Morgunblaðið - 06.04.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.04.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐUR um Kárahnjúka- frumvarpið svokallaða hafa ein- kennt þingstörfin í vikunni og er út- lit fyrir að það verði að lögum á mánudag. Er frumvarpið það frum- varp sem hefur valdið hvað mestum pólitískum deilum á þessu þingi enda hafa margir þingmenn tekið fram að það sé „eitt stærsta mál þessa löggjafarþings“. Umræðurnar á þinginu hafa líka litast af þeirri staðreynd og stundum hafa orðið allsnarpar orðasennur milli þing- manna og ráðherra og frammíköll og órói hefur einkennt þingsalinn. Þeir sem styðja frumvarpið eru allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, nema Katrín Fjeldsted, allir þing- menn Framsóknarflokksins sem og allir þingmenn þingflokks Samfylk- ingarinnar, utan Rannveig Guð- mundsdóttir og Þórunn Sveinbjarn- ardóttir. Þingmenn Frjálslynda flokksins og Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs leggjast hins veg- ar gegn frumvarpinu og hafa þeir síðarnefndu verið ötulir við að mæla gegn því m.a. á grundvelli umhverf- issjónarmiða. Þeir hafa einnig sakað Valgerði Sverrisdóttur iðn- aðarráðherra um að leyna Alþingi upplýsingum með því að segja ekki strax frá því þegar hún frétti að Norsk Hydro treysti sér ekki til að standa við tímasetningar vegna Reyðarálsverkefnisins. Hafa þær ásakanir komið upp aftur og aftur í umræðunni en Valgerður sem og aðrir framsóknarmenn hafa vísað þeim ásökunum á bug og ítrekað að Valgerður hafi greint þinginu frá fyrirætlunum Norsk Hydro um leið og það hefði legið ljóst fyrir hjá fyr- irtækinu að það gæti ekki staðið við tímaáætlanir. Í eitt skiptið sem Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sakaði Valgerði um að hafa leynt þingið upplýsingum tók hann fram að í ná- lægum löndum teldist slíkt brot saknæmt; það gæti jafnvel þýtt allt að 20 ára fangavist. Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins, sat þá í salnum og kallaði úr sæti sínu hvort þar með ætti ekki að setja Valgerði og allan Framsóknarflokk- inn í tugthúsið. Vöktu þau ummæli kátínu þingmanna en Steingrímur svaraði því til síðar í umræðunni að það væri sennilega ekki hægt að setja iðnaðarráðherra í fangelsi þar sem ekki væri staðið betur að fang- elsismálum en svo að hleypa þyrfti öllum föngum sem þar væru út í sumar. Halldór Ásgrímsson kallaði hins vegar aftur úr sæti sínu að sem betur fer væri Steingrímur ekki yfirmaður lögreglumála í land- inu. Steingrímur J. er, að öðrum þing- mönnum ólöstuðum, sennilega einn mælskasti þingmaðurinn og eiga sér stað oft skemmtileg orðaskipti í kringum hann þegar hann er í ræðustól. Undir lok vikunnar stóð hann í pontu, einu sinni sem oftar, og gerði grein fyrir atkvæði sínu í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna. Nokkr- ir þingmenn sáu hins vegar ástæðu til að gera athugasemdir við ræðu hans og kölluðu ítrekað frammí fyr- ir honum. Í miðri orrahríðinni gerði Steingrímur hlé á máli sínu og sagði: „Herra forseti, það er eins og 62 þingmenn haldi að þeir eigi rétt á þeirri einu mínútu sem ég hef til að gera grein fyrir atkvæði mínu.“ Ísólfur Gylfi Pálmason, einn vara- forseta þingsins, sem þá sat í for- setastól, tók hins vegar fram að þessi eina mínúta væri liðin og að Steingrímur þyrfti þar með að yf- irgefa ræðustólinn. Steingrímur svaraði þá að bragði: „Það er naumt skammtað fyrir 63 þingmenn.“ Þá hló þingheimur. Steingrímur J. er þó ekki eini þingmaðurinn sem hefur kætt þing- heim þessa viku. Það gerði Halldór Blöndal, forseti þingsins og þing- maður Sjálfstæðisflokksins, líka eft- ir að hann hafði mælt gegn tillögum þingmanna Samfylkingarinnar og VG, um að lagaheimild verði gefin fyrir rafrænum kjörstöðum og raf- rænum kjörskrám. Sagði Halldór m.a. að aðalatriðið væri að atkvæðið kæmist til skila og „því ætti ekki að flækja málin með því að elta tæknina“, eins og hann orðaði það. Urðu því mikil hlátrasköll í þing- salnum þegar Halldór fór fram á það skömmu síðar að atkvæði um þingmál yrðu ekki greidd með raf- rænu kerfi þingsins heldur með nafnakalli. Annars eru sex starfsdagar eftir af þessu löggjafarþingi auk eldhús- dagsumræðunnar en stefnt er að þingfrestun hinn 24. apríl nk. Þá er mánuður fram til sveitarstjórn- arkosninganna en hefð er fyrir því að þingið fari í frí í aðdraganda slíkra kosninga. Er það m.a. gert til þess að sveitarstjórnarmálin fái meiri athygli á vettvangi stjórnmál- anna. Síðustu starfsdagar þingsins munu væntanlega einkennast af því hve stutt er til þingfrestunar; fjöldi mála verður væntanlega afgreiddur frá þinginu og kvöldfundir verða tíðir.      …og þá hló þingheimur! EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is ALLIR erlendir ríkisborgarar, utan Norðurlandabúa, fá skv. lögum sem Alþingi samþykkti í gær kosninga- rétt til sveitarstjórnarkosninga hafi þeir átt lögheimili hér á landi í sam- fellt fimm ár. Norðurlandabúar hafa haft þennan rétt skv. lögum hafi þeir átt lögheimili hér í þrjú ár samfellt. Lögin sem Alþingi samþykkti í gær hafa það í för með sér að kosninga- bærum mönnum hér á landi fjölgar um 1.332. Í umræðum um lögin áður en þau voru samþykkt í gær voru stjórn- völd m.a. gagnrýnd fyrir það hve frumvarpið, sem lagt var fram af Páli Péturssyni félagsmálaráðherra, væri seint fram komið. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, sagði það bagalegt að málið skyldi enn vera til meðferðar á Alþingi nokkr- um dögum áður en utankjörfundar- atkvæðagreiðsla fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar ætti að hefjast. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu frumvarpið einnig fyrir það að ganga of skammt, þ.e. þeir vildu að erlendir ríkisborgarar fengju kosn- ingarétt hér á landi eftir skemmri tíma en kveðið er á um í nýju lög- unum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fulltrúi í félags- málanefnd þingsins, en sú nefnd fékk málið til umfjöllunar, lagði til að mynda til breytingar á frumvarp- inu sem miðuðu að því að tryggja öðrum norrænum ríkisborgurum sem hér eru búsettir fullan kosning- arrétt, sambærilega við það sem Ís- lendingar sjálfir njóta, þ.e. hann vildi að þeir öðluðust kosningarétt til sveitarstjórna um leið og þeir skráðu lögheimil sitt í landinu. „Öðrum erlendum ríkisborgurum ætti að tryggja kosningarrétt eftir að þeir hafa átt hér lögheimili sam- fellt í tvö eða í mesta lagi þrjú ár. Það er eðlilegt og sjálfsagt markmið að leita eftir þátttöku nýrra íbúa í mótun og stjórn samfélagsins þar sem þeir hafa tekið sér búsetu,“ sagði Steingrímur J. í breytingartil- lögu sinni. Hún var hins vegar felld í at- kvæðagreiðslu sem og breytingartil- laga Guðrúnar Ögmundsdóttur og Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmanna Samfylkingarinnar og fulltrúa í fé- lagsmálanefnd. Breytingartillaga þeirra miðaði að því, eins og tillaga Steingríms, að aðrir norrænir rík- isborgarar fengju hér kosningarétt til sveitarstjórna um leið og þeir skráðu lögheimili sitt í landinu. Jafnframt lögðu þær til að aðrir er- lendir ríkisborgarar en norrænir fengju kosningarétt til sveitar- stjórna eftir þriggja ára búsetu hér á landi. Löng reynsla af því að krossa með blýanti Þá gagnrýndu stjórnarandstæð- ingar frumvarpið fyrir það að í því væri ekki nein heimildarákvæði um rafrænar kosningar. „Slíkt er ekki gert, þrátt fyrir umsagnir og óskir um lögfestingu slíkrar heimildar nú,“ segir í breytingartillögu Guð- rúnar Ögmundsdóttur og Ástu R. Jóhannesdóttur. „Það hefur sýnt sig í aðdraganda væntanlegra sveitar- stjórnarkosninga að margir nýttu sér rafrænt fyrirkomulag við val frambjóðenda og hefði það verið til- valin reynsla til að nýta í kosning- unum.“ Í nefndaráliti Steingríms J. Sig- fússonar, er einnig lagt til að sveit- arfélögum verði heimilt að hafa til reynslu rafræna kjörstaði og færa rafræna kjörskrá. Tillögur um heim- ild til rafrænna kosninga voru hins vegar felldar í atkvæðagreiðslu á þingi í gær með atkvæðum þing- manna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Í atkvæða- greiðslunni tók Ásta R. Jóhannes- dóttir fram að rafrænar kosningar hefðu gefist vel hingað til, þ.á m. í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins. Halldór Blöndal, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, taldi hins vegar ekki ástæðu til að samþykkja slíka breytingartillögu. Sagði hann í atkvæðagreiðslunni að hann hefði langa reynslu af því að það hefði gefist vel að krossa með blýanti við þann lista sem menn vildu kjósa. „Ég hygg að aðalatriðið sé að atkvæðið komist til skila til þeirra sem viðkomandi vilja kjósa en ekki sé verið að flækja málin með því að elta tæknina í þessum efn- um,“ sagði hann. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, taldi ástæðu til þess að minna á að Páll Pétursson félags- málaráðherra hefði í fyrstu umræðu um frumvarpið tekið fram að tillaga um rafræna kosningu og rafræna kjörskrá væri ekki í frumvarpinu vegna andstöðu Sjálfstæðisflokks- ins. Vitnaði Steingrímur síðan í eft- irfarandi orð félagsmálaráðherra: „Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði á landsfundi sínum einhverra hluta vegna gegn rafrænum kosningum. Þess vegna eru ekki rafrænar kosn- ingar inn í frumvarpinu…Ég er hins vegar nokkuð undrandi á þeirri af- stöðu.“ Steingrímur kvaðst einnig vera nokkuð undrandi á þeirri af- stöðu sjálfstæðismanna. Sagði hann það merkilegt að í pontu kæmi „fulltrúi forneskjunnar“, eins og hann kallaði Halldór Blöndal og mótmælti tillögu um rafræna tækni. Alþingi samþykkir ný lög um kosningarétt til sveitarstjórna Erlendir ríkisborgarar sem hér hafa búið í fimm ár fá að kjósa Morgunblaðið/Jim Smart Þrjár þingkonur Samfylkingarinnar bera saman bækur sínar á Alþingi, Svanfríður Jónasdóttir, Ásta Ragnheið- ur Jóhannesdóttir og Guðrún Ögmundsdóttir. Tvær þær síðasttöldu lögðu fram breytingartillögu við frumvarp félagsmálaráðherra til laga um sveitarstjórnarkosningar. Tillögur um rafrænar kosn- ingar felldar ALÞINGI samþykkti í gær frum- varp til laga um heimild ríkissjóðs til þess að takast á hendur til ársloka tryggingu eða endurtryggingu á bótaábyrgð sem flugrekendur kunna að baka sér gagnvart þriðja aðila vegna tjóns er hlýst af notkun loft- fars vegna hernaðaraðgerða, hryðju- verka eða áþekkra atvika. Var m.ö.o. verið að framlengja tryggingunni til áramóta en hún hefði að öðrum kosti runnið út 10. apríl nk. „Eins og kunnugt er hafa vátrygg- ingafélög, í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september, sagt upp ábyrgðatryggingum flugrek- enda og hefur það leitt til þess að rík- isstjórnir um heim allan hafa orðið að takast á hendur slíkar tryggingar til þess að flugrekendur næðu að uppfylla þær tryggingakröfur sem gerðar eru á hendur þeim og þannig forðað því að alþjóðlegar flugsam- göngur stöðvist,“ segir í greinargerð frumvarpsins. „Bráðabirgðalög um slíka heimild ríkissjóðs Íslands voru sett 23. september 2001 og laga- heimildin staðfest með lögum nr. 120/2001 og síðar breytt með lögum nr. 5/2002. Samkvæmt lögunum á trygging, sem ríkissjóður veitir, ekki að gilda lengur en til 10. apríl 2002,“ segir ennfremur. Tryggingamarkaðurinn enn í nokkru uppnámi Síðan segir: „Endurtrygging rík- issjóðs hefur, eins og sambærilegar tryggingar annarra ríkja, verið veitt til takmarkaðs tíma í einu þar sem vonir hafa verið bundnar við að vá- tryggjendur tækju að bjóða full- nægjandi vátryggingar á viðunandi kjörum. Til skamms tíma hefur verið talið að vátryggingamarkaðurinn mundi ekki síðar en 31. mars 2002 taka að bjóða nauðsynlegar ábyrgð- artryggingar til viðbótar við þær takmörkuðu grunntryggingar sem þar bjóðast nú. Þetta hefur hins veg- ar ekki gengið eftir þar sem trygg- ingamarkaðurinn er enn í nokkru uppnámi vegna atburðanna hinn 11. september sl.“ Segir síðan í greinargerðinni að vegna þessa þurfi að framlengja fyrrgreinda heimild ríkissjóðs til þess að hann geti enn um sinn veitt flugrekendum nauðsynlega vátrygg- ingavernd. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins var Vilhjálmur Egils- son, formaður efnahags- og við- skiptanefndar þingsins og þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins. Trygging flugrekenda Heimild ríkissjóðs framlengd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.