Vísir - 12.05.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 12.05.1980, Blaðsíða 22
22 vtsnt Mánudagar 12. maf 1980 Frá Alþingi: Þingfréttaþulirnir I útvarpinu hafa nú veriO látnir hœtta störfum, eftir aö kvartanir bárust um upplestur þeirra. FLUTNINGUR ÞINGFRETTAÞULA FYRIR NEÐAN ALLAR HELLUR H.S. Húsavik skrifar: Lengi hef ég ætlað að drepa niður penna til þess að spyrjast fyrir um þátt einn i Ríkisút- varpinu, sem vakið hefur athygli mlna. Þar er um aö ræða þingfréttatima útvarpsins á morgnana. Mér finnst framsögn þeirra manna, sem þar koma fram.alveg fyrir neðan allar hellur og alþingi ekki sæmandi að ráða til sllks flutnings menn, sem ekki eru læsir. Ekki veit ég, hvort þeir hafa gengist undir lestrarpröf, en eitt er vlst, að þeir þyrftu að fara á fram- sagnarnámskeið, ef þessi flutn- ingur á ekki að fara áfram I taugarnar á öllu fólki með sæmilega eðlilegan málsmekk og svolitla tilfinningu fyrir flutningi ritaðs máls. Stundum hefur hvarflað að mér, þegar ég hef verið að hlusta á þingfréttirnar, sem maöur kemst ekki hjá, ef maður ætlar að vita, hvaö lög- gjafarsamkundan er að bedrlfa, — hvort þarna eigi að vera um skemmtiefni aö ræða. Engu er llkara en verið sé aö gera grln aö fólki með furðu- legri framsögn og stami flutn ingsmanna. Svo er alveg aug- ljóst, aö þeir lesa fréttir þessar orð fyrir orð, en ekki I sam- hengi, þvl að af tóninum I þeim viröast þeir stundum ekkert vita, hvað þeir eru að tala um og taka varla mið af greinar- merkjum I upplestrinum. Gaman væri.ef Vlsir gæti upp- lýst það, hver ræður þingfrétta- þulina I útvarpiö og af hverju er tekið mið viö þær ráöningar. Þlngfréltauullr látnlr hætta Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþing- is: „Þeirsem lesa þingfréttir eða nánar tiltekið upp úr þing- skjölum I útvarpið, eru starfs- menn Alþingis. Formlega séö eru þaö forsetar þingsins, sem ráða þá. Nú eftir áramót hafa tveir námsmenn annast þetta starf til skiptis og voru þeir upphaflega ráðnir til reynslu, en úr þessu hefur slðan teygst. Hvað snertir kröfur, sem geröar voru til þeirra verður að taka fram, að framboö I þetta starf var litið og þvl ekki úr stðrfum miklu að velja, en vinnutlminn erfiöur, mest á kvöldin. Hins vegar hafa þessir menn nú verið látnir hætta störfum, enda borist kvartanir vegna upplesturs þeirra.” Gamla fólkið þarf að reiða sig meira á þjónustu hins opinbera en flestir aðrir og þá verður að gera þá kröfu, að sú þjónusta sé f lagi. Gamia ftHkiö og hið opinberra Ellilifeyrisþegi skrifar: Mikiö hafa nú tlmarnir breyst frá þvl að ég var að alast upp og vlst mátti nú margt missa sig. Þó er ýmislegt, sem mér finnst að hugsa mætti um, sem að okkur gamla fólkinu súýr. Opinber þjónusta við okkur 'hefur stóraukist og er það vel. Stundum viröist þó gleymast, að við erum ekki eins létt á okkur eins og unga fólkiö, og þvl mikil- vægt fyrir okkur að allt standist, sem boðið er uppá. T.d. er slminn ákaflega mikil- vægur fyrir okkur, en þá þarf slmavarsla stofnana að vera I lagi. Mér er t.d. spurn: Er þeirra sjálfsögöu reglu gætt hjá stofnunum að hafa afleysinga- menneskju tiltæka, ef viðkom- andi simamær þarf aö bregöa sér frá? Það getur verið ákaf- lega bagalegt aö ná ekki sam- bandi útaf svo einföldum hlut, aö mærin þurfti eðlilega aö sinna mannlegum þörfum. Svo er nú llka ýmislegt aug- lýst fyrir okkur gamla fólkið og upplýsingar og eyðublöð eiga aö liggja hér og þar frammi. Er þess nú alltaf gætt, að þetta sé tiltækt þegar við höfum loks staulast á staöinn? T.d. ýmis eyðublöð, sem eiga að liggja frammi á pósthúsum, bönkum og sparisjóöum, o.s.frv. Það kemur sér mjög vel, ef þetta er I lagi. GOTT EFNII SJÚNVARPINU að, að mér fannst sjónvarps- dagskráin umrætt kvöld vera með allra besta móti. Að fá tvo sllka tónlistarþætti á sama kvöldi, gerist ekki á hverjum degi. Báðir þessir þættir með Niels Henning og ljóðskáldinu Linton Kwesi Johnson voru bráðgóðir og hafi sjónvarpiö þökk fyrir þetta ágæta framtak.” „Sjónvarpsáhorfandi” er ánægður meö sjónvarpiö fyrir aö sýna tvo tónlistarþætti I röö á laugardag fyrir viku, ma. Niels Henning örsted Pedersen. Sjónvarpsáhorfandi’ ’ hringdi: „Ég sá I Dagblaöinu, að ein- hver lesandi var að fárast yfir því hve sjónvarpsdagskráin hefði verið léleg s.l. laugardag. Þótti honum greinilega lltiö til þeirrar tónlistarþátta koma sem þá voru sýndir. Ég vil þvert á móti koma þvl sandkoín Sæmundur Guövinsson blaöamaöur skrifar: Sklpt á rltstlórum I siöasta tölublaöi Suöur- iands, sem gefiö er út af kjör- dæmisráöi Sjálfstæðisflokks- ins i Suöurlandskjördæmi, eru tilkvnnt ritstjóraskipti viö blaöiö. Steinþór Gestsson lætur af störfum sem ritstjóri aö eigin ósk, en viö tekur Siguröur Jónsson. kennari á Selfossi. Blaöiö hefur komiö heldur stopult út aö undanförnu og er fyrsta tölublaö þessa árs nýkomið út. Nætuísunú á Akureyrl Akurevrarblaðið Dagur greinir frá þvl, að nátt- hrafnar sækist mjög eftir þvi að fá sér sundsprett I sundlaug bæjarins að næturþeli. i eitt skipti hafi hátt I hundrað manns verið i og viö laugina, þegar lögreglan kom á vett- vagg. Sumir syntu þá um frakka- klæddir I lauginni en aðrir alisberir. óstaöfestar fregnir herma aö eftir að þessi frétt birtist hafi næturumferð aukist mjög I nágrenni sund- laugarinnar og menn sjáist þar jafnvel vopnaðir sterkum sjónaukum. Smygl á brennlvínl Frétt VIsis á föstudaginn, um að ÁTVR væri farið aö flytja út islenskt brennivln fyrir315 krónur hverja flösku, vakti mikla athygli, ekki sist fyrir þá sök aö framleiöslu- kostnaðurinn er rúmar 600 krónur. Eftir aö Vlsir var kominn á götuna, hringdi sjómaöur einn á ritstjórnarskrifstofur blaös- ins og sagöi aö Islenskt brenni- vln, smyglaö frá útlöndum, væri selt hér á fjögur þúsund krónur flaskan, meðan hún kostaði niu þúsund krónur I rlkinu. Þessi viðskipti virðast þvl vera með endemum. Fyrst er brenniviniö flutt út niöur- greitt, keypt erlendis á.spott- prls, smyglaö inn I landið og selt á hálfviröi I samkeppni við framleiðandann! Skilur einhver upp eða niður í þessu útflutningsbrölti Rlkisins? Eða eru þetta dulbúnar kjara- bætur til brennivlnsber- serkja.? ^ Boðið til veislu Hér á dögunum mætti ég kunningja minum sem var hinn gleiöasti og vildi endilega bjóöa mér I hádegisverö á eitt besta veitingahús borgar- innar. Þegar viö vorum sestir og farnir aö lesa matseðilinn af athygli, kvað hann uppúr með það, að hann ætlaði ekki að bjóða uppá neitt slor. Það besta væri ekki of gott fyrir góöa menn og kallaöi i þjóninn: — Láttu okkur hafa kavlar, bestu tegund. — Svona, svona, sagöi ég. Þaö er nú óþarfi aö fara aö leika einhvern milljóna- mæring. — Þetta er ákveðið, sagöi vinurinn höstugur og sneri sér aö þjóninum: . — Komdu strax meö heila túpu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.