma til og því hugsanlegt að þeir myndu flytja inn eigin tæki. Árni segir að talsverð umsvif fylgi því að sinna þeim 30 Moxy-trukkum sem nú eru í umferð. Umboðið verði að liggja með helstu varahluti, svo sem þá sem tengjast drif- og vökva- búnaði, skiptingum og fleiri hluti. Enda megi tæki sem þessi helst aldrei stöðvast og því sé áríðandi að geta leyst strax úr bilunum sem upp kunna að koma. Árni segir sölu hafa verið þokkalega síðustu árin. Fyrir- tækið hafi af og til verið með einn til tvo bíla tiltæka og reynt sé að af- greiða pantanir með fárra vikna fyr- irvara. 30 Moxy-trukkar í umferð hérlendis Morgunblaðið/jt Árni Sigurðsson er sölustjóri Kraftvéla sem hefur umboð fyrir Moxy-trukkana. LIBERA 20 mjaðmasokkabuxur með glærum tám. Þegar mikið stendur til. Kynning á morgun, mánudag, í Lyf og heilsu Austurstræti kl. 13-17 20% afsláttur af öllum vörum. sokkar, sokkabuxur, undirföt oroblu@islensk-erlenda.is Austurstræti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.