Vísir - 28.05.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 28.05.1980, Blaðsíða 16
vlsm , jMiövikudagur 28. mai 1980. u Umsjón: Magdalena Schram verðlaun lyrir fyrstu bok Bókin „Unflir regndoganum” eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur fékk 1. veröiaun í barnabókasamkeppni Ríkísútgáfu námsbóka í tilefni Barnaárs Sameinuðu bióðanna. Þetta er fyrsta bók hðfundarins Þaö var engum erfiðleikum háö aö hafa upp á Gunnhildi Hrólfs- dóttur, höfundi „Undir regnbog- anum”. Hún fannst ekki i sima- skrá, svo spyrjast þyrfti fyrir um hana hjá upplýsingum aö Varmá I Mosfellssveit. „Hún, Gunnhildur, já ég sá hana hér fyrir utan rétt áöan, ætli hún sé ekki komin heim núna, prufaöu að hringja i ...” Simadaman vissi erindiö og vildi fyrir allan mun vera hjálpleg viö aö koma Gunnhildi I blööin fyrir afrekiö. Sjálf var Gunnhildur hógvær, kvaöst þó vera afskaplega upp með sér fyrir aö hafa fengiö verö- launin „Bókin er um litla stelpu á aldrinum 11-12 ára, sem þarf aö flytjast úr sveitinni til Reykjavik- ur. Henni haföi alltaf veriö sagt aö þaö væri svo miklu verra aö búa þar en i sveit og hún fer grát- andi af stað. En þegar á reynir, kemst hún aö þeirri niöurstööu aö þaö er alls ekki svo voöalegt aö búa í þéttbýli. — Það er alltaf verið að gylla þaö að búa i dreifbýli, aö börnin I borginni hafi þaö nú svona og svona og mér fannst eiginlega kominn timi til aö láta aðra skoöun koma fram, sagöi Gunn- hildur. Hún sagðist sjálf hafa flutt á Reykjavikursvæöið og oröiö vör við aö henni væri næstum þvi vor- kennt, þ.e.a.s. af utanbæjarfólki. — Og svo lærir stelpan i bókinni auövitað, aö ekki er alveg aö treysta á skoöanir annarra og lærir aö gera upp sinn eigin hug án fordóma eöa fyrirfram- greindra hugmynda. Gunnhildur á sjálf 3 börn, 4-12 ára og vinnur auk þess á barna- heimilinu i Mosfellssveit, svo hún er ekki óvön aö lesa eða segja börnum sögur. Verölaunin nema 500.000 kr. og er ráögert aö gefa bókina út siöar á árinu. Dómnefndin mælti meö útgáfu tveggja annarra bóka, sem bárust, Draum um druslu eftir dulnefninu Ingvar Torfason og Sumardýrðin þverr eftir Trausta Ólafsson. Dómnefndina skipuðu dr. Þurföur J. Kristjáns- dóttir, Jónina Friöfinnsdóttir kennari og Heimir Pálsson menntaskólakennari. Gunnhildur meö krökkunum sinum. Sígupjón sýnir Félag islenskra myndlistar- manna efnir til sýningar á verk- um Sigurjóns ólafssonar mynd- höggvara I FIM salnum á Frá isalirði Þessa viku stendur yfir sýning á ljósmyndum I bókasafninu á Isafiröi. Jón Hermannsson sýnir þar um 40 stækkaöar litmyndir, sem hann hefur sjálfur tekiö og unniö. Myndirnar eru númeraöar og áritaöar á svipaöan hátt og graffkverk. Sýningin er opin á opnunartima bókasafnsins og er siöasti sýningardagur sunnudaginn 1. júnf. Laugarnesvegi og fyrir utan heimili og vinnustofu Sigurjóns á Laugarnestanganum. Sýningin er I tilefni Listahátiöar og styrkt af henni. 1 fréttatilkynningu FIM um sýninguna er enn fremur tek- iö fram aö Reykjavfkurborg annist snyrtingu í kring um vinnustofu Sigurjóns og er von- andi aö úr snyrtingunni veröi, þvi tanginn og myndverk Sigurjóns eiga betra skiliö en raun er á. 1 FIM salnum veröa smærri verk en þau stærri veröa til sýnis undir berum himni á Laugarnes- tanga. Póstkort af myndum Sigurjóns veröa gefin út i tilefni sýningarinnar, sem veröa til sölu. Sýningin opnar miövikudaginn 4. júnf. Sigriöiir Atladóttir og Jón Hermannsson i hiutverkum sinum I „Litilii þúfu.” Reykvlkst mam- líf annó 1979? Lítil þúfa, 1979 Handrit, leikstjórn, klipp- ing: Ágúst Guðmundsson. Kvikmyndataka: Baldur Hrafnkell Jónsson og Haraldur Friðriksson. Kvikmynd um óþroskaöa unglingsstúlku, sem lendir I þvi aö veröa ólétt, er auövitað ekkert nýnæmi. Þaö hafa veriö geröar myndir um unglinga- vandamáliö og kynslóöabiliö, um kvenréttindi og fóstureyö- ingar — jafnvel um kynþátta- fordóma, þar sem lltil stelpa meö óskilgetiö barn undir belt- inu er snaginn, til aö hengja hattinn á, — kúlan hnykillinnn, sem sagan þræöir sig af. Þaö var þvi meö dálitlum kviöa, sem ég settist viö aö horfa á Litla þúfu: hvernig i ósköpunum er hægt aö spinna eitthvaö frum- legt úr þessu gamla bandi. Kristin 15 ára, verður ófrfsk eftir aö hafa sofiö hjá Sigga. Hún segir vinkonunni frá þvi, siöan mömmu. Mamma segir pabba þaö. Vinkonan segir Sigga þaö. Ljósmyndagæi barn- ar aöra stelpu, einhver frænka drukknar og það er fariö f jarða- för. Stina hættir viö Sigga. Foreldrar Sigga bjóöa foreldr- um Stinu i kaffi. Siggi þorir ekki aö láta sjást aö hann hafi áhuga á aö skoöa Stfnu meö kúluna. Stina fer í fæöingarleikfimi. Barniö fæöist. Allir koma i heimsókn og fá konfekt. Siggi fer á fylleri meö strákunum. Punktur á eftir söguþræöi i ör- stuttu máli. Hann þvældist ofur- litiö fyrir mér þvi mér var aldrei ljóst um hvaö hann snerist. óléttan var ekkert vandamál. Mamma var bara hress, pabbi sagöi sem minnst en var þó ekki svo óhress. Uppáhaldsfrænkan sló öllu upp I grfn. Trúaöa frænkan mátti ekki vera aö þvi að hugsa um annað en draumfarir. Eina fólkiö, sem saup hveljur voru jafnaldrarnir. Viöbrögö Stinu sjálfrar voru óljós og ekki uppistaöa til aö byggja á. Sigriöur Atladóttir i hlutverki Stinu er áreiöanlega eldri en 15 ára, alla vega ekki nógu barnaleg til aö itreka 1 huga áhorfandans þau vanda- mál, sem unglingsstelpa hlýtur að takast á viö, veröi hún ólétt. Stina var hrædd og kviðin, en ekki vegna barnsins, sem hún átti aö eiga eöa um eigin fram- tiö sem móöir, heldur vegna þess hvaö aörir myndu hugsa um hana, sem haföi gert þaö sem 15 ára krökkum er bannaö að gera. Tilfinningar hennar i garð móöurhlutverks eöa f garö leiklist Magdaiena Schram skrifar. örlaga sinna yfirleitt, uröu ein- hvern veginn útundan. Barnið sjálft jafnvel aukaatriöi, dæmi- gert af finu frúnni mömmu Sigga, þegar hún spuröi si svona um leið og hún rétti mjólkina, „og hvenær ætlaröu svo aö eiga, góöa?” Aö þessu sögöu, um hvaö er myndin? Er hún e.t.v. aöeins „snotur og sæt litil mynd um menntaskólastelpu, sem verður ólétt”, svo notuö séu orö Helgarpóstsins? Eöa eitthvaö annaö? Mér þótti hún vera um viöbrögö fólks viö vanda, ekki þessum vanda sérstaklega (enda litiö úr honum gert) heldur vanda almennt. Atburö- ur, sem skiptir miklu máli, á sér staö. Þaö þyrfti aö tala um hann, en þaö er aldrei gert. Frænkan, sem saumar, slær á léttari strengi, trúaöa frænkan heldur áfram aö fróa sér i handanheimalffinu, pabbi lem- ur bilinn, hjúkrunarkonan spyr um verjur eins og þær breyti nokkru úr þessu, finu frúnni finnst endilega aö þau þurfi aö hittast — formsins vegna. Stina liggur á sæng og gestirnir gá aö vorinu út um gluggann. Siggi dettur i þaö. Enginn talar um þaö, sem þó er eftst á dagskrá. Aöeins mamma sýnir lit. Raun- ar fannst mér mamman næstum þvi óraunverulega góö og skilningsrik en þær mæögur eins og fundu hverja aöra og þar var þó einlægni fyrir hendi. Siggi greyið varö aö segja pabba sinum tiöindin i óper- sónulegu umhverfi skrifstof- unnar. Sambandsleysi, kuldi, oröfæö — svei mér þá ef annað lýsingarorö en hallærislegur heyröist i allri myndinni! E.t.v. gasalegur lika. Abyrgöarleysi gagnvart sjálfum sér og öörum, ekki sist aöalpersónunni, ó- fædda barninu. Alls konar fólk úr öllum stéttum (ég minnist þess ekki aö hafa áöur séö jafn meinlega bent á stéttaskipt- ingu á Islandi eins og gert var með nýrfka fólkinu sem var svo fint i ofhlöönu einbýlishúsinu sinu og svo aftur venjulega fólk- inu i blokk — þau fyrrnefndu hljóta aö vera ýkt — og á öllum aldri, allt hrjáö af sambands- leysi og skertum tjáningar- mætti. Reykvíkst mannlif, annó 1979? Það var ágætur hattur á þennan snaga, og fyndinn á köflum. Leikararnir uröu allir aö raunverulegu fólki, sem hlýtur að vera þeirra rulla. Enginn viövaningsbragur nema ein- staka sinnum þessar handaút- réttingar til áherslu, sem virö- ast einkenni á áhugaleikurum og litill vandi heföi veriö aö leiö- rétta. Aukahlutverkin eru mér minnistæðust, t.d. ólétta vin- konan úr gróöurhúsinu, Geröur Pálmadóttir, Silja Aöalsteins- dóttir var frábær og Hildi- gunnur vinkona var eins og heima hjá sér á skerminum. Skemmtilega klippt á milli at- riöanna. Kvikmyndunin sjálf mun hafa verið verölaunuö og ekki aö ósekju. Fyrir minn smekk var hún óþarflega þröng og mér leiddist ofnotkun á list- rænni kunnáttu: allar hurö- irnar, sem opnast á mjaöma- grind og tærnar aö læöast inn i tóman ramma. Þetta eins og raskar þvi samræmi, sem þarf aö vera milli forms og inni- halds. Þegar upp var staðiö, haföi kviöinn veriö ástæöulaus. Ms.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.