Vísir - 28.05.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 28.05.1980, Blaðsíða 11
vtsm Miðvikudagur 28. mai 1980. 11 FORSETAKOSNINGARNARFORSETAKOSNINGARNARFORSETAKOSNINGARNARFORSETAKO Albert opnar skrlfstofuf HafnarflrN Stuðningsmenn Alberts Guð- mundssonar og Brynhildar Jó- hannsdóttur i Hafnarfiröi og ná- grenni hafa opnað kosninga- skrifstofu að Dalshrauni 13, efri hæð. Skrifstofan verður opin á kvöldin til mánaðamóta, en um helgar frá 14.00-21.00, en verður siðan opin alla daga þar til kosningum er lokið. Verður opnunartimi skrifstofunnar þá tilkynntur nánar, þ.e. eftir næstu mánaðamót. Siminn á nýju kosningaskrif- stofunni er 51188 og eru stuön- ingsmenn beðnir aö gefa sig fram þar sem fyrst til sjálfboöa- liðsstarfa. 1 kosninganefnd eru m.a. eftirtaldir menn: Halldór Pálsson, Björn ólafsson, Kolbrún Jónsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Páll Jóhannsson, Bergþór Jónsson, Sigurgeir Sigurðsson, Ingibjörg óskarsdóttir, Gunnlaugur Ingason og Guðrún Sigurmundsdóttir. Albert Guðmundsson var fyrir skömmu I vinnustaöaheimsóknum I Hafnarfirði og nágrenni. M.a. heimsótti hann slökkvistöðina i Hafnarfiröi, þar sem honum var boðið að „aka” eista slökkvibiln- um, en það er Ford 1932. A myndinni sést Albert undir stýri. Albert fundar með ipróttamönnum Stuðningsmenn Alberts Guð- mundssonar innan iþrótta- hreyfingarinnar héldu nýlega fund á Hótel Borg, og voru Al- bert og Brynhildur Jóhanns- dóttir, kona hans, gestir fundar- Úlfar Þórðarson, læknir, var fundarstjóri, en ýmsir forystu- menn iþróttamála héldu ávörp. 1 fundarlok flutti Albert ræöu og svaraði fyrirspurnum. Guðiaugur á nopöup- og Austupiandi Guðlaugur Þorvaldsson og kona hans Kristin Kristinsdóttir komu i fyrrakvöld úr kosninga- ferð um Norðurland. 1 ferðinni heimsóttu þau m.a. Slippstöðina á Akureyri og Útgerðarfélag Akureyrar. A laugardag var haldinn fjöl- mennur fundur með stuðnings- mönnum á Húsavik en á sunnu- dag var fjölmennur fundur stuðningsmanna i Sjálfstæðis- húsinu á Akureyri. í dag miðvikudag fer Guð- laugur til Hafnar i Hornafirði og heldur fund þar i kvöld. A fimmtudag verður ekið til Djúpavogs og haldnir fundir þar i hádeginu og á fimmtudags- kvöldið verður fundur á Stöðvarfirði. Á föstudag verður ekiö til Fá- skrúðsfjarðar og haldinn há- degisfundur þar og sama dag verður kaffifundur á Reyðar- firði. Á föstudagskvöld veröur siðan fundur i Neskaupstaö. Guölaugur og Kristin i heimsókn I útgerðarfélagi Akureyrar. Stuðnlngsmenn Guðlaugs Þorvaidssonar Stuðningsmenn Guðlaugs Þorvaldssonar I Arnessýslu hafa opnað kosningaskrifstofu á Austurvegi 38, Selfossi, (I húsi Almennra trygginga og Iðnaðarbankans). Simanúmer skrifstofunnar er 2166. Einnig hafa stuðningsmenn Guðlaugs opnað bankareikn- inga fyrir þá, sem leggja vilja fé af mörkum til kosningabarátt- unnar, i Landsbankanum og Iðnaöarbankanum á Selfossi. Ávisanareikningur i Lands- bankanum er nr. 7293 og i Iðnaðarbankanum nr. 2527. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin frá kl. 5 til 10 siðdegis. Blað sluðn- ingsmanna Guðlaugs Stuöningsmenn Guðlaugs Þorvaldssonar hafa gefið út blaö, sem nefnist „Framboö Guðlaugs Þorvaldssonar”. A forsiðu blaðsins er viðtal við Gauðlaug um embætti forseta Islands, og einnig er viðtal við konu hans, Kristinu Kristins- dóttur. Þá eru i blaðinu greinar um forsetakosningarnar eftir ýmsa þekkta borgara og upp- lýsingar um kosningastarfiö. 1 ritnefndinni eru Guðbjartur Gunnarsson, Gylfi Gröndal, Magnús Bjarnfreðsson og Stefán Halldórsson. Slyöium Guðlaug - mann sátta og samlyruUs Mikilvæg ast að sameina Ratt »«S hwy»«isan m foníta (sfawds Forsiðan á blaðinu. TPúnaDarmanna- ráð Guöiaugs I Garðarbæ Stuðningsmenn Guðlaugs Þorvaldssonar i Garðabæ og Bessastaöahreppi hafa opnað kosningaskrifstofu I Skáta- heimilinu viö Hraunhóla i Garðabæ. Slmi á skrifstofunni er 54255 en I framkvæmdaráði eru þau Guðfinna Snæbjörnsdóttir, Gunnar Steingrimsson og Hall- dór Valdimarsson. Trúnaðarmannaráð er nú fullskipað i Garðabæ og Bessa- staðahreppi og skipa það m.a. Steingrímur Hermannason ráð- herra, Erlendur Sveinsson lög- regluvarðstjóri, Einar Geir Þorsteinsson frkv.stj. Hannes Pétursson skáld, Jóhannes Snorrason yfirflugstjóri og Þór- unn Jónsdóttir húsmóðir. A kosningaskrifstofu Vigdisar Finnbogadóttur i Hafnarfirði. Ljósmynd: RagnarGautur SKRIFSTOFA VIGDISAR- MANNA í HAFNARFIRDI Stuðningsmenn Vigdisar Finnbogadóttur I Hafnarfirði hafa opnað kosningaskrifstofu að Reykjavikurvegi 60 i Hafnar- firði, og verður skrifstofan opin kl. 17-22 alla virka daga og kl. 14-18 á laugardögum og sunnu- dögum, segir i fréttatilkynningu frá skrifstofunni. Simanúmer skrifstofunnar er 54322, en stuöningsmenn hafa einnig opnað giróreikning nr. 4800 i Sparisjóöi Hafnarfjarðar fyrir þá, sem vilja styrkja kosn- ingastarfið með fjárframlögum. I undirbúningsnefnd eru þau Guðni Þorsteinsson, Guðrún Einarsdóttir, Hjördis Þorsteins- dóttir, Hrafnhildur Krist- bjarnardóttir, Nanna Jakobs- dóttir, Páll V. Bjarnason, Ing- var Sigurgeirsson, Steingrimur Gautur Kristjánsson og Þórar- inn Reykdal. Þjóðin kýs - blað stuðningsmanna Vígdisap Fínnbogadóltur „Þjóðin kýs” nefnist stuðn- ingsblað Vigdisar Finnboga- dóttur, en fyrsta tölublað þess er nýkomið út. A forsiöu blaösins er ávarp til kjósenda frá fjölmörgum Is- lendingum, þar sem skorað er á kjósendur að veita Vigdisi brautargengi við forsetakjörið 29. júni næstkomandi. Af öðru efni blaðsins má nefna viðtal við Vigdisi, sem ber fyrir- sögnina „Forsetinn á ekki þjóö- ina, heldur þjóðin forsetann”, og greinar og tilkynningar. I rit- nefnc\. blaösins eru Gunnar Stefánsson, Guðriður Þorsteins- dóttir, Helgi Pétursson, Sigriður Erlendsdóttir og Sveinn Skorri Höskuldsson. BlAl) STUDNIN'OSMA VIODlSAR FÍNNBOCiADOl Forsiða fyrsta tölubiaðs af „Þjóðin kýs”. Pétur heimsækir vinnustaði. Hér sést hann ræöa viö starfsmenn Fiskiðjunnar Arctic h.f. Flórtán ræður á 2 flögum Pétur J. Thorsteinsson hefur undanfarið heimsótt vinnustaði á ýmsum stöðum á landinu, og segir i frétt frá stuöningsmönn- um hans, aö hann hafi haldiö fjórtán framboðsræöur á tveim- ur dögum. Fram kemur, að Pétur hafi verið spurður margra spurn- inga um forsetaembættið, sjálf- an sig og feril sinn. Pétur mun á næstu dögum halda áfram að fara á vinnu- staði viða um land, segir i frétt- inni. 29. iúní - blað Pétursmanna Fjórða tölublaö af 29. júni — blaði stuðningsmanna Péturs J. Thorsteinssonar — er komiö út. Það var birt sem auglýsing I Morgunblaðinu 24. mai siöast- liðinn. I ritnefnd blaðsins eru Arnór Hannibalsson, Guðrún Egilson, Hákon Bjarnason, Haraldur Blöndal og Sveinn Guðjónsson. Meðal efnis eru fjölmargar greinar, m.a. eftir Ragnar Jónsson i Smára.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.