Morgunblaðið - 24.03.2002, Page 6

Morgunblaðið - 24.03.2002, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir PÁSKAHÁTÍÐ er á næsta leiti, sjálf upp- risuhátíð frelsarans og fermingar í algleym- ingi um borg og bý. Mikil veilsuhöld fylgja páskum, en ætli við séum að fylgja að ein- hverju ráði matseðli hins heilaga ríkis og af hverju samanstóð grundvallarmáltíð fólks á Biblíusögulegum tíma? Það er erfitt að svara síðari hluta spurningarinnar þar sem upplýsingar varðandi mataræði eru af mjög skornum skammti í Hinni heilögu ritningu og ef máltíðir koma fyrir í frásögnum henn- ar er ferli málsverðarins ekki rakið og enn erfiðara er að rekast þar á uppskriftir. Hins vegar er vel hægt að gera sér í hugarlund hvers konar málsverði fólkið útbjó sér þar sem fæðutegunda er víða getið í Biblíunni. Ávextir, möndlur og hunang Ferskir ávextir voru mikilvægt hráefni í fæðu manna. Víða í Biblíutextum er t.d. minnst á fíkjur, rúsínur, granatepli, döðlur, möndlur, aprikósur, kirsuber og pistasíur og hin sykraða fæða var fyrst og fremst í formi ávaxta og hunangs, sem var aðallega notað í bakstur sætabrauðs. Vínviður og fíkjutré eru þau tré sem oftast er vitnað til í Ritn- ingunni og eru gjarnan nefnd í sömu andrá, e.t.v. vegna þess að þeim var plantað hlið við hlið og ávextir beggja þroskast á sama tíma. Til vitnis um dýrmæti jurta þessara má geta þess að á síðasta þroskastigi ávaxt- anna var plantekranna gætt af vörðum í þar til gerðum varðturnum til þess að þjófar og dýr kæmust ekki í góssið. Vínberin voru ekki einungis notuð til vín- gerðar og borðuð fersk heldur einnig þurrk- uð, líkt og fíkjur og döðlur. Þannig geymd- ust ávextirnir betur og hvenær sem ársins var hægt að útbúa rúsínu-, döðlu-, eða fíkju- kökur. Þetta sýnir að menn til forna hafa ekki látið það fram hjá sér fara hvílíkur orkugjafi náttúrlegur sykur er. Krydd á ljúfmeti lífsins Salt er talið upp sem ein af nauðsynjum mannsins og tæpast myndi okkur líka lífið yrði það tekið út af dagskrá. Er færðar voru grænmetisfórnir voru þær ætíð saltaðar segir í Biblíunni. Salt lífgar það við sem áð- ur er bragðlaust og dauft og dregur fram hið sanna eðli fæðunnar (sé rétt með það farið). Meðal annars Biblíukrydds má nefna auk lauks og hvítlauks, kóríander, cummin, myntu, fennel og sinnep. Ólífur voru einnig mikið notaðar til upplyftingar fæðunnar. Með því að nota hið dýrmæta krydd breytt- ust hversdagslegar máltíðir í veislu. Við veisluhöld var kjöt gjarnan í öndvegi ásamt víni, en hversdags var meira um grænmet- isrétti að ræða (úr grænmeti sem óx í mat- jurtagörðum almennings). Laukur, baunir og kál ýmiss konar var í aðalhlutverki ásamt grófu brauði eða flatbökum og stundum eggjum. Fiskur var einnig hversdagsfæða hjá þeim sem bjuggu við Tíberfljótið eða við sjáv- arsíðuna. Ólífum og ekki síst hinni höfgu ólífuolíu er gert hátt undir höfði í Biblíunni. Ólífuolían var mikið notuð við eldamennsku og kemur m.a. við sögu í flatbökugerð, ýmissi brauð- gerð og við matreiðslu margs sætabrauðs. Ilmolía er hins vegar tákn gleði og fögnuðar jafnt sem virðingar og heiðurs eins og notk- un hennar í litúrgíunni ber glögglega vitni. Gef oss í dag vort daglegt brauð Þessi orð Faðirvorsins sýna að á tímum Jesú er brauðið ætíð tákn næringarinnar líkt og það er í Gamla testamentinu. Húsmæðurnar bökuðu brauðið (sem var yfirleitt eins konar flatbökur e.t.v. ekki ólík- ar pítum) á heitum flötum steinum sem hit- aðir voru í arni heimilisins. Þeim var svo snúið við til að bökunin yrði jöfn. Hér fylgja nokkrir Ritningarinnblásnir eðalréttir: – Ólífur af öllum stærðum og gerðum ásamt pítubrauði. – Iceberg með möndlum og pítubrauði – Greipaldin, límónur og sítrónur skornar í sneiðar – Döðlur og fíkjur ásamt mascarponeosti og sýrðum rjóma (í jöfnum hlutföllum) sem heilum pistasíuhnetum hefur verið hrært saman við. AGÚRKU-, STEINSELJU- OG TAH- INIKOMPOTT 1 agúrka 1 msk. salt 2 msk. tahini 100 g rjómaostur salt og pipar 1 lítið steinseljubúnt safi úr einni sítrónu Skrælið agúrku og skerið í þunnar sneið- ar. Stráið salti yfir sneiðar og látið standa í hálftíma og skolið þær síðan með köldu vatni. Blandið ¾ af gúrkunni, tahini, rjóma- osti, fínt saxaðri steinselju og sítrónusafa saman í skál. Maukið blönduna í matvinnslu- vél í 20–30 sek. Smakkið til með salti og pip- ar. Blandið restinni af agúrkunni varlega saman við. Borðið með góðu brauði. TAHINI Tahini er bragðbætt sesammauk sem notað er á svipaðan hátt og Ítalir nota pestó. Þ.e.a.s.: Með öllu! 1 dl vatn 100 g sesamfræ 1 tsk. sesamolía 1 ½ dl ólífuolía 1 tsk. salt 1 hvítlauksgeiri safi úr ½ sítrónu sesamfræ til skrauts Grófsaxið hvítlaukinn. Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið í 1–2 mín. þar til úr verður mjúk og hnökralaus blanda. Hellið í skál og skreytið með sesamfræjum. Ferskt tahini geymist lengi í kæli. Gleðilega páska! Hanna Friðriksdóttir Biblíumatur afh@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.