Vísir - 26.04.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 26.04.1980, Blaðsíða 16
vtsm Laugardagur 26. april 1980 16 VÍSIR Laugardagur 26. april 1980 17 e gar / / j í/Það er stundum gott að "Maður hefur ekki áhuga á bók sem maður er búinn að skrifa". vera einn viötalinu: Mér er mjög illa við „Menning er eitthvað sem sprettur af mannlífinu fundarhöld „íslendingum er afskapíega ilía viö að kenna að þeir hafi haft d röngu að standa Það er undarlegt þetta með útlendinga og málið okkar, islenskuna. Sumir tala hana eins og þeir séu uppaldir á sérstökum mál- vöndunarheimilum og flestir landar geta lært af þeim, aðrir tala undarleg- an hrærigraut úr ýmsum málum og enginn skilur þá og svo eru menn eins og Alan Boucher prófessor, sem talar eins málfræði- lega rétt mál eins og hægt er að óska sér, en á í erfið- leikum með framburðinn og menn þurfa að einbeita sér töluvert til að missa ekki úr, þegar rabbað er við hann. Kerfið er atís staðar Alan Boucher er enskur aö upp- runa. Hann lauk háskólanámi I heimspeki 1939 og gekk þá i her- inn, sem atvinnumaður; þaö virt- ust vera bestu möguleikarnir þar þá, háskólamenntaður maöur gat fengið yfirmannsstööu strax án þess aö fara i offiseraskóla. — Ég var fyrst I Frakklandi og siöan var ég sendur á námskeiö i meöferö loftvarnabyssa og var geysilega fróöur um allt, sem aö þeim laut, og þaö hefur sjálfsagt veriö þess vegna aö ég lenti svo i allt ööru starfi. Þetta er kerfiö. Sameiginlegur hlátur. —Atti breski herinn kerfi eins og viö? — Já elskan min góöa, kerfiö er allsstaöar. Svo áriö 1940 var hann sendur til íslands og var hér i tvö ár. Fyrst var hann viö loftvarna- byssu á Alftanesi, en þaö var litiö aö gera fyrir þær, svo hann lenti fljótlega i öörum störfum. Hjúkrunarkonur i trossu meö mér, þegar ég fór aftur út 1942. Ég man eftir að þaö var af- skaplega vont veöur, þegar viö fórum. Eftir aö viö komum um borð i skipiö, sem við fórum meö, lá það á ytri höfninni I tvo eöa þrjá daga. Hjúkrunarkonur sem komu frá Akureyri áttu aö fara með okkur, en þaö var ekki hægt aö koma þeim um borö, vegna þess hvað veðriö var slæmt. Siöan voru þær hiföar upp eins og sekkir i trossu. Svo fórum viö og tókum stóran krók langt út á Atlantshaf, til að foröast kafbáta og vorum tiu daga á leiöinni. Þetta var nokkuö stórt skip, ætli þaö hafi ekki verið nálægt tiu þúsund tonn, og viö vorum tiu daga á leiöinni frá Reykjavik til Glasgow. Fékk leyfi til ad Iæra á íslandi — Kynntistu tslendingum þá strax? — Já, aö minnsta kosti konunni minni, Aslaugu Þórarinsdóttur. Viö giftum okkur hérna og hún fór Eftir striðslok sagöi Alan Boucher sig úr hernum, hann var búinn aö vera sjö ár hermaöur, þegar hann hætti, og fór aö kenna, kenndi viö heimavistarmennta- skóla I Noröur-Englandi, klausturskóla, þar sem munkar kenndu aö mestu leyti, en örfáir aörir. Þá ber svo viö aö Siguröur Nordal kemur til Leeds til aö taka viö heiöursdoktorsgráðu. — Ég fór þangaö og fór aö tala viö hann. Viö ræddum um mögu- leikana á aö ég kæmi aftur til Islands, ég haföi áhuga á þvi. Það varö að ráöi aö ég skyldi semja doktorsritgerö um islenskt efni og Siguröur ætlaði aö aöstoöa mig viö þaö. Þaö var i reglum viö háskólann i Cambridge að maöur varö aö vinna i þrjú ár viö doktorsritgerö, en þar af þurfti maöur ekkiaövera nema eitt viö skólann og ég fékk leyfi til aö vera hin tvöá Islandi, og sótti kennslu i Háskóla lslands. Ég held aö ég hafi veriö eini erlendi nemandinn við skólanri þá. Viöfangsefniö var valiö úr Islendingasögum og unn- iö undir handleiöslu Siguröar Nordal og Alan Boucher varöi svo ritgerö um islensk fræöi og varö doktor i hugvisindum, frá Cam- bridge. Hjá BBC Aö loknum þessum áfanga fluttu hjónin aftur til Englands og Alan leitaöi að stööu viö enskan háskóla viö kennslu i islenskum fræðum. Þaö gekk ekki,þaövoru afskaplega fáar kennarastööur i islensku viö breska háskóla á þeim dögum, og kennararnir, sem i þeim sátu voru flestir ungir, — Mér fannst þetta væri von- laus leit og kom mér I starf við breska útvarpið, BBC, og þar var ég i þrettán ár. Ég var i skólaút- varpinu, annaðist ýmsa dag- skrárliöi fyrir skólann. Útvarpiö og sjónvarpiö er mikiö notaö i sambandi við kennslu I Eglandi. Ég var þarna m.a. með þætti um barnabækur og þá fór ég aö skrifa barnabækur sjálfur að gamni minu og eingöngu um Islenskt efni. Þetta var aukastarf, ég geröi þaðbara að gamni minu, en það varö svo timafrekt aö ég á- kvaö aö hætta starfi minu I BBC, þótt mér likaði mjög vel viö þaö, til þess aö snúa mér aö fullu aö ritstörfum. Og vegna þess aö bækurnar voru um islenskt efni, þótti mér réttara að búa á Islandi þegar ég var aö skrifa þær. Aftur tit Islands Ég fékk sex mánaöa launalaust fri frá BBC og viö komum til Islands 1963, til reynslu og til aö athuga hvort við gætum lifaö hérna, og fluttum alkomin ’64. Ég fékkst svolitið viö kennslu, en aöallega viö ritstörf. Ég skrifaöi mikiö fyrir BBC og svo bækurnar og svo tók ég svolitið kennslu heim til mln. En smám saman jókst kennslan, ég fór aö kenna I Kennaraskólanum og upp úr þvi I Háskólanum, þetta var auka- starf, en var stööugt meira og meira þangaö til þaö var oröiö aö aðalstarfi og um 1970 var ég orö- inn fastur starfsmaöur i Háskól- anum. Aöur var ég stundakenn- ari, og þaö sem þeir kalla hálfur dósent. Þaö þýddi aö maöur var i fullu starfi en aöeins meö hálf föst laun. En þá varö laus staöa þar og ég sótti um og fékk hana og hef verið þar siöan. — Og nú ertu forseti heimspeki- deildarinnar? — Já, þvi miöur. — Þvi miöur???? — Já, þvi miöur. Þetta er nokk- uö sem maöur veröur aö taka aö sér, maöur getur ekki neitaö þvi, en ég er ekki sérstaklega hrifinri af svona stjórnunarstörfum. Það liggur ekki vel fyrir mér og bað var álls ekki til þess, sem ég kom til Islands. Ég kom af þvi aö ég vildi hafa friö til aö geta skrifaö og kennt, ég hef gaman af aö kenna, en timinn fer allur i stjórnarstörf núna og þaö er sára- litill timi til aö kenna. Þaö fer lika mikill timi i fundarhöld og mér er mjög illa við fundarhöld. Úífaldi er hestur, sem hannaðurer af nefnd — Af hverju? — Jú, ég held aö i rauninni séu þau mikil timaeyösla og ég held að allar ákvaröanir sem eru tekn- ar, séu teknar af einstaklingum en ekki af fundum. Þaö er sagt á ensku til dæmis, aö úlfaldi sé hestur, sem er hannaöur af nefnd, og þannig er útkoman. Ég vildi gjarnan geta veriö laus viö fundi, en þaö er bara ekki hægt. — Eru fundir þá óþarfir og til einskis gagns? — Neinei, mér finnst mjög gott aö fá aö vita vilja manna og skoö- anir, ef einhverjir vilja segja frá þeim, en þaö er einmitt þaö sem þeir vilja ekki gera. Ég skal segja þér t.d. aö á langflestum fundum okkar i heimspekideild eru á- kvaröanir afgreiddar samhljóöa, vegna þess aö viö reynum alltaf aö finna úrlausn, sem allir geta sætt sig viö, ef þaö er hægt, en aö sjálfsögöu veröur alltaf einhver aö taka ákvöröun, eöa koma meö tillögu, sem hinir geta samþykkt. Þaö er mikið talaö um lýöræöi, og þaö er ekki nema gott eitt aö segja um þaö, en lýöræöi þýöir aö minu viti aö maöur velur sér menn til aö taka ákvaröanir, og leyfir þeim aö gera þaö, en ef manni llkar ekki þaö sem þeir gera, sparkar maöur þeim út og velur aöra. Mér finnst þetta vera svona, en ekki aö ræöa hvert smáatriöi, þaö er ekki hægt, þá veröa engar framkvæmdir. Skrifaði tuttugu barnabækur — Mig langar til aö koma aftur aö ritstörfunum. Hvers vegna valdiröu aö skrifa, I fyrsta lagi barnabækur og i ööru lagi barna- bækur um Islenskt efni? — Eins og ég sagöi, fékkst ég við barnaefni i útvarpinu, aöal- iega, og þessvegna haföi ég kynni af lestrarefni barna og ísland valdi ég vegna þess að ég haföi eins konar sérstöðu meöal barna- bókahöfunda á Bretlandi. Fæstir höföu þekkingu á Islandi og ég notfæröi mér þaö bara. Og margt er þetta efni úr Islenskum sögum ágætt barnabókaefni. Og ef til vill var þetta bara tilviljun. — Hvaö skrifaðiröu margar bækur fyrir börn? — Þaö voru um tuttugu bækur, en ég hef skrifað fleiri siöan. Ég hef fengist við aö þýöa Islenskar bækur á ensku, bækur sem Ice- land Review hefur gefiö út. Þaö eru þjóösögur og kvæði, ég hef sérstaklega gaman af aö þýða kvæði. Þaö er óhætt að segja aö kvæöi eru mitt helsta áhugaefni i sambandi viö kennslu. Ég kann að yrkja — Ertu skáld? — Ja, hvaö er skáld? Þegar Ólafur konungur Tryggvason spurði Hallfreö: Ertu skáld, þá svaraði hann: Ég kann aö yrkja. Og þaö veröur mitt svar. Ég kann aö yrkja á ensku aö minnsta kosti, segir Alan og hlær viö. Ég segi ekki aö ég sé skáld, nei, en ég hef gaman af aö vrkia. Svo hef ég veriö aö fást viö þýöingar á fornsögunum og þær bækur veröa gefnar út. á næst- unni, þetta eru smábækur, þar á meöal Hallfreðar saga, safn af sagnaþáttum og sögur frá Vest- fjöröuirt. Þessar bækur verða gefnar út á næstunni eöa ein- hverntima I sumar, á vegum Iceland Review. Þær eru aðallega gefnar út fyrir feröamenn, sem koma hingaö og vilja fá einhver kynni af Islenskum bókmenntum. Ég gatekki hugsað mér neinn betri —- Hafa barnabækur þfnar ekki verið þýddar á islensku? — Ein, ja eöa tvær i rauninni. Ég held að þaö hafi veriö litill á- hugi á þvi vegna þess að þær seld- ust ekki og þaö var hætt viö það. Ég held aö þær hafi kannski ekki verið sérstaklega vel þýddar. En svo dregur Alan fram eina bók eftir sig á islensku: Viö sagna- brunninn. Það eru sagnaþættir frá ýmsum löndum og þýdd af Helga Hálfdánarsyni. — Ég gat ekki hugsað mér neinn betri, segir Alan — og myndskreytt af Barböru Árnason. Úti í horni á bak við stól — Þaö er svolítiö skritiö meö þessa bók. Hún er byggð aöallega á efni sem ég safnaöi þegar ég var hjá breska útvarpinu, efni sem ég notaöi I útvarpsþáttum. Ég safnaöi þjóösögum frá ýmsum löndum og endursagöi þær. Ég skrifaði þetta i handrit — á ensku, aö sjálfsgöðu —, og þaö var þýtt af Helga. Svo var útgáfufyrirtæki i Bretlandi, sem haföi áhuga á aö gefa þetta út og þeir fengu enska handritið og þeir týndu þvi. Þess vegna er þessi bók bara til á islensku. Og ég hef stundum veriö aö velta fyrir mér hvort ég ætti ekki aö þýöa hana á ensku, aö nýju. Bækurnar eftir Alan sjálfan eru i neöstu hillunni á veggnum, niður undir gólfi, i horni á bak viö stól. Hvers vegna? Jú, þær eru aldlrei snertar, maöur hefur ekki áhuga á bók, sem maður er búinn aö skrifa, aöeins þeirri sem er enn ó- skrifuö. Var orðinn íeiður á strætisvögnum — A ég aö voga aö spyrja hvernig sé aö búa á íslandi? — Það er ágætt aö búa á íslandi. Ég held þaö sé I rauninni ekki ööruvisi en aö búa annars staðar, nema þaö er allt annaö aö búa i litilli borg en t.d. Lond- on. Ég átti mest heima i London og mér þykir alltaf gaman aö koma til London, en þaö er af- skaplega þreytandi að búa þar, það eru svo mikil feröalög. Ég var oft tvo tima á dag aö ferðast. Það var i rauninni þess vegna að ég hætti aö starfa i London, ekki vegna þess aö mér fyndist ekki skemmtilegt, ég hætti vegna þess að ég var orðinn svo leiöur á strætisvögnunum. Hérna get ég gengiö i vinnuna, þaö er mikill kostur. Það eru ekki allir sem geta þaö, en samt finnst mér miklu auöveldara aö búa hér. Ef maður ætlar á tónleika eöa i leik- hús i London, veröur maöur aö fara af staö heiman frá sér að minnsta kosti hálftima áður en þaö á aö hefjast, ef til vill meira, og maður verður að leggja biln- um einhvers staöar langt i burtu frá leikhúsinu og ganga svo. Hér getur maður bara farið af staö tiu minútum fyrir, og veriö viss um aö finna stæöi fyrir bflinn. Og ég get gengið þegar ég fer á tónleika hér I Háskólabió. (Alan býr viö Tjarnargötuna). Hef vantraust á fóiki sem taíar mikið um menningu — Erum viö íslendingar jafn mikii menningarþjóö og viö höld- um? — Ég veit þaö ekki. Ég hef dá- litiö vantraust á fólki sem talar mikiö um menningu. Mér finnst aö menning sé nokkuö, sem kem- ur af sjálfu sér og þaö þýöir ekk- ert aö bara tala um þaö, þaö verö- ur aö vera, og þá þarf ekki aö tala um þaö. En mér finnst ósköp eöli- legt aö tslendingar vilji gera mik- iö úr menningu sinni, þvi saman- boriö viö aörar þjóöir hafa þeir ekki eins mikil auöæfi. Ég held aö menning sé nokkuö sem maöur reynir ekki aö gera, heldur er eitthvað sem sprettur af mannlif- inu, kemur af sjálfu sér en er ekki hægt að búa þaö til. Það getur ekki allt orðið sniíídarverk — Erum viö ef til vill aö raupa af gamalli menningu vegna þess að við höfum litið af nýrri? — Ég treysti mér ekki til aö dæma um það. Kunnátta min er aðallega bundin við fornar bók- menntir. Ég hef ekki lesiö mjög mikiö af nútima bókmenntum, ég hef ekki mikinn tima til að lesa mikiö, en ég hef þýtt dálitið af kvæðumeinsogégsagöiáöan, en ég held aö þjóð verði aö hafa mik- ið af lélegum skáldskap, til þess aö eitthvað verði gott. Það er aö segja: þaö getur ekki allt orðið snilldarverk. Við veröum aö hafa mörg léleg skáld, til þess aö það komi eitt sem er nokkuö variö i. En það er ekki viö þvi aö búast aö þaö komi margir snillingar i einu i svona fámenni. Það má enginn hafa of mikla þjóðerniskennd — Þýöir þetta aö sá besti á hverjum tima sé snillingur, af þvi hann er bestur þeirra sem viö höfum úr aö velja? — Þaö þýöir það aö miklu leyti, ég held að þaö sé mjög afstætt hvaö er kallað snillingur. Þaö er alltaf svolitiö hætt viö aö menn sætti sig viö meöalmennsku, vegna þess aö þaö vantar viömiö- un. Þetta getur veriö hættulegt, að minnsta kosti fyrir smáþjóö, finnst mér. Þess vegna er mjög mikilsvert aö Islendingar leggi mikla rækt viö aö kynna sér menningu, eöa bókmenntir eöa hvað maöur á að kalla þaö, frá öörum löndum. 1 fornöld var ó- þekkt að tala um islenskar bók- menntir eöa alþjóölegar, þá voru bara til bókmenntir, og þaö fer ekki aö brydda á þjóöerniskennd- inni fyrr en á seinni hluta miö- alda. Þaö má enginn hafa of mikla þjóðerniskennd á þessu sviði, öll menning er i rauninni ein. En sjálfsagt veröur hún að koma i gegnum vitund einstakra þjóða. Mér finnstað þaö sé ekkert til sem heitir alþjóöleg list, hvaöa list sem er hlýtur aö vera bæöi þjóöleg og samþjóðleg. Þaö eru einstaklingar sem búa til list og einstaklingar eru háöir umhverfi sinu, en aðalmáliö er aö menn veröa aö vera móttækilegir fyrir þvi sem gerist erlendis. Það verður að leyfa mönnum að gera mistök Þaö þýöir ekki aö reyna að einangra sig og vera hræddir við erlend áhrif, eins og sumir virö- ast vera. Ég held að þaö sé mis- skilningur. Það getur ýmislegt slæmt komiö erlendis frá lika, en menn veröa aö læra aö velja og hafna. — Telur þú þá ekki rétt aö vernda þjóöina gegn aöstreymi erlendrar menningar, vegna þess aö svo margt slæmt fljóti meö? — Ég held aö þaö sé dálitiö hæpiö aö fara meö menn eins og börn. Þaö veröur að leyfa mönn- um aö gera mistök.ef þeir eiga aö þroskast og veröa ekki alltaf börn. Hvernig eru íslendingar? — Stundum er talaö um þjóöar- einkenni. Hvaö sér útlendingur, sem kynnist Islenskri þjóö? Hvernig eru tslendingar? — Það er dálitiö erfitt fyrir mig aö segja um þaö, ég er búinn að vera hér of lengi til þess. Ég verö var viö ýmislegt sem er ööruvisi hér en i Bretlandi, en ég þori ekki að segja: þaö er íslenskt Þaö má segja aö ýmislegt sé ööruvisi hérna, vegna þess aö þjóöin hefur búið i einangrun. Það er eins og eitthvað standi á milli ókunnra manna. Hann biður alitaf um meira Þegar hér var komið samtalinu kom Bragi ljósmyndari til okkar og þá slitnaöi þráöurinn. Bragi myndaöi Alan i ýmsum stelling- um og pantaöi aö siöustu, aö hann sæti meö bók i hendi viö skrif- boröiö. Alan tk upp nýjustu bók- ina sina, þýöingar á ljóöum ólafs Jóhanns og Bragi spuröi hvort hann héldi aö útgefandinn hefði eitthvaö út úr þessu. — Hann biöur alltaf um meira, svo ég trúi ekki aö hann tapi á þvi. Hann er í kaffi En undirritaður vildi ekki sleppa Alan viö aö segja meira frá tslendingseölinu og milli ljós- myndablossanna komu ýmsar athugasemdir. — tslendingar drekka mikið kaffi: þaö er ákaflega erfitt aö reka erindi á tslandi, af þvi aö eini maöurinn sem getur leyst máliö er i kaffi. tslendingum er afskaplega illa viö aö viöurkenna aö þeir hafi haft á röngu aö standa. Það kem- ur ekki oft fyrir aö tslendingur skipti um skoðun fyrir rök ann- arra. tslendingar hugsa of mikiö um sig sem tslendinga, þaö er afar hæpiö aö hugsa: viö erum ööruvisi. Og Islendingar fara alltaf aö syngja. þegar þeir hitt- ast, sérstaklega ef þeir eru aö feröast. Ég man eftir aö ég kom einu sinni inn á Heathrow flug- stööina i London og þá heyri ég aö hópur manna fer aö syngja. Þaö voru auövitað tslendingar. tslendingar vilja vera i hópum, það er taiinn sérvitur tslendingur og skritinn sem vill vera einn, en þaö er rangt, þaö er stundum mjög gott aö vera einn. Þetta stafar vafalaust af, aö áður, meöan þjóöin var miklu minni en hún er nú og hver var bundinn viö sinn staö, hittust menn sjaldan og voru einangraöir, og nú er eins og þeir séu hræddir viö aö vera einir. Heid áfram að gera það sem ég geri nú — Ætlaröu aö búa á tslandi þaö sem eftir er? — Ég ætla aö halda áfram aö gera þaö sem ég geri nú. Ég fer til Englands á hverju ári, mér finnst eg eiga heima i báöum löndunum. Þaö er margt sem pirrar mig hér vegna þess aö það er ekki eins og i Englandi, og þaö er lika margt, sem pirrar mig þar, vegna þess aö þaö er ekki eins og á tslandi. Mér finnst alltaf gott aö koma til Englands, en mér finnst lika alltaf gott aö koma til Islands aftur. -SV. Texti: Sigurjón Vaidimarsson Myndir: Bragi Guðmundsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.