Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 20
Óskarsverðlaun og Óskarsverðleikar Sæbjörn Valdi- marsson spáir fyrir nóttina  FLJÓTLEGA eftir leiksigur, sem flestum ber sam- an um að Will Smith vinni í hnefaleikadram- anu Ali og er Óskarstilnefndur, virðist leikarinn vilja lyfta sér á kreik og snúa aft- ur í fjaðurvigtina. Senn er von á framhaldsmyndinni Men in Black 2 og nú hefur Smith samþykkt að taka að sér að leika í framhaldi af grín- spennusmellinum Bad Boys, sem kom honum og Martin Lawrence á Hollywoodkortið árið 1995. Þeir Smith, Lawrence og Michael Bay leikstjóri verða allir með í Bad Boys 2 og framleiðandinn Jerry Bruck- heimer líka. Smith úr þungavigt í fjaðurvigt Will Smith: Langar aftur í léttmeti.  UNDARLEGA lítið hefur farið fyrir ástralska leikstjóranum Peter Weir frá því hann sendi frá sér öndveg- isverkið The Truman Show en síðan eru liðin fjögur ár. Nú hillir þó undir að hann hugsi sér til hreyfings á ný þegar hann tekur höndum saman við landa sinn Russ- ell Crowe seinna á árinu um gerð myndar sem gerist um borð í her- skipi úti á rúmsjó. Crowe leikur skip- herrann og breski leikarinn Paul Bettany leikur skipslækninn, en hann fór með hlutverk „herbergisfélaga“ Crowes í Princeton-háskóla í A Beautiful Mind. Nýja myndin mun annaðhvort heita Master and Commander eða Far Side of the World og er handritið eftir Tom Stoppard. Weir og Crowe til sjós Russell Crowe: Til liðs við landa sinn. „ÉG kynntist Arne Aarhus fyrir um tveimur árum þegar ég var að fram- leiða sjónvarpsþáttinn Adrenalín á Skjá einum,“ segir Dúi Másson í sam- tali við Morgunblaðið en hann er leik- stjóri nýrrar íslenskrar heimildar- myndar í fullri lengd, Arne í Ameríku, sem frumsýnd verður hjá Filmundi í Háskólabíói á miðvikudag. Aarhus er ungur ævintýramaður sem á íslenska móður en norskan föður. Hanner þekktur fyrir að stunda svo- kölluð BASE-stökk, kastar sér fram af háum byggingum af ýmsu tagi og í ýmsum löndum. „Alltaf þegar ég var að klippa efnið með Arne í Adrenalín, eins og t.d. ferðalag hans um Rússland, fannst mér það svo ævintýralegt að ég hugs- aði með sjálfum mér að þetta væri efni í góða bíómynd,“ segir Dúi. „Síð- an þegar ég sá myndefnið sem Arne kom með frá Bandaríkjunum gerði ég mér grein fyrir að hérna væri eitt- hvað einstakt á ferðinni og það þyrfti að vanda til verksins.“ Hann kveðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að efnið kallaði á bíómynd í fullri lengd. Myndin fjallar svo um ferðalag sögu- hetjunnar og félaga hans um Banda- ríkin og BASE-stökk þeirra, „sem er einhver hættulegasta iðja sem hægt er að finna sér til dundurs. Ofan á það bætist síðan sú staðreynd að BASE- stökk er ólöglegt í Bandaríkjunum þar sem allt fallhlífarstökk flokkast undir flugumferð og þar með eru sömu viðurlög við því athæfi og ef maður flygi Boeing 747 þotu án til- skilinna leyfa! Menn eiga á hættu fangelsisvist og svimandi háar sektir ef þeir nást. Líklega er hæpið að kalla þetta heimildarmynd þó vissulega sé hægt að skilgreina myndina þannig. Þetta er hasarmynd með engum tæknibrellum og engum staðgengl- um!“ Meðal þess sem Dúi sýndi í Adr- enalín af ævintýrum Arnes eru stökk hans fram af skakka turninum í Písa og stökk í Höfðaborg í Suður-Afríku og í Noregi. „Þetta var einfaldlega geðveikt myndefni og ekki sakar að Arne segir ákaflega skemmtilega frá. Hann hefur þann fágæta eiginleika að vera sögumaður af guðs náð. Hann er líka mjög forvitinn um fólk og flestum fellur vel við hann við fyrstu kynni. Ætli þetta sé ekki „karisma“?“ Steingrímur segir Aarhus vera ný- kominn hingað til lands frá Suður- Afríku þar sem hann tók þátt í svo- kallaðri „extreme-maraþon“-keppni sem fyrirliði og verði sýnt frá því á National Geographic-stöðinni. „Hann er búsettur í Noregi og á kærustu en engan hund og heldur ekki jeppa. Hann er nýútskrifaður úr fiskihá- skóla og sérhæfði sig í innflutningi á ferskum fæðuafurðum í gegnum Net- ið. Hann stekkur BASE-stökk reglu- lega sér til gamans enda er Noregur alræmdur fyrir frábæra staði til að iðka sportið.“ Myndin um Arne í Ameríku er tek- in af þremur félögum hans, Iiro Sepp- anen, sem er finnskur BASE-stökkv- ari, þekktur í heimalandi sínu sem galdramaður og hélt sýningar hér- lendis í Loftkastalanum sl. haust, Jeb Corliss, bandarískum auðkýfingsyni, sem helgar líf sitt BASE-stökki og hefur undarlegan smekk fyrir dýrum („herbergisfélagi hans er 5 metra löng kyrkislanga og síðast þegar ég vissi var hann að láta smíða fremur stórt fiskabúr inni í miðju húsi sem hann ætlar að setja í nokkra hákarla síðar á árinu ef hann er ekki búinn að því“), og loks norskum vini Arnes, Iv- ar Wulff. „Öll myndin er því tekin á minnst 3 vélar sem eru samtímis í gangi og í stóru atriðunum eins og á Golden Gate brúnni og Stratosphere- byggingunni í Las Vegas voru 5 myndavélar. Arne sendi mér allt myndefnið jafnóðum svo það týndist ekki og ég fór strax að skoða það og flokka, klippti síðan og framleiddi í fyrirtæki mínu IDIOT.“ Dúi segir að gengið hafi á ýmsu við þessar tökur. „Þegar þeir félagar stukku fram af Golden Gate-brúnni í San Francisco þurftu þeir að fela sig í runnum og gátu ekki hreyft sig í sjö klukkustundir á meðan löggan fín- kembdi svæðið úr lofti og á jörðu niðri. Þegar þeir stukku fram af Stratosphere-byggingunni í Las Veg- as, sem er full af öryggisvörðum, beittu þeir ótrúlegum aðferðum til að komast í gegnum gæsluna; það atriði er eins og James Bond-mynd í öðru veldi. Sú uppákoma rataði síðan í flesta fréttatíma stóru stöðvanna í Bandaríkjunum um kvöldið þar sem túristar á staðnum duttu í lukkupott- inn og seldu fjölmiðlum myndirnar sem þeir tóku af Arne og co.“ Dúi, sem fjármagnar myndina sjálfur ásamt Arne söguhetju, segist gæta fyllsta hlutleysis þegar hann lýsi henni sem „ótrúlega hraðri og spenn- andi.“ Arne í Ameríku er ein fjölmargra íslenskra heimildarmynda úr sam- tímanum, sem gerðar eru um þessar mundir. Dúi segir þessa grósku eiga sér nokkrar ástæður. „Í fyrsta lagi er ástandið fyrir kvikmyndagerðar- menn mjög slæmt í íslensku sjón- varpi; lítið er keypt af innlendu efni vegna peningaleysis en einnig vegna þröngsýnna dagskrárstjóra sem ráða um þessar mundir. Í öðru lagi hefur orðið bylting að því leyti að við, hinir oft á tíðum blönku kvikmyndagerð- armenn, eigum orðið flestir okkar eigin myndver því allt er unnið í tölv- um og bæði tölvurnar og forritin hafa lækkað í verði með tilkomu stafrænn- ar tækni. Þar af leiðandi erum við ekki lengur háðir duttlungum dag- skrárstjóra, eða Kvikmyndasjóðs, sem virðist reyndar vera orðinn áskriftarsjóður fyrir nokkra útvalda. Að því leyti er áhættan ekki eins mikil og áður. Í þriðja lagi er ekki lengur nauðsynlegt að verja offjár í dýrar yf- irfærslur á 35 mm filmu með tilkomu stafrænnar tækni; stafræna sýning- arleiðin er með slíkum gæðum að ekki er lengur merkjanlegur munur á milli. Einnig verð ég að segja að mér finnst bíóhúsaeigendur og stjórnend- ur eiga heiður skilinn fyrir hvað þeir sýna íslenskum myndum mikinn áhuga; það er ein ástæðan fyrir gróskunni.“ Ný íslensk heimildarmynd, Arne í Ameríku, frumsýnd á miðvikudag Stokkið við sólarupprás: Arne í Ameríku. Hasarmynd án tæknibrellna og staðgengla TÍMANS tönn er kannski bestavopnið til að sýna hvenær aka-demíunni hefur skjátlast í vali sínu. Það er jú alltaf hæpið að tala um að einhver hafi rangt fyrir sér þegar persónulegur smekkur er annars vegar. Skýrustu dæmin verða þannig hin elstu – þar sem hægt er að benda á svo gott sem gleymdar myndir sem teknar voru fram yfir aðrar sem nú teljast til þeirra sögulegustu. Skýrasta dæm- ið um þetta er að hin annars ágæta How Green Was My Valley Johns Fords var tekin fram yfir tímamóta- myndina Citizen Kane og reyndar einnig rökkursnilldina The Maltese Falcon árið 1941. Hver man svo eft- ir gamanmyndinni Going My Way – þessari með Bing Crosby? Fæstir. Akademíunni þótti hún nú samt sem áður frambærilegri en Double In- demnity 1944. Og 1948 var Laurence Olivier verðlaunaður fyrir Hamlet. Vissulega stórvirki á sinn leik- húslega hátt en mikið óskaplega þykir mér The Treasure of Sierra Madre, sem tilnefnd var sama ár, vera miklu meiri Bíómynd með stóru béi. Hasar frá Huston sem lagði línurnar. Og þegar nær dregur í tíma fer spursmálið um smekkinn að vega þyngra. Mér hefur t.a.m. alltaf þótt meira til hinnar einföldu en mögn- uðu Twelve Angry Men eftir Sidney Lumet koma en stórmyndar Leans The Bridge on the River Kwai sem vann árið 1957. Get þó ímyndað mér að flestir séu mér ósammála enda sigurmynd sú í hópi dáðari mynda. Oft á tíðum og sérstaklega á síðari árum eftir að Capra, Wilder og söngva- myndirnar sungu sitt síðasta hefur alvörugefni akademí- unnar verið yfirgengileg. Það skýrir kannski hvers vegna þunglamaleg Patton var tekin fram yfir létt- geggjaða M.A.S.H. Altmans 1970. Hryllingsmyndir hafa heldur ekki átt upp á pall- borðið hjá háaldraðri aka- demíunni og hefði sætt tíð- indum ef einhver sú merkasta í þeim flokki, The Exorcist, hefði verið tekin fram yfir léttvæga The Sting 1973. Svo er ég alveg til í að rök- ræða við þann sem tekur í sama streng og Óskarsakademían gerði árið 1976 þegar hún kýldi á Rocky frekar en All the President’s Men eða Taxi Driver. Sem betur fer hefur alloft skap- ast sá vandi að fleiri ein mynd átti skilið að vinna. Ég varð ekkert svo súr þegar Forrest Gump var lýstur sigurvegari 1994 en samt hefði ég frekar kosið Pulp Fiction, eða þá Shawshank Redemption. Tveimur árum síðar kom upp sams konar vandi. Sigurmyndin The English Patient var vel að Óskarnum komin en Fargo og Secrets & Lies eru engu að síður frábærar myndir sem áttu fyllilega skilið að vinna einnig. Bara ef öll bíóár væru svona safa- rík! Eitt slíkt dæmi má líka rekja aftur til 1980 þegar Redford fékk styttuna fyrir frumraunina Ordin- ary People og var vel að henni kom- inn. En það þýddi að Scorsese og Lynch urðu af sínum, þrátt fyrir að hafa átt meistaraverk sín í keppn- inni það árið, Raging Bull og The Elephant Man. En það óréttlæti! Álíka óheppni henti Polanski árið 1974 þegar Chinatown laut í lægra haldið fyrir The Godfather Pt. II. Hvað er til bragðs annað en að kyngja ósigrinum við slíkar kring- umstæður. Ef ég væri Peter Weir hefði ég hins vegar verið grautfúll að hafa afrekað Witness og þurfa síðan að horfa á eftir Skara í hendur Sidney Pollack og Out of Africa árið 1985. Bretar og Írar hafa síðan ósjaldan þurft að bíta í það súra epli að fara tómhentir heim yfir hafið eftir að hafa tapað fyrir vemmileg- um bandarískum eftirbátum. Það voru örlög Stephen Frears og Alan Park- er 1988 þegar Rain Man Barrys Levin- sons var tekin fram yfir Dangerous Liasons og Missisippi Burning. Og má vera að Írinn Jim Sheridan hafi verið álitinn súkkulaði ársins 1989 með mynd sína My Left Foot en hún er samt sem áður langtum betri og eftirminnilegri en elli- smellasuðurríkjadramað Driving Miss Daisy. Munið þið yngri eftir henni? Scorsese var ranglega sniðgenginn í þriðja sinn árið 1990, þegar Goodfellas var tilnefnd, en þá sigraði Kevin Costner með hippavestranum Dances with Wolves, að er virðist fyrst og fremst vegna þess að allir voru svo forviða yfir því að blessaður drengurinn kynni yfir höfuð að búa til bíómynd. Og allan síðasta áratug hef ég verið límdur við skjáinn að agnúast út í akademíuna fyrir að velja ekki „mínar“ myndir. Af hverju ekki L.A. Confidential þegar Titanic- dallurinn vann? Og Thin Red Line þegar Shakespeare in Love gabbaði alla? Hvenær á asísk bardagamynd að sigra ef Crouching Tiger, Hidden Dragon buffaði ekki Gladiator? Hvernig var hægt að horfa fram hjá The Insider? „Hægan, hægan. Og taka hana framyfir American Beauty?!?“ spyr þá vafalaust ein- hver. Já, einmitt þetta gerir Skara frænda svona skrambi skemmti- legan. Sama hvað öllu öðru líður. Hvaða mynd vinnur, hver er vinsæl- ust og hver sigurstranglegust. Allir mynda sér sína skoðun. Og svo skjátlast Skara enn eina ferðina. Þegar Skara skjátlast Þau eru mögnuð þessi Óskarsverðlaun. Það virðist ekki skipta neinu máli hversu oft maður hefur verið spældur yfir niðurstöðunum, alltaf heldur maður tryggð við þau. Alltaf trúir maður á að loksins hafi þessir blessuðu meðlimir Óskarsakademíunnar fengið vitið og valið rétt. En þegar litið er um öxl og rennt yfir hversu oft Skara hefur í raun skjátlast er útlitið síður en svo bjart. Þessi vann … SJÓNARHORN Skarphéðinn Guðmundsson … en ekki þessi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.