Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 8
Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.845 vikan. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Allt nema bensín og afgr.gjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, smá-rútur og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., sími 456 3745. fylkirag@snerpa.is www.fylkir.is Daily vits FRÁ Langsterkasta blandan á markaðnum með gæðaöryggi FRÍHÖFNIN S ta n sl a u s o rk a F yr ir k o n u r o g k a rl a Slóðin www.visit- sweden.com er áhugaverð fyrir Stokkhólmsfara  NÝLEGA opnaði Euro Disney formlega nýjan skemmtigarð í París. Þema garðsins er kvikmyndir og gestir geta m.a. fræðst um það hvernig kvik- mynd verður til. Forsvarsmenn Euro Disney reikna með að gestum garðsins muni fjölga á næstu tveimur árum í 16–17 milljónir gesta á ári. Í ár eru tíu ár síðan Euro Disney var opnað í París. Nýr skemmtigarður  LANGI fótfráa til að hlaupa maraþon í Vínarborg þá er tækifærið þann 26. maí næstkomandi. Vín- arborg er oft kölluð ein af grænu borgum Evrópu þar sem hún hefur upp á að bjóða ótal fallega al- menningsgarða og skóglendi þar sem hægt er að æfa sig að hlaupa. Morgunblaðið/Ómar Karlskirche í Vínarborg. Maraþon í Vínarborg Nánari upplýsingar um maraþonhlauið fást á slóðinni www.vienna-marathon.com SÉRSTÖK páskadagskrá verður í Dölunum frá 27. mars til 29. mars. Í Tilgátuhúsinu á Eiríksstöðum verður opið á skírdag og laugardag og sérstök áhersla lögð á börnin þar. Langeldur verður tendraður og sagnamaður í klæðum að fornum sið mun segja sögur af íslenskum köpp- um og ræða um hvernig það var að vera barn á þessum tíma. Á skírdagskvöld verður söguferð í Tungustapa sem oft er kallaður stærsta álfakirkja landsins. Þangað verður farið með kyndla og tendrað á kertum í stapanum og sagðar álfasögur. Gestum stendur til boða að skoða seli í fjörunni og sundlaugin er opin alla dagana og þar eru heitir pottar og sauna. Íþróttahúsið er opið fimmtudag og föstudag og gestum heimilt að ærslast þar að vild. Sérstakt páskatilboð er á hótel Laugum 7.500 fyrir fullorðna. Inni- falin er gisting í tvær nætur og fullt fæði. Börn yngri en tólf ára borga 5.500 krónur. Álfar og kyndlar Morgunblaðið/Golli Lögð verður sérstök áhersla á börn í páskadagskránni í Dölum.  Upplýsingar og pantanir í síma 434-1264 og 434-1265 Pantanir þurfa að hafa borist fyrir 27. marz n.k. Páskadagskrá í Dölum Í FYRRA voru malbikaðir göngu- og hjólastígar í Mosfellsbæ og sett upp fræðsluskilti. Á skiltunum koma fram upplýsingar um staði sem staldrað er við eins og til dæmis við Leirvog þar sem sagt er frá lífríkinu þar og sýndarmyndir af dýralífinu eins og fiskunum. Þá eru á skiltunum einnig upplýsing- ar um sögulega staði eins og kirkj- una, Mosfell og Álafosskvosina. Guðný Dóra Gestsdóttir at- vinnu- og ferðamálafulltrúi Mos- fellsbæjar segir að bent sé á ýmsar skemmtilegar hjóla- og gönguleið- ir. Hún nefnir sem dæmi að hægt sé að hjóla eftir fræðslustígnum frá bæjarmörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar meðfram strönd- inni að Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Leiðin er 3,5 km löng. Leiðin frá Íþróttamiðstöðinni upp í Mosfellsdal að Laxnesi er 6 km löng. Á leiðinni er farið fram hjá fræðsluskiltum að Ásum og við mynni Mosfellsdals. Ef hjólað er að kirkjustaðnum Mosfelli má sjá fræðsluskilti um merka sögu þess staðar. Merkja á gönguleiðir á slóðum Halldórs Laxness Hún segir að í fyrra hafi verið gerð skoðanakönnun um umhverfi Mosfellsbæjar og þá hafi komið á daginn að fólki fannst vanta áning arstaði á þessum göngu- og hjóla leiðum Á næstunni stendur því til að setja upp bekki við þessa merktu stíga þannig að fólk geti hvílt sig og notið útsýnisins í leið- inni. Guðný Dóra segir að í tengslum við afmæli Halldórs Laxness nú í apríl standi til að merkja fleiri gönguleiðir nálægt heimili skálds- ins að Gljúfrasteini og setja upp fræðsluskilti. Göngukort um hverfi bæjarins Þegar hún er spurð hvort bær- inn sé nýbúinn að setja á Netið göngukort um hverfi Mosfellsbæj- ar segir hún að það hafi verið gert í tengslum við gerð hverfavefjar. „Við skiptum bænum upp í hverfi og setjum inn á Netið upp- lýsingar um hvert hverfi, göngu- og götukort, svo og loftmyndir auk þess sem ýmislegt annað er á hverfavef eins og íbúi mánaðarins og svo framvegis.“ Nú þegar vorið er í nánd og fólk hefur kannski hug á að ganga um hverfin þá er til- valið að afla sér fræðslu á Netinu fyrst, kynna sér sögu þeirra og skoða göngukortin. Göngu- og hjólaleiðir um Mosfellsbæ á Netinu Stendur til að bæta við göngu- leiðum og hvíldarbekkjum Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Mosfelli hefur verið komið upp fræðsluskilti og á næstunni verður fræðsluskiltum komið upp við nýjar gönguleiðir í Mosfellsdal sem merkja á í tengslum við aldarafmæli Halldórs Laxness.  Göngu- og hjólaleiðakort- in eru á vefslóð bæjarskrif- stofu Mosfellsbæjar www.mos.is og þar undir úti- vist og frístundir. Hverfa- kortin er að finna á sömu netslóð. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.