Vísir - 26.04.1980, Blaðsíða 30

Vísir - 26.04.1980, Blaðsíða 30
Laugardagur 26. april 1980 30 Baldvin Halldórsson I hlutverki ,,hlns slfmuga prlórs”. Vfsismynd: JA. Smalastúlkan og úiiagarnir í Þiððieikhúsinu: REALISMIOG RÖMANTlK Þaö er óneitanlega nokkuó djarflegt tiltæki aó taka fram 106 ára gamalt leikrit og ætla þvl aö hafa beina e&a þá óbeina skirskotun til nútiðarinnar eins og Þjóðleikhúsiö hefur nú gert, i og með I tilefni 30 ára afmælis- ins. Til að þetta uppátæki megi heppnast, mæðir ekki hvaö sist á Þorgeiri Þorgeirssyni, sem snúið hefur hinu gamla leikriti Siguröar málara á nútimavlsu. Þorgeir gerir prýöilega grein fyrir aðferðum sinum i bréfi til Siguröar framliöins, sem birt er sem eftirmáli viö útgáfu á hinu nýja leikriti þeirra félaga, sem Iöunn hefur þegar gefiö út. Kemur þar fram, aö mestum erfiöleikum reyndist bundiö aö samræma, samhæfa og sam- eina llfsskoöanir og heimspeki hins rómantiska þjóöernis- hyggjumanns úr 19. öldinni viö nútfmamanninn Þorgeir, „gegnsósa I realisma” — burt- séö frá leikhúsfræöunum, sem náttúrlega hafa tekiö miklum stakkaskiptum á þessari liölega einu öld, hvort sem þaö er nú til hins verra eöa betra. Þorgeir segir: ,,ÞIn kynslóö haföi tilhneig- ingu til aö ræöa um Frelsiö og Ástina (en þessi má telja tvö meginþemu leikritsins. Innskot IJ) meö stórum stöfum hvort tveggja. Hugtök ykkar voru masslf og traust, nánast áþreif- anleg frá okkar sjónarhóli I dag. Mér liggur viö aö segja, aö þau hafi haft lit og lögun. Ég hef þaö tii marks um aöra reynslu, fleiri vonbrigöi kannski, aö hugtök okkar eru varfærnislegri og loftkenndari I dag, en samt þarf þaö ekki endi- lega aö merkja, aö okkur sé minna niöri fyrir”. Tilbúin persóna Þorgeiri er sýnilega mjög i mun aö halda fullum trúnaöi viö einlægar og háleitar hugmyndir Siguröar um „ástina, frelsiö og valdiö” (eins og einhver sagöi) án þess þó aö svikja lit viö sina eigin raunsæju og oft kýnisku öld. Til þess býr hann til per- sónu „sem hugsaöi á þinum for- sendum en haföi þó mina vitn- eskju um leikhúsið I dag og þá áhorfendur sem þaö sækja”, eins og Þorgeir segir i bréfi sinu til málarans. Og skemmst frá aö segja: þessi persóna hefur I öllum meginatriöum unniö verk sitt ákaflega vel. Þorgeir þræöir af miklum fimleik einstigiö milli realisma og rómantikur afleiöingin veröur, aö hugsjónir Siguröar, þó háleitar séu og ein- att fjálglega oröaöar miöaö viö nútlmaáhorfendur, sem hafa lært af oft biturri reynslu aö taka nefndum hugsjónum meö varúö — aö þær sýnast eiga fullt erindi viö margumtalaöan nú- tlmamanninn. Nú hef ég ekki lesið upphaflega leikgerö Sig- uröar málara og veit þvi ekki aö hversu miklu leyti Þorgeir hefur stokkað upp eöa breytt á- herslum en ljóst má vera, aö Sigurður Guömundsson hefur veriö prógressivur mjög miöaö viö sína öld. Kvenréttindum hefur hann sýnilega haldið á lofti I trássi við litt vaknaöa kvenfrelsisvitund og hann hefur og veriö ákafur fjandmaður þeirra valdsmanna og höfö- ingja, sem „troöa á litilmagn- anum” og aröræna. Þess má reyndar geta, aö ljóst er af heimildum, aö fyrir Siguröi hefur ekki einvöröungu vakaö aö skapa listaverk — hann vildi halda fram slnum hugmyndum og freista þess aö vinna þeim brautargengi, alkunn eru um- mæli hans um aö „frá scenunni megi mennta þjóöina....” þakka leikstjóranum, Þórhildi Þorleifsdóttur, sem leikstýrir nú sinu fyrsta verki I Þjóö- leikhúsinu. Þaö er ef til vill vegna reynsluleysis I meöhöndl- un stórs sviös en nokkuð an- kannaleg sýnast mikil og stöö- ugt hlaup leikaranna um sviöiö þvert og endilangt, þetta gæti dreift athygli áhorfenda frá textanum en má léttilega laga. Bænda-Bruegel Þaö uppátæki leikmynda- teiknarans, Sigurjóns Jóhanns- sonar, aö byggja búninga leik- enda á málverkum hollenska málarans Bruegels ber vitni nokkru hugrekki, þrátt fyrir góö sambönd Islendinga viö útlönd á Þráinn Karlsson er enn einn nýliöinn, en hann er i láni frá Leikfélagi Akureyrar og leikur útlagann Björn. Þaö veröur aö segjast eins og er, aö Þráinn náöi ekki aö falla inn f leikhóp Þjóðleikhússins sem skyldi, hann virkaöi ögn stifur og radd- beiting hans um of formleg. Sennilegast fer þetta þó af, þeg- ar sýningum fjölgar, þvl aö Þráinn sýndi þrátt fyrir allt aö hann veldur hlutverkinu prýöi- lega, ef til vill veldur þaö nokkru aö B jörn er á ýmsan hátt málpipa höfundar sins. Sigurð- ar Guömundssonar, og hefur þvl Þráinn máski ekki vel frjálsar hendur. Forkostuleg aukahlutverk Fyndni í stíl Sjeikspírs Eins og áöur segir: þessi samruni 19. og 20. aldar leiklist- ar hefur tekist mæta vel, þaö er auösætt aö þeir félagar báöir, Sigurður og Þorgeir, hafa góöan skilning á leikhúsinu þó frum- raun beggja sé. Sýningin er öll hin liprasta og skemmtilegasta og aukin heldur bráöfyndin. Reyndar má sjá þaö, aö Sigurð- ur hefur gengiö i smiöju Shake- speares meöal annars af fyndni hans, replikkur tviræös eölis fljúga á milli og oft er þaö gróf fyndni, eins og Shakespeares, en fellur i kramiö meö Islend- ingum. Þorgeir hefur brugöiö á þaö ráö aö breyta mjög uppbygg- ingu leikrits Sigúröar, hann leysir upp þáttaskipan en reisir verkiö þess I staö á stuttum at- riðum svo sem nú tiökast mjög, styttir dálltiö og steypir saman. Hins vegar mun litlu sem engu brugöiö frá hinum upphaflega texta. Segulband, ljóskastarar og ýmis önnur tæknibrögö eru mikiö notuö og segir Þorgeir i bréfinu, aö þaö sé gert til aö ná betur þvi óvænta, sem tjöld Sig- uröar hafa á slnum tima náö I hugum sinnar samtlöar. Þessar brellur ná oftast tilgangi slnum og ráöa einatt úrslitum, en þó viröist nokkur losarabragur á endi verksins. Þar mun Þorgeir hafa vikiö talsvert frá texta Sig- uröar málara og tiöar skipting- ar milli segulbands, ljósa og „vanalegra” atriöa viröast gefa til kynna dálitiö hik svo aö end- irinn veröur ekki eins sannfær- andi og ella. Eins má finna aö þvi atriöi, þar sem útilegumaö- urinn Eldjárn og griökonan Manga ná allt i einu saman, þaö virkar ekki rétt vel, einkanlega vegna nýframkominna tengsla Möngu viö félaga Eldjárns, Hrólf. En þessi atriöi skipta þó engum sköpum, I heild er sýn- ingin samfelld og órofa. Þann súksess má likast til einnig léikTist Illugi J ökulsson sfcrifar þeim tima er leikritiö gerist, á ég bágt meö aö trúa þvl, aö á 16. öld hafi bændafólk á Islandi gengiö svona til fara. Hins veg- ar er þaö ómótmælanlegt, aö I fyrsta lagi eru búningarnir allir hinir fallegustu og 1 ööru iagi þjóna þeir prýöilega þvi sam- blandi af rómantlk og realisma, sem leikritiö byggist á. Aö ööru leyti fæ ég ekki betur séö en Sigurjón hafi i leikmyndagerö sinni fariö svipaöar leiöir og Ralph Koltai, sem geröi leik- mynd viö Lé konung, sællar minningar, umhverfið túlkaö meö stórum tjöldum og svo leik- hljóöum og lukkast ágæta vel. Þá fer Kristinn Danielsson ljósameistari meö stórt hlut- verk I gerö sýningarinnar, en sem áöur sagöi, spila ljósin mikla rullu i verkinu. Er þá komið aö leikurunum sjálfum. Arni Blandon og Tinna Gunnlaugsdóttir leika hvaö stærstu hlutverkin en þau, á- samt Siguröi, Þorgeiri og Þór- hildi, koma nú I fyrsta skioti nærri leiksýningu á sviöi Þjóö- leikhússins, Tinna lék þó á litla sviðinu i leikriti Ninu Bjarkar, Hvaö sögöu englarnir? Tinna stendur sig hér mjög vel og sómir sér vel sem sveitastúlkan Helga, kátlynd og saklaus, en þó glúrin. Grimur, sem Arni Blandon leikur, er yfirmáta ein- læg og saklaus persóna, sem Arni túlkar á eindæma sannan hátt, heföu liklega fáir getaö nema hann. Samleikur þeirra tveggja var llka mjög góöur. Aörir leikarar stóöu sig und- antekningarlitiö meö mikilli prýöi. Helgi Skúlason og Rúrik Haraldsson leika kumpána Björns, útlagana Eldjárn og Hrólf, af miklu öryggi og fatast hvergi, fremur en þeirra er vandi. Kristbjörg Kjeld leikur griökonuna Möngu, enn ein gribban meö brókarsótt, sem Kristbjörg leikur. Hún skilaöi sinu aö venju óaöfinnanlega. Róbert Arnfinnsson er og sann- færandi sem stórbóndinn Guö- mundur, andsnúinn erlendu valdi, og þau Gunnar Eyjólfsson og Guörún Þ. Stephensen mjög skemmtileg I hlutverkum kald- lyndra foreldra stúlkunnar Sig- ríðar, sem Helga E. Jónsdóttir leikur. Allir þessir leikarar þrautþjálfaöir og bregöast sjaldan eöa ekki. Þaö voru hins vegar auka- hlutverkin sem oft á tlöum voru skemmtilegust. Baldvin Hall- dórsson og Þóra Friðriksdóttir léku klausturhjúin af mikilli list, sérstaklega Baldvin sem fór aldeilis á kostum I hlutverki hins sllmuga prfórs. Þá kom Arnar Jónsson mjög skemmti- lega á óvart sem loftbelgurinn Jón Gudduson, dálitiö óllkt undanförnum hlutverkum Arn- ars, og sýnir gamanleikara- hæfileika hans, svo ekki fer milli mála. Og Þórhallur Sig- urösson, smaladrengurinn, sem klæðist kvenfötum og fer um sviöiö meö miklum pilsaþyt, stal heldur betur senunni I for- kostulegu hlutverki. Ótaldir eru þá munkar og hermenn, sem ailir stóöu fyrir sinu. Þá er þaö sem sagt: þessari sýningu er llklega óhætt aö spá langlifi á fjölum Þjóöleikhúss- ins, hún hefur flest þaö til aö bera til aö veröa vinsæl. Fyrst og fremst er hún liklega sigur samvinnunnar, samvinnunnar sem hófst þegar Siguröur Guöitiundsson málari lagöi upp til aö „mennta þjóöina frá scen- unni...” —IJ. Sýningu meistaranna að ijúka í Norræna húsinu Nú fer hver aö veröa slðastur aö sjá hina geysimerkilegu myndlistarsýningu I Norræna húsinu, þar sem sýnd eru verk eftir ýmsa fremstu listamenn nú- tlmans. Má þar nefna Pablo Picasso, Matisse, Munch, Miro, Klee og fleiri. Sýningunni lýkur á morgun. Þaö var Kópavogsbær sem fékk sýninguna hingaö til landsins en hún kemur frá Henie-On- stad-safninu I Osló. Mörg þúsund manns hafa lagt leiö slna I Nor- ræna húsiö til aö skoöa meistar- ana en hún verður opin 1 dag og á morgun frá kl. 14.00 til 22.00. —IJ. Fræðslufundur i Skúgræktarsiöð- inni í Fossvogi I dag, laugardaginn 26. aprll, veröur haldinn fræöslufundur I Skógræktarstööinni í Fossvogi kl. 2 e.h. Þar veröur leiöbeint meö uppeldi á trjám og runnum og munu Sigurður Blöndal, skóg- ræktarstjóri, Hulda Valtýsdóttir framkvæmdastjóri Ars trésins ásamt sérfræöingum Skóg- ræktarfélagsins veröa til viðtals um skógrækt og trjárækt. Jafnframt veröur hægt aö fá aöskiijanleg rit og bæklinga varö- andi trjárækt og garörækt á staönum. Einnig veröa sýndar skógræktarmyndir I húsi félag- sins milli ki. 3 og 5. Fundurinn er öllum opinn. Framlengja einvígl Spasskys og Rortisch Tlundu einvlgisskák þeirra Portisch og Spasskys lauk I Mexlkóborg I fyrradag meö jafn- tefli, og stóöu einvlgiskapparnir upp jafnir aö vinningum, fimm hvor. Spassky jafnaöi metin I nlundu skákinni og fór sér varlega meö svörtu mönnunum I slöustu skák- inni, en um jafntefli var samiö eftir 37 leiki. Veröa þeir nú aö tefla tvær skákir til viöbótar. Leíöpétting Meö pistlinum Sjónarhorn sem ég undirritaöur skrifaöi I VIsi I gær og fjallaöi um viöskipti min viö prentsmiöju eina, var birt mynd af prentara úr Blaöaprenti. Þetta gaf ótvirætt til kynna aö efni pistilsins ætti viö prentara I Biaöaprenti. Viðkomandi prent- ari er beöinn afsökunar á þessari myndbirtingu, sem var ekki aö minni beiöni. Hannes Sigurösson blaöamaöur Víslsöfó „Vottur af glæsibrag” nefnist myndin sem sýnd veröur I VIsis- blói I dag. Er þetta gamanmynd I lit og meö islenskum texta. Aö venju er Visisbió I Hafnarniói og hefst sýningin kl. 3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.