Morgunblaðið - 06.04.2002, Side 2

Morgunblaðið - 06.04.2002, Side 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isSenegalferð knattspyrnu- manna flautuð af / 1B ÍS hefur vænlega stöðu eftir annan sigur / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r6. a p r í l ˜ 2 0 0 2 SEXTÁN manns báru í gær vitni fyrir dómi í máli lögreglustjórans í Reykjavík gegn fyrrverandi flug- rekstrarstjóra Leiguflugs Ísleifs Ottesen en hann er sakaður um að hafa sem flugstjóri TF-GTX flutt 12 farþega frá Vestmannaeyjum til Sel- foss en vélin var aðeins búin sætum fyrir 10 farþega. Þetta á að hafa átt sér stað að morgni 7. ágúst 2000 en síðar þann sama dag hrapaði flugvél frá flugfélaginu í Skerjafjörð og lét- ust sex af völdum flugslyssins. Flugrekstrarstjórinn hefur ávallt neitað sök og breytti í engu frá þeim framburði í gær þegar aðalmeðferð málsins fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann hefði ekki flogið með of marga farþega og neitaði að hafa sagt einhverjum þeirra að sitja á gólfi vélarinnar. Á hinn bóginn hefði hann ekki haft tök á að líta mikið aftur í vélina og komist að því við lendingu á Selfossi að dóttir hans, sem var farþegi í vélinni, hefði setið í fangi unnusta síns við lend- ingu og meðan á fluginu stóð. Þá væri hugsanlegt að einhver farþeg- anna hefði fært sig úr sæti sínu og niður á gólf vélarinnar án hans vit- undar. Dóttir flugrekstrarstjórans og unnusti hennar sögðust fyrir dómi ekki hafa séð að umframfarþegar væru í flugvélinni. Unnusti hennar kvað einn farþeganna hafa verið mjög ölvaðan og með háreysti í vél- inni og m.a. sungið. Það hefði farið illa um hann og hann hefði fært sig úr sæti sínu og um tíma setið á gólfi vélarinnar. Hildur Briem, fulltrúi ákæru- valdsins, sagði ljóst af framburði 10 annarra sem báru vitni í gær, að þau hefðu öll verið um borð í flugvélinni í umræddu flugi og til samans hefðu farþegarnir því verið 12. Þessu mót- mælti verjandi flugrekstrarstjórans, Baldvin Björn Haraldsson hdl., og sagði að ósannað væri með öllu að þau hefðu verið samtímis um borð og raunar væri alls ekki víst að allir hefðu flogið með TF-GTX frá Vest- mannaeyjum. Ekkert sæti og varð því að sitja á gólfinu Flest þessara 10 vitna sögðu á hinn bóginn að ljóst hefði verið við flugtak að tveir farþegar hefðu ekki sæti. Því hefði einn þeirra orðið að sitja á gólfinu og stúlka hefði orðið að sitja í fangi pilts. Ung kona sem bar vitni sagðist þó ekki vera viss um að hafa séð fleiri en einn umframfar- þega og tveir piltar sögðust lítið muna eftir flugferðinni og vildu ekki staðfesta um fjölda farþega í vélinni. Einn þeirra sem bar vitni sagði að flugstjórinn hafi sagt sér að setjast á tösku milli sæta á gólfi vélarinnar en þá hefðu engin sæti verið laus auk þess sem ein stúlka hafi setið í fangi pilts. Hann hefði ákveðið að gera þetta enda þurfti hann að vera í sam- floti með öðrum frá flugvellinum á Selfossi. Hann kvað dvölina á gólfinu hafa verið óþægilega og hann hafi verið smeykur meðan á fluginu stóð. Unnusta hans bar á sama veg. Hún kvaðst hafa rætt þetta við flug- stjórann en mundi ekki gjörla hver viðbrögð hans voru. Aðspurð um að- draganda þess að hún bar vitni um þetta fyrir lögreglu sagðist hún hafa sagt vinkonu sinni þetta, sagan hefði síðan spurst út. Faðir eins þeirra sem fórst í flugslysinu í Skerjafirði hefði í kjölfarið haft samband við sig og spurt hvort hann mætti segja lög- reglunni að hringja í hana. Hún hafi játað því og stuttu síðar hafi lögregla haft samband. Auk þeirra sem sögðust hafa verið um borð í vélinni bar vitni flugvéla- verkfræðingur, flugmaður og fyrr- um starfsmaður LÍO. Við skýrslugjöf vitna gerði Valtýr Sigurðsson, formaður dómsins, all- nokkrar athugasemdir við spurning- ar verjandans, Baldvins Björns Har- aldssonar hdl. Þá heimilaði dómari honum ekki, í málflutningsræðu, að vitna til álits geðlæknis á framburði vitna hjá lögreglu. Áður hafði hér- aðsdómur í tvígang neitað verjand- anum um að leggja skýrsluna fyrir dóm og hafði Hæstiréttur staðfest þá niðurstöðu. Verjandinn hélt því m.a. fram að umfjöllun fjölmiðla hefði haft áhrif á framburð vitna og nefndi sérstak- lega að fimm þeirra hefðu komið til skýrslutöku að lokinni ítarlegri um- fjöllun í fjölmiðlum. Þá væri mikið misræmi í framburði þeirra. Fulltrúi ákæruvaldsins mótmælti þessu og sagði vitnin enga ástæðu hafa til að skýra rangt frá. Hún krafðist sak- fellingar og að ákærði yrði tíma- bundið sviptur atvinnuflugmanns- skírteini. Dóms er að vænta 24. apríl nk. Aðalmeðferð lokið í máli fyrrum flugrekstrarstjóra LÍO Flest vitni sögðu farþega of marga NOTKUN regnhlífa er fremur lítil hérlendis, þótt ekki megi kenna úr- komuleysinu um heldur rokinu, sem oft fylgir regninu, og fettir og brettir jafnvel sterkustu regnhlífar. Fólkið sem varð á vegi ljósmynd- arans í vikunni virtist skemmta sér bærilega í einni skúrinni í mið- bænum og gæti hafa verið að æfa miðbæjarröltið fyrir næstkomandi þjóðhátíðardag með tilhlökkun í brjósti. Morgunblaðið/Ásdís Bros í regni VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- arráðherra segist í samtali við Morg- unblaðið kannast við það að fulltrúi íslenskra stjórnvalda hafi nýlega haft samband við stjórnendur bandaríska álrisans Alcoa, vegna stóriðjufram- kvæmda hér á landi. Staðfestir hún þar ummæli eins upplýsingafulltrúa Alcoa í blaðinu á fimmtudag. Ráðherra segist ekki hafa haft samband persónulega við Alcoa og vill heldur ekki upplýsa hver hafi gert það eða nákvæmlega hvenær. „Samtöl hafa átt sér stað af hálfu aðila sem heyra undir stjórnvöld. Menn hafa persónuleg sambönd við ýmis stórfyrirtæki og núna er um að gera að rifja upp öll slík sambönd,“ segir Valgerður. Hún segir formlegar viðræður hvorki hafa farið fram við Alcoa né önnur álfyrirtæki að undanförnu, enda sé það verkefni nýskipaðrar við- ræðunefndar, undir forystu Finns Ingólfssonar, að setja sig í samband við álfyrirtæki og aðra mögulega samstarfsaðila erlendis. „Alcoa er mjög áhugavert fyrir- tæki, enda það stærsta á álmarkaðn- um og eitt þeirra sem við horfum mjög til með samstarf í huga. Því er fullkomlega kunnugt um Noral-verk- efnið á Íslandi.“ Stjórnendur Alcoa hafa áður hitt íslenska ráðamenn Garðar Ingvarsson, framkvæmda- stjóri Fjárfestingarstofunnar – orku- sviðs, sem iðnaðarráðuneytið og Landsvirkjun starfrækja, hefur í gegnum tíðina átt mikil samskipti við erlend álfyrirtæki vegna stóriðju- áforma hér á landi. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Garðar kann- ast persónulega við marga háttsetta stjórnendur Alcoa, líkt og margra annarra álfyrirtækja, en hann sagðist ekki hafa verið í sambandi við þá ný- lega að fyrra bragði. Fyrirtækið hefði fyrr á árum sýnt áhuga á að taka þátt í stóriðjuverkefnum. Garðar sagðist hafa í gegnum árin bæði tekið á móti stjórnendum Alcoa hér á landi og heimsótt þá oftar en einu sinni. Þannig hefði aðalforstjóri fyrirtækisins komið hingað fyrir nokkrum árum og hitt íslenska ráða- menn að máli. Viðskipta- og iðnaðarráðherra Kannast við sam- töl við stjórn- endur Alcoa GREIN um áfanga í rannsóknum ís- lenskra og erlendra vísindamanna á geðklofa, sem birtar voru á tveimur vefsíðum á Netinu og voru grund- völlur fréttar AP-fréttastofunnar og síðan Morgunblaðsins þar að lút- andi, hafa verið dregnar til baka tímabundið vegna athugasemda sem komið hafa fram, samkvæmt upplýs- ingum Tómasar Zoëga geðlæknis, sem stýrir rannsókninni af hálfu ís- lensku vísindamannanna. Tómas sagði að greinarnar hefðu verið birtar á svonefndum „preprint server“, sem væri nokkurs konar umræðuvettvangur á Netinu. Komið hefðu fram athugasemdir frá Wales við tölfræðigrunn rannsóknarinnar, sem líklega væru réttmætar, og á meðan væri verið að skoða og meta þessar athugasemdir hefðu þeir talið rétt að taka greinina til baka. Hann reiknaði með að á næstu tveimur til þremur vikum myndi greinin komast í endanlegt form. Aðspurður hvort þessar athuga- semdir vörpuðu rýrð á niðurstöður rannsóknarinnar, sagði Tómas, að svo væri alls ekki. Um væri að ræða mjög flóknar tölfræðilegar aðferðir og ákveðið hefði verið að skoða ábendingarnar nánar. Tómas benti á að þeir hefðu ekki getað fengið þessar athugasemdir fram nema birta niðurstöður rann- sóknarinnar með þessum hætti. Segja mætti að þessi birtingarháttur á Netinu væri ígildi vísindaráðstefna þar sem menn kynntu rannsóknir og fengju fram viðbrögð við þeim. Birt- ing með þessum hætti væri algeng í eðlisvísindum, en mun sjaldgæfari í lífvísindum, einkum vegna ýmiss konar möguleika á einkaréttindum. Fréttir af rannsóknum á geðklofa Greinin dregin til baka tímabundið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.