Vísir - 12.05.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 12.05.1980, Blaðsíða 9
Mánudagur 12. maí 1980 [Þrír punktor uriií I f orsetof ramboð Væntanlegar forsetakosningar 29. júni næstkomandi setja nú stöðugt meiri svip á þjóð- lífið, enda eru frambjóðendur farnir að herða sóknina. Þeir ferðast um og heimsækja vinnustaði, en vinnustaðaheimsóknir eru nýjar af nálinni i framboði eins og þvi, sem nú stendur yfir. Mun það eiga rót að rekja til nýlegra vinnu- bragða frambjóðenda i alþingiskosningum. Hef- ur kosningaundirbúningur forsetaframbjóðenda óneitanlega skipt um svip frá þvi sem áður var, enda eru nú a.m.k. fimm frambjóðendur búnir að ákveða sig, en það er meiri fjöldi en menn hafði órað fyrir að myndi bjóða sig fram við einar kosningar i þetta virðulegasta embætti þjóðar- innar. Ekkert er nema gott eitt að segja um breytta vinnuhætti I kosningabaráttunni. Hún færir fram- bjóðendur nær fólkinu i landinu, og þeir kynnast kannski meiru af margbrotnu atvinnulifi landsins á skömmum framboðstima en á allri ævinni ella. Eflaust hefur fólk ekkert á móti þvi að fá forseta- frambjóðanda i heimsókn á vinnustað, og manni sýnist á þeim myndum, sem teknar hafa verið við slik tækifæri, að þeir eigi glaðlegu viðmóti að fagna hjá starfsfólki. Fyrsti punklur Varla getur talizt tilviljun, aö af fimm frambjóöendum skuli aöeins einn þeirra vera stjórn- málamaöur. Þaö hefur veriö nokkur lenzka aö álita, aö ekki ættu aörir aö sitja á Bessastöö- um en sérstakir menningar- menn, og hefur sú stefna raunar boriö góöan árangur, þegar hún hefur oröiö ofan á I vali á mönn- um I embættiö. Aftur á móti hlýtur þaö aö orka nokkurs tvl- mælis, ef þaö á aö veröa viöur- tekin venja, aö æösti embættis- maöur lýöveldisins, sem er póli- tiskt i eöli sinu, má ekki aö mati kjósenda vera stjórnmálamaö- ur. Forseti landsins hefur þó ekki annan starfa merkilegri en fást viö stjórnmálamenn, skilja flækjur þær sem I kringum þá eru og greiöa úr þeim eftir beztu getu. Þaö breytir þó engu um þá staöreynd, aö auövitaö eru allir jafn-réttbornir til framboös. Fyrsti forseti lýöveldisins var sendiherra aö ævistarfi. Hann tók viö starfi rikisstjóra á striöstima, þegar viö áttum I sjálfsögöum en erfiöum aöskiln- Albert Guömundsson aöi viö Dani. Seinna kom af sjálfu sér, aö hann tæki viö for- setaembættinu. Þá voru heldur ekki margir aö bjóöa sig fram á móti honum, og vinnustaöa- heimsóknir voru ekki orönar sjálfsagöur liöur fjöldafram- boös til embættisins. Næstur honum tók stjórnmálamaöur viö embætti forseta, eftir nokkra kosningabarattu. Hon- um fórust m.a. störf þannig úr hendi, aö hér ríkti stjórnarfriö- ur um þrettán ára skeiö, en hon- um lauk ekki fyrr en áriö 1971. Hvorki fyrr né síöar i sögu lýö- veldisins hefur samsteypustjórn setiö aö völdum til jafnlengdar viö þá stjórn, sem þessi stjórn- málamaöur i forsetastóli átti mikinn þátt I aö mynda. Þannig skyldu menn ekki gleyma þvi, aö stjórnmálamaöur I forseta- stóli getur valdiö miklu um stjórnarfariö I landinu, hafi hann þekkingu og þrek til að standa skynsamlega aö málum. Annar punktur Þaö er ljóst aö almenningur i Guölaugur Þorvaldsson Indriöi G. Þorsteinsson, rithöfundur, ræöir hér um forsetakosningarnar og telur fjölmiðla ekki hafa tekið mið af því hve ólík kosningabaráttan nú er þeirri, sem síðast var háð í sambandi við for- setakosningar hér. Hann segir: „Fimm frambjóð- endur, sem sækja vinnu- staði, og hafa varpað sér út í almenna kosninga- baráttu, eiga annað betur skilið en feimnislega þögn í fjölmiðlum. For- setaembættið á einnig annað betur skilið. Kosn- ingabaráttan nú verður opin og drengileg, og óhætt mun að f ullyrða, að aldrei fyrr í sögu lýðveld- isins hefur hún verið háð með eins fáum undirmál- • tm" landinu vill aö Bessastaöir séu menningarsetur. En ménn- ingarmál margvisleg eru þó ekki áskipaöur starfsvettvang- ur forseta samkvæmt stjórnar- skránni. Samkvæmt henni er honum fyrst og fremst áskipaö- ur starfi á vettvangi stjórnmál- anna. Hins vegar er alveg aug- ljóst, aö Bessastaöir hljóta aö veröa menningarsetur I augum þjóöarinnar, og skiptir þvi ekki litlu máli aö þar sitji þeir sem teljast menningarmanneskjur. Þaö er ekki annaö vitaö en I framboöi nú sé slikt fólk. Hinu er ekki aö leyna, aö kominn er Pétur Thorsteinsson timi til að ræöa hvort ekki sé ástæöa til aö ætla aö forsetaem- bættiö eigi aö láta atvinnuvegi landsins til sina taka meira en veriö hefur. Þaö er gott og virö- ingarvert aö vera verndari sýn- inga. Hitt væri þó virðingar- veröara, ef forseti landsins reyndi, eftir þvi sem embætti hans leyfir, aö hafa áhrif á markaösmál landsins, til aö starf hans geti komiö til góöa launþegum og fyrirtækjum jafnt. Þjóöhöföingjar I grann- löndum láta einskis ófreistaö i þvi efni, svo fremi aö viröingu þeirra og em- bættis þeirra sé ekki misboöiö. Þeir eru viö opnanir vöru- sýninga erlendis, og meö mörg- um öörum hætti vinna þeir aö þvi á bak viö tjöldin, aö mark- aösmál landa þeirra séu metin aö veröleikum. Þessum mikils- veröa þætti þjóöhöföingja landsins hefur ekki veriö sinnt sem skyldi, og er þar auövitaö viö engan aö sakast. Embættiö hefur bara veriö á því plani, aö þetta hefur ekki þótt æskilegt. En fyrst frambjóðendur sækja nú vinnustaöi heim til aö leita eftir atkvæöum launþega, er ekki úr vegi aö ætla, aö launþeg- ar, störf þeirra og framleiösla, veröi væntanlegum forseta minnisstæöari en ella aö aflokn- um kosningum. Þetta kallar auövitaö á sérstaka hæfni for- seta, sem bæöi kann og getur mótaö slika stefnu vegna at- vinnuvega I embættistiö sinni. ÞriDH pupklur Islendingar eru aö miklum meirihluta ekki hib rfkmann- lega fólk — þ.e. ekki fólk sem fætt er meö silfurskeiö I munn- inum. Þaö viröir aftur á móti vel þá einstaklinga, sem vaxiö hafa af sjálfum sér til nokkurra mannviröinga. Langskólamenn eiga oft auöveldara en aörir aö standa snemma i góöum start- holum viö upphaf raunverulegr- ar lifsbaráttu og gerast em- bættismenn meö ágætum þegar tima liöa. Aörir sækja sér frama út I samkeppnislifiö, þar sem annaö hvort veröur aö duga eöa drepast. Þann veg hafa margir fátækir æskumenn gengiö, þeir sem nú eru um miðjan aldur. Þjóöfélagsástandiö fyrir striö bauö upp á slikt. 1 einstöku til- felli var hægt aö heyja vinsæla Iþrótt meö þeim árangri, að milljóna þjóöir litu upp meö undrun og vildu gera fjarlægan eyjabúa aö sfnum manni. Slik var a.m.k. saga eins frambjóö- andans viö væntanlegar for- setakosningar nú. Slikir ein- staklingar eru nefndir menn fólksins öörum fremur. Þeir geta verið umdeildir, en hörö lifsbarátta hefur veitt þeim siö- ferðisþrek til aö standa af sér vellystingar og hóglifi vel- gengnisára. Þeir veröa raunar alltaf drengir af Smiöjustign- um, hverrlig sem veröldin bylt- ist. Sðmi islenflinga Nú um stundarsakir er talaö um sóma, sem fer eftir kyn- greiningu. Talaö er um sóma kvenna og sóma karla. Varla er hægt meö skynsamlegum rök- um aö blanda slikum sóma saman viö forsetakjör, þótt auö- vitaö veröi hver og einn að ákvaröa fyrir sig, hvar sóminn liggur. Forsetakjör varðar fyrst og fremst sóma Islendinga. A þeim vettvangi hljóta kyn aö standa jafnfætis. Og þaö skiptir auövitaö miklu, aö kjósendur I landinu geri timanlega upp vib sig, hvaöa sóma þeir ætla ab greiöa atkvæöi sitt á kjördag. Auövitaö veröur þessi sómi tengdur þeim einstaklingum, sem I framboöi eru. Sem slíkir fullnægja þeir ágætlega sóma Islendinga allir sem einn. Aö- greining kynni hins vegar aö veröa gerö samkvæmt starfs- þroska hvers og eins og hug- myndum um hæfni til aö gera forsetaembættib virkara innan ramma þeirra stjórnlaga, sem ákveöa þvi starfsvettvang. Þess vegna hefur hér verib bent á þrjá meginpunkta varðandi em- bættiö, sem ástæöa er til aö hafa I huga, þegar ágætir frambjóö- endur eru vegnir og metnir I hugarleynum kjósandans. Um- ræöa um þessi mál er sjálfsögö og eölileg, þótt svo viröist sem fjölmiölar llti á forsetaframboð- in nú sem sama feimnismáliö og áöur. Fimm frambjóöendur, sem sækja vinnustaöi, og hafa varpaö sér út i almenna kosn- ingabaráttu, eiga annaö betur skiliö en feimnislega þögn i fjöl- miðlum. Forsetaembættiö á einnig annaö betur skilið. Kosn- ingabaráttan nú veröur opin og drengileg, og óhætt mun aö full- yröa aö aldrei fyrr I sögu lýö- veldisir.s hefur hún veriö háö með eins fáum undirmálum. Nú ganga engir bragir og engar fyllirisissögur, guöi sé lof. Og á endanum munu fjölmiölar átta sig á þvi, aö framundan eru kosningar fólksins, og hegöa sér samkvæmt þvi. IGÞ Vigdls Finnbogadóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.