Vísir - 12.05.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 12.05.1980, Blaðsíða 7
 VÍSIR Mánudagur 12. mal 1980 Slysavarnarlélaglð og Búnaðarfélag íslands: Drátlarvéla- námskeið fyrir unglinga Námskeiö i meöferö dráttar- Innritun fer fram á nám- véla fyrir unglinga 14 ára og skeiösstaö, Dugguvogi 2 (viö eldri hefst i Reykjavik 14. mai Elliöavog) mánudaginn 12. mai n.k. og stendur til 18. mai. Námskeiöinu veröur skipt i tvo þætti: Annars vegar veröur fornámskeiö fyrir 14 og 15 ára nemendur og hins vegar dráttarvélanámskeiö fyrir 16 ára og eldri, sem lýkur meö prófi og atvinnuréttindum á dráttarvélar. Fornámskeiöiö stendur yfir I 5 kennslustundir og er þátttökugjald 8000 krónur. Fyrir eldri nemendur eru 10 stundir og er þátttökugjald ásamt vottoröu, prófgjaldi og skírteini 30.000 krónur. og þriöjudaginn 13. mai kl. 16—18 og greiöist þátttökugjald viö innritun. Nánari upplýsingar eru veitt- ar hjá Umferöarráöi, Slysa- varnarfélagi lslands og Búnaöarfélagi Islands. —HR Frá dráttarvélanámskeiöi fyrir unglinga, sem haidiö var I fyrra. Sumarstarf fyrir börn og unglinga á vegum borgarinnar Æskulýösráö hefur gefiö út bæklinginn „Sumarstarf fyrir börn og unglinga 1880” og er þar aö finna framboö borgarstofnana á starfi og leik fyrir börn og ung- linga I borginni nú i sumar. Starfsþættir þeir, I bækl- ingnum eru fyrir aldurinn 2-16 ára og snerta þeir flestir fþróttir og útivist, en einnig eru kynntar reglulega skemmtisamkomur ungs fólks. Foreldrar, sem hafa hug á aö hagnýta sér framboö borgarinnar fyrir börn sln, eru hvattir til þess aö draga ekki innritun þeirra. —P.M. vináttuféiag íslands og Víetnam Stofnaö hefur veriö vináttu- félag Islands og Vietnam. Stofnun þess fór fram á fundi, sem hald- inn var í tilefni þess, aö fimm ár voru liöin frá frelsissigri Vietnam og hélt félagsmálaráöherra, Svavar Gestsson erindi á þeim fundi, auk þess sem Jón Ásgeir Sigurösson, blaöamaöur, flutti erindi. A fundinum var samþykkt ályktun, þar sem vakin er athygli á þvi alvarlega ástandi, sem enn rikir i Vietnam, lýst yfir stuöningi viö Vietnömsku þjóþina og þvi fagnaö, aö stofnaö heföi veriö vin- áttufélag milii tslands og Viet- nam. Formaöur vináttufélagsins var kjörinn Sveinn Rúnar Hauksson, en aörir i stjórn eru: Ingibjörg Haraídsdóttir, Jón Asgeir Sigurösson, Lilja Kristjánsdóttir, Ólafur Gislason og varamenn Freyja Þorsteinsdóttir og Þor- leifur Gunnlaugsson. Klúbburinn öruggur akstur Reyklavfk: vegurinn við Kaplakrika brýnasta verkefnið Klúbburinn öruggur akstur hélt almennan umferöarmála- fund I Súlnasal Hótel Sögu fyrir skömmu. Formaöur klúbbsins, Kristmundur J. Sigurösson, flutti ávarp og fram fór árleg afhend- ing verölaunamerkja Samvinnu- trygginga fyrir öruggan akstur. Hlutu 375 aöilar 5 ára viöurkenn- ingu, 171 aöili 10 ára viöur- kenningu, 20 aöilar 20 ára viöur- kenningu en enginn 30 ára. Á fundinum voru samþykktar tvær tillögur. 1 fyrri tillögunni lætur fundurinn i ljós furöu sina á þeim óafsakanlega drætti, sem oröiö hafi á lagningu áframhalds Reykjanesbrautar frá Kapla- krika I Hafnarfiröi aö Breiöholts- vegi i Reykjavik og skorar á sam- gönguráöherra, Vegagerö rikis- ins og viökomandi bæjarstjórnir aö bæta úr þessu strax. Telur fundurinn þetta verkefni eitt hiö þarfasta og langmest aökallandi i vegamálum á Stór-Reykjavikur- svæöinu. Þá skorar aöalfundur klúbbsins öruggur akstur I Reykjavik á stjórnir allra félagasamtaka I landinu aö beina þvi til meölima sinna aö slaka ekki á samstilltri baráttu fyrir bættri umferöar- menningu og vinna markvisst aö fækkun umferöarslysa og hvetja til manneskjulegrar umgengni um eigiö land. ARÐUR T/L HLUTHAFA Á aðalfundi Hf. Eimskipaféiags Islands 2. maí 1980 var samþykkt að greiða 10% — tíu af hundraöi — í arð til hluthafa fyrir árið 1979. Arðgeiðslur fyrir árið 1979 verða frá 1. júní n.k. á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Hluthafar, sem ekki vitja arðsins innan eins mánaðar, fá hann sendan i pósti. EIMSKIP * HLJÓMLEIKAR í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Mánudaginn 19. maí kl. 21.00 Forsala aögöngumiða í Fálkanum, Laugavegi 24

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.